Morgunblaðið - 18.11.1990, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1990
"1—;; . ’. ;f i? fV- ‘ý;;*1 •■> ■>
11
ASÍ, BSRB, Guðmundur Jaki og fleiri góðir
menn. Ég er ekkert að segja að þetta sé
ekki ágætis klúbbur, en þeir mega alveg
hafa hann út af fyrir sig. Við sjómenn erum
ekkert að sækjast eftir aðild að honum.“
— Það er líka staðreynd að þið sjómenn
hafið fengið kjarabætur á þessu ári vegna
stórhækkaðs fiskverðs, langt langt umfram
það sem aðilar þjóðarsáttarinnar hafa mátt
telja upp úr sínum launaumslögum. Er ykk-
ur stætt á kröfum ykkar í ljósi þessa?
„Við höfum fengið talsvert miklar hækk-
anir, sérstaklega í botnfiskveiðum. Engar
hækkanir í loðnu, rækju og síld, sem eru
þó talsverður hluti af tekjum sjómanna.
Loðnu- og síldarsjómenn hafa mátt búa við
lækkandi tekjur síðustu tvö þijú ár.“
Kaupmáttur aukist á þessu ári
— Samt sem áður hefur kaupmáttur ykk-
ar fyrstu átta mánuði þessa árs miðað við
sama tíma í fyrra aukist um á milli 10 og
20%, ekki satt?
„Alls ekki, þetta er bara ekki rétt. Fisk-
verðið er ekki allt. Ef þú lítur á tímabilið
frá því í febrúar og til dagsins í dag, þá
má tala um aukningu sem er eitthvað yfir
10%. En ef þú lítur tvö þijú ár aftur í tím-
ann, þá sést að aflaheimildirnar hafa dregist
saman um a.m.k. 10% þijú ár í röð og jafn-
framt hafa fiskverðsbreytingar ekki verið
okkur sjómönnum í hag. Ef þetta dæmi er
skoðað til lengri tíma, þá er ekki nokkur
leið að finna því stað að á öllu tímabilinu
hafi sjómenn borið eitthvað virkilega meira
úr býtum en aðrir. Það er rétt að kjörin
hafa batnað til muna á þessu ári, vegna
botnfiskveiðanna, en sjómenn hafa hins veg-
ar tekið á sig kjaraskerðingu vegna olíu-
verðshækkunarinnar og munu ekki fá hana
til baka um sýnilega framtíð.“
— Samt sem áður étur kjaraskerðingin
vegna olíuverðshækkunar ekki upp kaup-
máttaraukningu ykkar, vegna hækkunarinn-
ar á fiskverðinu.
„Nei, sem betur fer étur hún hana ekki
alla upp, en við búum við þetta markaðs-
sveifluverð og ef fiskverð lækkar, þá munum
við þurfa að taka það á okkur. Kauptöxtum
í landinu mun ekki verða breytt út á það,
enda hefur það aldrei gerst. Þegar verðsveifl-
ur upp á við verða á erlendum fiskmörkuð-
um, þá gerist það oft að sjómenn njóta henn-
ar fyrstir, en sama á við um þegar verðlækk-
anir verða, þá verða sjómenn að taka á sig
lækkunina.“
— Á formannafundi FFSÍ á ísafirði tókuð
þið þá ákvörðun, átta menn, eins og Kristján
Ragnarsson segir, að bera tilboð Landsam-
bands íslenskra útvegsmanna ekki undir at-'
kvæði félagsmanna. Getið þið átta axlað
ábyrgðina á því að flotinn stöðvist, að Vest-
fjörðum undanskildum, vegna atriðis sem er
í raun og veru ekki neitt kjaraspursmál
fyrir ykkur? Getið þið réttlætt það fyrir ykk
ur sjálfum að þið gerið allt þetta fólk atvinnu-
laust sem undanfarin misseri hefur verið að
taka á sig þær kjaraskerðingar sem þið haf-
ið sloppið við?
„Kristján er alveg snillingur í því að setja
svona upp fyrir þjóðina og terigja það við
einhveija átta menn hjá FFSÍ. Hann hins
vegar getur ekkert um það að þessir átta
formenn, sem voru á móti, eru fulltrúar fyr-
ir stéttarfélög fleiri hundruð manna. Jafn-
framt má benda á að ákvarðanir hjá LÍÚ
eru teknar með nákvæmlega sama hætti af
stjórn LÍÚ.“
Hefði ekkert þýtt að bera tilboð LÍÚ
undir félagsmenn
— Hvers vegna máttu ekki félagarnir í
stéttarfélögunum sjálfir greiða atkvæði um
þetta tilboð?
