Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 17
sé samningsatriði milli íslenskra stjórnvalda og Atlantsálshópsins. En ráða ekki álfyrirtækin mestu um hvar álverið rís? „Það er auðvitað ekki hægt að neyða neinn til að fjárfesta fyrir 8-900-milljónir dollara, 50-60 millj- arða króna, á einhveijum stað sem hann vill ekki vera á. En fyrirfram vissu menn ekki hver kosturinn væri bestur, og það er fjarri lagi, að það hafi alltaf legið fyrir hvaða staður yrði fyrir valinu." Miklar líkur á Keilisnesi — En hefur það samt ekki legið fyrir í talsverðan tíma að sérfræðing- ar álfyrirtækjanna telji Keilisnes vera besta kostinn? „Það er rétt að sérfræðingar fyrir- tækjanna hafa raðað stöðunum þannig að þeir setja Keilisnes efst.“ — Var þá ekki eðlilegt að koma fram með þær upplýsingar strax og þær lágu fyrir, til að slá á kapphlaup sveitarfélaganna? „Þessar upplýsingar hafa komið fram. En það er ekki skynsamlegt að taka þennan þátt út og segja: Hann er ákveðinn. Einfaldlega vegna þess að það er ekkert ákveðið í mál- inu fyrr en allt er ákveðið. Og kapp- hlaupið var staðreynd, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Við freistum þess nú að ná niður- stöðu. Líkurnar á því að Keilisnes verði fyrir valinu eru miklar. En stað- arákvörðun verður í reynd ekki tekin fyrr en samningarnir í heild hafa tekist." Jón sagðist vera sannfærður um að sú leið sem hann hefði farið varð- andi staðarvalið væri sú rétta, hún hafi haldið málinu lifandi og að það muni á endanum komast fram ein- mitt þess vegna. „Ég held raunar að þessar umræð- ur um staðarvalið hafi verið nauðsyn- legar og ég skil ekki þann hugsunar- hátt sem birtist í gagnrýni á það, að vegna þess hve opinskátt sé litið á alla þessa staði þá vekji það upp væntingar og valdi deilum og vand- ræðum. Hefði verið betra að hið al- vitra miðstjórnarvald suður í Reykjavík hefði ákveðið staðinn? Hefðu þá allar þessar vonir verið ófæddar? Það sér hver maður að þetta eru engin rök.“ — En þú ert á sama tíma sakaður um að hafa legið á upplýsingum um aðra þætti málsins eins og ormur á gulli. „Það er auðvitað algengt, að bæði fjölmiðlar og stjórnmálamenn tali mikið um þörf opinskárrar umræðu um mál meðan þau eru í gerð. En það þarf ekki langa útlistun, að þeg- ar um er að tefla samningamál af þessu tagi, þar sem tekist er á um mikla fjárhagslega hagsmuni, þá er mjög erfitt og oftast óskynsamlegt, að vera með þau í opinni umræðu fyrr en að leikslokum. Það verður að vera réttur þeirra, sem halda á fjárhagslegum hagsmunum landsins, að hafa hljótt um málið á meðan þeir eru að koma því fram. Þetta er mitt sjónarmið. En ég skil vel áhuga fréttamanna og annarra á því að fá upplýsingar en þær mega ekki skaða hagsmunina sem verið er að gæta.“ Stjórnarþingmönnum sumum hveijum finnst sem þeim muni verða stillt upp frammi fyrir samkomulagi við Atlantsálshópinn og sagt að ann- aðhvort eigi þeir að samþykkja það eins og það er, eða ekki. Er ekki eðlilegt að þeir fái að fylgjast með samningagerðinni og hafa áhrif á hana? „Hafið þið aldrei heyrt þetta sjón- armið áður? Þetta liggur auðvitað í eðli málsins að nokkru leyti. Þú felur manni að fara með framkvæmd ein- hvers máls, og síðan kemur hann, eftir að hafa unnið að því eins og hann hefur best vit til, og segir: Þetta er það sem hægt er að gera. Getum við orðið sammála um það? En auðvitað hvílir það á okkur öllum, sem tökum þátt í stjórnmálastarfi, að kynna málin fyrir samheijum okkar eftir því sem við getum. Það hef ég gert í mínum flokki og hef ekki orðið var við vandræði af þeim sökum í mínum röðum og skil ekki hvers vegna það ætti að vera óyfirstíganlegt hjá öðrum.