Morgunblaðið - 18.11.1990, Side 6

Morgunblaðið - 18.11.1990, Side 6
6 FRETTIR/INIMLEIUT ÍMOKÖUXBLADID SUNNUDAGUR 18. NÓVÉMBER 1990 „Hættu nú þessu voli, Hermann minn“ á dagskrá RUV í kvöld: „Vil vekja sterk við- brögð áhorfenda“ - segir Margrét Rún Guðmunds- dóttir höfundur myndarinnar „Hættu nú þessu voli, Her- mann minn“, 40 mínútna löng kvikmynd eftir Margrétí Rún Guðmundsdóttur, verður á dag- skrá ríkissjónvarpsins í kvöld. Kvikmyndin hefur verið sýnd víða um heim og hefur hún vak- ið bæði hrifningu og hneykslun að sögn höfundar. Margrét Rún stundar nám. í Kvikmynda- og sjónvarps skólan um í Miinchen og gerði hún myndina er hún var á öðru og þriðja námsári. „Okkur var fyrirskipað að gera 15 til 20 mínútna langa mynd, en ég var með þessa ákveðnu hug- mynd að lengri kvikmynd og hrinti henni í framkvæmd, þrátt fyrir að margir hefðu ráðið mér frá því. Wolfgang Langsfeld, próíessorinn minn í kvikmyndaskólanum, sagði t.d. við mig: „Margrét, barnið mitt, þetta handrit þitt er dónalegt skrímsli. Sennilega mun engin al- þjóðleg kvikmyndahátíð vilja taka hana til sýningar, en gerðu hana. Hún ber vott um hugrekki og það eru einmitt slíkar myndir sem við þurfum á að haida.“ Og ég gerði myndina," sagði Margrét Rún í samtali við biaðamann Morgun- blaðsins. Kvikmyndin hefur nú verið sýnd í Þýskalandi, Svíþjóð, Tyrklandi, Austurríki, Ástralíu, Portúgal og Grikklandi og alls staðar vakið mikla athygli. Ýmist hefur henni verið mjög vel tekið eða hún hefur valdið mikilli hneykslun, að sögn Margrétar. „Alltaf þegar myndin er sýnd í Þýskalandi vekur hún uppsteyt. Áhorfendum stekkur ekki bros, á meðan áhorfendur annarra þjóða hlæja af og til. Á frumsýningunni var dauðaþögn í áhorfendasalnum á meðan á sýningu stóð en eftir sýninguna öskruðu áhorfendur á hver annan í a.m.k. hálfa klukku- stund, ýmist frávita af reiði eða mjög hrifnir,_ en það er einmitt gott. Ég vil vekja sterk viðbrögð meðal áhorfenda," sagði Margrét Rún. Margrét Rún segir myndina vera ádeilu á fólk, sem líður stöð- ugt illa, en þar eru Þjóðveijar, að hennar sögn, í sérflokki. „Myndin er eiginlega viðbrögð mín við dvölinni hérna úti. Ef maður spyr fólk heima hvernig það hafi það, svarar það yfirleitt já- kvætt. Hér er þetta þveröfugt. Öllum líður eitthvað svo illa og það má eiginiega segja að ég hafi eytt fyrsta hálfa árinu hérna í að hjálpa fólki sem sagðist líða illa, eða þangað til að ég áttaði mig á því að Þjóðveijar meina allt annað en íslendingar þegar þeir kvarta und- Margrét Rún Guðmundsdóttír höfundur myndarinnar „Hættu nú þessu voli, Hermann minn“. an vanlíðan," sagði Margrét Rún. Hún segir boðskap myndarinnar vera þann að lífið sé auðveldara, skemmtilegra og fallegra heldur en aðalpersónan í myndinni gerir sér það. Margrét Rún er nú að ljúka námi í kvikmyndagerð og hyggst hún dvelja áfram í Þýskalandi að námi loknu. „Mig langar heim en það væri vitleysa, því hér er auðveldara að komast yfir fé í kvikmyndagerð og verður mun betra með tilkomu sameiginlegs markaðar Evrópu- bandalagsins 1992. Það er iíka auðvelt að vera kona í kvikmynda- bransanum hérna, þær eru um 20% á móti 80% karlmanna og vekja því meiri athygli," sagði Margrét. Margrét hefur sett á stofn fyrir- tæki, Rúnfilm Produktion, í Múnchen, þar sem hún hyggst framleiða eigin kvikmyndir. Hún er nú að skrifa handrit að mynd í fullri lengd, sem hún segir vera ádeilu á útlendingaumræðu í Þýskalandi. „Það er stórkost- legt að hafa fasta atvinnu við sönginn segir Sólrún Bragadóttir sópransöngkona sem heldur tónleika á mánudagskvöld SÓLRÚN Bragadóttir sópran- söngkona er stödd hér á landi um þessar mundir og heldur hún tónleika í Gerðubergi nk. mánu- dagskvöld sem hefjast kl. 20.30. Sólrún hefur