Morgunblaðið - 13.11.1990, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.11.1990, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 Vakna þú mín Þyrnirós eftir Rannveigu Gunnarsdóttur Það er ef til vill að bera í bakka- fullan lækinn að ræða meira um lyfjadreifíngu og lyfjanotkun í einni blaðagreininni enn. En ég get ekki orða bundist yfír þeim skrifum sem hafa sést undanfarnar vikur. Það er eðlilegt að lyfsalar og heildsalar verji núverandi skipulag og vilji engu breyta þar sem mjög vel er séð fyrir fjárhagslegri afkomu þeirra. En af hverju skyidu sumir lyfjafræðingar vera svona hræddir við breytingar og mála skrattann á vegginn um leið og minnst er á þörf fyrir endur- skoðun á lyfjadreifingunni með sparnað og betri lyfjanotkun að leið- arljósi? Það skyldi þó ekki vera vegna þeses að þeir sjá gulrótina nálgast, þ.e. að þeir detti í lukkupottinn og verði sjálfir lyfsalar í „góðu apó- £eki“. Hvað felst í orðinu lyfjafræð- ingur og hvert er hans starfssvið? Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur fjallað um þessi mál og einnig hefur verið gerð ítarleg úttekt á lyfjafræðistörfum og lyfja- fræðimenntun í Bretlandi af svokall- aðri Nuffield-nefnd. Ástæða þess er breytt hlutverk lyfjafræðinga, þ.e. framleiðsluþátturinn í þeirra störfum hefur farið stöðugt minnkandi en eftirlitsstörf og upplýsingastarfsemi gegnir sífellt stærra hlutverki. Niður- stöður ítarlegrar umijöllunár hafa verið á þann veg að meginhlutverk lyfjafræðinga sé að bera ábyrgð á lyfjadreifingu í víðtækustu merkingu þess orðs. Skoðum nánar stöðuna varðandi mikiivæg verksvið lyfja- fræðinga. 1) Lyfjafræðingar eru hvattir til þess að taka þátt í samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir að koma í veg fyrir sjúkdóma með forvam- arstarfi. Hafa íslenskir lyfjafræðingar fjallað um eða skipulagt slíkt samstarf? 2) Lyfjafræðingar veiti sjúklingum og læknum upplýsingar um lyf og taki þátt í samstarfi við lækna um betri lyfjanotkun fólks. Upplýsingar til sjúklinga eru veittar í dag en það er því miður mjög ein- staklingsbundið hvort lyfjafræðingar sinni þessum þætti. Lyfjafræðingar era ekki aðgengilegir fyrir viðskipta- vini lyfjabúða og þarf oftast að biðja um aðstoð þeirra sérstaklega. Einnig era flestar lyfjabúðir þannig úr garði gerðar að lyfjafræðingum er ekki gert auðvelt að veita upplýsingar. Það era ekki til samræmdar reglur um upplýsingagjöf, þaðan af síður tilbúnar, samræmdar og hagnýtar upplýsingar til sjúklinga þannig að þeir fái sömu fræðslu í öllum apótek- um líkt og er í nágrannalöndunum. Skipulagt samstarf apótekslyfja- fræðinga og heilsugæslulækna eða annarra heilbrigðisstétta er af mjög skornum skammti hér á Iandi. Af hveiju t.d. stofnum við ekki lyfja- nefndir heilsugæslusvæða með þátt- töku apótekslyfjafræðinga og heilsu- gæslulækna. Stærri sjúkrahúsin hafa slíkar nefndir sem hafa það markmið að leitast við að ná hagkvæmustu og öraggustu lyfjagjöf með sem minnstum tilkostnaði. 