Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 44
mm FORGANGSPOSTUR UPPL YSINGASIMI 63 71 90 MILLILANDAFLUG Opnum kl.8:00 alla daga FLUGLEIDIR . MORGUNBLADIÐ, AÐALSTRÆTI 6. 101 RFA TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF :ykja VÍK 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Húsbréfboð- in lífeyris- sjóðunum á nýjum kjörum LANDSBRÉF hf. hafa boðið lífeyrissjóðunum ný kjör varð- andi kaup á húsbréfum. Lands- bréf eru viðskiptavaki húsbréfa og hafa nú um 700 milljónir króna í húsbréfum til sölu. Til- boðið stendur til 15. október og kjörin ráðast af stærð innkaup- anna. Landsbréf kaupa húsbréf miðað við ávöxtunina 6,95% og hafa selt aftur á 6,75%. Kjörin sem lífeyrissjóðunum eru boðin nú fel- ► •' ást í því að þeir sem kaupa hús- bréf fyrir 10-20 milljónir fram til áramóta fá þau á gengi miðað við 6,8% ávöxtun, þeir sem kaupa fyr- ir 20-50 milljónirfá 6,85% ávöxtun og þeir sem kaupa fyrir meira en 50 milljónir til áramóta fá 6,90% ávöxtun. Kaup húsbréfa verða áfram með óbreytta ávöxtun eða 6,95%. „Með því að bæta kjör kaupenda vonumst við til að það komist veru- __jegur skriður á þennan markað. ^^Húsbréfm eru mjög traust bréf. Þau eru hins vegar ný á markaðn- um og það hefur tekið tíma fyrir lífeyrissjóðina að venjast þeim og finna þeim farveg í áætlunum sínum. Með þessu tilboði teljum við að við séum að bjóða mjög góð og samkeppnishæf kjör,“ sagði Gunnar Helgi Hálfdanarson, for- stjóri Landsbréfa, í samtali' við Morgunblaðið. Til að félagar í lífeyrissjóðunum hafi fullan lánsrétt þurfa sjóðirnir að kaupa skuldabréf Bygginga- sjóðs fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu. Þar af hafa þeir heimild til að kaupa húsbréf fyrir 10%. Gunnar Helgi sagði það enga spurningu að húsbréfín væru mun hagkvæmari ávöxtunarkostur en skuldabréf Byggingasjóðs og því væri það lífeyrissjóðunum í hag að nýta 10% heimild sína til kaupa á húsbréfum til fullnustu. Lögreglumenn leiða byssumanninn af vettvangi. Morgunblaðið/Ingvar Skot hljóp úr byssu í átökum ENGAN sakaði er skot hljóp úr haglabyssu sem lögregla reyndi að ná af ölvuðum manni í fjölbýl- ishúsi við Neðstaleiti í fyrrinótt. Skotið hafnaði í millivegg í íbúð nágranna mannsins, sem hann hafði átt í útistöðum við, og olli þar skemmdum. Húsráðendur íbúðarinnar ósk- uðu lögregluaðstoðar rétt fyr- ir klukkan eitt aðfaranótt laugar- dagsins þar sem komið hafði til átaka við manninn, sem komið hefði óboðinn í íbúðina og valdið þar ónæði. Þegar lögreglan kom á staðinn hafði fólkið komið mannin- um út. Meðan lögreglumennirnir ræddu við fólkið urðu þeir varir við manninn á göngum hússins og heyrðu er hann hlóð haglabyssu. Fólkið leitaði skjóls í íbúðinni og þangað komst maðurinn inn og veifaði æstur um sig byssunni. Einn lögreglumannanna sá færi á að stökkva á manninn, grípa um byssuna og beina hlaupi hennar frá fólki og í átt að gólfi hússins. Hin- ir lögreglumennirnir tóku einnig á manninum, áem streittist á móti. I átökunum hljóp skot úr byssunni og í millivegg án þess að nokkurn sakaði. Launanefnd ASÍ, VSÍ og VMS: 550 króna eingreiðsla komi vegna verðbóta í október Taxtar hækki í desember um þau 0,27% sem framfærsluvísitalan fór umfram viðmiðunarmörk LIKLEG niður- staða launanefnd- ar Alþýðusam- bands íslands og vinnuveitenda vegna 0,27% hækkunar framfærsluvísitölu umfram viðmiðunarmörk kjara- samninganna í febrúar er að samtals 550 króna eingreiðsla komi til launþega I október vegna verðbóta október og nóv- embermánaðar og taxtar hækki síðan í desember um þessi 0,27% auk þeirrar 2% launahækkunar sem þá er fyrirhuguð sam- kvæmt samningunum. Með þessu móti er talið að komið verði í veg fyrir að verðbæturn- ar verði tilefni launaskriðs og/eða verðhækkana. Fyrir þessu hefur Morgunblaðið traustar heimildir. Verðbæturnar miðast við 102 þúsund króna meðallaun í tvo Samningar um nýtt álver á lokastigi: íslendingar fá 2 stj órnar- menn án atkvæðisréttar Arðsemi nýrra orkuframkvæmda áætluð 7-8% af eigin fé REIKNAÐ er með að arðsemi nýrra virkjanaframkvæmda Landsvirkj- unar verði milli 7 og 8% af eigin fé, gangi forsendur orkusölu til nýs álvers eftir. Um leið cr reiknað með að meðalraunvextir verði 5-5,5% af þeim lánum sem taka þarf til virkjanaframkvæmdanna. Þetta kem- ur fram í viðtali við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra I Morgunblaðinu í dag. ón Sigurðsson segir að drög að sam- komulagi við Atlant- sálshópinn liggi fyrir í helstu meginatrið- um, varðandi orku- samning, skattamál, samstarf Atl- antsálshópsins og íslenskra stjórn- valda, lagaramma um fyrirtækið og ^imhverfismál. Þá segir Jón að mikl- ar líkur séu á því að álverið verði reist á Keilisnesi. Rætt er um að íslendingar eigi tvo fulltrúa í stjórn hlutafélagsins sem mun reka álverið. Þeir hafi tillögu- rétt og málfrelsi en ekki atkvæðis- rétt. Jón segir að í samningsdrögun- um séu auk þess tillögur um að Is- lendingar taki þátt í ákvörðunum félagsins sem skipti miklu máli fyrir umhverfíð og íslenskt samfélag. Hvað skattamálin varðar er að sögn Jóns verið að reyna að tryggja stöðugar skatttekjur af fyrirtækinu, og reyna um leið að koma í veg fyr- ir að innri viðskipti eigendanna geti rýrt skattstofnana. Jón Sigurðsson segir það mikil- vægt að samningar um nýtt álver takist, vegna þess að það geti opnað íslendingum leið til frekari orkunýt- ingar í framtíðinni. Þegar sé veruleg- ur áhugi af hálfu Þýskalands og Evrópubandalagsins á byggingu til- raunavetnisvers á íslandi, sem myndi nýta allt að 100 megavatta orku. Iðnaðarráðherra segir það sitt kappsmál að ljúka bráðabirgðasamn- ingi við Atlantsálshópinn fyrir mán- aðamót, svo hægt sé að leggja heim- ildarlagafrumvarp fyrir Alþingi, strax og það kemur saman í októ- ber. Þá geti ríkisstjórnin gert form- legan samning í byijun næsta árs, svo hefja megi framkvæmdir á næsta ári, því annars falli úr ár í orkusölu Blönduvirkjunar. í viðtalinu segir Jón Sigurðsson að skoðanir ráðherra séu skiptar um einstaka þætti málsins. Þegar hann er spurður hvort hann muni ganga frá bráðabirgðasamningi, þótt sam- þykki rikisstjórnarinnar liggi ekki fyrir, segist hann muni freista þess að gera þann samning svo úr garði að um hann takist samkomulag. Ilann segist loks vera tilbúinn að standa og falla með verkum sínum í þessu máli, og hljóta að skoða sína stöðu sem iðnaðarráðherra, náist málið ekki fram vegna pólitískrar andstöðu. Sjá viðtal við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra á bls. 16-18. mánuði, en 0,27% launahækkun nemur 270 krónum á 100 þúsund króna mánaðarlaun. Það þýðir að þeir sem eru á lægri launum fá meira en þeir ættu að fá ef pró- sentuhækkunin kæmi á taxtana og þeir sem eru á hærri launum en 102 þúsund fá aftur minna. Astæðan fyrir þvi að launanefnd telur þessa leið ákjósanlegasta úr því að ekki tókst alveg að halda hækkun framfærsluvísitölu innan við viðmiðunarmörk er að hætta sé á að almenn 0,27% hækkun á töxtum gæti orðið til að setja af stað launaskrið og verðhækkanir í skjóli hennar. Með eingreiðslu sé komið í veg fyrir þá hættu. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að einnig hafi verið rætt í launanefnd að færa fram hluta desemberhækkunar launa, en um það hafi ekki orðið samkomulag. Fulltrúar vinnuveitenda hafi bent á að þrátt fyrir góð viðskiptakjör nú þá taki hækkun heimsmarkaðs- verðs á olíu þann viðskiptakjara- bata að mestu til baka. _ Auk launanefndar ASÍ, VSÍ og VMS eru einnig starfandi launa- nefndir Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og ríkisins, Sam- bands íslenskra bankamanna og bankanna og Kennarasambands íslands og ríkisins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru bundnar vonir við það í launanefnd aðila vinnumarkaðarins að almenn samstaða geti orðið um þessa nið- urstöðu. Launanefnd þarf að fella úrskurð sinn fyrir 20. þessa mán- aðar, sem er á fimmtudag, og væntanlega verður tíminn þangað til notaður til að athuga möguleika þar á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.