Morgunblaðið - 18.11.1990, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1990
ERLENT
IIMIMLENT
Óróleiki á hús-
bréfamarkaði
Óróleiki hefur verið í vikunni í
viðskiptum með húsbréf. Á mið-
vikudaginn ákváðu Landsbréf hf.,
viðskiptavaki með húsbréf, að
hætta að kaupa bréfín þar sem
viðmiðunarmarki um húsbréfa-
kaup fyrirtækisins í nóvember
hafði verið náð. Þessi ákvörðun
leiddi til þess, að á fimmtudaginn
hættu aðrir verðbréfamarkaðir að
taka við húsbréfum nema í um-
boðssölu, að Kaupþingi hf. frá-
töldu. Jóhanna Sigurðardóttir,
félagsmálaráðherra, fundaði á
fimmtudag með forsvarsmönnum
Landsbréfa hf., Húsnæðisstofn-
unar ríkisins og bankastjórn
Landsbankans og varð niðurstaða
þess fundar sú að Landsbréf hófu
aftur húsbréfaviðskipti og að
ávöxtunarkrafa við kaupin urðu
breytileg frá degi til dags. Á
föstudaginn var ávöxtunarkrafan
þannig '7,45% þegar markaðir
opnuðu en lækkaði niður í 7,35%
þegar leið á daginn.
Gísli Sigurðsson til Bagdad
Frá því var greint um síðustu
helgi, að Gísli Sigurðsson, lækn-
ir í Kúvæt, væri kominn til
Bagdad höfuðborgar íraks. í vik-
ERLEIMT
Thatcher fær
mótframboð
Margaret Thatcher verður ekki
ein í kjöri þegar þingmenn breska
íhaldsflokksins kjósa leiðtoga sinn
og þar með forsætisráðherra á
þriðjudag. Á miðvikudag tilkynnti
Michael Heseltine fyrrum vamar-
málaráðherra mótframboð sitt og
hélt því fram að hann hefði þá
þegar tryggt sér stuðning rúm-
lega 100 þingmanna. Til þess að
knýja fram aðra umferð og opna
þar með möguleika fyrir framboð
annarra þarf Heseltine 159 at-
kvæði miðða við að allir 372 þing-
mennirnir kjósi. Thatcher segist
sigurviss og sagðist á fimmtudag
myndu halda ótrauð áfram sem
forsætisráðherra. Stuðningsmenn
hennar hafa gagnrýnt framboð
Heseltines og telja hana munu
vinna kosninguna á þriðjudag ör-
uggleg.
Útiloka aðilda EFTA að
ákvörðunum EB
Utanríkisráðherrar Evrópu-
bandalagsríkjanna (EB) útilokuðu
aðild Fríverslunarbandalags Evr-
ópu (EFTA) að ákvörðanatöku
EB er þeir ræddu við fulltrúa
EFTA um evrópska efnahags-
svæðið (EES) á fundi í Brussel
sl. mánudag. Samkomulag varð
hins vegar um að EFTA-ríkjunum
verði gefínn kostur á að fylgjast
með ákvörðunum með samráðs-
fundum allra aðildarríkja banda-
laganna tveggja á fyrstu stigum
ákvarðana.
Ryzhkov setur
Eystrasaltsríkjunum
úrslitakosti
NÍKOLAJ Ryzhkov forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna setti leið-
togum Eystrasaltsríkjanna
þriggja úrsiitakosti á fundi í
Moskvu um síðustu helgi. Hótaði
hann ríkjunum hörðum efnahags-
þvingunum ef þau féllu ekki innan
unni kom síðan fram, að
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, hefði skrifað Yass-
er Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka
Palestíu, bréf þar sem hann var
beðinn að aðstoða við lausn Gísla.
Prófkjör sjálfstæðismanna á
Reykjanesi
Sjálfstæðismenn í Reykjanes-
kjördæmi_ efndu til prófkjörs um
helgina. Ólafur G. Einarsson og
Salóme Þorkelsdóttir alþingis-
menn flokksins í kjördæminu
lentu í fyrsta og öðru sæti og
Árni M. Mathiesen dýralæknir í
því þriðja. Hreggviður Jónsson,
sem kjörinn var á þing fyrir Borg-
araflokkinn í síðustu kosningum
en gekk til liðs við þingflokk sjálf-
stæðismanna á kjörtímabilinu,
hafnaði í 12. sæti í prófkjörinu.
