Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA/VEÐUR SUNNUDAGUR
16. SEPTEMBER 1990
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í
Reykjavík, dagana 14. september til 20. september, að
báðum dögum meðtöldum er í Lyfjabúðinni Iðunni. Auk
þess er Garðs Apótek opið til kl. 22 alla daga vaktvikunn-
ar nema sunnudaga.
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog
í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. 17
til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og
helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230.
Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga
daga 10-16, s. 620064.
Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600).
Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl.
um lyfjabúöir og læknaþjón. í símsvara 18888.
Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara
fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl.
16.30-17.30 Rólk hafi með sér ónæmisskírteini.
Alnæmi: Uppl.sími um alnæmi: Símaviðtalstími framveg-
is á miðvikud. kl. 18-19, s. 622280. Læknireða hjúkrunar-
fræðingur munu svara. Uppl. í ráðgjafasíma Samtaka
’78; mánud. og fimmtud. kl. 21-23: 28539. Símsvarar
eru þess á milli tengdir þessum símnúmerum.
Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra,
s. 22400.
Krabbamein. Uppl. og ráðgjöf. Krabbameinsfél. Virka
daga 9-11 s. 21122, Félagsmálafulltr. miðviku- og
fimmtud. 11-12 s. 621414.
Ónæmistæring: Upplýsingar veittar varðandi ónæmjs-
tæringu (alnæmi) í s. 622280. Milliliðalaust samband við
lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki að gefa upp nafn. Við-
talstímar miðvikudag kl. 18-19. Þess á milli er símsvari
tengdur við númerið. Upplýsinga- og ráðgjafasími Sam-
taka ’78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 21-23. S.
91-28539 — símsvari á öðrum tímum.
Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba-
mein, hafa viðtalstíma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi
Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, s.621414.
Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718.
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöö, s. 612070: Virka daga
8-17 og 20-21. Laugardaga 10-11.
Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12.
Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12.
Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apó-
tekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14.
Hafnarfjaröarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardög-
gm kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opið mánudaga —
fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum
10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14.
Uppl. vaktþjónustu í s. 51600.
Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 5110Ö.
Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstu-
dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12.
Heilsugæslustöð, símþjónusta 4000.
Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á
laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna-
vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17.
Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. — Apótekið opið virka
daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14.
Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.30-16 og 19-19.30.
Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Ætlað börnum og ungl-
ingum í vanda t.d. vegna vímuefnaneyslu, erfiðra heimilis-
aðstæðna, samskiptaerfiðleika, einangrunar eða persón-
ul. vandamála. S. 622266. Barna og unglingasími 622260.
LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Skrifstofa
Ármúla 5 lokuð til ágústloka. Sími 82833. Símsvara verð-
ur sinnt
Samb. ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga, S.Í.B.S. Suður-
götu 10.
G-samtökin: Samtök gjaldþrota greiðsluerfiðleikafólks.
Uppl. veittar í Rvík í símum 75659, 31022 og 652715. í
Keflavík 92-15826.
Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s.
622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingar.
Opin mánud. 13-16. Þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12.
Fimmtud. 9-10.
Áfengis- og fíkniefnaneytendur. Göngudeild Landspítal-
ans, s. 601770. Viðtalstími hjá hjúkrunarfræðingi fyrir
aðstandendur þriðjudaga 9—10.
Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 21205. Húsaskjól
og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í
heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun.
MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s.
688620.
Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum börnum.
S. 15111 eða 15111/22723.
Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22.
Fimmtud. 13.30 og 20-22. Sjálfshjálparhópar þeirra sem
orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 626868/626878.
SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðu-
múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17.
Skrifstofa AL-ANON, aðstandenda alkohólista, Hafn-
arstr. 5 (Tryggvagötumegin 2. hæð). Opin mánud.—
föstud. kl. 9—12. Símaþjónusta laugardaga kl. 10—12,
s. 19282.
AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvandamál að stríða,
þá er s. samtakanna 16373, kl. 17-20 daglega.
Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á
stuttbylgju til Norðurlanda, Bretlands og meginlands
Evrópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 17493, 15770, 13830
og 11418 kHz. Kl. 18.55-19.30 á 15770, 13855, 11418
og 3295 kHz.
Hlustendum á Norðurlöndum geta einnig nýtt sér send-
ingar á 17440 kHz kl. 14.10 og 13855 kHz kl. 19.35 og
kl. 23.00.
Kanada og Bandaríkin: Daglega: kl. 14.10-14.40, 19.35-
20.10 og 2300-23.35 á 17440, 15770 og 13855 kHz.
