Morgunblaðið - 13.11.1990, Page 1
64 SIÐUR B
258. tbl. 78. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990
Prentsmiðja Morg-unblaðsins
Hafna leiðtoga-
fundi arabaríkja
Bagdad. Bahrain. Washington. Reuter.
FLEST arabaríkjanna hafa ekki sinnt áskorun Hassans Marokkókon-
ungs um að efna til leiðtogafundar um stríðsástandið við Persaflóa
og gera „lokatilraun“ til að koma í veg fyrir hernaðarátök um Kú-
væt. Virðist sem ekkert ætli að verða úr því að fundur verði hald-
inn, að sögn stjórnmálaskýrenda.
Samstarfssamtök Persaflóaríkj-
anna (GCC) sex tilkynntu í gær að
tillaga Hassans væri of seint fram
komin og leiðtogafundur þjónaði
engum tilgangi. Yasser Arafat, leið-
togi Frelsissamtaka Palestínu-
manna (PLO), og Hussein Jórdaníu-
konungur, fögnuðu tillögu Hassans
en Irakar lögðust gegn fundinum
og sögðu hann einungis geta orðið
til þess að hnykkja á klofningi
meðal araba og þannig þjónað hags-
munum þeirra sem stefndu að ófriði
við íraka.
Qian Qichen utaníkisráðherra
Kína sagðist í gær hafa átt „árang-
Stórslgálfti í
Kazakhstan
Moskvu. Reuter.
ursríkar“_ viðræður við Saddam
Hussein íraksforseta í Bagdad um
leiðir til að afstýra hernaðarátökum
við Persaflóa. Sagði hann Saddam
hafa látið í ljós vilja til að leysa
deiluna um Kúvæt með allsheijar-
samningum er innihéldu Iausn á
vanda Palestínumanna. Yfirlýsing
Qians varð til þess að olíuverð lækk-
aði um dollar á fatið og seldist það
á 32 dollara í gær.
Margaret Thatcher forsætisráð-
herra Bretlands sagði í gærkvöldi
að hyrfu írakar ekki hið bráðasta
frá Irak yrðu þeir hraktir þaðan
með hervaldi. Sýndu ríki heims lin-
kind gagnvart írökum yrðu leiðtog-
ar þeirra dæmdir hart af sögunni.
Thatcher varaði einnig við tilraun-
um til þess að bola sér úr sæti leið-
toga íhaldsflokksins og hótaði að
gefa þeim sem það áformuðu engin
grið.
Reuter
Motmæli á Bastillutorginu
Um eitthundrað þúsund franskir menntaskólanemar
mótmæltu kennaraskorti og slæmum aðbúnaði í
skólunum í helstu borgum Frakklands í gær. Talið
er að 50 þúsund skólanemar hafi tekið þátt í mótmæl-
um í París og var myndin tekin af hluta þeirra sem
mótmæltu á Bastillutorginu.
Sjá „Kennsluaðferðum og lélegum aðbúnaði
mótinælt“ á bls. 25.
Sovétstjórnin setur Eystra-
saltsríkjunum úrslitakosti
Jeltsín segist ekki ætla að sundra sovéska ríkjsambandinu
Moskvu. Reuter.
SOVÉTSTJÓRNIN hefur hótað
ÖFLUGUR jarðskjálfti varð í
Sovétlýðveldinu Kazakhstan í
gær og þar sem upptök hans
munu hafa orðið grunnt undir
yfirborði jarðar var talið mögu-
legt að hann hefði valdið miklu
tjóni en þegar síðast fréttist
höfðu engar fregnir borist frá
skjálftasvæðinu.
Að sögn sovéska sjónvarpsins
varð skjálftinn skammt frá
kínversku landamærunum klukkan
12:25 að íslenskum tíma. Upptök
hans voru við vatnið Íssyk-Kúl sem
er um 100 km suður af höfuðborg
Kazakhstans, Alma-Ata, og mæld-
ist hann 6,3 stig á richter-kvarða
á skjálftamælum jarðvísindastofn-
unar í Moskvu.en 6,7 stig á mælum
í Pekíng í Kína.
Eystrasaltsríkjunum þremur
hörðum efnahagsþvingunum falli
þau ekki frá áformum um að fara
sínar eigin leiðir í efnahagsmál-
um, að sögn Ritu Dapkus, tals-
manns litháíska þingsins. Níkolaj
Ryzhkov forsætisráðherra Sov-
étríkjanna setti forsætisráðherr-
um ríkjanna úrslitakosti á fundi
í Moskvu sl. laugardag og veitti
þeim viku frest til að samþykkja
efnahagsstefnu Sovétstjórnarinn-
ar. Ríkin þrjú höfnuðu afarkost-
um hans þegar í stað og hétu
samstöðu gegn hótunum Sovét-
stjórnarinnar.
„Ryzhkov sagði að við yrðum að
fara að sovéskum efnaliags- og
skattalögum og samþykkja sovésku
fjárlögin. Yrðum við ekki við því
yrði skorið á öll efnahagstengsi eftir
viku,“ sagði Dapkus. Hún sagði
fundinn með Ryzhkov ekki boða
gott fyrir samningaviðræður við
Sovétstjórnina um sjálfstæði Eist-
lands, Lettlands og Litháens sem
hefjast eiga síðar í þessum mánuði.
