Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 22
1
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1990
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122.
Áskriftárgjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Almennur stuðning-
ur við álver
Þjóðviljinn birti í gær niður-
stöður skoðanakönnunar,
sem Félagsvísindastofnun Háskól-
ans hefur gert um afstöðu fólks
til byggingar álvers hér á landi.
Niðurstöður þessarar könnunar
eru athyglisverðar. Samkvæmt
henni eru 68% fólks á aldrinum
18-75 ára fylgjandi byggingu nýs
álvers en einungis 18%'þeirra, sem
svöruðu eru andvígir og 15% tóku
ekki afstöðu.
Þá kemur í ljós skv. þessari
könnun, að 61,4% fólks á lands-
byggðinni er hlynnt byggingu ál-
vers, þótt Keilisnes verði fyrir
valinu. Og ennfremur kemur fram
í þessari könnun, að meirihluti
kjósenda Sjálfstæðisflokks, Al-
þýðuflokks, Framsóknarflokks og
Alþýðubandalags eru fylgjandi
byggingu álvers á Keilisnesi og
helmingur kjósenda Kvennalist-
ans.
Stuðningur við byggingu álvers
er mestur meðal kjósenda Alþýðu-
flokks og Sjálfstæðisflokks en
mikill meðal kjósenda Framsókn;
arflokks og Alþýðubandalags. í
þingflokkum tveggja síðarnefndu
flokkanna hafa verið miklar efa-
semdir um byggingu álvers a.m.k.
ef það yrði byggt á Keilisnesi, en
ljóst er, að slíkar efasemdir eru
takmarkaðar meðal kjósenda
þessara flokka, þar sem tæplega
60% stuðningsmanna flokkanna
tveggja eru fylgjandi þessari
framkvæmd.
Ætla verður, að niðurstaða
þessarar könnunar stuðli að
víðtækri pólitískri samstöðu um
þetta mál. Könnunin sýnir, að
landsmenn, hvar sem þeir búa á
landinu, taka raunsæja afstöðu til
þess. Andstaða við byggingu ál-
vers er mjög lítil enda höfum við
tveggja áratuga reynslu af því,
að rekstur slíks stóriðjuvers hefur
umtalsverða þýðingu fyrir þjóðar-
búskap okkar. Margir hefðu frem-
ur kosið, að álver risi á lands-
byggðinni til þess að efla jafn-
vægi í byggð íandsins, en úr því
að þess virðist ekki kostur tekur
fólk þá skynsamlegu afstöðu, að
ekki megi fórna álveri af þeim
sökum.
Um skeið var útlit fyrir, að
uppnám yrði í ríkisstjórninni
vegna þessa máls og að Sjálfstæð-
isflokkurinn yrði að koma til skjal-
anna til þess að tryggja framgang
þess í þinginu. í kjölfar þessarar
skoðanakönnunar má hins vegar
búast við víðtækari samstöðu á
Alþingi um afgreiðslu málsins og
er það vel. Þessi fámenna þjóð
þarf að standa saman um stórmál
af þessu tagi.
Þegar samningar voru gerðir
um byggingu álversins í
Straumsvík iýrir um aldarfjórð-
ungi urðu hörð átök um þá samn-
inga. Þar voru Alþýðubandalags-
menn fremstir í flokki. Þeir höfðu
einnig frumkvæði að þeim átök-
um, sem stóðu um sama álver í
byijun síðasta áratugar og leiddu
fyrst og fremst til þess, að erlend
stórfyrirtæki höfðu ekki áhuga á
að semja við okkur íslendinga um
ný stóriðjuver árum saman, þótt
kostur væri á raforku á hag-
kvæmu verði. Afstaða margra
þingmanna Alþýðubandalagsins
nú einkennist af sömu afturhalds-
sjónarmiðum og þá. Skoðana-
könnun • Félagsvísindastofnunar
bendir hins vegar til þess, að kjós-
endur flokksins hafi tekið frum-
kvæðið úr höndum þessara stjórn-
málamanna og verður fróðlegt að
sjá, hver viðbrögð þeirra verða.
