Morgunblaðið - 18.11.1990, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1990
BEST VÆRIAÐ GERA
KmiumuREFm
BÓKIMMÁ ÍSLAAIDI
eftir Bryndísi Kristjónsdóttur
„Mér hafa verið að berast óskir frá alvarlega sjúku
fólki sem átt hefur skammt eftir ólifað um að fá a
lesa framhaldið af bókaflokknum Börnum Jarðar
áður en það dæi. Það er regla að leyfa aldrei almenn-
ingi að lesa handrit af óútkomnum bókum, en í þess-
um tilfellum gerði ég undantekningar og ég veit um
tvo sem náðu því að lesa nýjustu bókina í handriti
áður en þeir dóu,“ sagði metsöluhöfundurinn Jean
M. Auel í einkaviðtali fyrir Morgunblaðið á dögunum
og þessi frásögn hennar lýsir því vel með hvílíkri
óþreyju beðið hefur verið eftir fjórðu bók hennar,
Seiði sléttunnar. Auel var þá stödd i Bandaríkjunum
þar sem hún var að kynna þessa nýjustu bók sína,
en hún hefur annars aðalbækistöð í Frakklandi um
þessar mundir.
Fimm ár eru liðin síðan
þriðj a bókin í bóka-
flokknum kom út í
Bandaríkjunum og það
er ekki fyrr en nú í
haust sem sú fjórða fer
loks á markað um allan heim, hér á
íslandi hafa bækurnar um Jarðar-
börnin notið mikilla vinsælda og
langt er síðan fólk fór að hringja til
Vöku-Helgafells, sem gefið hefur
bækurnar út í íslenskri gerð, og
spytja um næstu bók. yfirleitt þykir
það mjög slæmt þegar svo langur
tími líður á milli framhaldsbóka, en
í þessu tilviki virðast menn ekki ótt-
ast að lesendur hafi snúið baki við
Jean Auel og sögum hennar enda
segir upphæðin sem hún fékk
greidda fyrir handritið sína sögu.
Fram til þessa hefur rithöfundurinn
Stephen King, sem víðkunnur er
fyrir hroll-
vekjubæk-
ur sínar,
verið talinn
hæstlaun-
aði rithöf-
undur í
heimi, en
nú hefur
Jean M.
Auel a.m.k.
náð honum
eða slegið
honum við,
því sagt er
að þegar
hún gekk
frá samn-
ingum við
Crown-útgáfufyrirtækið í New York
nú síðsumars, hafi hún fengið greitt
sem svarar 2,4 milljörðum íslenskra
króna sem fyrirframgreiðslu fyrir
handritin að þrem síðustu bókunum
í þessum vinsæla bókaflokki.
— Hvers vegna leið svona langur
tími á milli bókanna?
„Það eru ýmsar ástæður fyrir
því,“ sagði Jean, er við héldum sam-
talinu áfram. „Fyrst og fremst er
þetta mjög löng bók, í ensku útgáf-
unni eru 315.000 orð og flestar þýð-
ingar eru um 700 blaðsíður í stóru
broti. Rannsóknarvinnan tók síðan
afar langan tíma, en hana vinn ég
alla sjálf; skrifa glósur, skrifa úr-
drátt, skrifa upp aftur og aftur þar
til ég er ánægð. Að vísu er ég alltaf
með ritara þegar ég er komin á
fullt að skrifa bók og til að hjálpa
mér með b'réfaskriftir, en ég held
að það hljóti að vera óskaplega leið-
inlegt starf að vera ritari hjá rithöf-
undi — sérstaklega rithöfundi eins
og mér sem skrifar svona langar
bækur. Nú, svo hefur farið mjög
mikill tími í að ferðast og kynna
bækurnar og halda um þær fyrir-
lestra, auk þess vorum við hjónin
að byggja nýtt hús. En ég get sagt
þér að ég var farin að fá í meira
lagi undarleg bréf á þessum langa
tíma; bréf sem í stóð að Auel væri
ekki búin að skrifa næstu bók vegna
þess að hun væri dáin, mikið veik,
fráskilin eða hefði lent í stríði við
útgefanda sinn — en ekkert af þessu
er satt!“
— En
ertu efnað-
asti rithöf-
undur í
heimi?
,<Égef-
astum
það,“ svar-
ar Jean al-
varleg í
bragði.
„Það eru
aðrir betur
stæðir en
ég, eins og
t.d. Steph-
en King,
því hann
sendirfrá
sér miklu fleiri bækur en ég; það
kemur út ný bók eftir hann á hálfs
árs fresti. Eg hef hitt hann og met
hann mikils. Hann er einn af þeim
rithöfundum sem lifir fyrir að
skrifa. Hann byijar um leið og hann
er kominn á fætur og á hveijum
degi situr hann við skriftir marga
klukkutíma á dag. Hann sagði mér
að honum fyndist hann vera lánsam-
ur maður að geta sett martraðir sín-
ar á blað og lifað af þeim! Ég skrifa
mikið þegar ég er heima, en mikið
af tíma mínum fer í undirbúnings-
rannsóknir fyrir bækurnar — en
þegar ég byija að skrifa, þá skrifa
ég og skrifa.“
Metsöluhöfund-
urinn Jean M.
Auel í einkavib-
tali vib Morgun-
blabib
Skjótt brugbist vib
Guðjónsdóttur. Margir fleiri lögðu
hönd á plóginn við samanburð,
samræmingu og ráðgjöf um sér-
fræðileg atriði, til dæmis úr
náttúrunni, og með mikilli og
góðri hópvinnu tókst að ná því
takmarki að bókin kæmi út á ís-
lensku á svipuðum tíma og í öðr-
um löndum, en hún verður vænt-
anlega komin í verslanir um allt
land í lok nóvember.
ins og fram kemur í viðtalinu
-B-J var mikið kapp lagt á að
nýja bókin kæmi út á svipuðum
tíma í öllum löndum, en það var
ekkert áhlaupaverk því Jean lét
útgefendur ekki fá handritið í
hendur fyrr en í sumarbyijun. í
bandarísku útgáfunni er bókin
yfir 750 blaðsíður og þá átti eftir
að þýða í hinum löndunum. ís-
lenski útgefandinn er sem fyrr
Vaka-Helgafell og þegar handrit-
ið barst þangað í sumar var
brugðist skjótt við og fundinn
fljótvirkur og vandvirkur þýðandi,
að sögn útgefenda. Alfheiður
Kjartansdóttir tók að sér verkið
og um mánaðamótin september-
október lauk hún við að þýða síð-
ustu kafiana. Jafnóðum og hún
skilaði af sér þýðingum fóru þær
í handritalestur til Maríu Grétu
II