Finnur Ingólfsson efstur hjá
Framsókn í Reykjavík
Framsóknarmenn í Reykjavík
efndu til skoðanakönnunar um
helgina. Þar náði fyrsta sæti
Finnur Ingólfsson, aðstoðar-
maður heilbrigðisráðherra, en
Guðmundur G. Þórarinsson, al-
þingismaður, hafnaði í öðru sæti.
Deilur vegna
GATT-viðræðnanna
Á miðvikudag var greint frá
því að í tilboði íslensku ríkisstjóm-
arinnar í yfírstandandi viðræðum
innan GATT um viðskipti með
búvörur hefði hún Iýst sig reiðu-
búna til að draga úr lögbundnum
takmörkunum á innflutningi unn-
inna landbúnaðarafurða og beita
þess í stað jöfnunargjöldum til að
vega upp mismun á niðurgreiddu
heimsmarkaðsverði og verði á
heimamarkaði. Talsmenn bænda-
samtakanna hafa lýst yfir áhyggj-
um af því að komi til slíks inn-
flutnings muni það rýra innlenda
framleiðslu.
viku frá áformum um að fara eig-
in leiðir í efnahagsmálum og sam-
þykktu efnahagsstefnu Sovét-
stjórnarinnar. Eistar, Lettar og
Litháar höfnuðu afarkostum Ryz-
hkovs þegar í stað og Kazimiera
Prunskiene forsætisráðherra Lit-
háens sagði eftir fundinn að til-
gangslaust væri að ræða frekar
við Ryzhkov og stjórn hans um
sjálfstæðismál Eystrasaltsríkj-
anna. Eina vonin úr þessu væri
að tala beint við Míkhaíl Gor-
batsjov Sovétleiðtoga.
Gorbatsjov og Jeltsín semja
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi
og Borís Jeltsín forseti Rússlands
gerðu samkomulag á þriðjdag sem
er í því fólgið að mynduð verði
nokkurs konar þjóðstjórn með
þátttöku fulltrúa Rússlands og
annarra Sovétlýðvelda. Sagðist
Jeltsín ekki ætla að sundar so-
véska ríkjasambandinu heldur
vildi hann leysa deilur um skipt-
ingú valds milli miðstjómarvalds-
ins í Moskvu og lýðveldanna.
Hafna leiðtogafundi araba
Áskorun Hassans Marokkókon-
ungs til Ieiðtoga arabaríkja um
að þeir hittust á fundi til þess að
freysta þess að koma í veg fyrir
hernaðarátök um Kúvæt hlaut
nær engar undirtektir. Hassan
taidi leiðtogafund araba vera
síðasta tækifærið sem eftir væri
til þess að tryggja friðsamlega
lausn stríðsástandsins við Persaf-
lóa. Afstaða íraka sjálfra gerði
út um vonir um að halda fundinn
og önnur Persaflóaríki sögðust
ekki mæta nema áður lægi fyrir
samþykki íraka við að fara með
innrásarheri sína frá Kúvæt.
Njósna um íraka
Bandaríkjamenn skutu geim-
feijunni Atlantis á loft á fimmtu-
dagskvöld og hvíldi mikil leynd
yfír ferðinni en heimildir hermdu
að um borð hefði verið nýr og
fullkomin njósnahnöttur sem m.a.
væri ætlað það hlutverk að njósna
um hernaðarumsvif innrásarhetja
íraka í Kúvæt.
Bandarískar rannsóknir á kransæðasjúklingum;
Stöðug umönnun brýn
eftir sjúkrahúsaðgerð
Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
KRANSÆÐASJÚKLINGAR, sem eiga aðgang að hjúkrun allan sólar-
hringinn og nákvæmri lyfjagjöf, eiga sér lengri lífsvon en þeir, sem
gangast undir aðgerð í sjúkrahúsi og halda svo eftirlitslítið eða eftir-
litslaust aftur út I lífið.
etta kom fram á fundi American
Heart Association (sem kannski
mætti kalla „Hjartavinafélag Banda-
ríkjanna") sem nú stendur yfir í
Dallas í Texas. Kransæðasjúkdómar
hijá nú um 3 milljónir Bandaríkja-
manna og leggja um 200 þúsund að
velli árlega. Hjartasjúkdómstilfellum
fjölgar jafnt og þétt bæði vegna
hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar
og vegna þess að læknum tekst oft-
ast að lengja lífdaga hjartasjúklinga.
