Morgunblaðið - 13.11.1990, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990
h
FRUM-
DÝRIÐ
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Það er furðuleg tilfinning sem
gagntekur þann sem gengur inn í
vestursal Kjai-valsstaða um þessar
mundir. Einna er líkast sem maður
sé kominn á þjóðháttasafn úti í
heimi, safn steingervinga eða leifa
fornsögulegra dýra.
Rökkvuð lýsingin er þannig að það
má vera sljór maður sem ekki skynj-
ar einhveijar innri hræringar í sál-
arkirnunni við skoðun þessara rýmis-
verka á gólfi og veggjum.
Málið er, að Menningarmálanefnd
Reykjavíkurborgar heiðrar þessar
vikurnar og fram til 2. desember
hina framsæknu ungu listakonu
Brynhildi Þorgeirsdóttur, sem und-
anfarin ár hefur verið búsett í New
York, með viðamikilli sýningu skúlp-
túr- og rýmisverka hennar. Brynhild-
ur hefður áður vakið athygli á verk-
um sínum á einka- og samsýningum
fyrir hrjúf og ögrandi skúlptúrverk
úr gleri, járni og steypu, sem iðulega
hafa sett hressandi svip á næsta
umhverfi sitt.
Verk hennar eru og mjög í anda
nútíma skúlptúr- og/eða rýmisverka
eins og maður þekkir til frá hinum
viðameiri sýningum erlendis, en mað-
ur getur þó að sjálfsögðu ekki gert
sér fulla grein fyrir því, hvernig þau
muni taka sig út á slíkum sýningum
og hvort persónueinkenni hennar
muni skera sig úr. í fagbókum skil-
greinist þessi tegund rýmislistar sem
eins konar brotabrot úr sögunni og
er samheitið t.d. „Historische Frag-
mente“ á þýsku.
Svipuð viðhorf koma fram í verk-
um _ ólíkra listamanna og t.d.
Shirazeh Houshiary og Aribert von
Ostrowsky.
Skúlptúrlistin hefur þróast á um-
talsverðan hátt á undanförnum ára-
tugum, en þetta með áherslu á rým-
ið og umhverfi einstakra vei'ka er
þó naumst nýtt, en birtist hér með
Brynhildur Þorgeirsdóttir listakona við tvö verka sinna.
auknu áhersluvægi, þannig að stund-
um er rýmið jafnvel aðalatriðið og
skúlptúrverkið ósýnilegt að heita má,
eða að rýmið telst sjálft verkið.
Hjá Brynhildi skiptir formið þó
miklu máli ekki síður en umhverfið
og satt að segja finnst mér hún ná
hvað hrifmestum árangri þegar hún
leggur mest upp úr einföldu, sam-
þjöppuðu forminu eins og t.d. í verk-
inu „Nafnlaus" (27), sem er einung-
is unnið í einu efni, þ.e. steinsteypu,
sem litur er borinn á.
Einnig er ég á því að hún njóti
sín einna best í hinum mýkri verkum,
sem standa sjálfstætt og hafa meiri
skírskotun til dauðra náttúruforma
en þeirra, sem geta minnt á fornsög-
uleg dýr eða einhvers lifandi á jörð-
unni hvort heldur í fortíð eða fram-
tíð. í sumum slíkra verka koma nefn-
ilega fram hlutir, sem minna mig
þó nokkuð og hálf óþægilega á verk
textíllistamanna, er þeir gera þau
verk sem þeir nefna textílskúlptúr.
Eg segi óþægilega vegna þess að
Bryndís er fyrst og fremst skúlptúr-
og rýmislistamaður og þarf ekki á
þessum meðölum að halda.
Þetta er heilmikil sýning, sem viss-
ulega á erindi til okkar og sem fólki
er ráðlegt að skoða oftar en einu
sinni, vilji það komast í náið sarn--
band við verkin, en þau geta virst
torkennileg og jafnvel fráhrindandi
í fyrstu og þá einkum í augum hins
almenna sýningargests.
Kannski er þetta ekki ýkja frum-
legt í heildina sé tekið mið af alþjóð-
legum straumum í skúlptúrlist en
víst er það býr heilmikill rýmislista-
maður í Brynhildi Þorgeirsdóttur.
