Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 Vegferð í hnotskurn Bókmenntir Jenna Jensdóttir Anna S. Snorradóttir: Þegar vorið var ungt. Ljóð. Utgefandi: Fjörður, Reykjavík 1990. Anna Snorradóttir hefur verið þekkt nafn gegnum tíðina — allt frá því hún lauk stúdentsprófi 1942 — sem dálkahöfundur og starfsmaður við þáttagerð hjá Ríkisútvarpinu. Einnig skrifar hún í blöð og tímarit um menningarleg efni samtímans. 011 þessi störf hennar hafa ein- kennst af heiðarleik, lýrísku innsæi og litríku hugarfari. Og nú sendir hún frá sér ljóðabók — ljóð sem ort eru á árunum 1984-1990. Nafn bókarinnar gefur til kynna að skáldið leitar á vit minn- inganna að yrkisefni sínu. Ljóðunum er skipt niður í þijá kafla: I. Gimburskeljar, II. Staðir og III. Þegar vorið var ungt. í fyrsta kaflanum dregur skáldið upp skýrar myndir frá bernsku sinni vestur á Flateyri. Lesandi kynnist því hvernig náttúran, blíð og óblíð, mannlífið og hversdagshlutir koma smám saman inn í líf lítillar telpu sem hefur gott næmi fyrir umhverfi sínu og tekur öllu sem i því hrærist af vakandi athygli. Finnur til og gleðst. Á Flateyri: „Tvær telpur í ijöru / trítla stein af steini / hlustandi á bátaskelli / með fullt fang / af sjáv- arlofti / og gleði í augum. / Fjaran tandurhrein / undraheimur / full af ævintýrum. / Enginn nema gimbur- skel / í lófa / skilur hamingju barns.“ Hafið og norðurljósin vekja óskipta athygli barnsins. Og Fljótið: „Lengi var Bótarlækurinn / eina fljótið / sem ég þekkti / gljástör meðfram bökkum / döggblaðka nið- ur undir ós / þar sem sendlingar / trítluðu / og toguðu maðk / upp úr gráum sandi / ... “ Minningarnar víkja ekki út úr tíma sínum, til fordóma, þegar hluti af gestrisni eru vindlar á borði: Sendiferð í myrkri: „ ... Það þarf að senda eftir vindlum í býðina / sem er löngu búið að loka, gestir á kontór / og hvar er telpan, hvar er telpan? ... “ og seinna í ljóðinu: „ ... Loksins er hún í forstofunni með vindlakassa / í fangi en á kontór heyrist skraf kátra gesta / ... “ II. kafli, Staðir, er byggður úr svipmyndum frá ferðalögum skálds- ins um ókunnar, Ijarlægar slóðir, eða á heimaslóðum: I Yosemite dal: „E1 Capitan, / þú mikla granítborg / hvít, glæsileg, ægifögur / umkringd rauðum risum / starandi / á naktar axlir þínar / nótt og dag / ... “ í III. kafla, Þegar vorið var ungt eru nokkur átakamikil ljóð. Þar leyf- ir skáldið lesanda að skyggnast inn í vitund sína — opnar sem snöggv- ast fortjald að því sem það hefur í raun og veru ekki gefið tækifæri á að kynnast í öðrum ljóðum: Á bryggjunni: „Þeir leystu festar í logni / og það lagði frá / skipið sem skar á hnútinn / og skelfdi mína þrá / alein stóð og andvarpaði / yfir mig hafði fennt: / Hvers vegna skip / hvers vegna skerðu / hjartað mitt í tvennt?“ Hér eru sýnileg átök ástar og sársauka. En skáldið skilur le- sanda eftir í spurn. Þó er eins og nokkurt svar — sveipað dulúð þó — fáist í Júníljóði: „ ... En ávallt síðan yrkisefni mitt / einmana fugl sem býr í hjarta mér / hann flýgur burt Anna S. Snorradóttir og færir kveðju þér / og finnur loks hið rétta hreiður sitt / Hinn eini fugl sem flögrar burt frá mér / finn- ur og veit að allt var handa þér.