Morgunblaðið - 18.11.1990, Side 25

Morgunblaðið - 18.11.1990, Side 25
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NOVEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NOVEMBER 1990 25 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Framsókn viÚ skattahækkun Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, gaf til kynna í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins í fyrradag, að hann teldi nauð- synlegt að hækka skatta til þess að hægt væri að halda uppi nú- verandi velferðarkerfi. Aður hef- ur Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, talað með áþekkum hætti um skattamál. Þannig virðist aug- Ijóst, að þessir tveir stjómmála- flokkar gangi til kosninga á næsta ári með þá yfirlýstu stefnu að hækka skatta að kosninguni loknum, fái þeir aðstöðu til þess. Og jafnframt fer ekki á milli mála, að flokkarnir tveir mundu telja viðunandi niðurstöðu í kosn- ingunum jafngilda umboði frá kjósendum til skattahækkana. Það er út af fyrir sig lofsvert, að forystumenn stjórnmála- flokka segi kjósendum með þéss- um hætti fyrir kosningar hvað þeir hyggjast gera að kosningum loknum. Fólk getur þá tekið af- stöðu til flokka á grundvelli slíkra upplýsinga. Hins vegar er full ástæða til að ræða efnislega hugmyndir Steingríms Her- mannssonar, sem sagði í ræðu sinni, að annaðhvort yrði að hækka skatta, taka upp þjón- ustugjöld fyrir ákveðna þætti í velferðarkerfinu eða skera þjón- ustu þess niður að einhveiju marki. Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar í efnahag okk- ar íálendinga, sem og annarra vestrænna þjóða. Ástæður þess hafa ekki verið skilgreindar nægilega vel, en augljóst er, að peningaflóðið, sem gekk yfir fram eftir níunda áratugnum, hefur stöðvazt. Hvai’vetna hafa einkafyrirtæki unnið skipulega að því að draga saman seglin og aðlaga rekstur sinn breyttum aðstæðum. Jafnframt hafa gjald- þrot færzt í vöxt, bæði hér og annars staðar. Nýjar aðstæður hafa einnig haft áhrif á rekstur opinberra aðila, ríkissjóða, sveitarsjóða og opinberra fyrirtækja. Hvarvetna í hinum vestræna heimi leitast stjórnvöld við að draga úr opin- berum útgjöldum og minnka ijár- lagahalla. Sums staðar gengur það vel, annars staðar illa. Nú nýlega hafa sænsk stjórnvöld kynnt hugmyndir um stórfelldan samdrátt í sænska ríkisbúskapn- um á næstu árum. Hið sama er að gerast í Þýzkalandi, þar sem stjórnvöld hyggjast mæta kostn- aði við sameiningu með sam- drætti í opinberum útgjöldum. Það er á þessu sviði, sem íslenzkir stjórnmálamenn hafa gersamlega brugðizt. Hér er ekki einungis um að ræða, að þeim hafi mistekizt að hemja ríkisút- gjöldin heldur hitt, að hvorki ríkisstjórn né Alþingi hafa gert alvarlega tilraun til þess. Þegar formenn tveggja stjórnmála- flokka tilkynna nú, að þeir vilji hækka skatta er það vísbending um, að þeir treysti sér ekki einu sinni tii ao réyiia að ílá tökum á útgjöldum hins opinbera. Hér verða kjósendur að taka í taumana. Það er lágmarkskrafa til stjórnmálamanna, að þeir geri alvarlega og augljósa tilraun til þess að hemja ríkisútgjöld og stöðva þá sóun og bruðl með al- mannafé, sem fram fer hjá opin- berum aðilum, áður en þeir koma og segja, að þeir hafi gefizt upp. Það dugar ekki að gefast upp fyrir fram. En jafnframt því, sem kjós- endur hljóta að vísa á bug