Morgunblaðið - 13.11.1990, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990
47
Minning:
Jón Egilsson
Fæddur 1. ágúst 1913
Dáinn 19. október 1990
Mig langar til að fara fáeinum
orðum um vin minn, Jón Egilsson,
vélstjóra, sem jarðsunginn var 27.
október síðastliðinn á ísafirði við
Skutulsfjörð. Ég ætla mér ekki að
rekja hér ættir Jóns eða ævistörf,
en mig langar í þessum fáu orðum
að þakka vináttu þessa öðlings.
Eg kynntist Joni fyrst árið 1976
er ég kom á ísafjörð ásamt dóttur-
dóttur Jóns, Sigrúnu Garðarsdóttur,
en hún er nú eiginkona mín. Þegar
fundum okkar bar fyrst saman var
hann í heyskap hjá skyldmennum
sínum í Engidal við Skutulsfjörð.
Þar sá ég strax í verki hjálpsemina
sem var svo einkennandi fyrir hann;
hjálpsemi sem krafðist aldrei neinn-
ar umbunar í staðinn.
Þegar kynni tókust með mér og
Jóni var ég varla nema unglingur
og óreyndur eftir því. Hann var
hins vegar lífsreyndur maður á sjö-
tugsaldri. Samt tók hann mér strax
sem jafningja.
Þaðan í frá hittumst við af og til
í fjölskylduboðum. Alltaf var jafn
gott að hitta hann, bæði til. að skipt-
ast á skoðunum, en ekki síður vegna
þess að honum lék ávallt foi-vitni á
að vita hvað við höfðumst að, jafnt
í námi sem starfi.
Árið 1983, er ég lauk námi, fór
ég vestur á ísafjörð til að vinna hjá
Orkubúi Vestfjarða, en þar vann
Jón einmitt á þeim árum. Þau rúm-
lega tvö ár, sem ég bjó fyrir vest-
an, tókst góður vinskapur með okk-
ur. Fyrstu mánuðina vestra bjó ég
hjá honum í Grundargötunni, en
eftir að ég flutti þaðan átti ég þó
ætíð athvarf hjá honum þegar á
þurfti að halda. Margar góðar sam-
verustundir áttum við, hvort sem
var við spjall, eldamennsku eða tafl.
Jón var liðtækur skákmaður á
sínum yngri árum og hlaut hann
m.a. viðurkenningu fyrir.
Eins og áður er á minnst ein-
kenni það Jón hversu hjálpsamur
hann var. Þá var hann gæddur
fleiri góðum kostum, svo sem að
gera öllum jafn hátt undir höfði,
án tillits til stéttar eða stöðu. Jón
var einstakt ljúfmenni, alltaf boðinn
og búinn til aðstoðar. llonum var
það ætíð ofarlega í huga að aðrir
hefðu það nógu gott.
Þegar ég kveð þennan vin minn
í hinsta sinn vil ég láta í ljós þakk-
læti frá mér og Sigrúnu fyrir allt
það sem hann var okkur.
Sigurður Strange
Rauði krossinn með
myndasamkeppni
Rauði kross íslands heldur myndasamkeppni fyrir börn og unglinga
til að vekja athygli á hörmungum stríðshrjáðra í heiminum.
Alþjóðahreyfing Rauða kross-
ins gengst fyrir myndasam-
keppni fyrir börn og unglinga
að fimmtán ára aldri. Samkeppn-
in er liður í alþjóðlegu átaki til
hjálpar stríðshrjáðum sem er í
undirbúningi og mun ná hámarki
næsta vor.
Markmið samkeppninnar er að
vekja athygli á þeim hörmungum
sem óbreyttir borgarar þurfa að
þola í stríði. Samkvæmt athugunum
Rauða krossins á striðsrekstri nú-
tímans eru níu af hverjum tíu sem
láta lífið, hljóta örkuml eða eru
hraktir á flótta frá heimkynnum
sínum óbreyttir borgarar, börn,
konur og gamalmenni.
Jafnframt er tilgangurinn að
upplýsa fólk um hlutverk Rauða
krossins í stríði. Hann starfar nú á
flestum átakasvæðum í heiminum
og hefur á sínum snærum fjölda
fólks sem er reiðubúið að hefja
hjálparstarf um leið og átök brjót-
ast út. í skjóli merkisins, sem nýtur
virðingar stríðandi aðila fyrir hlut-
leysi, er hægt að lina þjáningar
milljóna stríðshrjáðra á hvetju ári.
Þátttakendum í myndasam-
keppninni er heimilt að nota þá
aðferð sem hentar hverjum og ein-
um við gerð myndanna. Æskilegt
er að þær séu á blaði sem er ekki
stærra en A3. Þær skulu merktar
á bakhlið með nafni, heimilisfangi
og aldri viðkomandi og sendar RKÍ
fyrir 1. desember næstkomandi.