dvalið erlendis undanfarin átta ár við nám og störf. Hún er nú fastráðin við óperuhúsið í Hannover í Þýska- landi til næstu þriggja ára. Sólrún hefur starfað í Þýskalandi í rúmlega þrjú ár, fyrst í Kais erslautern, en nú í Hannover, en til Þýskalands fór hún frá Banda- ríkjunum, þar sem hún lauk mast- ersnámi í söng. „I Kaiserslautern fékk ég mjög mikla þjálfun og söng stór hlut- verk, meðal annars greifynjuna í Fígaró, Donnu Önnu í Don Giov- anni og Mimi í La Boheme. Það er hins vegar mikill munur á óperu- húsunum á þ'essum stöðum. í Kais- erslautern er óperuhúsið í c-flokki, en í Hannover í a-flokki, svo það má segja að þetta hafi verið stórt stökk upp á við hjá mér í haust,“ ságði Sólrún i samtali við Morgun- blaðið. Sólrún syngur nú Paminu í Töfraflautunni í Hannover, en mun í vetur syngja stór hlutverk í tíu óperum, Óperuhúsið í Hannover Eftir að veiða 45 þúsund tonn af þorskkvótanum 5.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra BÚIÐ var að veiða samtals um 275 þúsund tonn af þorski um síðustu mánaðamót, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands. Þjóð- hagsstofnun gerir ráð fyrir að veidd verði 320 þúsund tonn af þorski í ár, þannig að um síðustu mánaðamót var eftir að veiða 45 þúsund tonn af þorski. Síðustu tvo mánuðina í fyrra voru hins vegar veidd um 40 þúsund tonn af þorski, þar af 24.400 tonn í nóvember. Fyrstu tíu mánuðina i ár voru veidd um 50 þúsund tonn af ýsu, 78 þúsund tonn af ufsa, 75 þúsund tonn af karfa, 11 þúsund tonn af steinbít, 32 þúsund tonn af grálúðu, 7.500 tonn af skarkola og 15 þúsund tonn af öðrum botn- fiski. Þjóðhagsstofnun gerir aftur á móti ráð fyrir að á þessu ári verði veidd 68 þúsund tonn af ýsu, 95 þúsund tonn af ufsa, 90 þúsund tonn af karfa, 14 þúsund tonn af steinbít, 35 þúsund tonn af grá- lúðu, 11 þúsund tonn af skarkola og 25 þúsund tonn af öðrum botn- fiski. Um síðustu mánaðamót var því eftir að veiða 18 þúsund tonn af ýsu, 17 þúsund tonn af ufsa, 15 þúsund tonn af karfa, 3 þúsund tonn af steinbít, 3 þúsund tonn af grálúðu, 3.500 tonn af skarkola og 10 þúsund tonn af öðrum botnfiski. Síðustu tvo mánuðina í fyrra voru m.a. veidd 10.400 tonn af ýsu, 13 þúsund tonn af ufsa, 16.700 tonn af karfa, 1.200 tonn af steinbít, 1.200 tonn af grálúðu og eitt þúsund tonn af skarkola. Veidd voru samtals 1,243 millj- ónir tonna fyrstu tíu mánuðina í ár, eða 24 þúsund tonnum meira en á sama tíma á síðastliðnu ári. Fiskar dorma lóðrétt- ir í sjónum á næturnar - segir Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar Á AÐALFUNDI Landssambands íslenskra útvegsmanna, sem haldinn var fyrir skömmu, spurði Sigurður Einarsson, forstjóri Hraðfrysti- stöðvar Vestmannaeyja, Jakob Jakobsson, forstjóra Hafrannsókna- stofnunar, að því hvort hann vissi eitthvað um svefn fiska. Jakob svaraði því til á fundinum að hann stæði alveg á gati hvað þetta málefni varðaði. „Það spurði mig einhver um svefn fiska en ég vissi nákvæmlega ekkert um hann og þess vegna spurði ég Jakob að þessu,“ sagði Sigurður Einarsson í samtali við Morgunblaðið. Eftir aðalfund LÍÚ setti ég allt í gang til að finna út úr þessu,“ sagði Jakob Jakobsson_ í samtali við Morgunblaðið. „Ég hringdi í erlenda sérfræðinga, sem hafa verið að rannsaka hegðun fiska, og niðurstaðan varð sú að fiskar sofa ekki sama hátt og spen- dýr og fuglar gera,“ sagði Jakob. Hann upplýsti áð John Blaxter, breskur sérfræðingur, sem rann- sakað hafi atferli og hegðun fiska, aðallega síldar, í rannsóknastöðinni Oban í Skotlandi síðastliðin þrjátíu ár, segi að vart verði við það á viss- um tímum sólarhringsins að fiskar séu í hálfgerðum dvala. Þeir hreyfi sig mjög lítið í myrkri og séu þá ef til vill í einhvers konar hvíld, frekar