Morgunblaðið - 13.11.1990, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990
11
það. Hún er sagnakona sem öðrum
finnst lifa í dönskum róman, en í
rauninni er hún eins konar heims-
kona og þorir að horfast í augu við
lífið eins og það er. Hún hefur lifað
súrt og sætt og tekur því. Hún
hefur sagt Nínu sögurnar af for-
mæðrum hennar. En Þórdis fær
sjalið. Og Þórdís gengur inn í hið
hefðbundna hlutverk konunnar; hún
fórnar sér og er engill í manns-
mynd; tekur að sér sjúka og hijáða
og allir elska hana — en Nína vill
ekki elska hana.
Nína er yngsta dóttir Þórdísar.
Og Nína vill ekki vera eins og
Þórdís. Nína er nútímakona — þótt
hún hafi fengið sjalið. Hún reynir
að bijótast undan álögum þess;
bijótast út úr hinu hefðbundna hlut-
verki. Hún fer í skóla, vill verða
rithöfundur, giftist, eignast barn,
skilur og tekur ekki að sér það hlut-
verk að skilja annað fólk. Hún ætl-
ar að grundvalla sitt líf á sjálfri sér
og einhveijum óljósum draumi um
frægð og frama.
Strax í upphafi, þegar hún sest
niður í herberginu þar sem móðir
hennar liggur fyrir dauðanum —
er samræmi í lífi hennar og her-
berginu. Það er dauðinn sem tengir
þetta tvennt. Nína hefur gert sitt
besta til að drepa þessa hefðbundnu
kvenímynd og dauði móðurinnar er
síðasta skrefið í þá átt. Eftir að
Þórdís er öll, hefur Nína hefðina
ekki lengur í sjónmáli. Hin alltum-
vefjandi kærleiksríka móðir verður
þurrkuð burt úr heimsmynd henn-
ar. Ekkert að óttast lengur. Al-
dauði konunnar sem var og á
rústum hennar rís hin nýja kona.
En næturnar sem hún situr og
bíður dauðans verða ólíkar þvi sem
hún vænti. Veruleikinn birtist
henni. Hún skiptir um hlutverk;
verður Sunneva, Sólveig, Katrín og
Þórdís — fer inn í myndir úr lífi
þeirra. Ilún á eftir að taka sjalið
upp og bi-eiða það yfir rúm Þórdís-
ar — skila því, svo Þórdís geti tek-
ið það með sér í dauðann. En ungl-
ingurinn Sara, dóttir Nínu, tekur
sjalið af rúrninu, pakkar því inn og
setur aftur í töskuna. Iiún neyðir
Nínu til að horfast í augu við það
Páll P. Pálsson
safni mikilla listaverka, þar sem
tónskáld hafa notað „sónötuformið"
til að marka útlínur verka sinna.
Marteinn H. Friðriksson
ían er glæsileg að gerð og lék Mar-
teinn. H. Friðriksson þetta verk af
festu og ö'ryggi.
að hún getur ekki heldur farið;
getur ekki farið frá sjálfri sér, frá
þeirri staðreynd að hún er móðir
og að þótt hún vilji ekki gangast
undir hið hefðbundna kvennahlut-
verk, verður hún samt sem áður
að horfast í augu við það. Þótt hún
lifi á tímum sprengjunnar með öllu
sínu tilgangsleysi, er hún mann-
eskja og getur ekki lagt á flótta.
Nína er af þeirri kynslóð kvenna
sem ekki vill láta þagga niður í
sér. Hún reynir fyrir sér á ritvellin-
um og á sér stóra drauma í því
sambandi. En inn í söguna kemur
gamall aristókrat, Eiríkur, sem átti
þann draum 60 árum áður. Hann,
karlmaðurinn, gefur skít í skrif
Nínu. Fyrst hann gat það ekki,
skal hún ekki geta það heldur.
Hann þaggar niður í rödd konunn-
ar, Nínu. Hann kann ekki að meta
verk hennar, þau eru honum lokuð
bók. Öll viðleitni Nínu til að láta
rödd sína hljóma, eru kæfð í fæð-
ingu og eldri systir hennar, Marta,
tekur þátt í þeim ljóta leik. Enda
hefur Marta gengist inn á gildismat
karlveldisins og hefur fórnað sér
fyrir listamann sem ekki er túskild-
ings virði. Þessvegna er hún kven-
hetja, sem karlmaðurinn þarf á að
halda, en virðir einskis.