Þá eru niðurstöður þessarar könn-
unar ekki síður umhugsunarefni
fyrir forystulið Kvennalistans.
75. Ég hef skrif-
► að
grein í
Frelsið, sem heitir
Athafnaskáld. Þar
reifa ég hugsjónir
nokkurra eftirminni-
legra einkarekstrar-
manna i samtíð okkar og reisi hug-
myndir mínar á reynslu þeirra ein-
sog ég hef kynnzt þeim og lýst í
M-samtölum. Allir þessir menn eru
vaxnir upp við heldur þröngan kost,
jafnvel fátækt. En sjálfsbjargarvið-
leitnin varð þeim hvati til að kom-
ast áfram og miðla öðrum af vel-
gengni sinni. Þessir menn hafa allir
verið harðir talsmenn eignarréttar,
frelsis og mannúðarstefnu. Orð
þessara manna og reynsla urðu mér
ærið umhugsunarefni og það væri
skemmtilegt, ef menn vildu íhuga
málflutning þeirra einsog þeir eiga
skilið. Þeir voru ekki athafnaskáid
með þeim hætti, að þeir gerðu út
á opinbert fé og bruðluðu með það
einsog stjórnmálamanna er siður,
heldur hættu þeir eigin fé og tóku
afleiðingum gerða sinna. Mér þótti
því harla undarlegt, þegar Jónas frá
Hriflu var kallaður athafnaskáld í
grein í Morgunblaðinu. Honum datt
margt athyglisvert í hug, en hann
hætti ekki eigin fé, heldur því sem
skattborgaramir lögðu til ríkisins.
Einsog Alli vinur minn og flestir
aðrir stjórnmálamenn, eða fyrir-
greiðslupólitíkusar einsog sagt er
og þykir víst bæði fínt og ófínt.
Athafnaskáldin víluðu fátt fyrir
sér. Með tóman nestismal lögðu þau
af stað útí heim að leggja hann
undir sig; trúandi á guð og giftu
sína, Það er svo margt sem hefur
vísað mér veginn á lífsleiðinni að
ég get ekki efazt, segir Bjarni í
Galtafelli í samtali okkar.
Og ennfremur, Oft hef ég velt
þessu fyrir mér og skil ekki hvers
vegna ég beit það í mig að vilja
ekki verða bóndi, því ég var alls
ekki ónáttúraður fyrir búskap og
rak jörðina með sæmilegri athygli.
En ég var ákveðinn í að fara útí
heim og smíða eitthvað fallegt. Það
var það eina sem mig langaði til,
HELGI
spjall
að mennta mig og
smíða eitthvað fallegt.
Það hlaut t.d. að vera
stórkostlegt að kunna
dönsku, fannst mér í
þá daga. (M-samtöl
IV.)
Galtafelli vildi einsog
bróðir hans
Bjarni í
Einar myndhöggvari
„rækta hugsanir sínar“ einsog hann
kemst að orði.
Þetta Iýsir athafnaskáldunum
vel, áræði þeirra og sköpunarþrá.
Hörður Bjarnason, sonur Bjarna
í Galtafelli, tók að sér að smíða
fyrir þjóðina og varð mikill húsa-
meistari einsog fyrirrennari hans.
Það var einsog að upplifa þjóðar-
vakningu að fylgjast með honum
fullgera Skálholtskirkju á sínum
tíma. Þá var maður ungur og gat
orðið innblásinn. Úr samveru okkar
á þessum mikla stað varð Skálholts-
Ijóðið til. Mér er nær að halda Hörð-
ur hafi verið sæmilega ánægður
með það, einkum lokagerðina. Leið-
ir okkar lágu oft saman. Hann var
nærgætinn og óágengur við aðra.
Hugmyndir annarra áttu sér frið-
land fyrir honum.