Kazimiera Prunskiene forsætis-
ráðherra Litháens skýrði þingi
landsins frá fundinum með Ryzhkov
í gær og sagði að það væri til einsk-
is að ræða við hann frekar um mál-
efni Eystrasaltsríkjanna. Menn yrðu
að leita til æðri manna og því væri
næsta skref að leita til Míkhaíls
Gorbatsjovs leiðtoga sovéska komrn-
únistaflokksins. „Hann setti ríkjun-
um þremur í raun úrslitakosti og
sagði að við yrðum að leggja skatta-
kerfið niður, hætta notkun eigin
gjaldmiðils, afnema verðlagsstefn-
una og slíta viðskiptasamböndum
erlendis,“ sagði Prunskiene.
Eystrasaltsríkin þijú vinna nú að
því að öðlast alþjóðlega viðurkenn-
ingu á sjálfstæði sínu en þau voru
innlimuð í Sovétríkin með leyni-
samningum Jósefs Staltns og Adolfs
Hitlers 1939. Þau hafa sniðgengið
Moskvustjórnina og sett á laggirnar
eigin banka og tekið upp beint við-
skiptasamband við erlend ríki og
einstök sovésk lýðveldi. Sovétstjórn-
in heldur því fram að þar til gengið
hafi verið frá nýjum sáttmála um
samband lýðveldanna verði samband
þeirra og Moskvustjórnarinnar að
byggjast á sovéskum lögum.
Borís Jeltsín forseti Rússlands
lýsti í gær ánægju með viðræður við
Gorbatsjov um helgina og sagðist
ekki stefna að því að splundra so-
véska ríkjasambandinu. Sagðist
hann sáttur við uppkast að nýjum,
ríkjasáttmála sovésku lýðveldanna
að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Sjá „Vaxandi líkur á samkoniu-
lagi um ..." á bls. 24. »
Pólland:
Eigur komm-
únista teknar
Varsjá. Reuter.
FLOKKUR pólskra kommúnista,
er nú nefna sig sósíalista, liefur
mótmælt harkalega þeirri
ákvörðun þingsins sl. föstudag að
gera megnið af eignum flokksins
upptækar.
Lítill greinarmunur var gerður á
flokki og opinberum yfirvöldum ára-
tugina ljóra er kommúnistar fóru
einir með völdin. Er þeir gáfust end-
anlega upp og fólu andófsmönnum
ríkisstjórnarvöld í ágúst á sl. ári
voru m.a. um 1.900 húseignir í eigu
þeirra. Fjármálaráðuneyti landsins
mun yfirtaka allar þessar eignir en
flokkurinn fær að haida fé sem talið
er vera bein framlög flokksfélaga.
Viðræður EB og EFTA:
Utanríkisráðherrar EB úti-
loka aðild að ákvörðunum
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópubandalagsins (EB) ræddu í gær
samninga við Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) um evrópska
efnahagssvæðið (EES). Samkomulag varð um að fela framkvæmda-
stjórn EB að leggja fram tillögur um samráð við EFTA um ákvarð-
anir sem varða EES. Samkomulagið gerir ráð fyrir að EFTA-ríkjun-
um verði gefinn kostur á að fylgjast með ákvörðunum frá því þær
verða lagðar fram en öllum hugmyndum um aðild að ákvörðunum
er hafnað.
Á ráðherrafundinum var sérs-
taklega fjallað um vandamál vegna
fiskveiða og landbúnaðar í viðræð-
unum um EES. Framkvæmda-
nefndinni var falið að undirbúa til-
lögur um þessi efni fyrir ráðherra-
fund sem haldinn verður 4. des-
ember nk. Jacques Delors, forseti
framkvæmdastjórnar EB, sagði við
blaðamenn að sérstök vandamál
íslendinga á sviði sjávarútvegs
væru ljós. Samkvæmt heimildum
í Brussel lýsti Delors því yfir á
fundinum að kröfur um veiðiheim-
ildir í íslenskri fiskveiðilögsögu á
þessu stigi myndu ekki leiða til
annars en að íslendingar yfirgæfu
viðræðurnar. Leggja bæri áherslu
á að semja fyrst um aðgang að
mörkuðum áður en samið yrði um
aðgang að fiskimiðum.
Ráðherrar EB fögnuðu breytt-
um áherslum EFTA vegna þeirra
undanþága frá reglum EB sem
aðildarríkin hafa krafist. Það ætti
hins vegar eftir að kanna hversu
stór hluti undanþáganna yrði til
frambúðar og hvað EFTA-ríkin
meintu með aðlögunartíma og var-
nöglum. Bretar lögðu fram tillögur
sem m.a. gera ráð fyrir samráðs-
fundum allra aðildarríkja EFTA
og EB á fyrstu stigum ákvarðana
og sömuleiðis að fulitrúar úr fram-
kvæmdastjórnum beggja banda-
laganna geti hist með skömmum
fyrirvara ef þörf er talin á. Danir
lýstu yfir stuðningi við bresku til-
löguna og Þjóðveijar studdu hana
sömuleiðis en önnur aðildarríki
voru minna en hálfvolg segja heim-
ildir í Brussel.
Sjá „Vilja kanna möguleika á
umfangsminni ..." á bls. 24.