3) Lyfjafræðingar taki þátt í vísindalegum og faglegum rann- sóknarstörfum á öllum starfssvið- um sínum. Þeir viðhaldi þekkingu sinni með öflugri endurmenntun. Stéttarfélag íslenskra lyfjafræð- inga (og áður Lyfjafræðingafélag Islands) hefur barist fyrir því að setja ákvæði um endurmenntun inn í samninga við apótekara. Þessi bar- átta hefur staðið árum saman og enn er þar ekkert að finna um endur- menntun. Apótekarafélagið gerir ekki kröfur um að lyfjafræðingar endumiennti sig hvað þá að þeir þarfnist endurmenntunar sjálfir. Sænskir lyfjafræðingar koma ákaf- lega vel út í samanburði við starfsfé- laga sína á Norðurlöndum hvað snertir endurmenntun. Mikil gróska er einnig í Bretlandi, þá sérstaklega innan sjúkrahúslyfjafræðinnar en Bretar gera sér æ betur grein fyrir því hversu mikilvægt sé að nýta bet- ur og viðhalda þekkingu apóteks- lyfjafræðinga á fjölmörgum sviðum. Læknar hafa ákvæði um endur- menntun í samningum sínum og Landlæknisembættið gerir kröfur til heilsugæslulækna, ekki síst úti á landsbyggðinni, að þeir nýti sín námsleyfi og gerir þeim það kleift. Erlendis þar sem lyfjafræðingar verða að endumýja starfsleyfi sitt (jafnvel árlega) þá verða þeir að sýna fram á að þeir hafi aflað sér endur- menntunar og þurfa þeir að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur að þessu leyti. Þegar lyfjafræðingar erlendis sækja um störf þá er mikil áhersla lögð á að þeir hafi viðhaldið menntun sinni. Hvernig er hægt að gera ráð fyrir öðra í slíku fagi þar sem þróun- in er svo ör? Mér er spurn: „Eru íslenskir lyfjafræðingar svona miklu eðlisgreindari en lyfjafræðingar ann- ama þjóða? 2. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin Rannveig Gunnarsdóttir hvetur til þess að finna lausn á því vandamáli að afkoma lyfja- fræðinga sé of háð sölu lyfja. Hinn kaldi veraleiki er sá að því meiri sem lyfjasalan er því betri er afkoma lyfsala og því auðveldara er fyrir lyíjafræðinga að semja við þá. Álþjóða heilbrigðismálastofnunin bendir réttilega á þessa mótsögn heilsugæslu og einkahags. Era yfir- völd hvött til þess að finna aðrar leiðir sem tryggja lyfjafræðingum viðunandi afkomu þannig að hún byggist ekki eingöngu á sem mestri lyfjasölu. Það mætti nefna nokkrar leiðir t.d. að umbuna lyfjafræðingum fyrir að sinna ákveðinni þjónustu eins og upplýsingamiðlun til sjúklinga, kennslu fyrir heilbrigðisstéttir, sér- hæfðri þjónustu við áhugamannafé- lög sjúklinga, mælingu á t.d. blóð- þrýstingi eða kólesteróli í blóði og þátttöku í ýmsu forvarnarstarfi svo eitthvað sé nefnt. Lyfjadreifingin Það er alveg ljóst að til era pening- ar í lyfjadreifingunni sem mætti nýta betur. Heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa í raun aldrei skilgreint þjónustu- hlutverk eða hámarkstekjur lyfsala þegar þau úthluta einkarétti til þeirra á sölu lyfja. í Danmörku og Noregi er t.d. hámark á tekjum lyfsalans. Álagning á lyf er ákveðin með það fyrir augum að minni apótek á lands- byggðinni beri sig þokkalega sem þýðir að stærri apótek landsins skila miklum hagnaði. Það er ef til vill rétt að erfitt væri að fá lyfsala í minnstu apótekin úti á landi við nú- verandi aðstæður nema vegna þess að lyfsalar þeirra eygja möguleikara á feitara brauði síðar meir. Og þá spyr ég einu sinni enn: Er þetta rétt kerfi og þarf ekki að endurskipu- leggja það í heild sinni? Er ekki kom- inn tími til að við lyfjafræðingar för- um að starfa sem heilbrigðisstétt