kröf- um Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags, er það eðlileg krafa þeirra, að forystumenn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista geri grein fyrir afstöðu þessara flokka til ríkis- fjármálanna og hvernig þeir þessara flokka, sem vilja ráðast á ríkisútgjöldin, hyggjast gera það, fái þeir til þess umboð. Kjósendur mega ekki láta stjórnmálamenn komast upp með yfirlýsingar á borð við þær, sem Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson hafa gefið um skattamál. Stjórnmála- mennirnir verða að gera kröfur til sjálfra sín ekki síður en ann-. arra. JOHN UPDIKE ER lútherskur og Lúther kenndi sínu fólki að beijast fyrir því sem það trúði á; eða átti að trúa á. Updike trú- ir því, held ég, þessi gamli arfur kalli á baráttu fyrir frelsun og fullkomnun. I fallinni veröld er ástæða til að beijast fyrir því sem menn trúa á og ástæðu- laust að hlaupa frá sannfæringu sinni. Krisþir boðaði frið, að vísu. Sinn frið. Hann boðaði ekki frið heimsins og makindalegt hlutleysi. Hann tók víxlarana í gegn á helgum stað og brá sínu andlega sverði, ef honum þótti nauðsyn bera til. Það er ekki hægt að una aðgerðarlaus við ógn. Um það hugsaði Updike. Og hann hugsaði líka um það hversu auðvelt væri fyrir smáþjóðir einsog Svía og Kanadamenn að veita bandarískum liðhlaupum skjól þarsem þessi lönd flatmöguðu undir kjarnorkuregnhlíf Bandaríkjanna. Þessi frægi bandaríski rithöfund- ur er augsýnilega harla harðskeytt- ur föðurlandsvinur, ef sVo mætti að orði komast. Það skín í gegnum minningar hans, hann er raunar ekkert að dylja það. Hann trúir því ekki að aðgerðarleysi tryggi neinn frið, síður en svo. Öll stríð eru „röng“. En þannig mætti einnig halda því fram að tilveran sjálf væri röng. Við eigum engan rétt á friði. Lífið er barátta. Maðurinn drepur. Updike virðist ekki hrifinn af andófshópum í skjóli frelsis og lýðræðis. Mér er nær að halda hann telji friðarsinna svonefnda einskon- ar forréttindastétt(i) Það er augljóst hann vill vera á verði. Hann gerir ráð fyrir átökum einsog þau séu náttúrulögmál. Líklega gæti hann tekið undir þessi orð í bræðrunum Karamazov, Ef allt væri skynsam- HELGI spjall legt á jörðinni, þá mundi' aldrei neitt gerast. Og það jcæmi honum áreiðanlega ekki á óvart ef hann sæi þessi orð um Hitl- er í brezku alfræða- orðabókinni frá 1939: „Persónulega er Adolf Hitler hreinskilinn og kföfuharður. Sagt er að hann noti hvorki tóbak né áfengi og sé ókvæntur"! Hlutleysi getur kallað á svona heimsku. Aðrir, einsog Ha- vel, rækta með sér vonina. Hún er sterkasta ívafið í lífsviðhorfi hans. Hún er af alltaðþví trúarlegum toga. Og með vonina að leiðsögu- stefi sigraði hann mesta herveldi sögunnar. Og hann sigraði komm- únismanna, hver hefði trúað því? Hann sigraði sjálfan dauðann og djöfulinn sem Steinn orti um þegar hann talaði inní bergmálslausa múra stalínismans. Allt er þetta svo lygilegt að engu er líkara en epli geti vaxið á perutrjám, svoað orðum Voltaires í Orðabók heimspekinnar sé snúið uppá lygilega þróun samtímasögunnar. Q A VIÐ ÞURFUM AD VERA í/tt»á verði, það er rétt. Mætt- um vel hugsa um einvígi Gunnlaugs ormstungu og Hrafns og hvernig því iyktaði vegna þess Gunnlaugur trúði á heilindi hins síðarnefnda. En Hrafn gat með engu móti unnt honum Helgu innar fögru Þor: steinsdóttur Egilssonar að Borg. í huga hans var hún á líkingamáli sú eftirsóknarverða jörð sem marx- istar ætluðu sér einum og kom í stað himnaríkis. Við skulum ekki trúa þeim fullkomlega fyrren þeir hafa sannfært okkur um þeir hafi komizt að þeirri niðurstöðu að lífið sé eftirsóknarverðara en kenningin. „Þá mælti Gunnlaugur: „Nú ertu óvígur,“ segir hann, „og vil ég eigi lengur beijast við þig, örkumlaðan mann.