Þessir eftirminnilegu vinir sem
mótuðu umhverfið hverfa nú einn
af öðrum. Fólk sem með nærveru
sinni einni saman breytti hverjum
degi í dagamun. Þannig rís Sigrún
Eiríksdóttir, ekkja Páls ísólfssonar,
úr minningunni. Hún bjó okkur
þannig umhverfi á heimili þeirra
Páls í Reykjavík og á Stokkseyri
meðan ég skrifaði samtöl okkar á
bækur að seint verður fullþakkað.
Páll var engum líkur, svo stór í
sniðum sem hann var, viðkvæmast-
ur allra og Ijúfastur, en samt hagl-
heldur í hvaða hryðju sem var, en
hún stórhöfðingleg einsog þær kon-
ur fyrr og síðar sem sækja umhverf-
inu í eigið hjarta eldinn og orkuna.
Yrkja hvern dag sem guð gefur
einsog velræktaða jörð handa öðr-
um að njóta. Hugarfarsgott fólk er
skjólgóður reitur í veðrasömu þjóð-
félagi sem dregur dám af lausung
og verðmætabrengli samtímans
einsog það birtist ekki sízt í fjölmiðl-
um.
Það er tekið að hausta.
En samt er eitthvert vor yfir
Evrópu. Það upplifði ég á ferðum
okkar til Prag og Búdapest í sum-
ar; ógleymanlegt og uppörvandi.
Kem að því síðar, þessu vori.
En snúum okkur að vetrinum.
7 Sovézkur fræðimaður,
I vJ»Vladimir Shlapentohk, nú
búandi í Bandaríkjunum, bendir á
að af hálfu prósenti ræktaðs lands
í Sovétríkjunum sem einstaklingar
hafa til umráða komi 30% af upp-
skerunni. Þetta kom mér svosem
ekkert á óvart, en ég þekki ekki
annað dæmi betra um eignarrétt
sem hvata að velmegun og kjara-
bótum en það, sem rússneski féíags-
fræðiprófessorinn nefnir í grein
sinni. Ég er sannfærður um það er
rétt sem við sögðum í Reykjavíkur-
bréfum 3. og 10. maí 1987, að sem
fijálsast markaðskerfi er forsenda
þess að séreignastefna sé árang-
ursrík. Einhver smátilhlaup í einka-
rekstri eru ekkert nema sýndar-
mennska á þjóðnýttum markaði og
það eiga Kínveijar eftir að sjá. Slík
tilsiökun ber ekki vott um neitt
annað en fát og fum vegna þess
að trúin á sameignarskipulagið er
að dvína. Samkeppni á markaðnum
tryggir gæði, vöruúrval og lágt
verð, a.m.k. þarsem markaðurinn
hefur þróazt íengi og er virkt að-
hald. En við eigum langt í Iand með
að svo verði. Verðskyn neytenda
er brenglað eftir langvarandi óða-
verðbólgu. Markaðurinn þarf að-
hald. Verðlagseftirlit er nauðsyn-
legt aðhald, það hefur margsýnt
sig. Innlend framleiðsla sem saman-
burður er einnig nauðsynlegt að-
hald. Án hennar geta innflytjendur
hækkað vöruverð vegna þess að
samkeppni vantar. Innflytjendur
standast ekki alltaf freistingar
sínar, smásalar ekki heldur. Þar
sem aðhald vantar myndast tóma-
rúm. Varan er seld á uppsprengdu
verði og launþegar tapa.
M.
(meim næsta sunnudag.)
SÖGULEGT GILDI SAM-
komulagsins, sem undirrit-
að var í Moskvu á miðviku-
daginn um sameiningu
Þýskalands og að fjórveld-
in, sem hernámu Þýskaland
í stríðslok, Bandaríkin,
Bretland, Frakkland og Sovétríkin, væru
hætt afskiptum af landinu, er ótvírætt.
