Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK SUNNUDÁGÚR 16. SEPTEMBER 1990 T *Oer sunnudagur 16. septemberj 259. dagur ársins 1 Ui\.VT 1990.14. sd. eftir Trínitatis. Ardegisflóð í Reykjavík kl. 4.37 ogsíðdegisflóð kl. 16.51. Fjarakl. 10.40 ogkl. 23.12. Sólai-upprás í Rvík kl. 6.52 ogsólarlagkl. 19.51. Myrkurkl. 20.40. Sólin er í hádegisstað kl. 13.23 og tunglið er í suðri kl. 11.24. (Almanak Háskóla íslands.) Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yð- ar, þá trúið að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast. (Mark. 11,24.) ÁRNAÐ HEILLA AA ára afmæli. í dag, 16. í/U september, er níræð frú Anna Sumarliðadóttir, Digranesvegi 60, Kópavogi. Maður hennar var Guðmund- ur Halldórsson bóndi, en þau bjuggu á Sandhólafeiju. í dag, afmælisdaginn, tekur hún á móti gestum í félags- heimili Kópavogs, Höfuðbóli, milli kl. 15 og 18. Q A ára afmæli. í dag, ðv/ sunnudaginn 16. sept- ember, er áttræð frú Kristín Halldórsdóttir, Hrafnistu- heimilinu í Hafnarfirði, áð- ur á Sólvallagötu 24, Keflavík. Hennar maður var Brynjólfur Ágúst Albertsson frá Ísafirði, en hann lést árið 1987. í dag, afmælisdaginn, tekur hún á móti gestum í sal iðnaðarmanna í Skipholti 70 í Rvík kl. 15 til 18. \ ára afmæli. í dag, 16. 4 U september, er sjötugur Gissur Símonarson húsa- smíðameistari, Ból- staðahlíð 34, Reykjavík. Hann og kona hans Bryndís Guðmundsdóttir taka á móti gestum í Iðnaðarmannahús- inu Hallveigarstíg 1 í dag afmælisdaginn kl. 16-19. I tilk. hér í blaðinu í gær stóð að hann væri sextugur. Leið- réttist það hér. H[\ ára afmæli. í dag, 16. I V/ september, er sjötugur Tómas Kristinsson, Mið- koti, V-Landeyjum. Hann verður að heiman. - SKIPIN RE YK J A VÍ KURHÖFN: í gær kom leiguskigið Skand- ia af ströndinni. í gær fór Kyndill á ströndina og nóta- skipið Sigurður Re lætur úr höfn í dag. PA ára afmæli. Næst- ÖU komandi þriðjudag, 18. september, er sextug frú Hrafnhildur Bjarnadóttir, Hraunbæ 23, Rvík. Hún ætlar að taka á móti gestum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholtshverfi kl. 18 til 20 á afmælisdaginn. FRÉTTIR/ MANNAMÓT HEILSUGÆSLU STÖÐ Miðbæjar Reykjavíkur er í Heilsuverndarstöðinni á homi Barónsstígs og Egilssgötu. í tilk. í Lögbirtingablaðinu frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu segir að Geir Guðmundsson læknir hafi verið skipaður heilsu- gæslulæknir við heilsugæslu- stöðina og sé tekinn þar til starfa. Hafi ráðuneytið jafn- framt veitt honum lausn frá störfum heilsugæslulæknis þar sem hann starfaði, vestur á ísafirði. NESKIRKJA. Næstkomandi þriðjudag er opið hús kl. 10-12 fyrir mæður með börn sín. Næstkomandi miðviku- dag er á vegum starfs aldr- aðra, hár- og fótsnyrting kl. 13-18 og eru nánari uppl. veittar í kirkjunni. NEPAL. í tilk. í Lögbirtingi frá utanríkisráðuneytinu seg- ir, að það hafi veitt Kristjáni G. Kjartanssyni, Einimel 7, Möguleikar athugaðir á að skjaldarmerkið verði innandyra FORSETAR og embættismenn Alþingis hittu húsafriðunamefnd á laugardag í framhaldi af því að nefndin hafnaði málaleitan um að skjaldarmerki lýðveldisins yrði sett upp á svölum Alþingishússins. Á fundinum kom fram að sú afstaða mun ekki breytast. i°GMu kIO- Við verðum bara að láta reyna á það, Árni minn, hvort húsfriðunarnefnd gengur svo langt að neita okkur um að tefla við páfann, undir okkar eigin skjaldarmerki. Rvík, viðurkenningu sem kjörræðismaður Himalæja- ríkisins Nepal og er hann með aðalræðismannsstigi. SAMTÖK um sorg og sorg- arviðbrögð. Opið hús nk. þriðjudagskvöld í Laugarnes- kirkju kl. 20-22. Uppl. og ráðgjöf veitt á sama tíma í s. 34516. STRANDSTÖÐ V ADEILD. í Lögbirtingi er auglýst laus til umsóknar staða yfirum- sjónarmanns á strandstöðva- deild Pósts & síma í Gufunes- stöðinni. Umsóknarfrest set- ur ráðuneytið til 28. þ.m. KROSSGATAN œ 9 3 13 ■ H_ÉZ 22 23 24 LÁRÉTT: — 1 hugaða, 5 talan, 8 ávöxturinn, 9 skelfa, 11 skyldmenni, 14 tók, 15 eyddur, 16 hinn, 17 beita, 19 mætur, 21 flanað, 22 málminum, 25 askur, 26 tóm, 27 stúlka. LÓÐRÉTT: — 2 magur, 3 skap, 4 dýranna, 5 deild- in, 6 þjóta, 7 vesæl, 9 döp- ur, 10 galgopa, 12 tungl- inu, 13 ákveður, 18 líkans af mannslíkama, 20 hand- sama, 21 