“ Hrafn svaraði: „Svo er það,“ segir hann, „að mjög hefur á leikizt minn hluta, en þó myndi mér enn vel duga, ef ég fengi að drekka nokkuð.“ Gunnlaugur svarar: „Svík mig þá eigi,“ segir hann, „ ef ég færi þér vatn í hjálmi mínum.“ Hrafn svarar: „Eigi mun ég svíkja .þig,“ segir hann. Síðan gekk Gunn- iaugur til lækjar eins og sótti í hjálminum og færði Hrafni; en hann seildist í móti inni vinstri hendinni en hjó í höfuð Gunnlaugi með sverð- inu inni hægri hendi og varð það allmikið sár. Þá mælti Gunnlaugur: „Illa sveikstu migmú, og ódrengi- íega fór þér þar sem ég trúði þér.“ Hrafn svarar: „Satt er það,“ segir hann, „en það gekk mér til þess, að ég ann þér eigi faðmlagsins Helgu innar fögru.“ Og þá börðust þeir enn í ákafa en svo lauk að lyktum að Gunnlaugur bar af Hrafni og lét Hrafn þar líf sitt. Þá gengu fram leiðtogar jarlsins og bundu höfuðsárið Gunnlaugs... Síðan bjuggu þeir um dauða menn og færðu Gunnlaug á hest sinn eft- ir það og komust með hann allt ofan í Lifangur; og þar lá hann þijár nætur og fékk alla þjónustu af presti og andaðist síðan og var þar jarðaður að kirkju. Öllum þótti mikill skaði að um hvorntveggja þeirra, Gunnlaug og Hrafn, með þeim atburðum, sem varð um líflát þeirra." Enn er ástæðulaust að trúa kommúnistum fyrir því að sækja þeim vatn í hjálminn þótt Rússum kæmi það vel að svo komnu. Við getum sótt þeim vatn, en ekki í hjálminn. M. (meira næsta sunnudag.) FYRIR TÆPUM HÁLFUM mánuði birtist í Stak- steinum endursögn úr norska blaðinu Aften- posten á sámtali þess við John Naisbitt frá Banda- ríkjunum, sem hefur öðl ast heimsfrægð fyrir að geta sér til um meginstrauma framtíðarinnar og gefið út tvær bækur um það efni, nú síðast bókina Megatrends 2000. Var vitnað til þeirrar bókar hér í Reykjavíkurbréfi, sem birtist sunnudaginn 20. maí síðastliðinn, og þess kafla hennar, þar sem því er spáð, að endurfæðing verði í listum á næstu árum. Þar segir meðal annars: „Á lokaárum þessa árþúsunds verður grundvallarbreyting og raunveruleg bylt- ing í því hvernig menn veija frítíma sínum og haga útgjöldum vegna hans. Frani til aldamóta munu listir smátt og smátt koma í stað íþrótta sem helsta tómstundaiðja fólks... Frarn að aldamótum verður nútíma endurfæðing í sjónlistum, skáld- skap, dansi, leikhúsi og tónlist um hinn þróaða heim. Þróunin verður í algjörri andstöðu við það sem gerst hefur á árum iðnvæðingarinnar, þegar hermennska var fyrirmyndin og keppnisíþróttir útrásin. Nú erum við að færast frá íþróttum til lista.