og afkoma okkar sé ekki eingöngu háð lyfjasölu? Það stríðir á móti okkar faglegu skyldu í mörgum tilfellum. Einn möguleiki yfirvalda til þess að lækka lyfjakostnað er að láta sjúkl- inga borga stærri hluta lyfjaverðs og stýra lyfjanotkun meira með svo- kölluðum bestkaupalistumm. Til eru fleiri leiðir. Lyfjaverðlagning Það hefur verið rætt um það að lyf séu dýr hér á landi miðað við mörg önnur lönd enda viðurkennt að ísland tilheyrir svæði þar sem lyf eru verðlögð hátt. Einn ágætur lyfja- innflytjandi benti á í grein í Morgun- blaðinu fyrir stuttu að 1992, þegar Evrópubandalagið verður eitt mark- aðssvæði, þá muni lyf lækka allt að 30%. Ástæða þessa er svokallaður samhliða innflutningur, þ.e. einka- innflutningur umboðsmanns verður afnuminn og allir geta flutt inn skráð lyf frá- hvaða landi sem er og það jjýðir aukna samkeppni. Þetta segir okkur líka að sama lyf er skráð á mjög mismunandi verði í löndum Evrópubandalagsins. Er þá ekki aug- ljóst að stundum væri hægt að ná betri samningum en gert er hér á landi? 1 dag er lyfjainnflutningur oftast bundinn innflutningi frá ákveðnu landi. Það er ósköp eðlilegt að umboðs- menn sækist eftir því að skrá lyf sín á hæsta mögulega verði því þeir fá ákveðna pórsentu ofan á skráð inn- kaupsverð. í Bretlandi er skráð ákveðið hámarksverð lyfja en síðan semja sjúkrahús og apótek við um- boðsmenn eða heildsala um annað. Endurgreiðsla sjúkrasamlags er mið- uð við afslætti sem apótek hefur fengið að einhveiju leyti. Okkar lyfja- dreifingarfyrirkomulag er ekki hvetj- andi til spamaðar þar sem afkoma innflytjanda og lyfsala er eingöngu háð því hve mikið er selt og hversu dýrt. Lyfjanotkun Það eru læknarnir sem ákveða lyfjanotkunina en ekki sjúklingar. Sérstaða lyfjamarkaðarins felst með- al annars í því að neytandinn, þ.e. sjúklingurinn, velur ekki lyfið og kostnaðurinn er að mestu borinn af þriðja aðila, þ.e. ríkissjóði. í Bret- landi hefur verið tekið í notkun nýtt skipulag á ávísanavenjum heilsu- gæslulækna. Bretar gera sér grein fyrir því að raunveruleg lækkun lyfjakostnaðar byggist á því að hafa áhrif á ávísanavenjur lækna. Þar er sett þak á þá upphæð sem heilsu- gæsjulæknar mega ávísa lyfjum á sjúklinga sína og er þá tekið mið af fjölda sjúklinga hvers læknis, aldurs- dreifíngu sjúklinga o.fl. Bretlandi er skipt í heilsugæslusvæði og hvert heilsugæslusvæði hefur heilsugæslu- nefnd sem fjallar m.a. um lyfjamál. Breska heilbrigðisráðuneytið sendir út fréttabréf til allra lækna. Þar er að finna upplýsingar um lyf og sam- anburð á nýjum og gömlum lyfjameð- ferðum þar sem eru t.d. bomir sam- an lyfjaskammtar, aukaverkanir og verð. Sumir segja að þak á lyfjaávísanir heilsugæslulækna séu skerðing á mannréttindum lækna. Ef svo er er þá ekki allur sparnaður skerðing á mannréttindum og þá líka hækkaðir skattar sem eru tilkomnir vegna hækkaðs lyfjakostnaðar og við fáum engu um ráðið. Lokaorð Sumir lyfjafræðingar hafa látið liggja að því að lyf á Islandi séu „ekki dýr“ og lyfjaneysla Islendinga sé „ekki mikil" miðað við aðrar þjóð- ir. Ekki era allir á þeirri skoðun og víst er að lyfjakostnaður er dijúgur hluti ríkisútgjalda. Sá tími getur komið að stjórnvöld spyrji: Til hvers þurfum við