Morgunblaðið - 13.11.1990, Side 33

Morgunblaðið - 13.11.1990, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKffTI/flrVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 33 Landbúnaður Aðalfundur Framleiðsla á tækjum tíl fóður- gjafa af riílluböggum hafin VÉLSMIÐJA Kaupfélags Rangæinga er um þessar mundir að hefja framleiðslu á nýju tæki til fóðurgjafa af rúlluböggum. Tækið er vökvaknúið og tengist mokstustækjum eða þrítengi dráttarvéla. Með þessu tæki eru rúllurnar sóttar og fluttar á þann stað, þar sem gefa á heyið. Þar greiðir tækið heyið niður, t.d. í vagn eða í múga á fóðurgangi eða annars staðar, þar sem gripirnir ná til þess. Vélsmiðja Kaupfélags Rangæ- inga hefur um árabil sinnt þróun og framleiðslu landbúnaðartækja fyrir bændur. Í því starfi hefur ver- ið lögð höfuðáherlsa á að tækin væru ódýr, sterk og þyrftu ltið við- hald. Þannig hafa tækin yfirleitt hentað sérstaklega vel fyrir þær aðstæður sem ríkja í íslenskum landbúnaði, að sögn forsvarsmanna vélsmiðjunnar. Við hönnun þessa tækis var eink- um haft í huga að það kæmi að sem bestum og víðtækustum notum fyr- ir bændur, en kostaði ekki alltof mikla peninga. Auk þess sem að framan greinir er hægt að fá fylgi- hluti með tækinu, sem breytir því í öflugan staurabor eða steypu- hrærivél. Meðal þeirra tækja sem fram- leidd hafa verið hjá vélsmiðju Kaup- félags Rangæinga eru mykjusnigl- ar, mykjudreifarar, losunarbúnaður í votheýsturna og K.R. baggatínan. Segjast foráðamenn vélsmiðjunnar binda miklar vonir við hið nýja tæki og hyggjast með því fylgja íslenskum bændum inn á nýja braut í heyverkunaraðferðum. RÚLLUBAGGAR — Þetta vökvaknúna tæki sem vélsmiðja Kaupfélgs Rangæinga er að hefja framleiðslu á til fóðurgjafa af rúlluböggum, tengist mokstustækjum eða þrítengi dráttarvéla. Einnig er hægt að fá fylgihluti með tækinu, sem breytir því í öflugan staurabor eða steypuhræri- vél. Ljósm./Ottó Eyfjörð Ný sljórn Félags íslenskra teiknara AÐALFUNDUR FÍT, sem er fagfélag grafískra hönnuða, mynd- skreyta og auglýsingateiknara á íslandi, var haldinn 25. okt. sl. Fyrir fundinum lágu umsókniar 16 teiknara um inngöngu í félagið og voru þær samþykktar. Með þessu nýja fólki eru félgsmenn FÍT orðnir rúmlega 100. Fráfarandi stjórn flutti skýrslu og fór yfir tildrög þess að félagið var endurvakið 'ifyrra eftir fimm ár alægð í starfsemi þess. Sam- þykkta voru tiiögur að nýjum lögum með þeim brytingum, að íjölgað er í stjórn fálgsins og stjórnin sér um afgreiðslu umsókna. Ný stjórn var mynduð og var. Björn B. Björnsson, Hugsjón, kos- inn formað’ur, Halla Helgadóttir, Grafít, ritari, Finnur Jh. Malmqu- ist, Grafit, gjaldkeri, Atli Hilpiars- son, ísl. auglýsingastofunni, Ástþór Jóhannsson, Goðu fólki, Hilnmar Sigurðsson, Frafít, Kristján Frið- IMámskeið rikssin, Magnús Þór Jónsson, AUK, Sverrir Björnsson Hvíta húsið og Tryggvi Tryggvason, Yddu. í frétt frá FÍT segir að félagið muni halda áfrfam að beita sér fyr- ir fræðslu- og kynningarfundum um hin ýmsu mál sem brenna á stétt- inni á komandi ári. Megi þar nefna þátttöku í verð’launasamkeppnum, menntunarmálum .fl. Félagið muni halda áfram samstarfi ið NT og Icograda. Höfundaréttarmál séu í endurskoðun og einnig sé áætlað að ljúka innan skamms samræm- ingu Norrænna reglna um hönnun- arsamkeppni. Yfirmaðurinn Ætti að vera frammistöðu- mat íhverju fyrirtæki — segir Pétur Ragnarsson yfirmaður kerfis- fræðideildar PETUR Ragnarsson er yfirmaður kerfisfræðideildar IBM og hefur starfað hjá fyrirtækinu í 17 ár. Aðspurður segist hann sjá allt já- kvætf við frammistöðumatið og ekkert neikvætt. „Mér finnst að það eigi að vera starfsmannamat í hverju einasta fyrirtæki. Með þessu veit starfsfólk til hvers er ætlast af því og fær svo með þessu fyrir- komulagi þá eðlilegu kröfu