Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1990 Lesið úr DNA-mynstri. FATNAÐUR sem bar sæði árásarmanns var tekinn að morgni 11. desember 1989 út úr djúpfrysti, pakkað í þurrís og frauðplast og fluttur ásamt blóðsýnum frá 61 manni með flugi til Englands. Það var Gunnlaugur Geirsson próf- essor í réttarlæknisfræði sem rannsakaði sæðisbletti hér heima ogtók blóðsýni í samráði við Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hann vann ásamt dr. Patrick Lincoln í viku að áframhaldandi rannsókn hjá Cellmark-stofnunni í Oxford sem sérhæfir sig í DNA-rannsóknum, en síðan tók dr. Keith Turner, sérfræðingur hjá stofnuninni, við rannsókn- inni. Þar með hófst níu mánaða bið og rannsókn sem lauk með handtöku grímuklædds nauðgara á íslandi. Gunnlaugur féllst á að skýra lesendum Morg- unblaðsins frá Cell- mark-stofnuninni og frá DNA-rannsóknum í þágu réttarlæknisfræði, auk þess sem hugmynd- in um sambærilega rannsóknarstofu á íslandi var reifuð við hann. „Upphafsmaður DNA-rannsókna í þágu réttarlæknisfræði heitir dr. Alec Jeffreys," segir Gunnlaugur, „og lýsti hann þessari nýju tækni fyrst í bláðinu „Nature“ árið 1985. Rannsóknaraðferðin byggist í raun á uppgötvunum sem aðrir menn höfðu lagt gmnninn að og má í því sambandi nefna rannsóknir á DNA sem nefnasl „Southem blotting“. Rannsóknir á DNA hafa lengi verið draumur allra þeirra sem að fmmurannsóknum vinna, því að í DNA, sem er í raun erfðaefnið sjálft, felast margir leyndardómar er varða krabbameínsrannsóknir, véirurannsóknir og erfðafræði." Gunnlaugur segir, að dr. Alec Jeffreys hafi fengið einkaleyfi fyrir þessari uppgötvun sinni, og komist að samkomulagi við stórfyrirtækið ICI (Imperial Chemical Industries) í Bretlandi um að byggja upp fyrir- tækið til að selja þessa þjónustu. Hefur henni verið beitt í þrennum tilgangi, í bamsfaðernismálum, inn- flytjendamálum þar sem sýna þarf fram á skyldleika einstaklinga, og í sakamálum þar sem annað hvort finnast blóðblettir eða sæði á vett- Morgunblaðið/Júlíus Gunnlaugur Geirsson prófessor í réttarlæknisfræði. vangi þar sem glæpir hafa verið framdir. Fyrirtæki það sem ICI stofnaði til þessara DNA-rannsókna, heitir Cellmark og er í nánd við Oxford. Er það til húsa í múrsteinsbyggingu og ætlar Gunnlaugur að hún sé um þúsund fermetrar að stærð. „Þarna starfar sérþjálfað starfslið og er starfseminni skipt eftir því hvaða verksvið hún fæst við, annars vegar bamsfaðemismál og hins vegar sakamál. Fyrstu málin sem eitthvað kvað að, munu hafa komið til umfjöllun- ar dómstóla í kringum árið 1987, en málum sem stofnunin annast fer „þreifurum". Eru það mótefni tengd geislavirkum efnum, og falla þau út á erfðaefnið rétt eins og rennilás væri að lokast, eða lykill að falla í skrá. Þannig passar hver „þreifari" við sitt brot af erfðaefninu. Þegar búið er að höndla þessa filmu á tiltekinn hátt, er hún lögð við röntgenfilmu sem nemur hið geislavirka efni, og kemur þá fram mynstur eða „próffll“ sem er sér- stakur fyrir hvern einstakling á svipaðan hátt og fingraför." — Á hvern hátt hefur DNA- rannsókn helst komið að gagni í sakamálum? „Uppgötvun dr. Jeffreys er sér- . stök fyrir það að unnt er að beita Alec Jeffreys, upphafsmaður henni í réttarlæknisfræðilegu tiliiti, DNA-rannsókna í þágu réttar- og hefur DNA-rannsókn til að læknisfræði. mynda verið beitt í morðmálum, þar fjölgandi og er meðalbiðtími eftir sem konur hafa fundist látnar eftir svari þrír til fjórir mánuðir. Fyrsta kynferðislegt ofbeldi. Sýni hafa þá íslenska málið sem rannsakað var verið tekin úr leggöngum konunnar á þennan hátt var í byijun árs 1988. og fatnaði þar sem sæði hefur fund- — Hvemig fer svo þessi merka ist og verið rannsökuð á framan- rannsókn fram? greindan hátt. Þar sem grunur hef- „Hún fer fram á þann hátt, að ur fallið á ákveðinn einstakling DNA-erfðaefnið er einangrað úr síðar, hefur verið kleift að bera kjörnum frumanna og síðan klofið saman DNA-mynstur sæðisins og með sérstökum efnakljúfum, blóðsins. Svipaða hluti er hægt að „restriction enzymes", segir Gunn- gera ef tilræðismaður hefur særst laugur. „Ensím þessi eru afar sér- og skilið eftir blóð á vettvangi. tæk, þannig að erfðaefnið klofnar Einnig er unnt að rannsaka hár- niður eftir vissum eigindum. Að þvl slíður þar sem hár hefur orðið eftir loknu er upplausnin með hinu niður- í greipum fórnarlambs, sem náð brotna erfðaefni látin á nælonfilmu, hefur að rífa það úr tilræðismanni." og síðan bætt út á hana lausn með Gunnlaugur segir, að nú þegar j FRYSTIKISTUR SPAÐU I VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ Öll verð miðast við staðgreiðsluverð. 152 lítra kr. 31.950,- 191 litra Kr. 34.990,- 230 lítra kr. 38.730,- 295 litrakr. 41.195,- 342 lítra kr. 43.360,- 399 litra kr. 45.870,- 489 lítra kr. 49.710,- 587 lítra kr. 62.460,- H E IMILISK AU P H F • HEIMILISTÆKJADEILD FÁLKANS • SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670. tj Innrabyrði úr hömruðu áli Lok með ljósi, læsingu, jafn- vægisgormum og plastklætt Djúpfrystihólf Viðvörunarljós Kælistilling Körfur Botninn er auðvitað frysti flötur ásamt veggjum K ö O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.