“ Vinningsvon Iðnaðarráðherra segir að efnilegur samkomulagsgrundvöllur sé kominn fram um orkusamning, skattamálin, samstarf aðila og lagaramma og umhverfísmál. Drögin að samningi um orkuverð hafa verið mjög til umræðu síðustu daga, og ýmsir orð- ið til að lýsa efasemdum um þau, m.a. forsætisráðherra. Bent er á að veruleg áhætta kunni að felast í því að tengja orkuverð til nýs álvers beint við heimsmarkaðsverð á áli; ekki sé gert ráð fyrir lágmarksverði, eða gólfí, sem geti þýtt verulegt fjár- hagslegt tjón fyrir íslendinga, falli verð á áli. Jafnframt sé búið að tengja um 60% af allri orkusölu Landsvirkjunar við álverð. Fjárfestingar Landsvirkjunar í virkjanaframkvæmdum eru áætlaðar tæpir 30 milljarðar króna á verðlagi síðasta árs, fyrir utan vexti á bygg- ingartímanum, og gert er ráð fyrir að 80-90% þeirrar upphæðar verði tekin að láni. Jón Sigurðsson segir að í arðsemisútreikningum sé miðað við að meðalraunvextir af þessum lánum séu 5-5,5% næsta aldarijórð- ung en þá er áætlað að búið verði að greiða lánin upp að mestu. „Athugun á þessum samnings- grundvelli léiðir í ljós, að arðsemi orkuframkvæmdanna, sem í þarf að ráðast vegna þessarar orkusölu, er vel viðunandi. Hún liggur á milli 7 og 8 af hundraði af eigin fé, og þá er miðað við mjög háa ávöxtunar- 'kröfu af lánsfé, sem er hærri en meðalraunvextir síðustu 25-30 ára. Ég er sannfærður um að í þessum samningi felst mikil vinningsvon, og sú sannfæring byggist á því að ég er bjartsýnn á framtíð álverðs. Sama má segja um samkeppnisþjóðir okkar á þessu sviði, svo sem Kanadamenn og Norðmenn. „Auðvitað er það rétt að með þessu er verið að taka nokkra áhættu, sem tengist vaxtabreytingum, breyting- um á álverði og gengi Bandaríkja- dals. En líkindagreining á þessum þætti bendir til að það séu hverfandi líkur á að við töpum á þessum samn- ingi og miklar líkur á að arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar í virkjana- framkvæmdum verði verulega meiri en vaxtaforsenda lánsfjár í dæminu. Þess vegna er mikilvægt að mínu áliti, að hafa ekki loft yfir orkuverð- inu, þar sem það hefur einnig í för með sér óbeina verðtryggingu. Ef við erum með föst gólf og loft, dreg- ur það vissulega úr áhættu, en getur haft í för með sér að við drögumst aftur úr verðþróun í heiminum og það hefur einmitt verið vandamálið ■ „Takistmér ekki að koma þessu fram, vegna póli- tískrar andstöðu við málið, hlýtégað skoða stöðu mína í þvíljósi.“ ■ „Ég er sannfærð- ur um að atburða- rás undanfarinna vikna íheimsmálun- um hefurfrekarýtt áeftirokkarvið- semjendum entafið þá.“ ■ „Líkurnaráþví að Keilisnes verði fyrir valinu eru mikl- ar.“ með samninginn við ISAL. Og ef við viljum ekki loft, þá verðum við að fórna gólfinu. Spurningin er: Vilja menn róa upp á hlut eða fast kaup? Ég vil róa upp á hlut ef hann er nægilega góður. Eg get líka bætt því við, að áður töldu menn að samkeppni um bygg- ingu nýrra álvera kæmi ekki hvað síst frá löndum við Persaflóa. Ætli það séu ekki frekar fáir sem hugsa sér til fjárfestinga þar nú? Þá er Venezúela ekki talinn eins vænlegur kostur og áður. Allt þetta styrkir okkar stöðu, fyrir utan þá almennu hagþróun sem flestir horfa fram á, aukinn hagvöxtur í heiminum og vaxandi notkun á áli.