Morgunblaðið - 13.11.1990, Síða 52

Morgunblaðið - 13.11.1990, Síða 52
Ef við giftum okkur ekki getuin viO áldrei liorgað þennan blessaða liring ... Með morgunkaffíriu Sem verjandi þinn segi ég að það er aðeins eil( fyrir þig að gera. Flýja! HÖGNI HREKKVÍSI „ 5Ö HSP" £■«J tZ£'/KlMGAÍ<:AFPR£f>! " Níðst á húsbyggjendum Til Velvakanda. Þann 5. nóvember fóru fram umræður á Alþingi um framtíð þess fólks seni tók Húsnæðisstjórnarlán frá árinu 1984 til dagsins í dag. Ástæðan var þó ekki sú að þing- menn hefðu áhyggjur af unga fólk- inu sem er að koma sér þaki yfir höi'uðið og hefur nú þurft að sætta sig við stórfellda kjaraskerðingu. Nei, ástæðan var sú að þingmenn voru að hugsa um stöðu Byggingar- sjóðs ríkisins. Áður en fólk i'ékk. lán í núver- andi Húsnæðislánakerfi þurfti það að sýna fram á að það gæti staðið við greiðslubyrði lánanna. I því fólst að koma með skattkort til Húsnæðisstofnunar og ítarlega áætlun um livernig að kaupunum og fjármögnun þeirra yrði staðið. Eftir tveggja og jafnvel þriggja ára bið fékk þetta fólk loks lánið ef umsókn þess og áætlanir hlutu náð fyrir augum Húsnæðisstofnunar. Áfborganirnar á þessum lánum láta svo ekki á sér standa þrátt fyrir 15-20% kaupmáttarrýrnun. En það er ekki nóg. Nú á að breyta öllum forsendum á framtíð- aráformum þessa fólks með því að hækka vextina á lánunum um allt að 50-70%. Fjölskylda með fullt lán þyrfti að greiða 70 þúsundum króna meira á ári í vexti ef þeir hækka úr 3,5% í 5%. Og þessu á fóik ekki aðeins að kyngja í eitt skipti heldur svo til alla sína ævi, því lánin eru til 40 ára. Kvennalistinn kom í veg fyrir þessi áform fyrir stuttu en nú er komið annað hljóð í þeirra strokk. Konurnar vilja hækka vextina að því gefnu að ráðstöfunin verði mild- uð með vaxtabótum í skatti lántak- enda. Anna Ó. Björnsson þingmað- ur listans lagði þó ríka áherslu á að fólk þyrfti að geta treyst því að við vaxtabæturnar væri staðið og benti réttilega á að varlegt hefur reynst að treysta á réttsýni ríkis- stjórna fram að þessu. Kvennalistinn vill sem sagt auka tekjur ríkisins með því að hækka vextina en skerða þær á öðrum stað með því að draga úr skattheimtu. Hér er verið að slá ryki í augun á einhverjum með því að taka úr ein- um vasanum og setja í hinn. Þegar þingmenn átta sig á því verða þeir fljótir að heimta minni vaxtabætur. Kvennalistinn vill að fótunum sé kippt undan ljöida fjölskyldna í landinu á einu sviði gegn loforði um að þeim sé að einhveiju leyti komið undir fólkið að nýju á öðru sviði. Ef ríkisstjórnin bregst svo gjörsamlega trausti fólks þá nær hún því ekki aftur þó annað eigi e.t.v. við kvennalistakonur. Sjálfstæðismenn fara hamförum yfir óförum kerfisins og ágreiningi í ríkisstjórnarsamstarfinu. Þeim virðist meira í mun að skapa úlfúð og að fá stjórnina til óvinsælla ráð- stafana en að hugsa um framtíð húsbyggjenda í landinu, unga fólks- ins. Þingmenn, sem fengu líklega flest sín lán gefins á verðbólguárun- um, sjá nú ofsjónum yfir því að fólki sé gefinn kostur á því að koma sér þaki yfir höfuðið á verðtryggð- um lánum en lágum vöxtum — slíkt má ekki eiga sér stað. En hvers vegna þurfa vextirnir að hækka? Það er vegna þess að lífeyrissjóðirnir vilja ekki aðeins fá sína peninga að fullu endurgreidda heldur græða umtalsverðar