Morgunblaðið - 23.10.1990, Síða 20

Morgunblaðið - 23.10.1990, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 Vatn runnið til sjávar eftirÁgúst Valfells Inngangsorð Það er kunnara en frá þurfi að segja, að munurinn á lífskjörum svokallaðra þróaðra þjóða og van- þróaðra, byggist á því að þær fyrr- nefndu hafa tekið hugvitið og tæknina í þjónustu sína í að um- skapa náttúruauðlindir í verðmæti. Afurðir auðlindanna geta verið innfluttar eins og hjá Japönum, sem eiga mjög fáar auðlindir sjálf- ir. Ennfremur geta þau þróunar- lönd sem eiga auðlindir, haft góðar tekjur af því að selja úr landi það hráefni sem auðliridimar gefa, sbr. olíuútflutning Miðausturlanda. En bestu lífskjörin fást hjá þeim þjóð- um sem nota hugvitið til að um- breyta hráefnum eigin auðlinda í verðmætari vöru. Lengst af áttu íslendingar bara eina auðlind sem þeir kunnu að nýta, í teljandi mæli, og það var gróður landsins. í þúsund ár lifði þjóðin á landbúnaði, með lítt breyttum búsháttum. Þessi auðlind varð fljótt fullnýtt, og reyndar of- nýtt, svo að gengið hefur á gróður- lendið allt fram á okkar daga eins og sjá má á mynd 1. í lok síðustu aldar og byijun þessarar fluttist til landsins þekk- ing og tækni til að hagnýta hin gjöfulu mið sem umlykja það, að því marki að hægt var að auka útflutningstekjur þjóðarinnar, langt fram úr því sem áður gerð- ist. Snemma á þessari öld gerði svo aukin þekking okkur kleift að virkja þriðju auðlindina, orkuna, fyrst fallvötnin til eigin orkuneyslu og síðar á öldinni til útflutnings í formi afurða stóriðju. Ennfremur virkjuðu landsmenn jarðvarmann til upphitunar á húSakosti sínum, einkum á seinni helmingi þessarar aldar. Allt er þetta undirstaðan undir þeim lífskjörum er við njótum í dag, en þó einkum afrakstur hafs- ins. Það má og geta þess, að þjóð- in hefði vart efni á að flytja inn olíu og kol sem næmu þeirri orku sem fallvötn og jarðvarmi skapar okkur í dag. Orka og iðnaður Þegar fyrir þijátíu árum var ýmsum ljóst að renna þurfti styrk- ari stoðum undir íslenskt efria- hagslíf, en þá voru, og einkum að efla útflutning. Að öðrum útflutn- ingsiðnaði ólöstuðum, var ljóst að stóriðja væri besti kosturinn í að nýta orkulindimar. Auk þess að umbreyta orkurini í útflutnings- verðmæti, myndar stóriðjan grund- völl fyrir gjaldeyrisskapandi störf við að reisa og reka verksmiðjuna. Oft er launaþáttur við framleiðsl- una sambærilegur við þátt orkunn- ar. Þetta varð hvatinn að stórvirkj- unum þeim er ráðist var í að 'byggja, jafnhliða því sem samið var um sölu á orkunni. Þeir samn- ingar leiddu aftur til þess, að álver reis í Straumsvík og jámblendi- verksmiðja á Grundartanga, þegar á sjöunda og áttunda áratugnum. Fyrir meir en tíu árum mátti sjá Dr. Ágúst Valfells fyrir, að jafnvel miðað við hina stækkuðu efnahagslögsögu lands- manna, þ.e. 200 mílurnar, yrðu fiskimiðin trúlega fullnýtt eftir um það bil áratug (sjá mynd 2). Skyn- samlegast hefði því verið að slá ekki slöku við í hagnýtingu orku- lindanna, og halda áfram jafnhliða uppbyggingu orkuvera og iðjuvera, eftir því sem unnt var, með sama hraða og gert hafði verið á undan- fömum tveimur áratugum. Hins- vegar varð reyndin sú að ekkert nýtt stóriðjuver reis hér á landi síðastliðinn áratug. Hefði svo verið er trúlegt að hagvöxtur væri meiri nú, og atvinnutækifæri fleiri, auk þess sem stærri hluti þess fjölda sem bættist á vinnumarkaðinn á síðasta áratug hefði farið í gjald- eyrisaflandi störf tengd iðnaðinum, í stað þess að fara í þjónustustörf hjá ríkinu. (Mannaflaaukning í opinbera geiranum varð 33% síðastliðinn áratug, en tæp 18% í öðrum þáttum atvinnulífsins.) Einnig ber að hafa það í huga að virkjanaframkvæmdir verður að skipuleggja með margra ára fyrirvara. Þannig miðuðu áætlanir um virkjanaframkvæmdir sem gerðar vom á áttunda áratugnum við uppbyggingu stóriðju með sama hraða og áður, og ráðist var í stærri virkjanir, en gert hefði verið ef eingöngu hefði verið miðað við vöxt á almennum neytenda- markaði. Þegar ekki rættist úr stóriðjuframkvæmdunum, varð kostnaðurinn fyrir hinn almenna raforkuneytanda meiri en ella hefði orðið. Vöntun á viðleitni Ómögulegt er að fullyrða hvort hægt hefði verið að viðhalda sama hraða í uppbyggingu orku- og stór- iðjuvera á síðastliðnum áratug, eins og áratugina tvo þar á undan, en það reyndi lítið á það. Orðið „stóriðja“ varð því sem næst skammaryrði í sumum íjölmiðlum á áttunda áratugnum, og fram eftir þeim níunda. í