Morgunblaðið - 13.11.1990, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NOVEMBER 1990
t
Eiginkona mín,
ELÍSABET B. GUÐMUNDSDÓTTIR ANDERSEN
frá Bíldsfelli,
andaðist í Kaupmannahöfn 11. nóvember.
Tage Andersen.
t
Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN DAGBJÖRT GISSURARDÓTTIR,
Spóarima 4,
Selfossi,
andaðist 8. þessa mánaðar.
Sigursteinn Ólafsson
og fjölskylda.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚSTF. PETERSEN
listmálari,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. nóvem-
ber kl. 1 5.00.
Guðný Petersen,
Guðbjörg S. Petersen, Steinn Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
FRIÐRIKA SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR,
Hraunbæ 5,
lést í Landspítalanum sunnudaginn 11. nóvember.
Ari Jósefsson,
Kristín Aradóttir, Guðmann Sigurbjörnsson,
Ómar Arason, Áslaug Pétursdóttir
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSA SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR
frá Tómasarhaga,
lést á heimili sínu, Ljósheimum 14 a, sunnudaginn 11. nóvember.
Ólína Þ. Tómasdóttir,
Albert E. Tómasson,
Bryndis Tómasdóttir,
Arndís L. Tómasdóttir,
Þorbjörg Tómasdóttir,
Stefán T ómasson,
Tómas Tómasson,
Messíana Tómasdóttir,
Theodora J. Tómasson,
Eyjólfur Hermannsson,
Garðar Magnússon,
May Tómasson,
Jóna G. Skúladóttir,
Pétur Knútsson,
ömmubörn og langömmubörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
HARALDUR LEVI BJARNASON,
Grettisgötu 84,
Reykjavík,
lést á Landsþítalanum að morgni 1 1. nóvember.
Jenný Lúðvíksdóttir,
Edda Björnsdóttir, Halldór Sigurðsson,
Hrannar G. Haraldsson, Lára Kjartansdóttir,
ingibjörg G. Haraldsdóttir, Grétar H. Óskarsson,
Þórunn Haraldsdóttir Faddis, Charles Frank Faddis,
Þóra E. Hallgrímsdóttir, Árni Þór Árnason,
börn og barnabörn.
t
Faðir minn, sonur, bróðir og mágur
ÁSMUNDUR ÖRN GUÐJÓNSSÓN,
Flyðrugranda 16,
- ' vé/.ður jarösunginr) frá Possvógskírfcju ■miðv/jkudáginn 14. nóvem-
: r ber kl. 13.30. " . Y-K 1
Birna Gyða Ásmundsdóttir,
Guðjón Á. Pálsson,
Sófus Guðjónsson, Ingibjörg R. Vigfúsdóttir,
Gylfi Geir Guðjónsson, Kristjana Blöndal,
Páll Sævar Guðjónsson.
SighvaturS. Gunnars-
son húsgagnasmíða-
meistari — Minning
Fæddur 31. ágúst 1915
Dáinn 4. nóvember 1990
Sighvatur S. Gunnarsson, hús-
gagnasmíðameistari, Hverfisgötu
96, lést á Borgarspítalanum sunnu-
daginn 4. nóvember sl. eftir
skamma sjúkdómslegu, 75 ára að
aldri.
Sighvatur fæddist í Miðdal í
Laugardai 31. ágúst 1915, sonur
hjónanna Guðrúnar Guðmundsdótt-
ur frá Sandlæk í Gnúpvetjahreppi
og Gunnars Þorsteinssonar frá
Reykjum á Skeiðum.
Sighvatur ólst upp í Miðdal fram
að 12 ára aldri en þá brugðu foreldr-
ar hans búi og fluttust til Reykjavík-
ur 1928. Þar gekk hann í Miðbæjar-
skólann en fór fljótlega að vinna
eftir að honum lauk. A þeim árum
voru möguleikar ungra drengja til
vinnu ekki miklir, en fljótlega fékk
hann-vinnu sem sendisveinn.
Er hann var 18 ára hóf hann nám
í húsgagnasmíði hjá Árna Skúla-
syni, húsgagnasmíðameistara í
Mjóstræti í Reykjavík. Þegar Árni
gerðist meðeigandi í Gamla komp-
aníinu lauk Sighvatur námi sínu
hjá honum þar. Sighvatur vann þar
allt til ársins 1944. Starf hans þar
var heilladijúgt og ávann hann sér
traust fyrir fáguð vinnubrögð. Hús-
gagnaframleiðsla þessa tíma var
nokkuð frábrugðin því sem menn
eiga að venjast í dag. M.a. var pól-
eríng húsgagna stór þáttur í fram-
leiðslunnþ en færni Sighvats á því
vandasama sviði þótti með eindæm-
um.
Árið 1942 kvæntist Sighvatur
eftirlifandi konu sinni, Asu Guð-
laugu Gísladóttur. Foreldrar hennar
voru hjónin Ástrós Jónasdóttir og
Gísli Guðmundsson bátsformaður.
Þau byggðu húsið á Hverfisgötu
96. Ása og Sighvatur eignuðust
fimm börn. Þau eru: Gunnar, Sig-
rún, maki Jón Gústafsson, Olöf,
maki Þoi’valdur Bragason, Gísli,
maki Kristjana G. Jónsdóttir, og
Ástrós. Barnabörnin eru tíu.
Árið 1944 stofnaði Sighvatur
ásamt Þorsteini bróður sínum, hús-
gagnavinnustofu á Hverfisgötu 96.