“ Lesandi skynjar eins og fínan epískan þráð liggja gegnum I. og III. kafla — tengja þá saman. í því er II. kafli að nokkru óskyldur þeim. Skáldið yrkir áf varúð gagnvart tilfinningum sínum — hleypir les- anda hvergi nær sér en áður er vitn- að í. Þetta veldur því að nokkurt stóískt yfirbragð setur svip sinn á ljóðin í heild. Ljóðagerðin er vönduð og skáldið tileinkar sér ríkjandi ljóðaform nú- tímans í flestum ljóðum sínum. Fjörtíu og sex ljóð eru í bókinni, sem ér 68 bls., bundin í kápu, sem prýdd er mynd af skemmtilegu málverki eftir skáldið. Duni dúkarúllur kalla fram réttu stemmninguna við veisluborðib. Fallegir litir sem fara vel við borðbúnáðinn geta skapað þetta litla sem þarf til aið veislan verði fullkomin. Og þú þarft ekki að þvo dúkinn á eftir. Efnismikil árbók Bókmenntir Erlendur Jónsson ÁRBÓK SLYSAVARNAFÉ- LAGS ÍSLANDS 1990. Reykja- vík, 1990. »Hvað gerir maður ekki fyrir Slysó,« spyr kona í Vestmannaeyj- um í lok LítiIIar ferðasögu. Ferðin sú var reyndar ekki lengri en út í Faxasker; en talsverður leiðangur þó fyrir frúr sem ekki eru vanar þvílíku volki dagsdaglega. Erindið var að líta eftir björgunarskýli sem þar stendur, og endurnýja birgðir. Árbók Slysavarnafélagsins hef- ur löngum verið ársskýrsla mest, og svo er enn. Þarna eru frásagnir af fundum og ráðstefnum, skýrt frá margvíslegri starfsemi á vegum félagsins, minnst látinna félaga og að lokum yfirlit um slysfarir og bjarganir á árinu 1989. Höfundar eru margir, þeirra á meðal Hannes Þ. Hafstein sem lengi hefur verið framkvæmdastjóri Slysavarnafé- lagsins; og raunar forsvarsmaður þess út á við oft og tíðum. Greint er frá að á aðalfiindi hafi heyrst sú rödd að Árbókin væri tíma- skekkja, »komin úr takt við tím- ann«. En ekki virðist sú skoðun hafa fundið sterkan hljómgrunn því »þetta mál .var ekki frekar rætt á fundinurm. Á ísafirði var fundur sá haldinn. Og hvað var þá betur við hæfi en að höfuðskáld þeirra Vestfirðinga, Guðmundur Ingi, flytti kvæði »ort í tilefni aðal- fundar«. Lágt hefur verið gengi tækifæriskvæða síðustu áratugina. Guðmundur Ingi eltir ekki tískuna. En hann sýnist trúa því að skáld- skapurinn geti orðið til stuðnings góðum málstað og fetar þannig í spor genginna. Slysavarnafélagið var í upphafi stofnað til að bjarga skipbrots- mönnum. Alla götu síðan hafa störf þess fyrst og fremst miðast við björgun úr sjávarháska. En nú er svo komið að umferðin á vegun- um verður ekki færri mönnum að fjörtjóni en ferðir um Ránar slóð. Ennfremur lendir margur í nauð í óbyggðum svo kalla verður til hjálparlið. Vegii' loftsins geta líka endað á háskabraut. En þar koma Hannes Þ. Hafstein til liðsveitir frá öðrum samtökum. Slysavarnafélagið lætur þó ekkert afskiptalaust sem til bjargar má verða, hvorki á sjó né landi. En vafalaust mun það, hefðinni sam- kvæmt, verða sjónum tengt fram- vegis eins og hingað til, þar hefur það sérhæft sig. Eins og lesa má um í þessari greinagóðu Árbók beinast kraft- arnir ekki síður að forvarnarstarfi nú orðið; kynningu og fræðslu