Karlmenn laðast hinsvegar að
Nínu, finnst hún spennandi, en til-
finningalíf hennar gengur ekki upp.
Þegar rödd hennar fékk ekki að
hljóma, dóu tilfinningarnar — hún
snýr sér að auglýsingamennsku:
Heldur áfram að syngja, en rödd
hennar hljómar falskt. Hún hefur
hæfileika til að selja það sem er
einskis virði — búa til gildismat sem
er allt á yfirborðinu — lygi.
Um þessa bók væri hægt að
skrifa aðra bók, svo hlaðin er hún
af sannleika, hlýju, samkennd og
kærleika. Kærleika til konunnar,
sem alltaf er í hálf vonlausri stöðu,
hvort sem hún gengst undir hefð-
bundið gildismat eða ekki. En líka
kærleika til karlmannsins, sem hef-
ur verið skipað í sitt hlutverk, löngu
áður en Stefán, Árni, Eiríkur — eða
hver þeirra sem er — fæddist.
Fríða hefur einstakt innsæi í til-
finningar og vanmátt manneskj-
unnar — sem er í rauninni dæmd
til dauða, hvernig sem hún velur
að lifa. Hvort sem hún á um eitt-
hvað að velja eða ekki. Stíll sögunn-
ar er ljóðrænn, frá upphafi til enda,
en á sinn sérstaka hátt. Það vill
nefnilega oft brenna við í sögum
sem eru skrifaðar á ljóðrænan hátt,
að efnið víkur og formið verður
yfirgnæfandi. Framhjá þessu tekst
Fríðu að sigla og sendir hér frá sér
bók, sem varia á sína líka á undan-
förnum árum, hvað varðar íslensk
skáldverk. Fyrir fjórum árum sendi
Fríða frá sér bókina „Eins og haf-
ið,“ sem að mínu viti var merkileg-
asta bókin það árið, en tókst að
sleppa framhjá „haukfránum" aug-
um sérfræðinga og bókmennta-
stofnunarinnar. Ég trúi því ekki
að„Meðan nóttin líður“, hljóti sömu
örlög. Hún er afburða vel skrifuð
og segir margar sögur sem kristall-
ast í einni. Lesandinn fetar sig eft-
ir því einstigi sem Fríða hefur rutt
honum — fanginn af lífshættunni
og ógninni, heillaður af þeirri snilld,
skilningi og fróðleik sem Fríða býr
yfir og miðlar á látlausan hátt —
lausan við tilgerð.
Samtök bæjar- og héraðsfréttablaða;
Harma sinnu-
leysi þingmanna
AÐALFUNDUR Samtaka bæj-
ar- og héraðsfréttablaða hald-
inn á Hótel KEA á Akureyri
laugardaginn 27. október 1990
harma sinnuleysi þingmanna í
garð samtakanna í kjölfar óska
þeirra um ríkisáskrift, segir í
ályktun samtakanna.
Þar segir ennfremur „Öllum
þingmönnum, 63 að tölu, var í apríl
sl. sent bréf þar sem óskað var lið-
sinnis þeirra við að framfylgja ósk
Samtaka bæjar- og héraðsfrétta-
blaða um að ríkið kaupi 50-100 ein-
tök af hveiju útgefnu tölublaði að-
ildarblaðanna. Samtökin telja þetta
sjálfsagt réttlætismál. Enginn þing-
mannanna hefur látið svo lítið sem
að spyijast fyrir um þessa beiðni.
Ríkið kaupir daglega 750 eintök
af öllum dagblöðunum, auk þess
að leggja þeim í flestum til milljóna-
tugi í styrk á ári til þess að tryggja
að sem fjölbreytilegust pólitísk sjón-
armið fái að heyrast. I ljósi þessa
mætti ætla að skoðanir sem birtast
í bæjar- og héraðsfréttablöðunum
sem ekki fylgja yfirlýstri pólitískri
stefnu verðskuldi ekki að komast á
framfæri á sama hátt og þær sem
birtast í pólitískum blöðum.“
Timburhús í Hafnarfirði
Til sölu á góðum stað við Strandgötu.álk1ætt 2ja hæða
hús, alls 108 fm. Á efri hæð er 3ja herb. íbúð, á jarð-
hæð er 2ja herb. íbúð. Nýjar raflagnir. Verð 4,6 millj.