uppfyllta að fá metið hvernig tekist hafi til. Ef einhveijum gengur til dæmis illa er nauðsynlegt fyrir hann að það sé rætt. Þá er reynt að kenna honum eða beina honum inn á aðrar brautir til að finna livað hentar og hvar hæfileikar hans nýt- ast. Við getum þurft að beina fólki eitthvað annað en hugsað var í upphafi ráðningar.” Pétur segir að þegar ráðinn sé nýr starfsmaður sé farið yfir verksviðin og þeim raðað í röð eftir mikilvægi. Þar sé lýst með nokkrum orðum í hveiju viðkomandi svið sé fótgið og farið sé yfir markmið. „Við reynum að setja öllum markmið þannig að þeir eigi að skila einhvetju ákveðnu verkefni eða ákveðnum árangri á ákveðnu tímabili, t.d. einu ári. Þessi markmið og lýsing á verksviði eru samin í sameiningu af starfsmanni og yfirmanni. Þeir verða báðir að vera sammála um það er þetta sé einmitt það sem hann getur, vill og ætlar að gera. Þegar um nýjan Til leigu Verslunar- eða skrifstofuhúsnæði 225 fm ásamt lager- rými 116 fm er til leigu í Verkfræðingahúsinu við Engjateig gegnt Hótel Esju. Góð bílastæði. Góð að- koma að húsinu með tengingu við Suðurlandsbraut. Upplýsingar veittar í síma 688504. starfsmann er að ræða er tímabilið styttra sem valið er áður en mark- miðin eru yfirfarin að nýju, t.d. 3-6 mánuðir. Yfirmaður hefur að sjálfsögðu þá skyldu að fylgjast með stafsmanni allan tímann. Þegar að trúnaðarsam- tali kemur er bæði starfíð rætt, fort- íðin, framtíðin og raunar hvað sem starfsmaður óskar eftir að ræða. Persónuleg mál eða vandamál er líka hægt að ræða. I mínum huga er allt sem mæli með að fyrirtæki noti þessa aðferð í samskiptum við starfsfólk sitt,“ segir Pétur Ragnarsson. OPNUN ERLENDRA VERÐBRÉFAMARKAÐA er umræduefnið ó M0R6UNVERÐARFUNDI Félags viðskipta- og hagiræðinga miðvikudaginn 14. nóvember. kl. 8.00-9.30 á Hótel Holiday Inn. Stutt erindi flytja og svara fyrirspurnum: Gunnar Helgi Hólfdónarson, forstjóri Landsbréfa, og Svanbjörn Thoroddsen, deildarstjóri verðbréfadeildar VÍB. Time Manager námskeið ■ STJÓRNUNARFÉLAG Íslands gengst fyrir Time Manager nám- skeiði dagana 19. og 20. nóvember nk. frá kl. 8.30 til 18.00 báða dag- ana. Leiðbeinandi er Anne Böge- lund Jensen, yfirleiðbeinandi Time Manager International. í frétt frá Stjórnunarfélaginu segir að nám- skeiðin séu nú vinsælustu námskeið á vegum félagsins frá upphafi og hafi 3 þúsund manns sótt þau frá upphafi. Time manager námskeiðin byggist á markmiðasetningu og tímastjórnun. Mannlegi þátturinn sé sérstaklega tekinn fyrir t.d. streita og þreyta. Þá sé fjallað um möguleika kerfisins til hjálpar við að auka afköst og nýta tímann betur, forðast tímaþjófa, stjórna verkefnum, auka hugmyndir og skipuleggja vinnuaðstöðu. M TIME Manager International er stærsta ráðgjafarfyrirtæki í starfsmannaþjálfun í Evrópu og hefur leiðbeint tugþúsundum manna og kvenna í Bandaríkjun- um, Japan og Sovélríkjunum. Námskeiðin byijuðu árið 1975 með námskeiði í tímastjórnun. SAS flug- félagið var meðal fyrstu stórfyrir- tækja sem fékk fyrirtækið til ráð- gjafar og námskeiðahalds. Fleiri flugfélög hafa einnig bæst í hópinn svo sem British Airways og Japan Air Lines. Til dæmis má nefna að Evrópubandalagið hefur sett allt starfsfólk höfuðstöðvanna í Bruss- el svo og þýska verslunarkeðjan Kaufhof sem hefur um 44 þúsund starfsmenn. GBC-Skirteini/barmmerki fyrir: félagasamtök, ráðstefnur, starfsmenn fyrirtækja, o.m.fl. Efni og tœki fyrirliggjandi. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 9-105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 Félagar í FVH og aðrir áhugamenn um fjárfestingarmöguleika á erlendum verðbréfamörkuðum, er opnast 15. des. nk., fjölmennið. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐIIMGA OG HAGFRÆÐINGA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.