“ í fyrrnefndu viðtali við Aftenposten taldi Naisbitt að bækur sínar seldust vel vegna þess að í þeim gæti fólk lesið úttekt á því sem það væri sjálft að hugsa. Þessa skoð- un sína rökstyður hann á þann veg, að hann sæki efnivið í forsögn sína í sam- tíðina, hann kynni sér það sem ber hæst í fjölmiðlum og opinberum umræðum sam- tímans og dragi síðan ályktanir af því og birti þær í bókum sínurn. í Staksteinum kom einnig fram, að Naisbitt er mjög eft- irsóttur fyrirlesari, því að í Noregi voru atvinnurekendur til þess búnir að borga honum 2,5 milljónir ÍSK fyrir einn fyrir- lestur. í Reykjavíkurbréfi sem birtist hér í blað- inu sunnudaginn 3. júní var bent á, að spádómur Naisbitts um að fyrirtæki teldu sig hafa hag af því að styrkja listamenn, svo sem tónlistarmenn, virtist þegar að rætast í Noregi. Var sagt frá því, að öflug norsk fyrirtæki sæktust eftir því að geta ein stutt sinfóníuhljómsveitir eða aðra tón- listarstarfsemi. Væru forvígismenn fyrir- tækjanna sannfærðir um að slík styrktar- starfsemi hefði heillavænleg áhrif. Sjáum við ekki hið sama hér? Hefur ekki IBM á íslandi tekið að sér að styrkja Sinfóníu- hljómsveit íslands á þessu starfsári? Um síðustu helgi hélt hljómsveitin sérstaka IBM-tónleika af þessu tilefni, sem tengd- ust hinni merkilegu tölvusýningu IBM á sama tíma. Hagvexti hallmælt í SAMTALJNU VIÐ Aftenposten lagði Naisbitt áherslu á bjartsýni sína. Hann taldi að við gætum auðveldlega tekist á við fram- tíðina, veröldin væri að breytast á þann veg, að hún yrði eitt viðskiptasvæði, Evr- ópubandalagið væri ekki annað en áfangi á þeirri leið. Sagði hann að þeir sem ættu gott vinnuafl, vel menntað fólk er fylgdist með tímanum, ættu ekki að örvænta, það væri ekki stærðin heldur þekkingin og kunnáttan sem myndi skipta sköpum. Hann sagði að bjartsýnin skildi aðallega á milli sín og annarra, sem rýndu inn í framtíðina, hann væri ekki með neinar heimsslitaspár. Af ritstjórnargreinum í Þjóðviljanum og Tímanum verður ekki annað ráðið en höf- undar þeirra hafi ekki aðeins vantrú á Naisbitt heldur einskonar óbeit á skoðun- um hans. Er ljóst, að bjartsýni hans fer fyrir bijóstið á þeim sem greinarnar rita og er engu líkara en þeir telji hana hrófla viðjífsskoðun sinni, hvorki meira né minna. í Þjóðviljanum, þar sem menn hafa í áratugi haldið uppi vörnum fyrir hið gjald- þrota hugmyndakerfi Marx og Leníns, er brugðist þannig við skoðunum Naisbitts, að mönnum veiti ekki af bjartsýni í Banda- ríkjunum og síðan er tekið að hallmæla hagvextinum, sem Naisbitt telur af hinu góða. Þjóðviljinn segir: „Eins og menn vita hefur bjartsýnin verið mjög að dofna hjá stofnunum þeim og vangaveltumönnum sem spá í fram- tíðina. Langt er síðan upp á borð komu uggvænleg hugtök eins og endimörk hag- vaxtar. Blátt áfram vegna þess að auðlind- ir jarðar eru takmarkaðar, fólksfjölgun mikil og hagvöxturinn falskur. Falskur vegna þess að hann tekur ekki mið af því, að gengið er á auðlindir, margvísleg rányrkja framin. Vegna þess að hann reiknar vitlaust þann kostnað sem safnast upp í óleystum og sívaxandi mengunar- vanda. Smám saman hefur þeim verið að fjölga og þeir að mÁ!a hssi’ri rÓRli sem vilja einbeita hugviti manna, hagfræðilegu og öðru, að því, hvernig hægt sé að bjarga því sem bjarga verður. Með öðrum orðum: reyna að halda í sæmileg lífsgæði éins þótt að menn viðurkenni nauðsyn þess að skerða í ýmsu neyslu sína. Ekki síst þá neyslu sem er orkufrek og mengandi. En semsagt: herra John Naisbitt, hann er ekki á þeim buxum. Hann sneiðir hjá þessum leiðindum sem kenndar eru við „heimsslitakenningar" rétt eins og um ein- hvern leiðindatrúflokk væri að ræða. Hann kemur ekki í staðinn með nein ný sann- indi. Hann barasta flytur það sem hagvaxt- artrúarmenn vilja helst heyra.