Allt þetta er þjóðfélaginu mjög dýrt.
Þetta kom m.a. fram á fundinum í
Dallas. Og þar var lýst niðurstöðu
athyglisverðrar rannsóknar.
Rannsóknin náði til 50 hjartasjúkl-
inga, sem náð höfðu 65 ára aldri.
Helmingur þeirra var lagður inn á
heilsugæslustöð. Þar nutu þeir góðr-
ar hjúkrunar og nákvæmrar — og
meiri lyfjagjafar en venjulega. Einnig
var betur fylgst með þeim með ýms-
um tækjabúnaði. Aðstandendum
þeirra var veitt fræðsla um einkenni
sjúkdómsins og meðferð sjúklingsins.
Eftir að sjúklingamir voru sendir
heim gátu þeir kallað á hjúkrunar-
hjálp hvenær sem var sólarhringsins
og fengið ráðgjöf um hvaðeina varð-
andi sjúkdóminn. Hinn helmingurinn
var lagður í sjúkrahús til aðgerðar
og hlaut þar venjulega meðferð en
enga umönnun eftirá.
í ljós kom að fyrmefndi hópurinn
þurfti helmingi sjaldnar að leita
neyðarhjálpar. Eftirköst af einhveiju
tagi og dauðsföll voru einnig u.þ.b.
helmingi færri en hjá „spítalahópn-
um“ eða 10% á móti 19% á fyrstu
átta mánuðum eftir heimkomu.
Næsta verkefni er að kanna hvort
Um 12.000 Rúmenar hafa sótt
um hæli í Austurríki sem pólit
ískir flóttamenn frá því í desember
í fyrra er rúmenska einræðisherran-
um Nicolae Ceausescu var steypt af
stóli. Um 1.500 þeirra hafa fengið
hæli í landinu og 3.500 til viðbótar
hafa fengið þar búsetu- og starfs-
leyfi. „Hinir geta ekki sest að í Aust-
urríki og verða sendir heim,“ sagði
talsmaður austurríska innanríkis-
ráðuneytisins.
Talsmaðurinn sagði að rúmensk
stjórnvöld hefðu lofað að flóttamönn-
unum yrði veitt aðstoð til að hefja
unnt sé'að draga úr dauðsföllum af
völdum hjartasjúkdóma þegar til
lengri tíma er litið. Eins og er deyja
50% hjartasjúklinga áður en fímm
ár eru liðin frá því sjúkdómsins varð
vart. Fram kom einnig, að sú með-
ferð sem bandarískir hjartasjúkling-
ar fá byggðist á „forvömum byggð-
um á heilbrigðri skynsemi", sem
unnt er að veita á hvaða sjúkrahúsi
sem er og þarf ekki sérfræðinga til.
nýtt líf í Rúmeníu. Austurrískur
stjórnarerindreki yrði sendur til að
kanna hvort staðið yrði við það.
Græningjaflokkurinn austurríski
fordæmdi þessa ákvörðun harðlega
og sagði aðgerðirnar ómannúðlegar.
Rúmenar hafa streymt til Vestur-
landa frá byltingunni í desember
vegna efnahagskreppunnar í landinu
og af ótta við að fyrrum kommúnist-
ar ráði þar enn ríkjum. Vörðum við
landamæri Austurríkis að Ungveija-
landi var fjölgað mjög í ágúst ti! að
stemma stigu við flóttanum.
7.000 Rúmenar send-
ir heim frá Austurríki
Vín. Reuten
STJÓRNVÖLD í Austurríki hafa ákveðið að senda um 7.000 Rúmena
til heimalands síns en þeim hefur verið neitað um hæli í landinu sem
pólitískir flóttamenn.
EB leggur til atlögn við
einokun á sviði fjarskipta
EF fyrirhugaður innri markaður Evrópubandalagsins (EB) árið
1993 á að geta keppt við markaði í Bandaríkjunum og Japan
verður að brjóta niður þá einokun þjóðríkja sem ríkir í fjarskipt-
um innan EB og opna aðgang og afnot af fjarskiptahnöttum fyr-
ir fyrirtæki og almenning. Þetta er m.a. niðurstaða grænnar
bókar sem framkvæmdastjórn EB kynnti í Brussel í vikunni. Til-
gangur bókarinnar er að vekja umræður innan bandalagsins um
tillögur frá framkvæmdasljórninni sem miða að því að fólk og
fyrirtæki hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem veita má í
gegnum gervihnetti.
