Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGLfR 18. NÓVEMBER 1990 ISLENSKIR KRISTNIBOÐAR HJA TSEMAIMONNUM I EÞIOPIU Hafa áunnió sér börn frá Tsemaimönnum og það gerðist einmitt þegar við vorum þarna. Við urðum hins vegar líka fyrir því að bam var dáið þegar við komum að. Þá var ekkert hægt' að gera. Þessi reynsla hefur verið erfið fyrir kristniboðana en það gleðilega er þó að mæðurnar eru farnar að sjá að kristniboðamir geta hjálpað og það er oft kallað í þá. Gaman að hitta gamla félaga Guðlaugur Gíslason dvaldi sem drengur í Eþíópíu en foreldrar hans störfuðu sem kristniboðar í Konsó í mörg ár. Guðlaugur hitti gamla kunningja á ferð sinni í sumar og amhariskan rifjaðist fljótt upp fyrir honum þrátt fyrir að hann hefði ekki notað hana. -Ég hélt að ég þyrfti dálítinn tíma til að rifja upp málið en það gerðist nú eiginlega alveg óvart. Ég sá hvar einhver pilt- urinn ætlaði að gera af sér eitthvert skammarstrik og fann að því við hann. Þá uppgötvaði ég að ég var farinn að tala amharisku, ég ruddi skyndilega úr mér einhveijum skammaryrðum 'yfir strákgreyið og eftir það var ég ekki í teljandi vand- ræðum! En það var gaman að hitta þarna þessa gömlu félaga, fólk sem starfaði á kristniboðsstöðinni, sumt þekkti ég strax aftur og sumir þekktu mig líka aftur eftir öll þessi ár. En eru kristniboðarnir farnir að sjá árangur starfsins í Voitó-daln- um? -Það er óhætt að segja það. Nokkrir menn hafa þegar gefið sig fram sem vilja gerast kristnir og einn hefur látið skírast. Þeir fá sér- staka uppfræðslu í trúnni og það lýkst upp fyrir þeim að andadýrkun- in getur ekki keppt við kristindóm- inn. Þetta gerist smám saman og Tsemaimenn sjá að fólkið frá Evrópu er komið til að hjálpa þeim bæði líkamlega og andlega. Kristniboð- amir hafa áunnið sér traust Tsemai- manna og þess vegna vijja þeir þiggja hjálp þeirra. jt ■ kyns smitsjúkdóma og barnasjúk- dóma - rétt eins og gert er hérlendis. Þegar farið er út í þorpin fer kristniboðinn með hjúkrunarfræð- ingnum og þannig er reynt að tengja starfið saman, um leið og leitast er við að veita fólki lækningu og aðstoð er boðuð kristin trú og hvernig hún getur einnig komið því til hjálpar. Barnaútburður í framhaldi af þessu eru þau Guð- laugur og Bima spurð hvers konar trúarbrögð Tsemaimenn aðhyllist: -Tsemaimenn trúa á anda hinna framliðnu og vilja gera allt til að þóknast þeim. Þeir trúa því að and- arnir sendi yfír þá einhveija bölvun eða óáran ef þeir haga sér ekki eft- ir því sem þeir skipa. Sumar reglum- ar eru hræðílegar og þeim finnst sjálfum ægilegt að þurfa að fara eftir þeim. Það er til dæmis varð- andi útburð á börnum. Ef barn fær fyrst tennur í efri góm verður að bera það út - kasta því í ána eða skilja það eftir úti í skógi. Ef móðir verður þunguð á ný þegar hún hefur barn á brjósti verður að bera ófædda barnið út þegar það kemur í heiminn og eldra barnið líka. Sé þessu boði ekki hlýtt kalla viðkomandi foreldrar ekki aðeins bölvun yfir sig sjálf held- ur allt samfélagið og þess vegna sjá menn um að þessu boði sé framfylgt. Þessu hafa kristniboðarnir kynnst og stundum er reynt að koma börn- um undan þegar vitað er að þau verða borin út. Mæðurnar reyna að fela börnin eða leyna þungun því þeim finnst hræðilegt að þurfa að bera börn sín út. Þær vilja það ekki en em oft bornar ofurliði. En ef þeim tekst að koma bömum undan skipta menn sér ekki af því - þá er bölvunin farin úr samfélagi Tsemai- manna og þeir geta verið rólegir. Fólk af nágrannaþjóðflokknum, Gawada, hefur stundum tekið að sér Eftir Jóhannes Tómosson Staðurinn er syonefndur Vo itó- dalur í suðurhluta Eþíópíu. Þar er hitinn oft eins og í bakarofni, allt upp í 42 gráður á daginn en fer niður í 35 að næturlagi. íbúarnir eru Tsemaimenn. Þeir búa í strá- kofum, rækta akra sína, eiga kyr, Sumlr káfiárnir eiga fieíri en eina konu og allmörg börn. Þarna hafa Tsemaimenn búið mann fram af manni og aðlag- að sig aðstæðum. Þeir eru af- skekktir og hafa lítið samneyti við nágrannaþjóðflokka sína. Fyrir háifu öðru ári fóru Is- lendingar að venja þangað komur sínar og reyndar Norð- menn líka, kristniboðar og hjúkrunarfræðingar. Fyrst