Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1990 25 Norræni heilunarskól- inn hefur vetrarstarf Vetrarnámskeið Norræna heil- unarskólans hefst 22. septem- ber og er skráning hafin. Norræni heilunarskólinn er að hefja sitt 8. starfsár og verður í ár kennt í tveimur áföngum. í fyrsta áfanga verður kennt um innri líkama mannsins, áruna og orkustöðvar, um sjálfsvernd og farið í grundvallaratriði hug- leiðslutækni. í síðari áfanga er komið inn á flest svið andlegra mála s.s. andlega uppbyggingu og þróun mannsins, geislana 7, karma og endurholgun, vatnsbera- öldina, tónlist nýja tímans, meist- ara, tíva og geimverur. Enn frem- ur er farið í hugleiðslur og gerðar orku- og heilunaræfingar sem stuðla að andlegu jafnvægi og undirbúa nemendur fyrir komu nýrra tíma. Alla sunnudaga kl. 10.15 fer fram þjónusta öllum opin, þar sem unnið er ljósberastarf í þágu mannkynsins og annað hvert fimmtuddagskvöld er opið hús þar sem hægt er að fá heilun. Skrif- stofa félagsins er opin alla mið- vikudaga frá 14-15.30, þar eru seldar spólur með tónlist til slök- unar, bækur sem félagið hefur gefið út og steinar ýmis konar. Frcttatilkynning ___________Brids_____________ Amór Ragnarsson Bridsfélag Reykjavíkur Aðalfundur félagsins var haldinn miðvikudaginn 12. september sl. Ný stjórn var kosin fyrir næsta ár og hana skipa: Formaður Sævar Þorbjörnsson, varaformaður Jón Baldursson, gjaldkeri Eiríkur Hjaltason, ritari Björgvin Þorsteinsson, fjármálarit- ari Bragi Hauksson. Miðvikudaginn 19. september hefst vetrarstarfsemin með eins kvölds tvímenningi og 26. septem- ber hefst 6 kvölda hausttvímenn- ingur. Dagskrá vetrarins verður kynnt nánar næstu daga. Eftir aðalfund var spilaður stutt- ur tvímenningur og urðu sigurveg- arar Páll Valdimarsson og Ragnar Magnússon. NI5SAIM NISSAN Ingvar Helgason hff. Sævarhöfóa 2, sími 67-4000 Sennilega verðlaunaðasti jeppi samtímans. Ekki af ástæðulausu. Enn kraftméiri V6, 3.0 vél með fullkominni (rnulti point) beinni innspýtingu eða ótrú- lega öflug Turbo diesel. Valið stendur um fjögurra gíra sjálfskiptingu eða fimm gíra beinskiptingu. NISSAN TERRAN0 - PATHFINDER Allra síðustu fréttir (stop news): 4 Wheel & Off-Road: Nissan Pathfinder kosinn „Car of the year“. Car and Driver: Sjö ritstjórar báru saman nýjustu jeppana, fernra dyra: Toyota 4 Runner, Cherokee, Mitsubishi Montero (Pajero), Nissan Path- finder, Ford Explorer, GMC Jimmy og Isuzu Trooper. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að Nissan Pathfinder, femra dyra, stæði þeim öllum framar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.