Utanáskriftin er: Myndasamkeppni
Rauði kross íslands, Rauðarárstíg
18, 105 Reykjavík.
Rauði kross íslands mun veita
verðlaun fyrir 10 myndir sem vald-
ar verða af sérstakri dómnefnd.
Fyrstu verðlaun er ferð til Genfar.
Allar verðlaunamyndirnar verða
sendar til höfuðstöðva Rauða kross-
ins í Genf og fara þar fyrir aðra
dómnefnd sem einnig velur 10
myndir úr þeirn sem borist hafa frá
einstökum landsfélögum Rauða
krossins um allan heim. Sigurveg-
ararnir 10 fá Genfarferð að launum.
Aiþjóðlegu dómnefndina skipa
Alexander Hay, fyrrverandi forseti
Alþjóðaráðs Rauða krossins, Kristín
Svíaprinsessa, Nastassja Kinski,
leikkona og Peter Ustinov leikari.
(Fréttatilkynning)
Legsteinar
Framleiðum allar
stærðir og gerðir
af legsteinum.
Veitum fúslega
upplýsingar og
ráðgjöf um gerð
og val legsteina.
S.HELGAS0N HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI48. SIMI76677
Erfidrykkjur í hlýlegu
og notalegu umhverfi
Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um erfídrykkjur fyrir
allt að 300 manns. I boði eru snittur með margvíslegu áleggi,
brauðtertur, fíatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með
rjóma. rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur,
rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fí.
Með virðingu,
FLUGLEIDIR
HÖTEL LOFTLEIDIR
REYKJAVlKURFLUGVELLI, IOI R E Y KJ A V I K
SlM I: 9 1 - 2 2 3 2 2
Kveðjuorð:
Alfreð Gíslason
Fæddur 12. desember 1905
Dáinn 13. október 1990
• Við vorum samferða á lífsleiðinni
í nokkra áratugi. Hann kom til
okkar á Grund ungur læknir, hafði
verið í Svíþjóð áður.
Alfreð læknir var mikill áhuga-
maður, ekki einungis í starfi sínu
á Grund, hann starfaði einnig að
áfengisvörnum og að þeim unnum
við saman um árabil. Fyrstu tilraun-
ir með lyfið Antabus gegn áfengis-
bolinu gerði hann á Grund. Þá unn-
um við og saman í Krabbameinsfé-
laginu í Reykjavík og síðar í
Krabbameinsfélagi íslands.
Um þennan mann væri hægt að
skrifa margt og mikið, en á starf-
•semi okkar, sem er á ýmsum svið-
um, hafði hann einlægan áhuga.
Heimilismenn voru vinir hans og
er hans minnst með þakklæti og
virðingu á Grund.
Börnum hans, tengdabörnum,
barnabörnum og öðrum ástvinum,
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓHAININ PÉTUR EINARSSON,
Fýlshólum 3,
Reykjavik,
lést í Landspítalanum aðfaranótt 11. nóvember sl.
Sigrún Pálsdóttir
og aðrir aðstandendur.
eru færðar innilegar samúðarkveðj-
ur.
Gísli Sigurbjörnsson
t
Elskulegur eiginmaður minn,
KARL VILHJÁLMSSON,
Bólstaðarhlíð 41,
lést í Borgarspítalanum 10. nóvember.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Lára Sigurðardóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
INGVAR ÍVARSSON,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 14. nóv-
ember kl. 1 3.30.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins
látna, er vinsamlegast bent á minningarsjóð Borgarspitalans.
Gyða Þorsteinsdóttir,
Þórir Ingvarsson, Edda Jónasdóttir,
Hjördís E. Ingvarsdóttir, Jón Vignir Karlsson,
Sigrfður Óiöf Ingvarsdóttir,
Þurfður G. Ingvarsdóttir, Árni Pálsson,
Ingveldur Ingvarsdóttir, Benedikt Jónasson
og barnabörn.
t
Þökkum innilega ættingjum, vinum og kunningjum sýnda samúð
og veittan stuðning við fráfall elskulegs eiginmanns míns, sonar
okkar og bróður
DAVÍÐS ARNARS GESTSSONAR,
Ystaseli 3.
Sirjun Yuangthong,
Una Traustadóttir, Gestur Guðjónsson,
og systkyni.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum, vinum og vandamönnum, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
BIRGIS S. BOGASONAR.
Sérstakar þakkir til félaga úr Fóstbræðrum.
Svanhildur Jónsdóttir,
Sigrún Elín Birgisdóttir,
Kristján Einar Birgisson, Angela Berthold,
Jón Gauti Birgisson,
Sigríður Ósk Birgisdóttir,
Bogi Örn Birgisson,
Albert Birgisson,
Elin S. Jóhannesdóttir, Páll Samúelsson,
Eggert Bogason, Þórhildur Kristjánsdóttir,
Sigurlaug Eggertsdóttir.