Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1990 29 Vvi ||^ UGL YSINGAR Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500 Aðstoð við aldraða Langar þig til að starfa með öldruðum? Okkur bráðvantar áhugasamt og gott fóik til starfa sem fólgin eru í hvers konar aðstoð og félagslegri samveru á heimilum aldraðra. Vinnutími er sveigjanlegur frá kl. 09.00- 17.00 og gæti meðal annars hentað náms- fólki. Hafðu samband sem fyrst og kynntu þér starfið. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn og verkstjórar heimaþjónustu á eftirtöldum stöðum: Álfagranda 40 sími 622571 milli kl. 10-12. Bólstaðarhlíð 43 Hvassaleiti 56-58 Norðurbrún 1 Seljahlíð Vesturgötu 7 sími 685052 milli kl. 10-12. sími 679335 milii kl. 10-12 sími 686960 milli kl. 10-12 sími 73633. milli kl. 10-12 sími 627077 milli kl. 10-12 Verkfræðingar - hugbúnaðarfólk Kögun hf. sem annast mun rekstur og við- hald á hugbúnaði íslenska loftvarnarkerfisins óskar að ráða til starfa 12 verkfræðinga og tölvunarfræðinga á tímabilinu 1. janúar nk. til 1. júlí 1991. Starfsvettvangur fram til árs- ins 1994 verður í Los Angeles, Kaliforníu en að þeim tíma liðnum flytjast starfsmennirnir til íslands aftur og starfa fyrir Kögun hf. á íslandi. Kögun hf. rekur nú þegar starfssemi í Los Angeles þar sem verkfræðingar fyrirtækisins vinna að hönnun íslenska loftvarnarkerfisins í samstarfi við aðalverktaka kerfisins Hughes Aircraft. Starf á vegum Kögunar hf. býður upp á möguleika til að takast á við stór og krefjandi verkefni í samstarfi við alþjóðleg fyrirtæki sem eru leiðandi í sinni grein. Fyrir- tækið leitar nú að verkfræðingum og/eða hugbúnaðarfólki með nokkurra ára starfs- reynslu og þekkingu á hönnun og forritun stórra hugbúnaðarkerfa. Starfsmenn þurfa að vera jákvæðir gagnvart hópvinnu og geta tamið sér mjög öguð vinnubrögð. Kögun hf. leitar ennfremur að sérfræðingi í fjarskiptatækni „telecommunications" til starfa með undirverktaka að hönnun á sam- skiptaþætti loftvarnarkerfisins. Starfsmaður- inn verður ráðinn frá 1. mars nk. og staðsett- ur í nágrenni Washington D.C. í tvö ár en flyst að þeim tíma liðnum til Kaliforníu. Launakjör sem í boði eru taka mið af kjörum sambærilega menntaðra starfsmanna í Bandaríkjunum auk þess sem Kögun hf. tek- ur þátt í húsnæðiskostnaði og greiðir sjúkra- tryggingu fyrir starfsmenn og fjölskyldur þeirra: Umsóknum ber að skila fyrir 1. október nk. á skrifstofu Kögunar hf. í Ármúla 13A og eru þar jafnframt veittar frekari upplýsingar ef óskað er. Sími Kögunar hf. er 679230. Tekið skal fram að eldri umsóknir þarf ekki að endurnýja. SECURITAS HF T æknif ræðingur/ verkfræðingur Tæknideild Securitas hf. óskar að ráða raf- eindatæknifræðing eða rafmagnsverkfræð- ing til starfa sem fyrst. Starfið felst í hönnun öryggiskerfa, sölu á öryggisbúnaði, ráðgjöf og stjórnun. Upplýsingarveittará skrifstofunni, Síðumúla 23. rm SECURITAS Fóstrur! starfsstúlkur! Fóstra óskst sem fyrst á dagheimilið Víði- velli, Hafnarfirði. Einnig óskast starfsstúlkur til starfa. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu og áhuga á uppeldisstörfum og sé ekki yngri en 20 ára. Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 52004 og á staðnum. Félagsmálastjórinn íHafnarfirði. Forritari - kerfisfræðingur Gott fyrirtæki í hugbúnaðariðnaði leitar eftir góðum starfsmanni með reynslu í forritun og kerfissetningu fyrir IBM S 36 og/eða IBM AS 400 tölvur. Framtíðarstarf. Möguleiki á eignaraðild fyrir góðan mann. Áhugasamir aðilar leggi inn umsóknir á aug- lýsingadeild Mbl. merktar: „Starf - 286“. Vélstjóri Vélstjóri óskast á skuttogata sem gerður er út frá Sauðárkróki. Upplýsingar í síma 95-35207. Skattstofa Reykja- nesumdæmis Á skattstofu Reykjanesumdæmis er laus staða í staðgreiðsludeild. Um er að ræða heilsdagsstarf sem meðal annars felst í útgáfu skat'tkorta, leiðbeining- um til launamanna og launagreiðenda, gagnafrágangi og afgreiðslu erinda. Um- sóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, óskast sendar skattstjóra Reykja- nesumdæmis, Suðurgötu 14, Hafnarfirði, fyrir 27. þessa mánaðar. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 51788. Skattsjórinn íReykjanesumdæmi. Viltu vinna við verðmætasköpun? Ef svo er, þá vantar okkur starfsfólk strax í snyrtingu og pökkun á smápakkningum. Snyrtileg vinna. Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 53366 milli kl. 13.00 og 16.00. Hvaleyri hf., Vesturgötu 11-13, Hafnarfirði. Sölumaður í húsgagnaverslun Óskum eftir starfskrafti með góða framkomu og starfsreynslu. Umsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 22. sept. merkt: „S - 3973“. Hugmyndaríkur starfskraftur óskast í 50-60% starf. Góður starfsandi. Umsóknir merktar: „Fæddur hress - 9319“ leggist inn hjá auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. september. Félagsmiðstöðin Selið, Seltjarnarnesi. Söngfólk óskast Kantötukór Fríkirkjunnar í Reykjavík auglýsir eftir söngvurum til þátttöku í kórnum. Æfingar einu sinni í viku. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við stjórn- andann, Pavel Smid, í síma 18204. Kantötukórinn. Vanan stýrimann vantar á 75 tonna línubát frá Vestfjörðum. Upplýsingar í síma 94-7828 eða 94-7688. Verksmiðjuvinna Vantar fólk til starfa í verksmiðju okkar nú þegar. Lakkrísgerðin Driftsf., Dalshraun 10, Hafnarfirði, s. 53105. Símavarsla Hugbúnaðarstörf Fyrirtæki á sviði tölvu- og tæknimála vill ráða starfsfólk til hugbúnaðargerðar. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. GUÐNTIÓNSSON RÁÐC.jÖF & RÁÐN i NCARMÓN LISTA TIARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22 Viljum ráða starfskraft til símavörslu og ein- faldra skrifstofustarfa. Vélritunar- og tölvu- kunnátta æskileg. Þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. október. Skriflegar umsóknir sendist til skrifstofu húsameistara ríkisins, Borgartúni 7, fyrir 23. september nk. Húsameistari ríkisins Borgartún 7-105 Reykjavík-sími 27177 Skrifstofustarf Lítið fyrirtæki í vesturbænum óskar eftir starfskrafti til almennra skrifstofustarfa, hálf- an daginn. Góð ensku kunnátta skilyrði. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsinga- deild Mbl. fyrir 24. sept. merktar: „F- 3974“. Góðir tekjumöguleikar Okkur vantar heiðarlegt og hresst fólk með gott úthald til sölustarfa. Há söluprósenta. Miklir tekjumöguleikar. Upplýsingar hjá Samúel, sölu- og markaðs- stjóra, í síma 689938. Lífog saga, Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.