Morgunblaðið - 13.11.1990, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.11.1990, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 17 NIÐURHENGD LOFT CMC kortl fyri' niðurhcngd loft. er ur galvaniseruðum málmi og eldþolið. CMC kerfi er auðvelt I uppsetnlngu og m|Ög sterkt. CMC kerfl er tcst með stillanlegum upphengjum sem þola alll að 50 kg þunga. CMC kerfi læst I morgum gerðum b sýnilegt og lallð og verðlð er ótrulega lágt. CMC kerti er serstaklegá hannad Hnngiö eftir fyrir loflplötur Ira Armstrong frekari upplysingum Þ. ÞORGRIMSSON & CO ______Ármúla 29 - Reykavík - sími 38640 Þú svalar lcstrarþörf dagsins á^síöum Moggans! A ♦Hitaeiningar: 0,32 kcal í lOOml Opið bréf til Sæmundar Guð- vinssonar um áfengismál frá Hilmari Jónssyni Það er vonum seinna að ég sendi þér smá tilskrif í tilefni af athyglis- verðum pistli í Alþýðublaðinu 27. júní sl. undir heitinu: Templarar með kraga. Þar segir þú meðal annars: „Arlega er varið tugum eða hundruðum milljóna til starfsemi meðferðarstofnana fyrir þá, sem hafa ánetjast áfengi.“ Og.þú heldur áfram: „En það er eins og ekki megi orða kosti bindindis við fólk fyrr en það hefur drukkið frá sér húsið, hundinn, maka og börn.“ Fyrir neðan þessa gullvægu setn- ingu hefi ég tilhneigingu til að bæta við staðhæfingu um árangur- inn af allri þessari meðferð, hafðir eftir Guðmundi Jóhannssyni einum af stofnendum AA hér á lándi —' manni, sem einna besta þekkingu pg reynslu hafði á áfengismálum á íslandi. Guðmundur sagði: 25% fá verulega bót, hjá 30% verður breyt- ing til batnaðar en 45% eru haldin krónískri áfengissýki og eiga enga von. Pétur Maack fyn-verandi fram- kvæmdastjóri SÁÁ brást reiður við þessum upplýsingum Guðmundar Jóhannssonar en ég hafði notað þær í grein og ræðu. Fullyrti Pétur að þær gerðu að engu kraftaverkatal SÁÁ-manna. Því finnst mér það ánægjulegt að hitta nú SÁÁ-mann, sem virðist geta rætt áfengismál af ró og skynsemi. Sumt er það þó í grein þinni Sæmundur, sem ég sætti mig ekki við og vil fá að leiðrétta. Þú hefur t.d. eftir kunningja þínum „að í stúkunum væri bara fólk, sem aldr- ei hefði drukkið vín“. Þetta er að sjálfsögðu alrangt. Sumir af frammámönnum templara í dag eru fyrrverandi drykkjumenn. Þá segir þú í lok greinar þinnar: „því ættu templarar að taka niður kragann og helia sér út í raunhæfa baráttu fyrir góðum málstað ásamt öðrum samtökum svo sem SÁA“. Hér er talað af töluverðri fávisku. Það eru templarar en ekki SÁÁ, sem leitað hafa eftir samstarfi við aðra um mótun skynsamlegrar áfengismála- stefnu á umliðnum áratugum. Ég bendi á samtökin: Átak gegn áfengi og Landssambandið gegn áfengis- bölinu, sem dæmi um þetta. Sjálfur hefi ég ásamt öðrum templurum verið félagi í SÁÁ svo árum skiptir og segi það alveg hreinskilnislega að það eru einhver aumustu sam- tök, sem ég er í. Þar eru sjaldan eða aldrei fundir um nein mál nema aðalfundur, sem yfirleitt er illa aug- lýstur. Það einasta, sem ætlast er til af mér sem félaga, er að borga í tíma og ótíma mismunandi há styrktargjöld. Það getur vel verið eins og þú segir að nú vilji Þórarinn Tyrfingsson vinna að forvörnum og bindindi en hingað til hefur lítið verið fjallað um þau mál í blöðum SÁÁ, enda eru hugmyndir sumra ykkar um starf bindindismanna eft- „Höfuðatriðið er: að það þarf þjóðarvakn- ingu fyrir bindindi og betra líferni.“ ir því. Þú talar um „að ieggja niður kragann". En hvernig fyndist þér skáti án síns búnings? Hvers vegna mega bindindismenn ekki hafa sinn sérklæðnað? Sannleikurinn er sá, að templarar eru lítið fyrir það að tylla sér á tá og monta af sínu starfi. Þó mætti í skjótri svipan nefna nokkur: templarar í Reykjavík og Hafnarfirði standa fyrir áfengislausum skemmtunum, templarar á Suðurlandi ásamt ung- templurum sjá um bindindismót um verslunarmannahelgina, sem nýtur sívaxandi vinsælda og virðingar. Stórstúka íslands gefur út glæsileg- asta barnablað á Norðurlöndum og ennfremur bækur fyrir börn og full- orðna og fræðslurit um áfengi. Unglingareglan rekur um þrjátíu barnastúkur með um 2.500 félögum vítt og breitt um landið og ég hefi orð Árna Einarssonar erindreka fyrir því að í barnastúkunum sé á Hilmar Jónsson boðstólum sú eina bindindisfræðsla sem til sé í landinu. Þá hefur Ing- þór Sigurbjörnsson í nafni templara sent gífurlegt magn fata og annan varning til nauðstaddra í Póllandi allt frá árinu 1982. Ég er ekki með þessum línum að segja að starfsemi okkar sé góð. Við erum alltof fáir og smáir. Þurf- um fleiri félaga og fléiri áhrifa- manna, sem þora að taka upp mál- stað bindindismanna eins og Árni Gunnlaugsson hæstaréttarlögmað- ur gerði í sumar í Morgunblaðinu. Hér skiptir fordæmið, eigið for- dæmi, að sjálfsögðu meginmáli. Að lokum get ég verið þér sammála Sæmundur að við bindindismenn þurfum að breyta staffsaðferðum okkar, gera þær beittari og mark- vissari. . Höfuðatriðið er: að það þarf þjóð- arvakningu fvrir bindindi og betra líferni. Með bestu kveðju. Höfumiur er bóka vörður í Keflavík og stórtemplari. m Ágústajobnson pa held mér ifínu forrni „eöDietCohe* Þorgrímur Þráinsso »Ég vil halda mér godufi °rmi vel Diet Coh °g íviarta Ernstdottir wÉg tek Diet Coke framyfir; valandi þaö svo er

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.