Morgunblaðið - 18.11.1990, Síða 23

Morgunblaðið - 18.11.1990, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1990 23 ** HVAÐ ER TIL RÁÐA? Guðmundur Ólafsson, Reykjavík „Þetta er mjög alvarlegt mál, sem á ekki aðeins við um forskólabörn, heldur börn og unglinga á öllum skólastigum. Hvað yngstu börnin varðar er þetta fyrst og fremst umhugs- unarefni fyrir foreldrana. Þeir verða að gefa sér meiri tíma með börnunum og stuðla að aukinni hreyfingu. Sjónvarpið gegnir miklu ábyrgðarhlutverki og ef Stöð 2 vildi börnunum vel ætti fyrsta verkið að vera að hætta að sýna teiknimyndir á morgnana um helgar, en vera þess í stað með íþróttakennslu. Fóstrur geta komið miklu til leiðar og sjúkraþjálfarar á öllum stigum. Grunnskólinn ætti að vera með einn íþróttatíma á dag fyrir alla. því pa fiv\ "Sirieik- úfjnn mun auðveldari. En fyrst parf að geta staðlaðar kannanlr til að a)á svart. á hvitu hvet* staðan et* og framhaldið hlýtur siðan að ráðast af niðurstöðunum." Gísli Kr. Jónsson, Hvanneyri „Vandamáiið virðist vera mun minna hjá okkur en í Reykjavík, en engu að síður er mikill sjáanlegur munur á áhuganum nú og fyrir 15 árum. Agaleysið er mun meira — sum- ir krakkar neita að gera hluti, en slíkt þekktist ekki áður, þeir gerðu það sem þeim var sagt að gera. Foreldrar verða að taka á þessum vanda og ásamt öðrum reka áróður fyrir gildi líkamsræktar — og ekki sakar að. sýna for- dæmið í verki. Fólk verður að líta í eiginn barm og þar sem vegalengdir eru ekki þeim mun lengri er tilvalið að byija á því að hvíia bílinn og ganga eða skokka þess í stað. Hvað skólann varðar yrði strax breyting til batnaðar ef íþrótt- ir yrðu daglega.lí Rannveig Pálsdóttir, ísafirði „Fyrst og fremst verður að setja ákveðnar reglur á heimilunum. Börn vilja reglur og hlýða þeim ef gengið er eftir því. Mötunin er alls staðar, en það er óþarfi að segja börnunum frá bamaefninu f sjónvarpinu, heldur beina þeim frekar í átt til hreyfingar. Skólinn verður að bjóða upp á hreyfingu daglega og sú hreyfing getur auðveldlega farið fram inni í kennslu- stofu. Eins held ég að þarft sé að taka upp skipulagða leiki í löngu frímínútunum, kenna þeim þá og vera með þeim til að byija með, því þá er sennilegra að þau haldi sjálf áfram.“ Kári Árnason, Akureyri „í mörgum greinum í skólanum er boðið upp á lijálpartíma, en slíku er ekki til að dreifa í íþróttunum. Þannig tímar gætu orðið að gagni og eins mætti fjölga almennum hreyfingartím- um. En þetta er samfélagslegt vandamál, sem allir verða að taka á í sameiningu, ef árangur á að nást.“ Vilhjálmur Pálsson, Húsavík „Ég tek undir með Antoni Bjarnasyni að mikilvægast er að vekja máls á vandamálinu. Fullorðið fólk er út og suður að leita að líkams- rækt fyrir sig, en gleymir bömunum. Það verð- ur að fara að hugsa um börnin sín og gera sér grein fyrir hvað hreyfíngin hefur mikið að segja — einnig fyrir þau. Fyigjast með líkams- ástandi barnanna og gera viðeigandi ráðstafan- ir. Kennarar verða einnig að fylgjast með vinnu- stellingu nemenda, því skólinn verður að koma til móts við hreyfíþörfína með því að fjölga leiktímum, gönguferðum og öllu, sem stuðlar að hreyfíngu.“ Albert Eymundsson, Höfn, Hornafirði „Fullorðna fólkið er hætt að leika sér með krökkunum og þess vegna kunna krakkamir ekki leiki. Við emm öll sinnulaus gagnvart bömunum, en þurfum að kenna þeim gömlu, góðu leikina og skapa þeim aðstöðu til að njóta sín. Ég vil að hreyfitímar verði daglega í skólanum og allur áróður fyrir gildi hreyfing- ar er ekki aðeins af hinu góða heldur nauðsyn- legur.“ Snorri Rútsson, Vestmannaeyjum „Fýrst og fremst verða foreldrar að ýta við börnunum, láta þau vera úti að leika sér. í öðru lagi er mikilvægt að fjölga íþróttatímum í skólum. Það verður að kanna hvar þöifín er mest og haga kennslunni samkvæmt því, þann- ig að allir eigi kost á hreyfingu við hæfi.