upp- hæðir á öllu saman. Það virðist ekki hvarfla að ráðamönnum þjóð- arinnar að stemma stigu við vaxta- fárinu og peningafíkn fjármagn- seigendanna. Og hvernig er það með lífeyrissjóðina? Sjá þeir ekkert athugavert við það að maka krókinn á eigin íélagsmönnum? Er það ekki þeirra hlutverk að aðstoða sína fé- lagsmenn? Þarna hafa þeir aðstöðu til að hjálpa fólki þegar fjárhags- staða þess er hvað verst en gróða- sjónarmiðið virðist vera einrátt á þeim bæ. Er það óhugsandi að ríkisstjórnin og stjórn lífeyrissjóðanna sjái eitt- hvert vit í því að auðvelda fólki húsnæðiskaup? Vandræðaástand húsbyggingar- sjóðs stafar af því að lántakendur — húsbyggjendur — gi'eiða lægri vexti en lánveitendur — lífeyrissjóð- irnir, ríkissjóður greiðir mismuninn. Vaxtamunurinn er ekki svo mikill ef marka má orð Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra (1,5-2%). En það má minnka bilið með því að lækka vaxtagreiðslurnar til lífeyrissjóðanna ekki síður en með því að hækka vaxtagreiðslur unga fólksins. Ef þingmönnum finnst að fé úr ríkissjóði sé illa varið í aðstoð við ungt fólk í húsnæðiskaupum og forsætisráðherrann vill frekar verja almannafé í sauðkindina ættu ráða- menn að sjá sóma sinn í því að minnka heldur hreinan gróða og háa vexti fjármagnseigenda en að níðast sífellt á þeim sem síst mega sín. Ungur húsbyggjandi Víkverji skrifar Fyrir nokkru skýrði Morgunblað- ið frá mjög lofsamlegri um sögn í bandaríska dagblaðinu New York Times um balletflokkinn í San Fransisco, sem Helgi Tómasson stjórnar og hefur raunar byggt upp síðustu 6 árin. Það var Anna Kissel- goff, sem verið hefur balletgagn- rýnandi blaðsins um langt árabil, sem skrifaði þá grein,- en hún hefur fylgzt með ferli Helga Tómassonar, sennilega frá því, að hann vakti fyrst atliygli vestan hafs. Þegar dansferli hans lauk taldi hún Helga vera í hópi fimm beztu karldansara heinis. xxx En það eru fleiri en Anna Kissel- goff, sem skrifa um afrek Helga Tómassonar um þessai' mundir. Á miðvikudag í síðustu viku birtist á menningarsíðu Financial Times, sem er ein bezta menning- arsíða sem birtist í dagblöðum aust- an hafs og vestan, umsögn um balletflokk Helga Tómassonar. Gagnrýnandinn, Alastair Mae- aulay, segir, að dansflokkurinn státi nú af nýrri stórstjörnu, Elísa- betu Loscavio, sem er 21 árs gömul og hefur hann stór orð um hæfni hennar. Lætur jafnframt í ljósi von um að hún eigi eftir að dansa í Covent Garden. Hann getur þess sérstaklega, að Helgi Tómasson, stjórnandi balletflokksins sé ís- lenzkur en hafi hlotið þjálfun . í Danmörku. Gagnrýnandinn hefur ýmislegt við uppsetningu Helga að athuga en fer í heild miklum viður- kenningarorðum um San Francisco- balletinn undir stjórn Helga. Það er alveg ljóst, að Helga Tóm- assyni hefur tekizt að byggja ballet- flokkinn í San Francisco upp með þeim hætti að nú er fjallað um hann í stórblöðum á Vesturlöndum, sem einn fremsta balletflokk . í heimi. xxx Hvar sem komið er talar fólk um veðurfarið þessa dagana og lætur í ijósi bæði undrun og ánægju. En hvað veldur þessu? Er að verða einhver sú breyting á veðri, sem við sjáum ekki fyrir end- ann á? Að minnsta kosti vekj'a umræður um breytingar á veðurfari næstu áratugi af völdum mengunar óhug.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.