Morgunblaðið - 13.11.1990, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990
Umönnunar- og hjúkrunarheimilið Eir:
VR leggrir 85 míllj.
til byggingarinnar
Félagið fær rými fyrir 10-12 félagsmenn
SJÚKRASJÓÐUR Verslunarmannafélags Reykjavíkur mun taka
þátt í byggingu umönnunar- og hjúkrunarheimilisins Eir, sem
byggt verður við Gagnveg í Grafarvogi. Samþykkt var á almenn-
um félagsfundi VR á sunnudag að félagið kostaði 10% byggingar-
innar, eða sem svarar til 85 milljóna króna byggingarkostnaðar.
„Með þessu tryggjum við rými
þarna fyrir 10 til 12 af okkar félags-
mönnum sem þurfa á slíkri umönn-
un og hjúkrun að halda sem þarna
verður veitt,“ sagði Magnús L.
Sveinsson, formaður VR, í samtali
við Morgunblaðið.
Hann segir þessi rými vera um
tíunda hluta heimilisins, þar verði
samtals um 100 rými.
Magnús segir áætlað að fyrsta
skóflustungan að Eir verði tekin
næstkomandi föstudag. Byggingin
verður síðan tekin í notkun í fjórum
áföngum. Fyrsti áfangi á að vera
tilbúinn í september 1992, annar
áfangi í janúar 1993, þriðji áfangi
í september 1993 og fjórði áfangi
í janúar 1994.
Reykjavíkurborg verður aðal-
framkvæmdaraðili með um 330
milljóna króna kostnaðarþátttöku.
Ennfremur standa að byggingunni
Seltjarnarnessbær, Sjómannadag-
urinn í Reykjavík og Hafnarfirði,
Samtök blindra og sjónskertra á
íslandi, sjálfseignarstofnunin Skjól
og Félag aðstandenda alzheimer-
sjúklinga.
Morgunblaðið/Júlíus
Tveir árekstrar á
TVO umferðarslys urðu með sama hætti með rúm-
lega klukkustundar millibili á mótum Miklubrautar
og Kringlumýrarbrautar á laugardagskvöldið. Fimm
manns slösuðust, enginn lífshættulega, og fimm bílar
skemmdust. í báðum tilfellum var bílum ekið norður
Kringlumýrarbraut og beygt áleiðis Miklubraut og
í veg fyrir bíla á leið suður Kringlumýrarbraut eftir
sömu gatnamótum
hægri akrein. I fyrri ákrestrinum slösuðust ökumenn
beggja bílanna og voru fluttir á slysadeild en í hin-
um árekstrinum kastaðist annar bílanna á kyrrstæð-
an bíl við gatnamótin og handleggsbrotnaði farþegi
í kyrrstæða bílnum, auk þess sm ökumennirnir tveir
hlutu meiðsli. Myndin var tekin á slysstað skömmu
eftir seinni áreksturinn.
VEÐUR
VEÐURHORFUR íDAG, 15. NÓVEMBER
YFIRLIT í GÆR: Yfir austurströnd Grænlands er 1,033ja mb lægð
en um 900 km suðvestur í hafi er heldur vaxandi 975 mb djúp og
víðáttumikil lægð, sem hreyfist hægt norður. Heldur hlýnandi veður.
SPÁ: Austan- og suðaustanátt, stinningskaldi við suðurströndina,
en annars hægara annars staðar. Súld sunnanlands, en að mestu
þurrt í öðrum landshlutum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG:Vestlæg átt og skúrir um austanvert
landið en austlæg átt og slydduél nyrðra. KÓInandi veður.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
s, Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
5 , 5 Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 i gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hlti 0 8 veður skýjað skýjað
Bergen 7 skýjað
Helsinki 0 léttskýjað
Kaupmannahöfn 6 skýjað
Narssarssuaq 10 léttskýjað
Nuuk 1 hálfskýjan
Osló 2 skýjað
Stokkhólmur 3 léttskýjað
Þórshöfn 8 þoka
Algarve 20 heiðskirt
Amsterdam 8 þokaásíð.klst.
Barcelona 18 hálfskýjað
Berlín 8 súld
Chicago +2 léttskýjað
Feneyjar 14 þokumóða
Frankfurt 8 þokumóða
Glasgow 10 súld
Hamborg 8 þokumóða
Las Palmas 22 léttskýjað
London 14 súldás.klst.
Los Angeles 17 skýjað
Lúxemborg 9 skýjað
Madríd 13 iéttskýjað
Malaga 20 hálfskýjað
Mallorca 19 skýjað
Montreal *3 snjóél
New York 3 léttskýjað
Orlando 12 alskýjað
Parls 12 alskýjað
Róm 13 þokumóða
Vín 4 súld
Washington 5 léttskýjað
Winnipeg +10 skýjað
Bensínleki úr neðansjávarleiðslu í Örfirisey:
Viljum kanna bygg-
ingu viðlegukants
- segir forsljóri Skeljungs hf.