Hlustendur í Kanada og Bandaríkjunum geta einnig oft
nýtt sér sendingar kl. 12.15 og kl. 18.55.
Að.loknum lestri hádegisfrétta á laugardögum og sunnu-
dögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku.
ísl. tími, sem er sami og GMT.
SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar
Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl.
20.00. Kvennadeildin. kl. 19-20.. Sængurkvennadeild.
Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartimi fyrir feður
kl. 19.30-20.30. Fæðingardeildin Eiríksgötu: Heimsókn-
artímar: Almennur kl. 15-16. Feðra- og systkinatími kl.
20-21. Aðrir eftir samkomulagi.Barnaspítali Hringsins:
Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild LandspítaL
ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. — Geð-
deild Vífilstaðadeild: Laugardaga og sunnudaga kl.
15- 17. Landakotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19.
Barnadeild: Heimsóknartími annarra en foreldra er kl.
16- 17. — Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstu-
daga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugar-
dögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla
daga kl. 14-17. — Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól
hjúkrunarheimili. Heimsóknartími frjáls alla daga. Grens-
ásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 — Laugar-
daga og sunnudaga kl. 14-19.30. — Heilsuverndarstöð-
in: Kl. 14 til kl. 19. Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. -
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kkl. 15.30-
16.30. — Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og
kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30
til kl. 17. — Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl.
17 á helgidögum. — Vífilsstaðaspítali: Heimsóknartími
daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. — St. Jósefsspítali
Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkr-
unarheimili í Kópavogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eft-
ir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs og
heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhring-
inn á Heilsugæslustöð Suðurnesja. S. 14000. Keflavík -
sjúkrahúsið: Heimsóknartímí virka daga kl. 18.30—
19.30. Um helgar og á hátíðum: Kl. 15.00—16.00 og
19.00-19.30. Akureyri — sjúkrahúsið: Heimsóknartími
alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild
og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysa-
varðstofusími frá kl. 22.00-8.00, s. 22209.
BILANAVAKT
Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita-
veitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sírpi á helgidögum.
Rafmagnsveitan bilanavakt 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936
SÖFN
Landsbókasafn íslands: Aðallestrarsalur opinn mánud.
— föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 9-12. Handritasalur
mánud.-föstud. kl. 9-17 og útlánssalur (vegna heimlána)
sömu daga kl. 13-16.
Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opið
mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú
veittar í aðalsafni, s. 694326.
Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, £>ingholtsstræti
29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheima*
safn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru
opin sem hér segir: mánud. — fimmtud. kl. 9-21, föstud.
kl. 9-19, laugard. kl. 13 16. Aðalsafn — Lestrarsalur,
s. 27029. Opinn mánud. — laugard. kl. 13-19. Granda-
safn, Grandavegi 47, s. 27640. Opið mánud. kl. 11-19,
þriðjud. — föstud. kl. 15-19. Bókabílar, s. 36270. Við-
komustaðirvíðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðu-
bergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl.
10-11. Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12.
Þjóðminjasafnið: Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar-
daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16.
Árbæjarsafn: Opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18.
Þrjár nýjar sýningar: „Og svo kom blessað stríðið" sem
er um mannlíf í Rvík. á stríðsárunum. Krambúð og sýning
á vogum og vigtum. Prentminjasýning og verkstæði bóka-
gerðarmanns frá aldamótum. Um helgar er leikið á harm-
onikku í Dillonshúsi en þar eru veittar veitingar.
Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.—föstud. kl. 13-19.
Nonnahús alla daga 14-16.30.
Náttúrugripasafnið á Akureyri: Opið sunnudaga kl.
13-15.
Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. Sýn-
ingarsalir: 14-19 alla daga.
Lfstasafn íslands, Fríkirkjuvegi. Opið alla daga nema
mánudaga kl. 12-18. íslensk verk í eigu safnsins sýnd í
tveim sölum.
Safn Ásgríms Jónssonar: Lokað vegna viðgerða.
Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún er
opið alla daga kl. 10-16.
Húsdýragarðurinn: Opinn virka daga, þó ekki miðviku-
daga, kl. 13-17. Opinn um helgar kl. 10-18.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnu-
daga kl. 13—16. Höggmyndagarðurinn daglega kl.
11—16, alla daga.
Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laug-
ardaga og sunnudaga kl. 14-17^Þriðjudaga 20-22. Kaffi-
stofa safnsins opin. Sýning á andlistsmyndum.
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið
sunpudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964.
Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir
sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16.
Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opið á miðvikudögum og
laugardögum kl. 13.30-16.
Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.—föst. kl.
10-21. Lesstofan kl. 13-19.
Byggðasafn Hafnarfjarðar: Opið alla daga nema mánu-
daga, kl. 14-18. Sími 54700.
Sjóminjasafn íslands Hafnarfirði: Opið alla daga nema
mánudaga kl. 14-18. Sími 52502.
ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000.
Akureyri s. 96-21840.
SUNDSTAÐIR
Sundstaðir í Reykjavík: Sundhöllin: Mánud. — föstud.
kl. 7.00-20.30. Laugard. 7.30-17.30. Sunnud. kl. 8.00-
15.00. Laugardalslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-
20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnudaga frá kl. 8.00-
17.30. Vesturbæjarlaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-
20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-
17.30. Breiðholtslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-
20.30. Laugard. frá 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-
17.30.
Garðabær: Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30.
Laugard. 8.00-17 og sunnud. 8-17.
Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga — föstudaga:
7.00-21.00. Laugardaga: 8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00-
17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar: Mánudaga — föstudaga:
7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30.
Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga — fimmtudaga:
7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helgar: 9-15.30.
Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga — föstu-
daga kl. 6.30-21.30. Föstudaga kl. 6.30-20.30. Laugar-
daga kl. 10-18. Sunnudaga kl. 10-16.
Sundmiðstöð Keflavíkur: Opin mánudaga — föstudaga
7-21, Laugardaga 8-18. Sunnudaga 9-16.
Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga — föstudaga kl.
7-9 og kl. 17.30-19.30. Laugardaga kl. 8-17. Sunnudaga
kl. 9-16. Kvennatímar eru þriðjudaga og miðvikudaga kl.
20-21. Síminn er 41299.
Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga — föstudaga kl.
7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Sími 23260.
Sundlaug Seltjarnarness: Opin mánud. — föstud. kl.
7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.
Hvar eru hinir níu ?
eftir sr. HJÁLMAR
JÓNSSON
VEÐURHORFUR í DAG, 16. SEPTEMBER
YFIRLIT kl. 10.10 í GÆR: Búist er við stormi á sunnanverðum
Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og norðvesturmiðum. Við strönd
Grænlands vestur af Vestfjörðum er 980 mb lægð sem hreyfist aust-
norðaustur, en minnkandi hæð yfir Bretlandseyjum.
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestan- og vestanátt á landinu, víða
kaldi eða stinningskaldi; en sums staðar allhvasst suðvestanlands.
Um vestanvert landið og á annesjum norðanlands verða skúrir eða
slydduél, en léttskýjað austanlands. Svalt verður í veðri.
HQRFUR Á MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG: Norðvestlæg átt. Skúr-
ir eða slydduél víða um land, þó síst á Suðausturlandi. Hiti á bilinu 3
til 8 stig, hlýjast suðaustanlands.
VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 6:00 í gær að ísl. tíma
Staður hiti veður
Akureyri 11 skýjað
Reykjavík 6 þokumóða
Bergen 7 léttskýjað ■
Helsinki 10 þokumóða
Kaupmannah. 11 hálfskýjað
Narssarssuaq 2 skýjað
Nuuk 2 skýjað
Ósló 9 hálfskýjað
Stokkhólmur 10 skýjað
Þórshöfn 10 skýjað
Algarve 21 skýjað
Amsterdam 9 skýjað
Barcelona 23 þokumóða
Chicago 14 léttskýjað
Feneyjar 16 þokumóða
Frankfurt 13 skýjað
Staður hiti veður
Glasgow 2 lágþokublettir
Hamborg 11 skýjað
London 13 skýjað
Los Angeles 21 heiðskírt
Lúxemþorg 10 léttskýjað
Madrid 16 skýjað
Malaga 23 skýjað
Mallorca ' 22 skýjað
Montreal 21 léttskýjað
NewYork 23 alskýjað
Orlando 24 skýjað
París 12 léttskýjað
Róm 18 rigning
Vín 9 þokumóða
Washington 23 þokumóða
Iqaluit +2 léttskýjað
ö Heiðskírt / / / / / / / / / / Rlgning V Skúrir Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar
■4 Lóttskýjað * / * Slydda * v-» Slydduól vindstyrk, heil fjöður er tvö vindstig. —w Vindstefna
/ * / * V
Hálfskýjað / * / 10 Hitastig:
* * # * El 10 gráður á Celsíus
Skýjað * * * * * * * Snjókoma V = Þoka
JH Alskýjað 5 5 5 Súld oo Mistur = Þokumóða
Guðspjall:
Lúk. 17:11-19
„Þökkum Drottni, því að hann
er góður. Því að miskunn hans
varir að eilífu. Og trúfesti hans
frá kyni til kyns.“
Þessi gömlu sálmavers úr hinni
helgu bók tjá afstöðu þeirra til
Drottins, sem þekkja hann að þvi
að vera góðan og miskunnsaman.