Með samkomulaginu er tekið af skarið í
deiluefni, sem hefur verið þungamiðjan í
umræðum um málefni Evrópu frá lyktum
síðari heimsstyijaldarinnar. I fyrstu þurftu
Vesturlönd að gera það upp við sig, hvern-
ig þau ætluðu að haga samskiptum sínum
við Vestur-Þjóðveija. í öðru lagi þurftu
Vestur-Þjóðveijar að ávinna_ sér traust
bandamanna sinna í vestri. í þriðja lagi
þurftu Sovétmenn að falla frá hugmyndum
sínum um að í vestri væri verið að und-
irbúa Þjóðveija undir hefndarstríð fyrir
ófarir nasista, þegar þeir sóttu inn í Sov-
étríkin. í íjórða lagi þurftu Vestur-Þjóð-
veijar að ávinna sér traust Sovétmanna.
í fimmta lagi þurfti að bæla hörkuna sem
lýsti sér í því, að kommúnistastjórnin í
Austur-Þýskalandi reisti Berlínarmúrinn
1961. í sjötta lagi þurfti að koma á sam-
bandi milli A- og V-Þýskalands. í sjöunda
lagi þurfti að sameina þýsku ríkin og brúa
efnahagslegu og stjórnarfarslegu gjána,
sem hafði myndast á milli þeirra. I átt-
unda lagi þuifti að fá sjálfstæði sameinaðs
Þýskalands viðurkennt og ganga frá landa-
mærum þess gagnvart Pólveijum.
Þessar stiklur gefa aðeins hugmynd um
viðfangsefnið. Þær segja ekkert um hin
ólíku sjónarmið sem hafa sett svip á um-
ræðurnar og allt áróðursstríðið sem háð
hefur verið á báða bóga milli lýðræðissinna
og kommúnista en deilurnar um skiptingu
Þýskalands voru upphaf kalda stríðsins.
Það stríð má rekja beint til yfirgangs Jós-
efs Stalíns og bragðanna sem hann beitti
á fyrstu árunum eftir heimsstyijöldina til
að leggja undir sig hvert landið á eftir
öðru vestan landamæra Sovétríkjanna.
Meðal þeirra sem stóðu fremstir í fylk-
ingu vestrænna stjórnmálamanna á þessu
mótunarskeiði utanríkisstefnunnar, sem
Vesturlönd hafa fylgt til þessa, var Dean
Acheson, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna. Hann dregur upp skemmtilegar
myndir af tímabilinu í bók sinni Present
at the Creation, þar sem hann lýsir starfs-
árum sínum í utanríkisráðuneytinu. Átti
hann þá náið samstarf við starfsbræður
sína í Frakklandi og Bretlandi, þá Ernest
Bevin og Robert Schuman. Hann segir frá
því, þegar þeir hittust í París í nóvember
1949. Þar spurði Schuman, hvernig þeir
ættu að umgangast Þjóðveija, á meðan
land þeirra væri enn hernumið - sem skil-
yrtan óvin, öryggisvandamál eða á ein-
hvem annan hátt. Bevin sagði, að í Bret-
landi hefðu menn bitra óbeit á Þjóðveijum.
Acheson segir:
„I mínum huga virtist ein niðurstaða
hafin yfir allan vafa. Vestur-Evrópa og
Bandaríkin gátu ekki haldið Sovétríkjun-
um í skeíjum og þvingað Þjóðveija og
Japani á sama tíma. Besta von okkar fólst
í því að gera þessa fyrrum óvini okkar að
öflugum stuðningsmönnum heimsskipu-
lags fijálsra þjóða. Bjóða ætti Þjóðveijum
aðild að samstarfi Vestur-Evrópuþjóða, en
ekki láta þá standa í óvissu fyrir utan eins
og gert hafði verið eftir stríðið 1914-18
og geta orðið þar að skotspæni milli Sovét-
manna og bandamanna. Væri hið fyrra
gert yrði „Vestur-Evrópa“ að verða meira
en orðin tóm. Stefna Bandaríkjanna hafði
miðað eindregið að því með endurreisnar-
áætlun Evrópu, Atlantshafssáttmálanum
[stofnskrá Atlantshafsbandalagsins
(NATO)] og hernaðaraðstoð. Bæði Bevin
og Schuman höfðu gert hið sama í Evrópu-
ráðinu, Vestur-Evrópusambandinu og með
viðbrögðum sínum við tillögum Marshalls
hershöfðingja [Marshall-áætluninni]."