bjuggu þau í tjöldum meðal Tsemaimanna en nú er ákveðið að þau setjist þar að og fái varanlegra húsnæði. Valgerður Gísladóttir er hjúkrunar- fræðingur og hér tekur hún á móti sjúklingum. Birna Gerður Jónsdóttir skoðar hér Tseniaibarn. Guðlaugur Gunnarsson kristniboði fær aðstoð túlks þeg- ar hann talar við Tsemaimenn. Islendingarnir sem starfa í Voitó-dalnum og búa þar ásamt börnum sínum eru hjónin Valgerður Gísla- dóttir og Guðlaugur Gunn- arsson. Þau hafa starfað hafá um árabil sem kristni- boðar í Eþíópíu á veg um Sambands íslenskra kristniboðsfé- laga. Með þeim er norski hjúkrunar- fræðingurinn Elsa Lindtjörn. íslend- ingar hafa lengst af rekið starf á kristniboðsstöð í Konsó sem einnig -er í Suður-Eþíópíu en fyrir allmörg- um árum var farið að huga að starfi meðal Tsemaimanna í Voitó-dalnum sem er þar suður af. Aðstæður voru kannaðar nokkuð rækilega áður en ákveðið var að setja niður nýja kristniboðsstöð þai' í dalnum og í framhaldi af því var ákveðið að leggja í upphafí áherslu á heilsu- gæslu, sérstaklega meðal mæðra og bama. í sumar fengu kristniboðamir í Voitó heimsókn frá íslandi. Birna Gerður Jónsdóttir og Guðlaugur Gíslason dvöldu hjá þeim um hríð og segja hér á eftir frá því helsta sem bar fyrir augu. Erfitt tungumál -Það tekur langan tíma að kom- ast í samband við fólkið. Tsemai- menn hafa verið einangraðir og af- skiptir og fjöldi þeirra hefur verið nokkuð á reiki en þeir eru í dag taldir vera rúmlega 10 þúsund. Kristniboðarnir geta ekki talað ríkismálið, amharisku, við þá heldur yerða að læra tungumál Tsemai- manna sem er mjög erfítt því ekkert ritmál er til. Menn úr nágrannaþjóð- flokknum, Gawada, hafa aðstoðað kristniboðana við að túlka en eftir að hafa dvalið um eitt ár samfellt meðal Tsemaimanna hefur þeim tek- ist að læra nógu mikið til að bjarga sér og gera sig ágætlega skiljanleg. Er þá eiginlegt kristniboðsstarf ekki hafíð? -Sjálft boðunarstarfið hófst fyrir nokkru en fyrst eftir að þau Guð- laugur, Valgerður og Elsa settust að meðal Tsemaimanna bjuggu þau í tjöldum í miðju þorpi þeirra. Þann- ig kynntust þau mjög fljótt kjörum fólksins og það ríkti eiginlega gagn- kvæm forvitni meðal þeirra. Elsa og Valgerður, sem einnig er hjúkruna- rfræðingur, könnuðu heilsufar fólks- ins, sérstaklega barna og mæðra og Guðlaugur og nokkrir innlendir prédikarar með honum hafa lagt á ráðin hvernig best sé að haga boðun- arstarfi. Forvitnin er ennþá fyrir hendi en það er augljóst að kristni- boðarnir hafa áunnið sér traust Tsemaimanna, þeir ei-u farnir að kalla á þá þegar eitthvað bjátar á heilsufarslega, til dæmis þegar kon- ur eiga í erfiðleikum með fæðingu. Tjöld og strákofar Eftir að hafa búið í tjöldum og síðar strákofum er nú verið að reisa varanlegri hús fyrir kristniboðana. Verið er einnig að reisa sjúkraskýli og fyrir öll húsin þarf að koma upp sérstökum vatnstönkum. Gert er ráð fyrir að á næsta ári verði búið að byggja upp nauðsynlega starfsað- stöðu. Uppbygging þessi er kostuð af íslensku gjafafé en hún kostar alls um 12 milljónir króna. Helming- ur þess kemur frá Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga en Hjálp- arstofnun kirkjunnar hefur fjár- magnað hinn hlutann. Birna Gerður er hjúkrunarfræð- ingur og fylgdist hún með Eslu Lind- tjörn í starfí hennar. Hún lýsir dæmi- gerðum starfsdegi hjá kristniboðun- um: -Áður en starfið meðal Tsemai- manna hófst var ákveðið að leggja fyrst áherslu á bólusetningu og heilsuvemd mæðra og barna. Dagur- inn gengur yfírleitt þannig fyrir sig að á morgnana kemur fólkið til að hjúkrunarfræðingurinn geti skoðað sjúklinga sem eru að leita sér lækn- inga. Margir koma um langan veg og heilsufarið er oft bágborið. Marg- ir sjúkdómamir stafa af vannær- ingu, magakvillar em algengir en einnig malaría, blóðkreppusótt, lungnabólga óg fleira. Fólkið kann enga lækningu við þessum sjúkdóm- uifi nema það sem það trúir að and- amir segi þeim að gera og kemur ekki að gagni. Eftir hádegishlé er farið út í þorpin og þar era fram- kvæmdar skipulegar bólusetningar til að reyna hefta útbreiðslu hvers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.