byijun áttunda MYND 2. BOTNFISKAFLl Á ÍSLANDSMIÐUM MYND 3. AUKNING ÞJÓÐARTEKNA Á ÞESSARI ÖLD MYND 4. ENDAMÖRK ISLENSKS HAGVAXTAR? áratugarins voru gerðar athuganir á þungavatnsframleiðslu hérlendis með hveragufu, og komið var á sambandi við kjarnorkustofnun Kanada (Atomic Energy of Canada Ltd.). Færðu menn þar í mál að til greina kæmi að gera samning við okkur um að kaupa hálfa fram- leiðsluna ef viðunandi verð fengist. Með stjómarskiptunum sem urðu sumarið 1971 virðist þetta mál hafa dagað uppi. Rétt er þó að minnast á, að grundvöllur var lagð- ur að járnblendiverksmiðjunni á þessum tíma. Um miðjan áratug- inn reisti svissneskt fyrirtæki, Hoffmann La Roche, stóra C- vítamínverksmiðju í Skotlandi, en þesskonar framleiðsla notar bæði mikla hita- og raforku. Það hefði örugglega verið hagkvæmara að staðsetja hana hér en þar, því í Skotlandi notaði hún kolakynta gufu, og rafmagn framleitt með kolum og kjarnorku. Hér hefði jarðgufa og rafmagn frá vatns- orkuveri kostað minna. Greinarhöfundi er ekki kunnugt um að nokkur tilraun hafí verið gerð til að fá verksmiðjuna hing- að. Síðast en ekki síst, ber svo að nefna viðleitni stjórnvaldá til að fá hingað kísilmálmverksmiðju, sem var virðingarverð, en greinarhöf- undi er kunnugt um það, að bæði tíminn sem viðræðumar tóku, svo og krafan um að verksmiðjan yrði að vera á öðrum stað en þeim hen- tugasta (á Reyðarfirði hefði hún kostað 550 millj. kr. meira en á Grundartanga),- áttu stóran þátt í að Rio Tinto Zinc (RTZ) missti áhugann. Eins og áður greinir, er ómögu- legt að fullyrða neitt um það hvort ofangreind iðjuver hefðu risið hér eða ekki, ef betur hefði verið hald- ið á málunum, en víst er að skyii- samlegri stefna í stóriðjumálum hefði aukið líkumar á því, að að minnsta kosti eitt þeirra hefði risið hérlendis. Eins er víst, að ólíklegt er að nokkurt þessara tækifæra bjóðist aftur. Töfin ogtekjumissir Töfin á að nýta orkulindir lands- ins hafði ekki bara tekjumissi í för með sér fyrir síðastliðinn áratug, heldur dregur seinkunin einnig úr tekjumyndun í framtíðinni, þar sem á sérhveijum tíma verður búið að virkja minna heildarafl, en ef töf hefði ekki orðið. Hagvöxtur verður því minni næstu ár, en ella. Meðalhagvöxtur á íslandi, það sem af er þessari öld, hefur verið 4,4% á ári. Ekki er útlit fyrir að hann geti orðið meiri en tæp 3% í fram- tíðinni jafnvel þótt við snúum okk- ur af fullum krafti í að koma ork- unni í verð. Ef við gefum okkur þá forsendu að hægt hefði verið að halda hag- vextinum í meðalgildinu, hefðum við ekki slakað á í virkjana- og stóriðjumálum, má reikna út heild- artapið í þjóðartekjum sem verður vegna tafarinnar. Þetta gildir fyrir það tímabil sem það tekur að full- nýta orkuna, en reikna má með að það taki þijátíu ár. Línurit sem sýnir muninn á áhrifum 4,4% hag- vaxtar, annars vegar, og 2,7% hinsvegar, má sjá á mynd 2. Svæð- ið milli línanna sýnir heildarmun- inn í samanlögðum þjóðartekjum næstu þijátíu árin. Miðað við ofan- greindar forsendur samsvarar heildarmunurinn u.þ.b. fimmtán- földum þjóðartekjum ársins 1988. Hvort sem þetta er er raunsæ tala eða ekki, er ljóst að töfin í virkjun- ar- og stóriðjumálum hefur verið okkur mjög dýr og á eftir að verða okkur enn dýrari í framtíðinni. Þetta tekjutap næst aldrei upp og er svo sannarlega vatn runnið til sjávar, í orðsins fyllstu merkingu. Lokaorð í uppbyggingu stóriðju verður að viðhafa bæði kapp og forsjá. Þannig verður að vega og meta kosti og galla sérhverrar fram- leiðslugreinar. Til dæmis verður í sérhveiju tilfelli að finna besta jafnvægið milli mengunarvarna og arðsemi. Með því að varast að gera sömu mistök og aðrar þjóðir sem iðnvæddust á undan okkur, og nýta þá tækni sem nú er til- tæk, en þá var ekki, er vandalaust að finna skynsamlegar lausnir á þeim málum. Greinarhöfundi virðist sem aðal- orsakirnar fyrir töfum í að nýta orkulindirnar séu pólitískt þvarg og stefnuleysi, og jafnvel andúð á tækni og nýjum iðnaði eð_a sam- starfí vlð erlend fyrirtæki. Á þrett- ándu öid hnignaði hag íslendinga, í og með vegna sundurlyndis ráða- manna sem og þjóðarinnar. Við skulum vona að seint á þeirri tutt- ugustu getum við sett skynsemina á oddinn og látið þjóðarhag sitja í fyrirrúmi fyrir pólitísku karpi og flokkshagsmunum. Berum við ekki gæfu til þess má sjá á mynd 4, hvernig lífskjör gætu þróast hér á landi í framtíðinni. Höfupdur er verkfrœðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.