Menn þurfa ekki að vera vel að sér í
sögu síðustu áratuga til að átta sig á því,
að þessi stefna Achesons gekk eftir. Vest-
rænar þjóðir tóku Þjóðveijum og Japönum
sem vinum og sköpuðu forsendur fyrir
ótrúlega hraðri endurreisn ríkjanna. Sovét-
menn völdu hina leiðina og þeir hafa ekki
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 15. september
enn leyst úr ágreiningsefnum við Japani
sem eiga rætur að rekja til síðari heims-
styijaldarinnar og snúast einkum um yfir-
ráð yfir Kúrileyjum.
Fundur með
Adenauer
EFTIR VIÐRÆÐ-
urnar við Bevin og
Schuman í París
hélt Acheson í nóv-
ember 1949 til
Þýskalands og hitti þar Kondrad Adenau-
er, kanslara Vestur-Þýskalands, í fyrsta
sinn og segir þann fund hafa verið upphaf
einlægi-ar vináttu. Grípum aftur niður í
bókipni:
„Á þessum tíma var Adenauer alls ekki
hinn alkunni föðurlegi forystumaður, sem
hann varð síðar. Hann var sjötíu og þriggja
ára og hafði varið flestum starfsárum
sínum í opinberri þjónustu sem borgár-
stjóri í Köln og varð yfirborgarstjóri þar
1917. Þar vann hann að sveitarstjórnar-
málum þar til nasistar ráku hann 1933
og tóku hann tvisvar höndum á næstu tíu
árum. Eftir fall Hitlers varð hann einn af
stofnendum Kristilega demókrataflokksins
og þegar Þjóðveijar fengu að hefja stjórn-
málastarf á breska hernámssvæðinu varð
hann virkur í stjórnmálum síns landshluta
og hernámssvæðis. Bretar litu Adenauer
hins vegar ekki réttu auga vegna íhalds-
semi hans og sterkra kaþólskra viðhorfa,
og það var ekki fyrr en hann varð virkur
í samskiptum milli hernámssvæða sem
Bandaríkjamenn tóku að viðurkenna mikla
hæfileika hans.
Hið fyrsta sem sló mann í návist kansl-
arans var að hann var lifandi dæmi um
það, hvernig best er að varðveita og nýta
orku. Hann flýtti sér ekki og talaði hægt,
hreyfði hendurnar lítið, brosti stutt, hló
lágt og var dálítið hæðinn. Sir Ivone Kirk-
patrick minnist þeirra orða hans, að Guði
hafi orðið á mikil mistök með því að tak-
marka fremur gáfur mannsins en
heimsku . . .
Ég heillaðist af því hve hann nálgaðist
umræðuefni okkar af miklu ímyndunarafli
og visku. Hann hafði mestan áhuga á að
láta Þýskaland renna alveg saman við
Vestur-Evrópu. Raunar var þetta honum
meira kappsmál en að sameina Þýskaland,
og hann sá hvers vegna nágrannaríkin
kynnu að líta á þennan samruna næstum
sem forsendu fyrir endursameiningu lands-
ins. Hann taldi að allir mótuðust af um-
hverfi sínu en Þjóðveijar meira en flestir
aðrir. Óblandaðir Þjóðveijar væru öðru
vísi en blandaðir; Þjóðveijar í St. Louis
væru til dæmis öðru vísi en ^Þjóðveijar í
Berlín, einkum í Berlín fyrir stríð. Hann
vildi að Þjóðveijar yrðu íbúar Evrópu, og
vinna að því með öðrum, einkum Frökkum,
að þróa sameiginlega hagsmuni og viðhorf
og grafa ágreining fyrri alda. Sameiginleg
arfleifð þeirra hefði borist þeim með Rín
sem arftökum Karlamagnúsar, sem varði
evrópska siðmenningu þegar mannfórnir
voru enn tíðkaðar í austurhluta Þýska-
lands. Þeir yrðu að hafa forystu um endur-
fæðingu Evrópu. Adenauer lauk máli sínu
með því að segja, að hann hefði engan
áhuga á endurhervæðingu Þýska-
lands . . .