Þar unnu þeir saman um nokkurt
skeið eða þar til Þorsteinn fór út
úr fyrirtækinu og helgaði sig hús-
asmíðinni eingöngu. Sighvatur hélt
hins vegar rekstrinum áfram á
Hverfisgötunni og með seiglu og
elju hélt hann ávallt sínu striki og
rak sitt fyrirtæki og framleiddi sína
vöru. Ég hygg að þær séu margar
barnafjölskyldurnar hér á landi sem
notið hafa góðs af framleiðslu hans,
og á ég þar fyrst og fremst við
framleiðslu hans á barnarúmum.
Þá má einnig minnast á framleiðslu
hans á leikföngum úr tré sem feng-
ur þótti að hér áður fyrr, þ.e. áður
en verulegur innflutningur á alls
kyns leikföngum hófst. Slíkir gripir
sjást varla í dag en vekja óneitan-
lega upp góðar tilfinningar hjá
mönnum af minni kynslóð.
Þá var ýmis viðgerðarvinna stór
hluti af stai’fi hans á vinnustofunni
á Hverfisgötunni, en þeir eru fjöl-
margir viðskiptavinirnir sem nú sjá
á bak góðum starfsmanni og er
mér minnisstætt hve greiðlega hon-
um gekk að ráða fram úr hinum
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JAKOB V. EMILSSON,
Dalbraut18,
lést þann 12. nóvember.
Þórlaug Jakobsdóttir, Eiríkur Sigf ússon,
Guðbjörg Jakobsdóttir,
Emil Jakobsson,
Ágúst Jakobsson, Helga B. Hallgrimsdóttir,
Hrönn Jakobsdóttir, Ómar Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
GUÐMUNDUR E. GUÐJÓNSSON
skipstjóri,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést 10. nóvember.
Þorvaldur Guðmundsson, Þórdís Björnsdóttir,
Guðjón Guðmundsson, Guðný J. Ólafsdóttir,
Guðný Guðmundsdóttir, Bjargmundur Björgvinsson.
t
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SIGHVATUR STEINDÓR GUNNARSSON,
Hverfisgötu 96,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudagnn 13. nóvember
kl. 13.30.
Ása Guðlaug Gístadóttir,
Gunnar Sighvatsson,
Sigrún Sighvatsdóttir, Jón Gústafsson,
Ólöf Sighvatsdóttir, Þorvaldur Bragason,
Gísli Sighvatsson, Kristjana Jónsdóttir,
Ástrós Sighvatsdóttir
og barnabörn.
t
Hjartáns þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug yið andlét ofj-
útför föður okkar, teng'daföður og afa,
ERLENDAR JÓHANNSSONAR,
Kleppsvegi 6.
Jóhann Erlendsson og fjölskylda,
Höskuldur Erlendsson og fjölskylda.
ýmsum vandamálum sem leysa
þurfti hveiju sinni.
Þrátt fyrir mikla vinnu gafst tími
til tómstunda og ber þar hæst ferða-
lög og veiðar sem voru stór hluti
af lífi Sighvats hér á árum áður.
Til dæmis var árlega farið í veiði-
ferðir inn á Arnarvatnsheiði ásamt
ættingjum og vinum og dvalið þar
í nokkra daga við veiðar og útilíf.
Allt fram til hins síðasta var það
óaðskiljanlegur hluti af tilveru Sig-
hvats að geta skroppið frá hinu
daglega amstri á vit náttúrunnar
og róseminnar. Þess vegna var það
að þau hjónin ákváðu fyrir um 20
árum að kaupa sumarbústað í Ell-
iðakotslandi nálægt Lögbergi, þar
sem verið hefur fastur punktur fjöl-
skyldunnar á sumrin. Einkum gerði
Sighvatur sér grein fyrir mikilvægi
þessarar paradísar fyrir barnábörn-
in og trúlega verður vera þeirra þar
á sumrin eftirminnileg æskuminn-
ing. Þar hefur alltaf verið hægt að
leita til afa síns varðandi smíði á
hinum ýmsu gripum, og þegar
smíðisgripirnir voru fullsmíðaðir
var ímyndunin orðin að veruleika
hinna ungu fyrir tilstilli afa.
Síðastliðið sumar fór Sighvatur
ásamt konu sinni, dóttur og tengda-
syni í ferðalag um æskustöðvarnar
í Miðdal og Laugardal og rifjaði upp
minningar frá æsku sinni og upp-
vexti. Það sem kom dóttur hans og
tengdasyni mest á óvart var hve
minnugur Sighvatur var á öll kenni-
leiti og nöfn hinna ýmsu staða á
æskustöðvunum. Ferðin var hin
ánægjulegasta og ógleymanleg fyr-
ir þau öll og ef til vill ekki síst fyr-
ir þá sök að undir lokin var farið í
sóknarkirkjuna gömlu í Miðdal og
hún skoðuð um leið.og rifjaðar voru
upp ýmsar minningar henni tengd-
ar.
Nú á lokastundinni horfum við
vinir og ættingjar yfir farinn veg
og minnumst Sighvats með trega
og getum eflaust tekið undir eftir-
farandi ljóðlínur:
Vér sjáum, hvar sumar rennur
með sól yfir dauðans haf,
og lyftir í eilífan aldingarð
því öllu, sem Drottinn gaf.
(Matth. Jochumsson)
Blessuð sé minning Sighvats
Gunnarssonar.
Þorvaldur Bragason