“ Iðnaðarráðherra nefndi sem dæmi að í bílaiðnaði væri nú lögð meiri áhersla á léttmálma eins bg ál. Einn- ig væri verið að endurnýja járn- brautaflota Evrópu og gera hann léttari með því að nota ál, og um leið sparaðist orka við að knýja þessi samgöngutæki. „Ef olíuverð er til langframa hátt, verður sú þörf enn brýnni, og verð á áli mun einnig hækka vegna þess að það er mjög orkufrek framleiðsla. Ástandið í orkumálum heimsins ætti að gera okkur bjartsýnni á möguleika okkar orkulinda, bæði nýttra og ónýttra, virkjaðra og óvirkjaðra, og hvetja okkur til að fara út í þessar fram- kvæmdir. Ég er sannfærður um það, að atburðarás undanfarinna vikna í heimsmálunum hefur frekar ýtt á eftir okkar viðsemjendum en tafið þá.“ — En gerðu ekki spár í tengslum við orkuverð til ÍSAL ráð fyrir auk- inni álnotkun og hækkuðu verði, sem ekki gekk eftir? „Þær hafa nú gengið eftir, því álnotkun er vaxandi og álverðið hef- ur stefnt upp á við. Að vísu voru sveiflurnar mjög miklar og niður- sveiflan í kringum 1980 var afskap- lega brött. En þá voru mjög óvenju- legar aðstæður í efnahagsmálum með miklum samdrætti og geysilega háum vöxtum á heimsmarkaði. Þetta leyfir maður sér að vona að hafi verið undantekningaraðstæður. Ég bendi líka á, að síðustu árin hefur reynt verulega á þakið á orkuverðinu til ÍSAL.“ Þegar Jón var spurður hvort möguleiki væri á að tengja orkuverð til álvers við vaxtakjör á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum, og draga þannig úr áhættunni ef vextir hækk- uðu verulega, sagðist hann ekki vilja fjalla um einstök atriði endurskoðun- arákvæða í álsamningnum. „Auðvit- að eru báðir aðilar að taka áhættu, en að vandlega yfirveguðu ráði. Okk- ar besta trygging felst í vilja okkar viðsemjenda til að hætta sínu fé, sem er miklu meira en við hættum. Auðvitað má segja að fyrir okkur Islendinga sé þetta stórt stökk, mið- að við okkar þjóðarbúskap og orku- búskáp. En þá má ef til vill minna á, að 70-75% af útflutningnum eru háð sjávarútvegi og við lifum af hon- um góðu lífi þótt það sé ekki sveiflu- laust. Og frekar mætti ætla að við það að bæta við annarri grein, með annarri sveiflu en sjávarútvegurinn, myndu áhrifin verka sveiflujafn- andi.“ Jón bætti því við að verið sé að semja um endurskoðunarákvæði í orkusamningnum. „Okkur er ljóst að ef illa gengur í áliðnaðinum eru báðir í vandræðum, bæði orkusalinn og orkukaupandinn en samningurinn má ekki vera þannig gerður að byrð- unum sé skipt á ósanngjarnan hátt. Auðvitað gefst ekki fyrir því neitt „garantí“ að allt sé gulltryggt, en ég tel að þessi samningsgrundvöllur sé okkur hagstæðari en núverandi orkusölusamningur við ÍSAL.