Ég kynntist því fljótt að það voru ekki
allir Þjóðveijar á sama máli og hann.
Helsti andstæðingur hans, Kurt Schu-
macher, leiðtogi Sósíal demókrataflokks-
•ins, var í senn harður í horn að taka og
boðaði þjóðernislegar, árásargjarnar skoð-
anir . . . Við höfðum varla heilsast þegar
Schumacher réðst harkalega á Adenauer
fyrir að vinna með hernámsliðinu. Hug-
mynd hans um skynsamlega stefnu fyrir
Þýskaland fólst í hlutleysi milli austurs og
vesturs og brottflutningi alls erlends her-
liðs frá þýsku landi, en með því væri unnt
að fá samþykki Sovétmanna við endursam-
einingu Þýskalands. Þegar ég benti á, að
viðhorf Rússa á utanríkisráðherrafundin-
um í París í maí væru lítt til þess fallin
að ýta undir þá skoðun, að þessi stefna
hans hefði tilætluð áhrif, hóf hann að ráð-
ast á mig. Ég sagði honum hreinskilnis-
lega að tilraun sósíal demókrata til þess
að afla sér fylgis meðal kjósenda eða Rússa
með því að ráðast á hernámsveldin myndi
duga honum skammt. Við hefðum allir
fórnað miklu til að ýta Hitler til hliðar og
útrýma nasismanum í Þýskalandi og gera
landið gjaldgengt í samfélag þjóða Evr-
ópu. Ef hann héldi að hernámsveldin
myndu þola minnstu tilraun til að etja
vestrænu bandamönnunum og Rússum
saman, hefði hann rangt fyrir sér. Skömmu
eftir þennan fund réðst Schumacher á
Adenauer í sambandsþinginu og sakaði
hann um að vera ekki kanslara Þýska-
lands heldur kanslara hernámsins, vegna
þessara orða var honum vikið af þingi í
þijár vikur. Þegar dauðinn losaði sósíal
demókrata undan forystu Schumachers
var flokkurinn fljótur að helja uppbyggi-
lega þátttöku í þýsku stjórnmálalífi.“
Nú 41 ári síðar og í ljósi sameiningar
Þýskalands er foi-vitnilegt að lesa þessar
lýsingar utanríkisráðherra Bandaríkjanna
á viðhorfum hans sjálfs og helstu ráða-
manna í Vestur-Þýskalandi. Engum dylst
að stefna Achesons og Adenauers var
bæði skynsamleg og rétt. Með því að fella
Þjóðveija inn í þróunina í Vestur-Evrópu
tókst að skapa þeim forsendur fyrir öllu
því, sem síðan hefur gerst. Helmut Kohl,
flokksbróðir Adenauers og arftaki sem
kanslari, hefrr ótrauður fylgt þessari
stefnu til sigvrs. Þótt vestur-þýskir sósíal
demókratar ’iafi gegnt mikilvægu hlut-
verki við mótun utanríkisstefnu landsins
gagnvart Sovétríkjunum og til að draga
úr sovéskri tortryggni og grunsemdum í
garð stjóri.valda í Bonn og hvorki Willy
Brandt né Helmut Schmidt hafi brugðist
samaðilunum að NATO eða Evrópubanda-
laginu (EB) hefur verið grunnt á gamla
hlutleysisdraumnum í flokknum og óskinni
um að þóknast Sovétmönnum með slíkri
stefnu. Oskar Lafontaine, núverandi kansl-
araefni sósíal demókrata, hallast að þeirri
stefnu. Halda menn að hinn farsæli árang-
ur og sigur vestrænna sjónarmiða og
stefnu hefði náðst á hinum örlagaríku
mánuðum undanfarið, ef stefna fjandsam-
leg Vesturlöndum hefði ráðið?