lyfjafræðinga fyrst þeir eru ekki reiðubúnir að taka þátt í spamaðaraðgerðum? Þá kann einnig að vera spurt: Er ekki hægt að spara mikinn kostnað með því að leggja niður apótek, setja lyfjaafgreiðslur í stórmarkaði og heilsugæslustöðvar þar sem lyfjatæknar yrðu fengnir til að afgreiða staðlaðar pakkningar? Má ekki leggja niður íslenska lyfja- framleiðslu á eftirlíkingalyfjum þar sem hægt er að kaupa slík lyf á lægra verði erlendis frá? Þurfum við nokkuð lyfjafræðideild við Háskól- ann? Mörgum kann að fínnast að of djúpt sé tekið í árinni en umræðan getur auðveldlega þróast inn á þess- ar brautir ef við lyfjafræðingar sýn- um ekki fram á að við getum gert þjóðfélaginu gagn. Hefjum faglegar umræður í stað þess að standa í hártogunum og útúrsnúningum við heilbrigðisyfirvöld um lyíjaverð og afkomu. Lyfjafræðingar, ég held að það sé tími til kominn fyrir okkur að við förum að hugsa og starfa sem heil- brigðisstétt og kreíjast endurskipu- lagningar á lyfjadreifingunni í heild með það að leiðarljósi að okkar'fag- lega þekking nýtist þjóðfélaginu sem best. Skoðum hina ýmsu kosti svo sem rekstur eins hlutafélags, eða þann möguleika að hver sem er geti tekið að sér stofnun og rekstur apóteks að uppfylltum ákveðnum skilyrðum eða sambland af þessu tvennu. Tilvísanir í: 1) Summary Repoit Meeting of The Role and Functions of Community and Hosp- ital Pharmacists in Europe: Madrid 29. Nov.-l. Des. 1988. Issued by the WHO Regional Offíce for Europe. 2. Pharmacy: The Itepoit of A Committee' of Inquiry Appointed by The Nuffield Foundation 1986. 3. Improving Prescribing: The implement- ation of The GP Indicative Prescribing Scheme: British Department of Health and Social Securities 1990. Höfundur er starfandi yfirlyfjafræðingur íapóteki Landspítalans og fyrrverandi fornmöur Stéttarfélags islenskra lyfjafræðinga. AUÐVELD LEIÐ TIL BILAKAUPA. ENGIN ÚTBORGUN - FRÁBÆRT VERÐ Nú átt þú kost á því að eignast ISUZU GEMINI á tilboðsverði með frábœrum kjörum. Við eigum eftir óselda 12ISUZU GEMINI bíla af árgerð 1990. Bílarnir eru 3ja og 4ra dyra, með 1.3 I vél, aflsfýri, útvarpi og segulbandi og mörgum öðrum aukahlutum, tilbúnir á götuna, ryðvarðir, skráðir og tryggðir í eitt ár. • TILBOÐSVERÐ Þriggja dyra bíll: 83 7 þúsund krónur. Fjögurra dyra bflt: 85 7 þúsund krónur. • FRÁBÆR GREIÐSLUKJÖR Tiiþessað auðvelda kaupin enn frekar bjóðum við hluta afbílverðinu eða jafnvel allt kaupverðið að láni í allt að þrjú og hálft ár með hagstœðum bankalánum/* • ÁBYRGÐARTRYGGING INNIFALIN Eins árs ábyrgðartrygging bílsins er innifalin í ofangreindu kaupverði. • ÁRLEG ÞJÓNUSTUSKOÐUN Fulltrúar framleiðanda koma að minnsta kosti einu sinni á ári hingað til lands og skoða alla isuzu bíla. eigendum að kostnaðarlausu. • ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ Þriggja ára ábyrgð og sex ára ryðvarnarábyrgð fylgir öllum Isuzu-bílum. • REYNSLUAKSTUR Við bjóðum þig velkominn til að aka Isuzu-Gemini, svo þú finnir lipurð hans Og frábœra aksturseiginleika. ' Fasteignaveð er nauðsynlegt et allt kaupverðlð er lánað. Mlésúiðfig HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMi 91 -670000 og 674300

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.