“ í sjálfu sér er ekki nýtt, að þeir sem skrifa í Þjóðviljann telji hagvöxt af hinu iHa. Þeir hafa á þeim grunni varið mark- vissa ferð kommúnista til gjaldþrota. Halda menn að þeir sem búa í Austur-Evr- ópu og Sovétríkjunum hefðu ekki heldur viljað hagvöxt en hörmungarnar undan- farna áratugi með þeim hroðalegu afleið- ingum sem við blasa? í bók sinni Megatrends 2000 segir Na- isbitt: „Fólkið sem skýrir frá slæmu frétt- unum vinnur sitt starf vei. Við virðum það vegna þess. Við dáumst einnig að áhuga- fólkinu, sem helgar líf sitt að leiðrétta misgjörðir annarra. Við höfum öðru hlut- verki að gegna. Einmitt vegna þess hve vandamál heimsins eru mikið til umræðu, höfum við að mestu leyti lagt okkur fram um að benda á upplýsingar og aðstæður sem lýsa meginstraumum í átt til nýrra tækifæra." Líkt við Marx og Lenín ÞAÐ VAR EKKI aðeins Þjóðviljinn sem tók kipp vegna bjartsýni Naisbitts. Málgagn Fram- sóknarflokksins, Tíminn, kvaddi sér einnig hljóðs og í Tíma- bréfi um síðustu helgi var hann kallaður „einn af postulum fijálshyggjunnar og trú- arinnar á réttlæti markaðslögmálsins“. Er líklegt að Naisbitt yrði forviða frétti hann nokkru sinni af þessum dilkadrætti, því að hann hefur síður en svo byggt störf sín á pólitískum hugmyndagrundvelli. Eins og áður er lýst sækir hann forsendur fyrir ályktunum sínum í það, sem hann telur bera hæst í almennum umræðum, einkurn í Bandaríkjunum, á hveijum tíma. Timinn lætur þó ekki við þetta sitja heldur skamm- ar Naisbitt fyrir bjartsýnina og segir síðan: „Ekki þarf mikla skarpskyggni til að sjá að hinn mikli spámaður markaðshyggj- unnar og óendanlegs hagvaxtar á sér for- vera sem sáu fyrir sér alheimsskipulag og lögðu söguþekkingu sína og samtíð til grundvallar framtíðarórunum. Marx og Lenin vissu harla vel að mannkynið stefndi að því að lúta skipulagi alheimsstjórnar og að söguleg nauðsyn byði upp á allsheij- arlausn allra vandamála. Endanlegt mark- mið marx-Ieninismans var alræði öreig- anna og því góða skipulagi átti ekkert að geta haggað. Alþjóðahyggja verkalýðsins var það sterka virki sem halda átti öllum voða í skefjum. Margar fleiri forsagnir um framtíð og allsherjarskipulag hafa orðið til og vakið mismikla hrifningu og hafa ekki náð nema takmörkuðu íjöldafylgi. En það undarlega við frjálshyggju og marx-leninismann er hve lík hugmynda- fræði kenningasmiðanna er. Hagvöxtur og óendanleg náttúrugæði eru lögð til REYKJAVIKURBREF Laugardagur 17. nóvember grundvallar alheimshyggjunni og hinn al- fijálsi markaður fijálshyggjunnar er furðu líkur þeirri forsögn marxismans, að þegar kommúnisma er náð leggur hvér fram hæfileika eftir getu og vilja og tekur sér lífsins gæði eftir þörfum. Þeir sem aðhyllast kristindóm þekkja þessa forspá paradísarvistar mæta vel. Það er þegar ljónið bg lambið leika saman í friðsæld og öryggi hvílir yfir allsnægtinni. Það er engin furða þótt fólk viti fyrir- fram hvað stendur í spádómsbókum fijáls- hyggjunnar." Þegar staðið er frammi fyrir orðaflaumi eins og þessum af jafn ólíklegri ástæðu og endursögninni í Staksteinum af því sem John Naisbitt sagði í Aftenposten, eiga rnenn kamiskí helst að biðja Naisbitt þenn- an afsökunar á því að hafa dregið hann inn í hina dæmigerðu íslensku stjórnmála- umræðu, þar sem mönnum eru gerðar upp skoðanir