„Þeir voru búnir að greiða atkvæði um
svona samning og fella hann. Það eina sem
var nýtt í þessu tilboði LÍÚ var ný olíuverðs-
viðmiðun. Það var mat manna, sem eru í
forystu fyrir þessi stéttarfélög, að ekkert
þýddi að bera þetta tilboð undir félagsmenn
þar sem aðeins var boðið upp á eitt atriði
af fjórum sem samdist um í Vestfjarðasamn-
ingnum. Það hefði verið kolfellt."
— Nú er áratuga hefð fyrir því að samn-
ingar sjómanna á Vestfjörðum eru öðru vísi
en annars staðar á landinu. Hvers vegna
þarf samanburður nú við þá fyrir vestan,
að stefna afkomumöguleikum þúsunda í
voða?
„Menn eru ekki að bera beint saman Vest-
ijarðasamninginn og aðra samninga. Það var
samið fyrir vestan um lausn á þessari sér-
stöku deilu og inni í þeirri lausn eru fjögur
atriði. Fyrst hægt var að leysa málið þar,
með þessum fjórum atriðum, þá verður líka
að semja um þessi sömu fjögur atriði við
aðra.“
Þrjóska og þvermóðska
— Þú hefur sjálfur sagt að þessi deila
snúist ekki lengur um peninga, heldur grund-
vallaratriði, þ.e. að þið fáið nákvæmlega eins
lausn og fékkst fyrir vestan. Er það ekki
meiriháttar þvermóðska og stífni af hálfu
beggja aðila að stofna svona gríðarlegum
hagsmunum í hættu, fyrir það sem nánast
ekkert er?
„Ég bendi nú bara á, að þtjóskan og þver-
móðskan getur engan veginn talist vera
bara okkar megin. Ég álít að útvegsmenn
og forystumenn þeirra séu að beita okkur
fyrir sig og setja málið þannig fram að við
með okkar kröfum séum að fremja einhver
illvirki. Útgerðarmenn og forysta þeirra, sem
eru búnir að lýsa því yfir að sú lausn, sem
fékkst á Vestfjörðum, hafi verið gerð með
fullri vitund þeirra og vilja, eru einfaldlega
ekki tilbúnir til að bjóða öðrum sjómönnum
upp á samskonar lausn. Það er ekki hægt
að una því að samið sé um ákveðin atriði
fyrir vestan, en ekki við aðra landshluta.
Félagar í FFSÍ geta ekki unnið sömu störf
og félagar þeirra í Bylgjunni á Vestfjörðum,
en verið verðlagðir á annan hátt, þegar þeir
eru á tímakaupi eða slippfararkaupi."
Legg sjálfan mig að veði
— Gagnrýnendur þínir hafa sagt við mig
að þú hafir breyst upp á síðkastið og kenna
þeir pólitíkinni um. Þeir hafa sagt að ekki
sé lengur á það að treysta, að gamli, góði,
freki en hreinskiptni Addi Kitta Guj leiði
Fjölsfeylduleifcur feaupþings
Svarseðill
Rétt svar við myndagátunni er Nafn:
(merktu með x í viðeigandi reit):
□ Einingabréf eru innleysanleg nær hvenær sem er. Hehnilisfang:
□ Einingabréf má kaupa fyrir hvaða upphæð sem er.
□ Einingabréf eru örugg og arðbær sparnaðarleið.
□ Einingabréf eru seld á 80 stöðum á Islandi. __________
Símanúmer:
Leiktu til vinnings
með Einingabréfum
1. verðlaun:
Einingabréf fyrir 50.000 krónur.
2. verðlaun:
Einingabréf fyrir 20.000 krónur.
3. verðlaun:
Einingabréf fyrir 5.000 krónur.
i
I myndagátunni hér til hliðar er fólgin ein af
setningunum á svarseðlinum sem lýsir
höfuðkostunum við Einingabréf. Þegar þú hefur leyst
úr myndgátunni, fyllirðu út svarseðilinn og sendir
hann til okkar. Utanáskriftin er:
Fjölskylduleikur Kaupþings
Kaupþing hf.
Kringlunni 5
103 Reykjavík.
Sendu okkur svarið í pósti eða komdu með það á
afgreiðslu Kaupþings x Kringlunni 5, Reykjavík, eða
til Kaupþings Norðurlands, Ráðhústorgi 1 á
Akureyri.
Skilafrestur er til 1. desember.
Úrslitin verða birt í Morgunblaðinu fimmtudaginn 6.
desember.
KAUPÞING HF
Kringlunni 5, stmi 689080