flen, 23 guð, 24 greinir. LAÚSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 króks, 5 skæla, 8 ækinu, 9 digna, 11 ald- an, 14 pár, 15 fjáða, 16 aular, 17 Rán, 19 alur, 21 Óðni, 22 gálunni, 25 iða, 26 æra, 27 rót. LÓÐRÉTT: — 2 rói, 3 kæn, 4 skapar, 5 snaran, 6 kul, 7 lúa, 9 duflaði, 10 gráðuga, 12 dalaðir, 13 nærðist, 18 áður, 20 rán, 21 ón, 23 læ, 24 Na. KÓPAVOGUR: Félagsstarf aldraðra. Haustferð er ráð- gerð nk. miðvikudag austur á Nesjavelli. Lagt verður af stað frá Fannborg 1 kl. 13.30. Nánari uppl. í s. 43400/46611. RÉTTIR: Réttir verða á morgun og þriðjudag sem hér segir: Mánudag: Hítardalsrétt í Hraunhr., Silfrastaðarétt í Akrahr., Svignaskarðsrétt í Borgarhreppi, Vogarétt á Vatnsleysuströnd og Þverár- rétt í Þverárhlíð. Þriðjudaginn nk.: í Grímsstaðarétt í Álfta- neshr. BÓLSTAÐARHLÍÐ 43. Fé- lagsstarf aldraðra. Vetrar- starfið er hafið með fjöl- breyttu tómstundastarfi alla daga, svo sem almenn handa- vinna, teikning, silkimálun, leirmótun, vefnaður og leður- vinna, bókband, söngur, leik- fimi og danskennsla, slökun- arnudd. Þá er hárgreiðsla, hand- og fótsnyrting. Mið- vikudaga opið hús og á mið- vikudögum kl. 13-16.30 er spilað félagsvist og brids. Hin daglegu störf standa frá kl. 9-16.30. KVENFÉL. Kópavogs held- ur spilafund, félagsvist, nk. þriðjudagskvöld í félagsheim- ili Kópavogs og verður byijað að spila kl. 20.30 og er spila- kvöldið öllum opið. LANDSBÓKASAFNIÐ. Landsbókavörður auglýsir í Lögbirtingi lausa til umsókn- ar stöðu forstöðumanns myndastofu Landsbóka- safns íslands. Staðan verður veitt frá 1. nóvember. Er ■ umsóknarfrestur settur til 1. október nk. SIGLINGAMÁLASTOFN- UN: Samgönguráðuneytið augl. í nýlegu Lögbirtinga- blaði lausa stöðu skipaskoð- unarmanns í Austfjarðaum- dæmi, með aðsetri á Fá- skrúðsfirði. Umsóknarfrestur er settur til 28. þ.m. og tekið fram að æskilegt sé að um- sækjendur hafi menntun á sviði skipasmíða/viðgerða eða skipstjóramenntun. FÉL. eldri borgara hefur opið hús í Goðheimum við Sigtún í dag kl. 14, fijáls spilamennska og tafl. Dansað verður kl. 20. Á vegum fé- lagsins og eins af dansskólun- um í bænum verður efnt til danskennslu. í ráði er að hún hefjist laugardaginn 23. þ.m. Nánari uppl. í skrifstofu fé- lagsins. ÍSLENSKA kvikmyndasam- steypan hf. heitir hlutafélag sem stofnað hefur verið í Rvík og tilk. þess efnis birt í Lögbirtingi. Segir að tilgang- urinn sé framleiðsla, sala og dreifing kvikmynda og sjón- varpsefnis. Stofnfé hlutafé- lagsins, 400.000 krónur. Friðrik Þór Friðriksson, Bjarkargötu 8, er stofnandi og framkvæmdastjóri. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 50 ARUM í gær birti ríkis- stjórnin tilk. þess efnis að strandferðaskipið „Esja“ yrði send til Petsamo um næstu helgi til að sækja þang- að um 220 Islendinga. Skipið siglir beint til Petsamo en verður að koma við í breskri eft- irlitshöfn. Samningar um þetta hafa staðið nær óslitið frá því í apríl á síðasta vori og eru Bretar, Þjóðverjar og Finnar aðilar að samningi þessum. ★ Vestur í Banda- ríkjunum hélt Roose- velt fyrstu ræðu sína í kosningabaráttunni um forsetaembættið í Washington. Hann sagði þá m.a.: Banda- ríkin munu ekki taka þátt í styrjöldum ann- arra þjóða og ekki senda fiugvélar sínar, flota og her til að berj- ast utan Banda- ríkjanna nema á þau verði ráðist. ★ í dag mun verða leikinn rugby-knatt- leikur i fyrsta skipti hér á landi. Breskir liðsforingjar ætla að leika. I hvoru liði eru 15 menn og fer leikur- inn fram við flugvöll- inn í Vatnsmýrinni. í herdeildinni, sem ætlar að Ieika, eru sagðir margir snjallir rugby- leikarar. ★ 1 Kaupmannahöfn eru fyrstu hestvagn- arnir komnir á göturn- ar í borginni. Þeir koma í stað leigubíla. Eru það 25 vagnar sem eru byrjaðir akstur. Þeir eiga einkum að vera á ferðinni í borg- inni á nóttunni. ★ Klemens bóndi á Sámsstöðum sagði m.a. í samtali við Morgun- blaðið að ágústmánuð- ur hefði verið sá kald- asti síðan hann hóf kornræktartilraunir árið 1927. Meðalhitinn var 9,8 gráður. Hann bætti við: Það er lægri meðalhiti en hér hefur mælst, sunnanlands, i ágústmánuði siðan veðurathuganir hófust árið 1876.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.