Eins og venja er í sambandi við
slíkar sýningar hefur verið gefin út
vegleg og ríkulega myndskreytt sýn-
ingarskrá, sem hönnuð var af Birgi
Andréssyni og mjög í anda þess, sem
gerist erlendis, en full mjúk á milli
handanna.
Þá vil ég minna á í sambandi við
formála Gunnars Kvaran, að hið
forna orð sculltore, sculture, eða svo
á ítölsku, er komið úr latínu og út-
leggst einfaldlega myndhöggvari,
höggmynd, (eða mótunarlistamaður)
sbr. á germönsku „Bildhauer".
Skúlptúr er þannig ekkert nýyrði
yfir nútíma höggmyndalist nema
kannski á Norðurlöndum, en hér eru
um leið notaðar margar skilgreining-
ar eftir eðli verkanna. En rétt er að
menn hafa gripið til þess að nota
þetta orð yfir alþjóða skilgreiningu
á allri nútíma rýmis- og mótunarlist
og svo et' jafnvel gert af hinum
málvöndu Þjóðvetjum.
Það er svo auðvitað í besta lagi
að nota þetta fjarræna samheiti, í
stað höggmyndalistar, en svo kom-
umst við einfaldlega að því, að merk-
ingin er nákvæmlega hin sama!
Skyldi svo ekki einnig vera rými,
rúrntak og plastísk dýpt í öllu því
sem þoggið er út?
En að sjálfsögðu mæli ég með að
sem flestir festi sér sýningarskrána
og lesi skilgreiningar listsögufræð-
ingsins af athygli.
DJÚPIÐ;
Okkur listrýnum blaðsins hefur .
borist bréf frá veitingastaðnum
Horninu á Hafnarstræti 18, og
skal kvittað fyrir það hér með, að
gefnu tilefni. I
Á neðri hæð veitingastaðarins
var upprunalega sýningarsalur, er
nefndist Djúpið og muna hann
vafalítið þó nokkrir, enda fór ýmis
önnur listræn starfsemi þar fram
m.a. djassvakning.
í þá tíð voru listhúsin í miðbæn-
um ekki til og þessar sýningar í
hjarta borgarinnar því kærkomn-
ar, þótt ekki væru þær stórar né
viðamiklar, enda húsakynnin tak-
mörkuð, þótt þau séu vart minni
en ýmis fræg listhús úti í heimi.
011 sýningarstarfsemi féll svo
niður að mestu um árabil, enda
voru þá komin stærri og veglegari
listhús til sögunnar í næsta ná- I
grenni, en það mun þó ekki hafa
verið aðalástæðan heldur önnur
og óskyld starfsemi í húsnæðinu, I
m.a. var settur upp þar bar, sem
takmarkaði enn rýmið.
Ýmsar tilraunir hafa verið gerð- (
ar til að endurvekja sýningarstarf-
semina, en þær hafa oftast farið
út um þúfur eftir skamma hríð,
enda báglega að staðið.
Nú hafa nokkrir ungir lista-
menn tekið að sér að hafa umsjón
með sýningahaldi á staðnum og
hafa sex sýningar verið settar þar |
upp sl. fjóra mánuði og hafa nær
undantekningarlaust verið á.ferð-
inni fyrstu spor óþekktra listspíra :
út í hið opinbera menningarlíf.
í þessu tilefni skal því komið að
í allri vinsemd, að þrátt fyrir allt
er hér ekki ennþá komið fram list- j
hús með markvissri starfsemi og
metnaðarfullum sýningum, og það I
þarf sérstakt tilefni til að geta
sýninga sem slíkra í almennri list-
rýni dagblaðs.
Gólfbvottavélar
með vinnubreidd frá 43 til 130 cm.
Afrakstur áratuganna
Bókmenntir
Gólfþvottavélar drifnar með rafgeymum.
Hako
Gólfþvottavélar með sæti
vélará Islandí
IBESTAI
Nýbýlavegi 18,
sími 64-1988.
Ingi Bogi Bogason
Kristján J. Gunnarsson: Leir-
karlsvísur (144 bls.). Skákprent
1989.