Framkvæmdastjórnin leggur til
að öllum verði heimilt, án tak
markana, að kaupa og setja upp
diska til móttöku á sjónvarpsefni
þannig að öll einkaieyfí á því sviði
verði felld niður. Sama á að gilda
um móttöku á annars konar efni.
Hveijum sem er skal heimilt að
sækja um aðgang að fjarskipta-
hnetti til að
dreifa í gegnum
hann upplýsing-
um eða öðrum
gögnum. Þessi
leyfi skulu þó
eftir atvikum
BAKSVIÐ
Reiknað er með því að ef evr-
ópsk tækni á sviði fjarskipta-
hnatta yrði markaðssett án hindr-
ana mætti lækka stofnkostnað um
40% og að sama skapi er búist
við að aukin notkun gæti lækkað
neytendakostnað um rúmlega
60%. Framkvæmdastjórnin gerir
og ráð fyrir að rýmri reglur og
greiðari aðgang-
ur að fjarskipta-
hnöttum stækk-
aði markaðinn
þar sem hann er
Kristófer M. Kristinsson skrifarfrá sérhæfðastur um
Brussel 66%.
háð skilyrðum t.d. hvað varðar
tækni til að tryggja sérstök rétt-
indi og nauðsynlega leynd. Lagt
er til að tækni innan EB verði að
fullu samhæfð og tekið verði mið
af möguleikum evrópskra fyrir-
tækja til að selja þjónustu utan
bandalagsins. í bókinni er lögð
áhersla á að Evrópumarkaður fyr-
ir fjarskiptahnetti nái bæði til
ríkja Fríverslunarbandalags Evr-
ópu (EFTA) og ríkjanna í Mið-
og Austur-Evrópu. Sérstaklega
er bent á nauðsyn þess að fyrir-
tæki innan EB geti sinnt brýnum
þörfum ríkjanna í Mið- og
Austur-Evrópu á þessu sviði. For-
senda allra framfara í fjarskiptum
um gervihnetti sé að ríkisstjómir
aðildarríkjanna losi um tökin
þannig að fyrirtæki geti notið
góðs af stærri markaði sem óhjá-
kvæmilega muni leiða til minni
stofnkostnaðar og lægri notenda-
gjalda en nú tíðkast.
Fjarskiptahnettir innan EB
hafa fyrst og fremst verið notaðir
til að koma áleiðis símtötum. Um
44% af tekjum af fjarskiptahnött-
um eru símtöl, annar stór liður
er dreifíng á sjónvarpsefni sem
skilar um 46% af tekjunum en
þjónusta við fyrirtæki nemur ein-
ungis um 10% af tekjum af fjar-
skiptahnöttum.
Um þessar mundir em 32 fjar-
skiptahnettir á lofti sem ná að
senda geisla yfir aðildarríki EB,
árið 1993 er gert ráð fyrir að
þeir verði 56. Um 850 þúsund
diskar eru í notkun innan banda-
lagsins, langstærstur hluti þeirra
tekur á móti sjónvarpsefni fyrir
heimili eða rúmlega 700 þúsund
diskar. Einungis 10 þúsund diskar
eru notaðir til að taka á móti
upplýsingum fyrir fyrirtæki. Það
er fyrst og fremst fyrirtækja-
markaðurinn sem framkvæmda-
stjórnin vill leggja áherslu á. Til
Nær 500 tonna þungri, franskri
Ariane-eldflaug skotið á loft
frá Guyana í Suður-Ameríku í
júlí sl. Um borð voru tveir fjar-
skiptahnettir, annar franskur
og hinn þýskur.
þess verður að auðvelda fyrirtækj-
um aðgang að nýrri þjónustu s.s.
að senda og taka á móti upplýs-
ingum sem varða viðskipti, sjón-
varpsfundahöldum um gervihnetti
og söfnun upplýsinga t.d. frétta
frá mörgum stöðum í sömu andrá.
Með grænu bókinni hyggst
framkvæmdastjórnin vekja
stjórnvöld í aðildarríkjunum til
umhugsunar og umræðu um þessi
efni en ljóst er að framtíðin ræðst
að mestu af því hversu fast hald-
ið verður í einokun ríkisrekinna
fyrirtækja.
>
)
i
j
j
I
í