„ÞETTA er geysilega mikil framkvæmd, samt held ég nú að allir
séu að komast á þá skoðun að hún sé nauðsynleg," segir Kristinn
Björnsson forstjóri Skeljungs hf. um að byggja viðlegukant fyrir
olíuskip, sem þau geti lagst upp að við dælingu olíu og bensíns í
birgðastöð olíufélaganna í Örfirisey. Hann segist munu senda hafn-
aryfirvöldum bréf, þar sem farið er fram á viðræður um þetta,
•enda sé það hafnaryfirvalda að sjá um að þessi höfn sé til. Losi
skipin við bryggju, segir Kristinn að hætta á mengunarslysum eins
og varð á föstudag sé hverfandi. Við losun bensíns á föstudagsmorg-
un varð vart leka á neðansjávarleiðslu, en mengun er ekki talin
hafa orðið mikil. Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri segir að
taka verði Ieiðsluna á land til að kanna ástand hennar.
Olíufélagið hf. og Skeljungur
hf. reka birgðastöðina i Örfirisey.
Eldsneyti sem skipað er á land þar
fer um neðansjávarleiðslur. Þær
eru þijár, ein fyrir svartolíu, önnur
fyrir léttari eldsneytistegundir og
sú þriðja til vara. Eldsneyti. frá
stöðinni fer í skip við bryggju, eða
á bíla í stöðinni. Fyrir nokkrum
árum fóru fram bréfaskipti milli
félaganna og hafnaryfirvalda um
möguleika á byggingu viðlegu-
kants fyrir skipin. Síðast segir
Kristinn að þáverandi hafnarstjóra
hafí verið skrifað bréf í desember
1986. Hann segir þráðinn verða
tekinn upp aftur nú, í tilefni af
þessu óhappi.
„Það eru hafnaryfirvöld sem
eiga að sjá um að þessi höfn sé
til,“ segir Krsitinn. „Við erum auð-
vitað á þeirri skoðun að það eigi
að kanna möguleika á að koma
upp viðlegukanti við Örfirisey þar
sem olíuskip geta lagst að á meðan
dæling fer fram. Það sem við náum
fram með því er öryggi bæði ski-
panna sjálfra og auðvitað alls bún-
aðar.“ Hann segir kosti viðlegu-
kants meðal annars felast í að all-
ur búnaður verði sýnilegur, losun
hraðari og hætta á óhöppum hverf-
andi.
Kristinn segir að í dag fari kaf-
ari með leiðslunni til að kanna
ástand hennar og verður einkum
leitað eftir því, hvort hnjask hafi
valdið skemmdum á leiðslunni.
Hann segir það hafa komið veru-
lega á óvart að leiðslan lak, þar
sem hún er aðeins tveggja ára
gömul og eigi að vera vel varin.
Hann segir að ekki liafi enn borist
formlegt erindi um að taka leiðsl-
Una á land og telur ekki tímabært
að ákveða það, á meðan ekki er
meira vitað um hvers vegna lekinn
varð.
Magnús Jóhannesson siglinga-
málastjóri segist telja óhjákvæmi-
legt að leiðslan verði tekin á land
til skoðunar, enda sé ekki fullnægj-
andi að skoða hana neðansjávar
eins og komið hafí í ljós fyrr í
haust, þegar olíuslysið varð við
Laugarnes. „Það var búið að skoða
þá leiðslu af kafara nokkrum dög-
um áður og í sjálfu sér gaf lýsing-
in af henni ekki tilefni til að ætla
að lögnin væri svo slæm sem hún
reyndist.“
Magnús segist telja ótvírætt að
ef komið verður upp viðlegukanti
fyrir þessar olíustöðvar, þá yrði
aðstaðan gjörbreytt. Hann bendir
á að í Helguvík er viðlegukantur.
„Skipin leggjast upp að bryggju
og þar er allri olíunni landað um
lagnir sem er hægt að skoða hven-
ær sem er.“
Húsavík:
Rómantískir
innbrotsþjófar
Húsavik.
INNBROT var framið í
Blómabúðinni Muru við
Garðarsbraut á Húsavík að-
faranótt sl. sunnudags.
Stolið var nokkrum þúsunda
króna og einhveijum gjafavör-
um en litlar skemmdir voru
framkvæmdar. Hinir seku
höfðu kveikt á kertum en slökkt
á þeim áður en þeir yfirgáfu
húsið með illan feng.
Lögreglan er með málið í
rannsókn en hingað til hafa
innbrot verið frekar fátíð á
Húsavík. En það er eins og ein-
hver skemmdar- og óknyttar-
alda hafi farið yfir bæinn í
haust því að hin ýmsu skemmd-
arverk hafa verið framin í görð-
um og á götuljósum.
- Fréttaritari