og síðan ráðist á þá fyrir þær. Það er svo mikið út í bláinn að fara í mannjöfnuð milli þeirra Naisbitts og Marx og Leníns, að það gæti aðeins gerst í málgagni Framsóknarflokksins. Hitt er einnig algjör misskilningur að Morgun- blaðið hafi verið að vitna til orða Naisbitts végna þess að hann sé einhver kenninga- smiður í stjórnmálum. Hann er dæmigert afsprengi upplýsingaþjóðfélagsins, sem notar tækni þess til að afla sér þekkingar á samtímanum og túlkar síðan þessa þekk- ingu með sínum ákveðna hætti. Hvaða ályktanir um franitíð íslensku þjóðarinnar skyldi hann draga af því, sem sagt hefur verið um störf hans í Þjóðviljanum og Tímanum? Framtíð menntunar á Islandi ÖLLUM SEM horfa til framtíðar ber sarnan um að menntun verði sifellt mikilvægari þáttur í lífi manna og þjóða. Fyrirtæki standast ekki sam- keppni nema þau ráði yfir hæfu starfs- fólki, hið sama gildir um þjóðir. Nýlega kom út ritgerðin Menntun og skólastarf á íslandi í 25 ár, 1985-2010 eftir Jón Torfa Jónasson dósent við Háskóla íslands, sem hann samdi á vegurn nefndar um framtíð: arkönnun á vegum ríkisstjórnarinnar. í lokakafla segir höfundur, að skólar verði áfram miðpunktur menntunar en bæði við- fangsefni, skipulag og starfshættir verði fjölbreyttari en nú er. Þá segir: „Árið 2010 verður á öllum skólastigum einsetinn skóli og eiginleg skólaskylda flestra 15 ár, þ.e. frá 5-19 ára (formleg skólaskylda verður líklega 10 eða 11 ár). Öll börn munu eiga kost á veru á ieik- skóla eða dagheimili fyrir 5 ára aldur. Stöðlun í starfí skólanna verður minni en nú er, bæði hvað varðar starfshætti og námsefni. Bæði nemendur og kennarar líta á skólann sem vinalegan en krefjandi vinnustað þar sem fléttað er saman ögun í vinnu og frelsi til frumkvæðis. Starf nem- enda verður sýnilegra en áður og ábyrgð á náminu verður að hluta til á þeirra herð- um en kennarinn fær fyrir bragðið jafnvel enn veigameira verkstjórnarhlutverk en hann hefur nú. Framhaldsskólastigið verður beinna framhald af grunnskólastiginu en nú er og tvö fyrstu árin verða staðlaðri milli skóla en nú er. Það verður eins og sérskóla- stigið færist upp um tvö til þijú ár og sérskólarnir taki við af fjölbrauta- og menntaskólunum í stað þess að vera sam- hliða þeim. Það stig sem nú heitir háskóla- stig verður miklu fjölbreyttara en það er í dag og verður sennilega það skólastig sem tekur mestum breytingum. Fræðslu- starf verður tengt flestum störfum rniklu nánar en nú þekkist og í mörgum starfs- greinum verður endurmenntun nánast hluti af starfinu. , Sú þróun sem verið hefur undanfarin ár að skólar dreifist um landið inun haida áfram og skólabæir rnunu verða á nokkrum stöðum á landinu. Væntanlega mun það misræmi í skólasókn milli þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar vera úr sögunni eftir 25 ár... Morgunblaðiö/KGA Skólarnir munu smám saman tækni- væðast. Þegar eru að koma til sögunnar tölvur og myndbönd og smám saman rnunu bætast við margvísleg tæki sem nauðsynleg munu þykja í skólastarfinu. Þetta kallar á leiðsögn, umsjón og viðhald. Kostnaður við þessa tæknivæðingu verður mikill. Enda þótt skólarnir muni líklega lengi enn verða heldur aftarlega á merinni með sinn búnað þá verður miklu fé engu að síður varið í tæknibúnað á næstu 25 árum. Sú fjárfesting verður í sumum tilvik- um réttlætanleg. (Kaup