14. sunnudagurinn eftir þrenning-
arhátíð er helgaður þökkinni.
Margt er verðugt að muna og
þakka frammi fyrir Guði á helgum
degi. Sumarið, sem nær er liðið
hefur verið eitt það besta í manna
minnum. Árferði og árgæska með
besta móti. Uppskera þeirra, sem
rækta landið, hefur verið ágæt,
fiskafli ágætur og mætti þannig
lengi telja bæði sameiginleg og
sérstök þakkarefni.
Guðspjallið í dag ijallar annars
um 10 menn, sem mæta Jesú
Kristi þar sem hann var á ferð í
úthéruðum landsins ásamt nokkr-
um lærisveinahópi. Hann læknaði
mennina af holdsveiki, þeim sjúk-
dómi, sem gert hafði þá brottræka
úr öllu mannlegu samfélagi. Hann
gaf þeim líf á ný og þau lífsgæði
að mega vera virkir þátttakendur
í samfélaginu. Þegar þessir tíu
áttuðu sig á því að þeir voru orðn-
ir hreinir af sjúkdómnum urðu
viðbrögð þeirra flestra á þá leið
að þeir flýttu sér til að taka upp
þráðinn við að lifa lífinu sem þeir
höfðu verið sviptir. Hver getur láð
þeim það?
Hins vegar segir frá einum sem
sneri aftur til Krists til þess að
þakka og lofa Guð fyrir lækning-
una. Kristur undrast að aðeins
einn komi aftur, — eða lætur sem
svo. Hvar eru hinir niu? spyr hann,
urðu engir til að gefa Guði dýrð-
ina nema þessi útlendingur? Hann
finnur að eigin þjóð hans hefur
ekki trú á honum sem Messíasi.
Þeir níu virtust trúa því að hann
væri undralæknij- og' þeir töldu
sig heppna að hafa orðið á vegi
hans. Einn hafði trúna sem frels-
ara. „Trú þín hefur bjargað þér,“
segir Kristur við Samverjann.
Þessi gamla frásögn getur
minnt okkur á það að margt er
ástæða til að þakka. Hún segir
frá einum sem þakkaði og naut
þess sem honum var gefið. Hann
þáði dag hvern vitandi það að
hann var gefinn. Hinir töldu sig
sjálfsagt heppna. Þeir höfðu verið
á réttum stað á réttri stundu.
Göngum við ekki þannig fram í
lífinu? Þykir okkur ekki sjálfsagt
að hafa allt til alls? Við, sem vor-
um svo heppin að fæðast á réttum
stað í heiminum og á réttri öld!
Sagt hefur verið að vanþökk
og vantrú séu tvíburar, sem fóstri
vansæld. Börn sem fá allt sem
hugurinn girnist eru sjaldan þakk-
lát, þroskuð eða glöð. Þeim líður
ekki betur en öðrum. Það veldur
ekki hamingju ef gefið er og þeg-
ið án þess að sérstakur hugur sé
á bak við hjá báðum.
Guð gefur af nægtum kærleika
síns í mannheimi. En vissulega
er misjafnt hvernig við tökum á
móti. Þökk eða vanþakklæti er
ekki hægt að tengja hópum eða
stéttum í samfélaginu. Þakkar-
hugur og vakandi viðtaka Guðs
gjafa er samt áberandi hjá rauna-
mönnum. Hjá þeim, sem hafa
misst ástvin, tapað heilsunní.'eða
lifa aðrar þrengingar. Þeir sem
hafa kannski átt mestu and-
streyminu að mæta eiga oft örug-
gustu trúna. Þeir hafa fundið, að
Guð er hjá þeim. Hann er sjálfur
með þeim í þjáningunni og gerir
hana bærilega. Reynsla margra
er sú að Guð er næstur þegar
neyðin er stærst.
Hitt skulum við muna, að guð
er líka næstur í glaðværð og með-
læti. Þá er ekki síður ástæða til
að þakka honum. Trú á hann er
að taka meðvitað á móti og með
vakandi þakkarhug. Margur lifði
sælla lífi ef hann gerði sér grein
fyrir þessu.
*
v
lllllil
V
IDAGkl. 12.00
Heimild: Vaðufslota islands