“ Morgunbla9ið/Ámi Sæberg OF FÁIR ÍÞRÓTTAKENNARAR Anton Bjamason segir að löngu tímabært sé að taka á hreyfíngarleysi barna. „Foreldramir verða að hætta þessum sunnudagsbíltúmm en fara þess í stað út að ganga með bömunum, þess vegna að ganga á Esjuna. Börnin þurfa hreyfíngu og frjáls tími eins og boðið er upp á í sundlauginni í Vest- mannaeyjum er til fyrirmynd- ar. Fóstmrnar vinna mjög fómfúst starf, en það er hægt að gera miklu meira á dag- heimilunum. Það gengur ekki að föndra í átta tíma á dag heldur er nauðsynlegt að vera með skipulagða dagskrá í skemmtilegri hreyfingu dag- lega. Það þarf að kenna fóstr- um að setja upp og skipu- leggja líkamsrækt á dagheim- ilunum. Skólamir verða að bregð- ‘ast við með breyttum áhersl- um og nauðsynlegt er að fjölga íþróttakennurum. Það er mikilvægt að allir krakkar geti notið leiðsagnar mennt- aðra kennara, bæði í skólum og hjá íþróttafélögum. Við útskrifum allt of fáa íþrótta- kennara árlega. Að auki er brottfallið mikið enda er starfið erfitt og slítandi við núverandi aðstæður." Skólaíþróttir efldar Janus Guðlaugsson, náms- stjóri í íþróttum, segir að sam- fara fyrirhugaðri lengingu á skólatíma yngstu barnanna, verði skólaíþróttir efldar. Stefnt er að því að efla íþrót- takennaranámið, skipuleggja endurmenntun, útbúa kennsl- uleiðbeiningar og vinna að rannsóknum á líkamsfari skólabarna. „Þetta er tveggja ára áætl- un,“ segir Janus. „Eftir tvö ár ættu allir að fá þann tíma í skólaíþróttum, sem nám- skráin segir til um. Yngstu börnin eiga að fá tvo til fjóra tíma vikulega í almennu eða sérhæfðu hreyfinámi. Eins verði öll börn í fyrsta bekk hreyfiþroskaprófuð í byijun skólagöngu." Stykkishólmur: EINS OG UOSIMYRKRINU Astæðulaust er að mála skrattann á vegginn í öll- um hornum, því ástandið er ekki alvont. í Stykkishólmi kannast menn ekki við hreyf- ingarleysi. „Við verðum lítið vör við þetta hér,“ segir Ólaf- ur Sigurðsson, íþróttakenn- ari. „Það er frekar rætt um að framboð á íþróttum og félagslífi sé of mikið.“ Að sögn Ólafs eru nánast allir krakkar í Stykkishólmi í íþróttum eða einhveiju fé- lagslífi og hreyfingin því ekki vandamál. „Ungmennafélag- ið er mjög virkt, en á hveiju hausti er helst kvartað yfir of miklu framboði, því krakk- arnir vilja vera í öllu. Við sjáum hins vegar vel greini- lega fylgni milli árangurs í íþróttum og námsárangurs. Börnin læra að skipuleggja vinnu og starf og hver einasta mínúta er nýtt.“ Ólafur segir gífurlegan mun á iþróttalífí í Stykkis- hólmi og Ólafsvík. „Þar er ekkert að gerast og ein ástæðan er sú að í Ólafsvík hefur verið mjög erfitt að manna íþróttakennarastöður — menntaðir kennarar fást ekki til starfa. Hjá okkur eru allir kennararnir ýmist lærðir íþróttakennarar eða tengdir íþróttum á annan hátt og ’áhersla er á líkamsrækt í einu eða öðru formi.“ Hann segir ennfremur að náið samstarf sé á milli skól- ans og foreldra og gengið sé eftir að börnin taki þátt. „Auðvitað er hreyfíþroskinn misjafn eins og gengur, < þetta er ekki vanda' mál.“ íþróttaskóli fýrir 5-7 ára í Garóabæ: TOKUM AF SKARIÐ/y Sérhæfðir íþróttaskólar fyrir börn hafa víða verið starf- ræktir á undanförnum árum í einhverri mynd. Boðið hefur verið upp á styttri sem lengri námskeið í hinum og þessum íþróttagreinum og í flestum tilfellum er fyrst og fremst höfðað til. barna á aldrinum 6-12 ára. Yfirleitt er boðið upp á íþrótta- og leikjanámskeið á sumrin, en ýmsir hafa einnig tekið mið af þörfinni á öðrum árstima. íþróttaskóli Stjörn- unnar í Garðabæ er nú á þriðja starfsári. „Félög hafa verið að bíða eftir því að íþróttasamband íslands mótaði ákveðna stefnu í þessu máli, en í Garðabæ gátu menn ekki beðið lengur og því tókum við af skarið fyrir þremur árum,“ sagði Gunnar Einarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Garðabæj- ar. íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 5-7 ára og er lögð áhersla á æfingar í formi leikja í þeim tilgangi að þroska hreyfingar, jafnvægi og takt. Gunnar sagði að þetta væri íþróttatilboð Stjömunnar, stutt af íþrótta- og tómstund- aráði með faglegri ráðgjöf. „Með þessu viljum við ná meiri breidd, fá fleiri virka og leggjum áherslu á ánægju í stað keppni. Við viljum að fyrsta viðkynning barnanna af íþróttum sé já- kvæð með framtíðina í huga og þannig reynum við að koma. í veg fyrir fráfall. í þriðja lagi leggjum við grunninn fyrir afreksíþróttir." Gunnar sagði að til stæði að bjóða upp á svipaðan skóla fyrir 8 til 10 ára börn og jafn- vel einnig fyrir 10 til 12 ára. «i» *4 2 . gts ’a 11 t t í A í iLXl&iht&A v4Á*Vit*ÍJJhi> t. ’s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.