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, sími 50764.
FLYÐRUGRANDI - 2JA-3JA
- EIGN í SÉRFLOKKI
Vorum að' fá í einkasölu glæsilega c.a 70 fm 2ja-3ja
herb. íbúð á T. hæð með sérgarði. Parket. Vandaðar
innréttingar. Verð 6,2 millj.
Fasteignamiðstöðin,
Skipholti 506, sími 622030.
SVERRIR KRISTJÁNSSON
HÚS VERSLUNARINNAR 6. HÆÐ
BALDVIN HAFSTEINSSON HDL.
lf FASTEIGN ER FRAMTÍÐ
NEÐSTALEITI - PARHÚS
Mjög fallegt parhús byggt 1983 239 fm + bilskúr. Hæðin er forstofa,
snyrting, hol, eidhús, borðstofa, arinstofa og stofa. Uppl eru 5 svefn-
herb., bað og þvottah. Undir húsinu er kj. Fráb. staðsetn. og útsýni.
Skipti á 5 herb. íb. koma til greina. Ákv. sala.
VESTURHÓLAR - EINBÝLI
Mjög gott 185 fm einb. (pallahús) sem skiptist í forstofu, snyrtingu, hol,
eldhús, húsbóndaherb. og stofu. Niðri eru 2 svefnherb. og þvottah. (bak-
inng.). Út frá holi er sérgangur m/3 svefnherb. og baði. Miklar og vandað-
ar innr. 30 fm bílskúr. Hiti í plani. Mikið útsýni. Ákv. sala. Laus fljótl.
LYNGMÓAR - GBÆ - 3JA + BÍLSKÚR
Óvenju vel og mikið innr. 90 fm íb. á 1. hæð. Suðursvalir. Ákv. sala.
Hústil flutnings
[LAUFASl
FASTEIGNASALA
SÍÐUMÚLA 17
82744
Þetta hús er nýtt sem skrifstofa í dag
og er með þjófa- og brunavörn, nýleg-
um innréttingum og tvöföldu gleri.
Gæti nýtst sem sumarbústaður.
If
Auður Guðmundsdóttir, sölustjóri.
Sigríður Guðmundsdóttir, sölumaður.
Magnús Axelsson fasteignasali.
CA 01 07H L.ÁRUS Þ, VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI
L | I V/U'L I 0 / U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.loggilturfasteignasalé
Til sýnis og sölu auk annarra eigna:
Nýtt steinhús við Bæjargil
í Garðabæ 153,6 fm nettó, með 4ra-5 herb. íb. á 2 hæðum. Góður
bílskúr, 24 fm. Blómaskáli heitur pottur. Húsið er tekið til fnota, ekki
fullgert. Húsnæðislán. kr. 4,6 millj. Tilboð óskast.
Öll eins og ný
í tvíbýlishúsi í Skerjafirði. 2ja herb. lítið eitt niðurgrafin íb. Allt sér,
(inng., hiti, þvottaaðstaða). Laus strax. Gott lán fylgir. Verð aðeins 4,5
millj.
í Laugardalnum - við Miklatún
stórar og góðar 3ja herb. kjallaraíb. Sérinng. Sérhiti. Vinsaml. leitið
nánari uppl.
Góð suðuríbúð m. bílskúr
við Stelkshóla. á 2. hæð, 2ja herb. 60 fm. Vinsæll staður. Stórar sól-
svalir. Góð sameign. Ágætur bílskúr með upphitun.
Gott endaraðhús - eignaskipti
Endaraðhús á einni hæð, rúmir 150 fm með nýrri sólstofu við Yrsufell.
4 svefnherb. Nýl. parket og fl. Góður bílskúr m. kjallara. Eignaskipti
mögul.
Einbýlishús við Jöldugróf
Nýlegt steinhús hæð og kj. Samt. 263,6 fm. Margskonar möguleikar
á nýtingu. Tvöfaldur bilskúr, 49,3 fm nettó. Góð lán fylgja. Eigna-
skipti möguleg.
Ný og glæsileg lítil ein-
stakl.íb. í Selási. Frábær
greiðslukjör. Nánari uppl. á
skrifstofunni.
• • •
ALMENNA
FASTEIGNASAl AW
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
p targu«3i
| Meim en þú geturímyndad þér!