á tæknibúnaði minnir einstaka sinnum á mann sem kaup- ir flugvél til þess að geta ekið um flug- brautina. Ætli menn hins vegar að fljúga dugar skammt að kaupa bíl enda þótt í honum sé vél.) Tæknibúnaður þróast mjög hratt. Breytingar á skólastarfi sem beinlín- is má rekja til hans verða ekki mjög mikl- ar fyrri hluta þessa tímabils. Það verður ekki fyrr en undir lok þessa 25 ára tíma- bils sem þær verða miklar. Hér hefur verið spáð töluverðum vexti á ýmsum stigum skólakerfisins og kostn- að slík spá hljóti að byggjast á sterkri trú á gildi menntunar og skólagöngu. En svo er ekki. Spáin byggist fyrst og fremst á þeirri hreyfingu í skóla- og menntamálum sem verið hefur síðustu áratugina og á þvi að ekkert bendir til þess að hún verði önnur næstu tvo til þrjá. Ýmis atriði sem ekki hafa verið rædd hér gætu haft töluverð áhrif á þróun í skólastarfi þegar til lengri tíma er litið. Eitt þeirra er skortur á gagnrýninni umræðu fólks innan og utan skólakerfisins um kosti þess og galla. Fá kerfi standa lengi án þess að vegin sé og metin gagn- rýni á þau sem sett er fram jafnt utan kerfisins og innan. Skólakerfið fær ekki mikla yfirvegaða gagnrýni enda er það flókið og það er mjög erfitt að meta það starf sem þar fer fram. Þetta er slæmt og skólamálum væri betur borgið ef reynt væri að koma á skipulegri, upplýstri og gagnrýninni umfjöllun um það sem í skól- unum gerist og um þær breytingar sem í vændum eru. Annað mikilvægt mál sem gæti ráðið nokkru um þróun skólastarfs er uppbygg- ing „sérfræðingaveldis" sem er skilgetið afkvæmi aukinnar menntunar og hefð- bundinnar kjarabaráttu. Allt útlit er fyrir að sá skógur fræðinga og tækna og ann- arra sem helga sér sífellt fleiri starfssvið þéttist og verði fyrr en varir hinn óttaleg- asti frumskógur. Það er hugsanlegt að þeir hagsmunir sem þessu tengjast ráði meiru urn þróun í menntamálum en al- mennt er gerf ráð fyrir í þessari spá því þeir kunna að koma í veg fyrir þá fjöl- breytni sem víða er vikið að. Að framan er spáð aukinni starfsmenntun í fram- haldsskóla, starfsmenntunarbrautum á háskólastigi og styttri eða lengri endur- menntunarnámskeiðum. En það verður erfitt að átta sig á þvi hver hefur rétt til hvers, nema með fádæma þunglamalegu reglu- og matskerfi. Ef slíkt kerfí á að vera virkt á sama tíma og starfsmenntun úreldist á hálfum eða heilum áratug vevð- ur að halda vel á spöðunum. Jafnvel þótt það takist munu margir hópar óttast um sérstöðu sína og það gæti bæði haft áhrif á þær námsbrautir sem munu standa fólki til boða og það nám sem fólk verður kraf- ið um að hafa stundað til að geta gengið til hinna ýmsu starfa. Völd prófskírteina geta orðið alltof mikil." Um leið og þessari tilvitnun í ritgerð Jóns Torfa Jónassonar lýkur skal látin í ljós sú von, að umræður um framtíðarspá hans verði málefnalegri en sleggjudónlarn- ir, sem Þjóðviljinn og Tíminn hafa fellt um John Naisbitt. „í sjálfu sér er ekki nýtt, að þeir sem skrifa í Þjóð- viljann telji hag- vöxt af hinu illa. Þeir hafa á þeim grunni varið markvissa ferð kommúnista til gjaldþrota. Halda menn að þeir sem búa í Austur-Evr- ópu og Sovétríkj- unum hefðu ekki heldur viljað hag- vöxt en hörmung- arnar undanfarna áratugi með þeim hroðalegu afleið- ingum sem við blasa?“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.