svo koma megi í veg fyrir slys. Þess vegna heldur félagið reglubundið námskeið í slysavörnum fyrir sjó- menn, og reyndar einnig björg- unarlið til sjós og lands. Þar sem Slysavarnafélagið er fjölmennt og furðumargir leggja þar hönd að verki er sýnt að það hefur ekki aðeins beitt sér fyrir góðu málefni heldur líka fullnægt vissri félagslegri þörf hringinn um landið. Betur líður þeim sem finnur sig nokkurs nýtan; og fundir veita félagsglöðum tækifæri til að hitt- ast og blanda geði. Og um Árbók- ina má segja að fáar slíkar munu gefnar út á landi hér þar sem fleiri menn eru nefndir með nafni, konui' jafnt sem karlar. Tno Reykjavíkur Tónlist Ragnar Björnsson Vegna misskilnings kom undir- ritaður 20 mínútum of seint á tónleikana og missti því af fyrsta og öðrum þætti Tríósins í H-dúr op. 8 eftir J. Brahms, kom inn í byijun Adagioþáttarins sem hljómaði fagurlega og skáldlega til mín þar sem ég settist niður við stigauppganginn. Síðasti þátt- urinn — Allegro — hljómaði því miður ekki alltaf jafn fagurlega þangað sem undirritaður sat og var ástæðan hljómburðurinn, því þegar þau þremenningamir tóku verulega á vildu útlínur og skýr- leiki þurrkast nokkuð út, tónaflóð- ið flýtur út yfir bakkana. Hvað er góður hljómburður? Því verður víst seint svarað til fullnustu, einn salur hentar þessu hljóðfæri, ann- ar hinu. F’yrir Tríó Reykjavíkur og „expressivo“spil þess er hljóm- burðurinn í Hafnarborg of mikill, fyrir kammermúsík er Gamla bíó — íslenska óperan — líklega enn efst á blaði, þar er eftirhljómurinn hvorki of lítill né of mikill fyrir kammermúsík, allt greinist vel, engu heldur hægt að leyna, en mjög gjarnan vildi ég heyra Halld- ór Haraldsson spila meira af Brahms. Tríó Reykjavíkur velur sér ekki verkefni af auðveldustu gerð, Bra- hms-tríóið er jú enginn barnaleik- ur og tríó Páls P. Pálssonar, sem frumflutt var á tónleikum þessum, er á köflum ekki auðvelt, a.m.k. ekki fyrir strokhljóðfærin, við- kvæm og hættuleg tvígrip og ekki auðvelt í samleik. Auðheyrt var að þau Guðný, Gunnar og Halldór höfðu lagt mikla vinnu í verkið og árangur, miðað við fyrstu heyrn, ^ftir því. Páll semur tríó sitt í Austurríki, eða eins og hann segir sjálfur, úti á svölum í 35 gráða hita. Enga mollu er þó að finna í tríói Páls, lífsorka og glettni ræður ferðinni og vel upp- byggð tónsmíð verður til úr penna Páls. Eðlilega stenst hann ekki að flétta örlítið norræna hörku inn í suðræna sóldýrkun og að klass- ískum sið er síðasti þátturinn kannski veikbyggðastur, og kannski hefði hann átt að heita Allegro giocosso í stað Allgro ri- soluto, en til hamingju með vel heppnað trió. Um stórfenglegt tríó M. Ravels mætti skrifa heila bók og varla fær Tríó Reykjavíkur miklu erfiðara verkefni til flutn- ings, og slík verk þurfa vitanlega að flytjast á mörgum tónleikum áður en allt kemst til skila, inni- hald og algjörlega hreint spil, og hér er málið að hemja tilfinning- arnar, þá skilar Ravel sér. Ánægjulegt mjög var að heyra þetta stórbrotna verk í flutningi Tríós Reykjavíkur og mentnaður er nauðsynlegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.