en að þeir séu sofandi. „Þá hafa Rússar þóst sjá hálfsof- andi ýsu úr kafbátum,“ sagði Jak- ob. „Svo er ég með óskaplega skemmtilega bók eftir færeyskan sjómann, Jorgen M. Olsen, sem seg- ir að síldin sofi lóðrétt í sjónum í myrkri og með hausinn niður. Rúss- arnir segja einnig að ýsan sé næst- um því lóðrétt í sjónum þegar hún er í svona dvala á nóttunni." Þjóðhagsstofnun gerir á hinn bóg- inri ráð fyrir að veidd verði samtals 1,654 milljónir tonna í ár, þar af 850 þúsund tonn af loðnu, eða sam- tals 140 þúsund tonnum meira en í fyrra. Stofnunin reiknar með að loðnuaflinn verði 178 þúsund tonn- um meiri í ár en á síðastliðnu ári. Um síðustu mánaðamót var búið að veiða 643 þúsund tonn af loðnu, eða 36 þúsund tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að þorskaflinn í ár verði 34 þúsund tonnum minni en í fyrra og grálúðu- aflinn 23 þúsund tonnum minni. Stofnunin reiknar hins vegar með að ýsuaflinn verði 6 þúsund tonnum meiri en í fyrra og ufsaaflinn 15 þúsund tonnum meiri en svipað verði veitt af karfa og skarkola og á síðastliðnu ári. Gert er ráð fyrir að rækjuaflinn verði 3 þúsund tonn- um meiri en í fyrra en þá voru veidd 27 þúsund tonn af rækju. Rækjuafl- inn var 23.700 tonn fyrstu tíu mán- uðina í ár, sem er um 4.400 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Veidd voru 19.500 tonn í október síðastliðnum, eða 4 þúsund tonnum meira en í sama mánuði í fyrra, en síldarkvótinn er 98 þúsund tonn. Hálkuóhöpp ÓHÖPP urðu í umferðinni í Reykjavík vegna hálku í fyrri- nótt. Engin meiðsli urðu á fólki. Bifreiðar lentu fjórum sinnum utan vegar og er það rakið til hálk- unnar. Sýnu mest tjón varð þegar bifreið fór út af á Sæbraut við Laug- arnes og valt, um klukkan fjögur. Sólrún Bragadóttir hefur, að meðaltali, þrjátíu óperur til sýninga á vetri. „Sum hlutverkanna sem ég er í hef ég getað gengið beint inn í, þar sem ég söng þau í Kaiserslaut- ern, en önnur hef ég þurft að æfa frá gi-unni. Það er stórkostlegt að hafa fasta vinnu við sönginn og geta verið á fjölunum allan vetur- inn. Hér heima er óperusöng sorg- lega lítið sinnt og því megnið af okkar óperufólki statt erlendis,11 sagði Sólrún. Næstu þijú árin mun Sólrún syngja við óperahúsið í Hannover, en segir framtíðina að öðru leyti óráðna. „Ég gæti vel hugsað mér að fara víðar og syngja, þó ég kunni afar vel við mig í Hannover. Það er víst alltaf þannig að þegar mað- ur er kominn hátt þá vill maður fara hærra,“ sagði Sólrún. Á tónleikunum í Gerðubergi á mánudagskvöld mun Sólrún syngja við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Belgía: Forseta Is- lands afhent viðurkenning Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins VIGDÍS Finnbogádóttir, forseti íslands, tekur í dag, sunnudag, við viðurkenningu sem kennd er við skáldkonuna og mannvininn Marguerite Yourcenan. Afhendingin fer fram í borginní Huy í Belgíu en viðurkenning una afhendir Anne Marie Elzin, ráð- herra í belgísku ríkisstjórninni. Jafn- framt verður forseti íslands útnefnd heimsborgari í bókstaflegum skiln- ingi þess orðs. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi viðurkenning er veitt en hana á að veita fólki sem á einhvern sérstæðan hátt hefur lagt meira af mörkum en almennt gerist til að efla menningu, frið og frelsi í heiminum. Yourcenan fæddist í Belgíu en starfaði lengstum í Frakkl- andi og síðustu æviárin í Banda- ríkjunum. Hún var fyrsta konan sem boðin var aðild að frönsku akade- míunni. Bækur hennar eru vel þekkt- ar, a.m.k. í hinum frönskumælandi heimi. Alþjóðahyggja hennar, ást á fornum fræðum og fjarlægum þjóð- um er tilefni þess að stofnað var til viðurkenningar sem við hana er kennd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.