“ Þegar iðnaðarráðherra var spurð- ur frekar um áhættuna sem fælist í samningnum, sagðist hann telja að reynt hefði verið að draga úr áhætt- unni þangað til að ávinningurinn af því hafi farið að draga svo úr vinn- ingsvoninni að mönnum hefði fundist nóg komið. „Þeir arðsemisútreikningar, sem settir hafa verið upp, byggja á mjög varkárum forsendum. I eðli sínu er þetta rnjög líkt þeim samningum sem Kanadamenn hafa verið að gera um ný álver, og Norðmenn eru nú famir að gera slíka samninga. Okkar orku- samningur verður einnig að vera samkeppnisfær og við erum þar í mjög harðri alþjóðlegri samkeppni. En ef við getum gert samning sem skilar fyrirtækinu viðunandi arði, og er um leið samkeppnisfær, höfum við til mikils að vinna. Þá verður að líta á það, að Blöndu- virkjun kemur inn á íslenska orku- kerfíð á næsta ári án þess að markað- ur sé fyrir þá orku sem virkjunin skilar. Þess vegna er okkur það afar mikilvægt að fá stóran orkukaup- anda, og því er það fjárhagslega skynsamlegt að veita afslætti á orku- verði í byijun, eins og samningurinn mun væntanlega byggjast á, en hækka orkuverðið þegar líður á samninginn.“ Krafa um jöfnun orku- verðs fær nýjan byr Jón benti jafnframt á að annar þjóðhagslegur arður væri af orkufyr- irtækjum, en sá sem kæmi fram í orkufyrirtækjunum. „Ég tel að við höfum nú náð samningsgrundvelli, sem í senn tryggir viðunandi arðsemi fyrir Landsvirkjun og hefur veruleg- an tekjuauka að öðru leyti í för með sér fýrir Islendinga án þess að við þurfum að fjárfesta í öðru en virkjun- um. Þetta verða menn einnig að hafa í huga. Vegna þessara þjóðhagslegu áhrifa er mjög mikilvægt að innan þjóðfélagsins náist sátt um fyrirtæk- ið, bæði um staðarvalið og fram- kvæmdina sjálfa. Af þeim sökum hef ég talið rétt að fara fram í málinu eins og ég hef gert, að sýna fram á að allt hafi verið gert til að finna þann stað sem best sætti sjónarmið- in í málinu, það er atvinnu- og byggðasjónarmiðin og umhverfis- og arðsemissjónarmiðin. Ef niðurstaðan verður Keilisnes verðum við einnig að leita leiða til að sætta menn við þann stað, m.a. með því að undirbúa ráðstafanir, sem gera það sanngjarnt og skynsamlegt að setja fyrirtækið þar niður.“ Iðnaðarráðherra sagðist telja ástæðu til að skoða þær hugmyndir sem forsætisráðherra og fjármála- ráðherra hafa kynnt, að nota arðsemi af orkusölu til álvers til að jafna orkuverð í landinu, þótt það yrði ekki gert með beinni fjárhagslegri tengingu. „En krafan um jöfnun orkuverðs mun fá nýjan byr vegna þessarar framkvæmdar, og að því máli er unnið á vegum iðnaðarráðu- neytisins,“ sagði Jón. Skerfur til umhverfisverndar Stór þáttur álsamninganna fjallar um umhverfísmál. Jón Sigurðsson segist fullyrða, að hugað hafi verið vandlegar að umhverfismálum í sam- bandi við þetta verk en nokkuð ann- að í framkvæmdasögu íslendinga. „Það má heldur ekki gleyma því, að áliðja á íslandi leggur nokkurn skerf til umhverfisverndar og orkusparn- aðar í heiminum. Á1 er léttur málm- ur, orkusparandi í samgöngum og auðveldur í endurvinnslu. Með því að auka álframleiðslu hér á landi, með lítilli mengun og betra vinnuum- hverfi en í eldri álverum erum við einnig að leggja fram okkar skerf. Við værum að framleiða ál með hreinni orku, en annarstaðar í heim- inum væri verið að gera þetta með olíu- eða kolabrennslu, sem sleppir koltvísýrlingi út í andrúmsloftið og eykur á gróðurhúsaáhrif. Þannig mæla rök, bæði heima og heiman, með því að við ráðumst í þessa fram- kvæmd. En að sjálfsögðu hugsum við fyrst um okkar eigið umhverfí, og glímum þar við að samræma sjón- armið byggðaþróunar og umhverfis- verndar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.