Þetta er óvenjuleg bók að ýmsu
leyti. Á bókarkápu segir m.a. að
umrætt verk sé „afrakstur ljóða-
smíða á rúmlega fimm áratugum".
Það er fátítt að ljóðskáld gefi sér
jafnlangan umhugsunarfrest til
þess að gefa út ljóð á bók og hér
m SLEIPNER MOTOR A.S
4>OtO*
Pað tilkynnist hér með að MERKÚR hf. hefur tekið að sér einkaumboð
á íslandi fyrir SLEIPNER MOTOR A.S. í Noregi.
Við getum nú með örskömmum fyrirvara útvegað af lager
SLEIPNER í Noregi: Skrúfuása, stefnisrör, ástengi, bátaskrúfur,
stýrisbúnað, rafknúnar bógskrúfur 12 eða 24 volt og
vökvaknúnar bógskrúfur, 20,40 og 60 hö.
Sala — Ráðgjöf — Þjónusta
Skútuvogi 12A . 104 Reykjavík . n 82530
er raunin. Flest ljóðin hafa samt
verið ort eftir að Kristján settist í
helgan stein enda töluvert áberandi
í þeim yfirsýn þess sem hefur víð
of farið.
Bókinni er skipt í þijá hluta sem
heita Árdagar, Hundadagar og
Lokadagar - og er þokkafull sam-
kvæmni milli heita og yrkisefna.
Óvenjulegt er að sjá í einni og
sömu bók svo margar og fjölbreyti-
legar tilraunir með stíl og form.
Þarna eru ljóð sem t.d. minna á ljóð
þeirra skálda sem voru að koma
fram á áttunda áratugnum (Uppá
krít, Stofnun Jóns Krukks). Svo eru
innan um glettnislegar ferskeytlur
sem benda til eldri tíma. Ein þeirra
nefnist Eyðisandsvísa:
Ekkert hæli hér ég finn,
horfinn sælustaður,
nú ég skæli, nafni minn,
nú er ég þræltimbraður.
Kristján hefur gengið í smiðju
ýmissa snillinga, bæði leynt og
ljóst. Fyrsta ljóð bókarinnar, Leir-
karlsvísur, felur t.d. í sér vísun til
Hallgrímskirkju eftir Stein; alþýð-
legt orðalag annarra ljóða minnir
stundum á Davíð og Tómas (Full-
næging, Urðarköttur). Með því að
benda á slík líkindi er ekki verið
að vega að gæðum ljóðanna. Raun-
ar er það þakkarverð tilbreyting að
fá að njóta verka sem byggja á
hagleik horfinna kynslóða á tímum
sem setja frumleikakröfu á oddinn.
Þversagnir njóta sín vel í nokkr-
um ljóðum bókarinnar. I Blýants-
pári eru orð myndhverfð sem
„naglasúpa tómhugans“, lokaniður-
staða ljóðsins því rökleg í rökleysu
sinni: „Verði ljóð. // Og það verður
/ til að verða / ekki neitt.“
Óvenjuleg breidd er í yrkisefnum
Kristjáns. Ljóðin teygja sig frá ei-
lífðarmálum eins og ást og dkuða
Kristján J. Gunnarsson
til aðsteðjandi nútímavanda eins og
umhverfisverndar, mengunarvarna
og hagvaxtar.
Ástarkvæði éru áberandi og
nefni ég sem dæmi Vergangsást,
Ástarbréfið og Aðskilnað. Þau ein-
kennir viss fínleiki og yfirvegun.
Vergangsást endar svo:
Eiðar,
svardagar,
varajátningar:
orðabelgur
að tína úr
spakmæli
í grafskrift
ástar.
Einn stærsti veikleiki bókarinnar
felst í ýmsum tilgangsljóðum þar
sem boðunin yfirskyggir listina
(Fjandafæla, Skilningstréð, Lykla-
barna-gæla). Þar er fjallað um heim
sem versnandi fer en án þess að
gráglettni höfundar nái að njóta
sín. í þessum ljóðum er sleginn of
harkalega sá tónn sem kenna ma
við heimsósóma og lesandinn verður
tortrygginn.