Markaðsbú-
skapur í
Sovétríkj-
unum
ÞING RUSSN-
eska lýðveldisins
undir forystu Boris
Jeltsíns samþykkti
á dögunum áætlun
sem kennd er við
sovéska hagfræð-
inginn Stanislav
Sjatalín og miðar að því að koma á mark-
aðsbúskap í Sovétríkjunum á 500 dögxim.
Hann hefur lýst tillögum sínum með þeim
orðum, að þær miði að því að taka allt frá
ríkinu sem hugsanlegt er og gefa það fólk-
inu. Ætlunin er að leysa upp áætlanakerf-
ið og leyfa fijálsum markaðsöflum að hafa
áhrif. í breska vikuritinu Economist birtist
nýlega lýsing á því hvernig að verkinu
verður staðið og er stuðst við hana hér.
Á fyrstu 100 dögunum myndi sala ríkis-
eigna hefjast. Bændur fengju heimild til
að yfirgefa samyrkjubúin og fengju afnot
af landi og fjármagn. Dregið yrði úr opin-
berum útgjöldum. Aðstoð við erlendar
þjóðir yrði minnkuð um 76%, útgjöld til
hermála um 10% og til KGB, öryggislög-
reglunnar sem hingað til hefur verið frið-
helg, um 20%. Tvöföldu bankakerfi yrði
komið á fót, seðlabanka sem yrði samnefn-
ari seðlabanka einstakra lýðvelda og við-
skiptabönkum sem tækju við af ríkisbönk-
um. Á árinu 1991 yrði verðlagshöftum
létt af, þó ekki af nauðþurftum, 150 vöru-
tegundir yrðu undir verðlagseftirliti til
ársloka 1991 og brauð, kjöt, mjólkurvörur
og samgöngur áfram. Samræmt gengi
yrði á rúblunni og hún yrði eini lögmæti
gjaldmiðillinn í Sovétríkjunum.
Á dögum 100 til 250 yrði unnið að því
að gefa verðlag fijálst og með samdrætti
í opinberum útgjöldum leitast við að skapa
eitthvert jafnvægi á markaðnum. Vísitölu-
binding launa yrði tekin upp frá miðju ári
1991. Hlutafélögum sem mynduð væru á
grunni stórra ríkisfyrirtækja myndi fjölga
úr 1.000 í 1.500. Helmingur smáverslana
og veitingastaða yrði einkavæddur.
Á dögum 250 til 400 yrði stefnt að því
að breyta 40% af framleiðslufyrirtækjum,
50% af byggingarfyrirtækjum og 60% af
Dean Acheson, utanrík-
isráðherra Banda-
ríkjanna, Ernest Bevin
utanríksráðherra
Breta, Robert Schum-
an, utanríkisráðherra
Frakka.
verslunaríyrirtækjum í hlutafélög með sölu
eða leigu. Komið yrði á fót gjaldeyrismark-
aði með það fyrir augum að rúblan yrði
skiptanleg.
Á dögum 400 til 500 myndi hagvaxtar
gæta. í lok tímabilsins yrðu 70% iðnfyrir-
tækja og allt að 90% byggingar- og versl-
unarfyrirtækja ekki lengur í höndum ríkis-
ins.
Ljóst er, að fjöldi manna yrði atvinnu-
laus við framkvæmd þessara róttæku til-
lagna en þær gera ráð fyrir stiglækkandi
atvinnuleysisbótum. Verkamanni sem
missti vinnuna yrðu greidd 70% af meðal-
mánaðarlaunum í fyrstu þijá mánuðina
og 50% í næstu sex mánuði. Síðan myndi
ríkið greiða mönnum styrki og veita þeim
afslætti á húsaleigu og í almenningsfarar-
tækjum, yrði það eftir efnum og ástæðum
hvers og eins.
Þörf á
stefnu-
mótun
ÓVISSA ER UM
þáð, hvort þessi
500-daga stefna
nái fram að ganga.
Um hana er harka-
lega deilt í Sov-
étríkjunum. Nikolaj Ryzhkov forsætisráð-
herra hefur snúist gegn henni og sagt,
að nái sínar tillögur í efnahagsmálum ekki
fram muni Sovétríkin liðast í sundur. Vill
Ryzhkov fara mun hægar frá miðstýring-
arkerfinu, hins vegar er allt í óvissu um
það hve lengi hann gegnir háu embætti
sínu. Mikhaíl Gorbatsjov hefur lýst stuðn-
ingi við tillögur Sjatalíns ráðgjafa síns en
sveiflast þó á miðjunni eins og svo oft
áður og kannar hvaða kosti hann eigi besta
til að halda völdum. Hvað sem öllu þessu
líður er ljóst, að Sovétmenn standa á tíma-
mótum í fleiru tilliti en gagnvart Þýska-
landi; þeir þurfa að einbeita sér að eigin
framtíð.
Af frásögn Achesons sem vitnað var til
hér að framan sést að strax árið 1949 var
lagður grunnur að þeim atburðum, sem
eru að gerast um þessar mundir. Ákvörð-
unin um að Vestur-Þýskaland yrði óijúfan-
legur hluti af Evrópu sem Robert Schuman
og Jean Monnet, sem kallaður hefur verið
faðir Evrópubandalagsins, gerðu síðan að
veruleika með Kola- og stálsambandinu,
forvera Evrópubandalagsins, þar sem
Frakkar og Þjóðveijar sameinuðust í þess-
um mikla iðnaði, hefur reynst farsæl. Frið-
ur og velmegun hefur einkennt Vestur-
Evrópu og sambandið við Bandaríkin hefur
verið svo sterkt, að Sovétmenn hafa áttað
sig á því að þeir hafa ekki bolmagn til að
ijúfa það; krafa þeirra um hlutleysi Þyska-
lands hefur vikið fyrir viðurkenningu
þeirra á aðild landsins að NATO.
Við lifum nú álíka mikla breytingatima
í Evrópu og á fyrstu árunum eftir heims-
styijöldina. Þjóðirnar í austri eru fyrst
núna að kasta af sér oki styijaldarinnar.
Sé réttur grunnur lagður og skynsamlega
staðið að stefnumótun kunna menn nú að
vera að taka ákvarðanir sem framlengja
friðar- og hagsældarskeiðið í Evrópu. Nú
eins og fyrir 40 árum er mikilvægt að
saman fari víðsýni í pólitískum ákvörðun-
um og um samstarf í atvinnu- og efnahags-
málum. Hin nána efnahagssamvinna þjóð-
anna í Evrópubandalaginu hefur lagt
grunninn að styrk þeirra og samheldni
núna, er auðveldar mjög sameiningu
Þyskalands og viðbrögð við henni. Af þess-
um sökum er nauðsynlegt að vestrænir
aðilar fylgist náið með framvindu efna-
hagsmála í ríkjunum í A-Evrópu og Sov-
étríkjunum og hagi málum þannig að
t.raust samvinna takist, þar sem forsendur
eru fyrir henni. Þetta einstæða tækifæri
er núna.
Hitt á svo eftir að koma í ljós, hvort
við skrásetningu Reykjavíkurbréfs eftir
40 ár verður unnt að setjast niður með
bók eftir einhvern þátttakandann í sköpun
framtíðarinnar við hlið sér og segja með
haldbærum rökum: Hann og þeir höfðu
rétt fyrir sér!
Anthony Eden, utanríkisráð-
herra Breta, Konrad Adenauer,
kanslari V—Þýskalands, Dean
Acheson, Robert Schunian í Bonn
1952.
Jean Monnet „faðir“ Evrópu-
bandalagsins.
„Menn þurfa ekki
að vera vel að sér
í sögu síðustu ára-
tuga til að átta sig
á því, að þessi
stefna Achesons
gekk eftir. Vest-
rænar þjóðir tóku
Þjóðverjum og
Japönum sem vin-
um og sköpuðu
forsendur fyrir
ótrúlega hraðri
endurreisn
ríkjanna.“