Morgunblaðið - 18.11.1990, Page 40
4^;JMORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1S. NÓVEMBER 19IK)
Isafjörður:
Kvenfélag kirkjunnar 30 ára
en kirkjan í leiguhúsnæði
* ísafírði. ^
'"'“*KVENFÉLAG ísafjarðarkirkju hélt upp á 30 ára afmæli sitt 4. nóvemb-
er, en það var stofnað 17. maí 1960.
Jónas Tómasson tónskáld og
kirkjuorganisti var helsti hvata
maður að stofnun félagsins til að
treysta innviði hins kirkjulega starfs.
Fyrsti formáður félagsins var Lára
Eðvarðardóttir, eiginkona þáverandi
formanns sóknarnefndar, Elíasar
Pálssonar. Félagið hefur ætíð síðan
séð um frágang í kirkjunni og konur
hafa séð um flestar skreytingar
vegna jarðarfara og síðan notkun
fenningarkirtla var tekin upp hafa
'vkonurnar séð um frágang þeirra
ásamt mörgu öðru.
. Séra Karl Matthíasson sóknar-
prestur sagði að konurnar ynnu mjög
mikilvægt og fórnfúst starf fyrir
söfnuðinn og því næðust betri tengsl
milli safnaðarins og kirkjunnar.
Fjórar konur hafa gegnt störfum
formanns félagsins á eftir Láru, þær
Margrét Hagalínsdóttir, þáverandi
prestfrú séra Sigurðar Kristjánsson-
ar, Guðrún Vigfúsdóttir veflistamað-
ur og nú Geirþrúður Charlesdóttir,
sem um tíma gegndi starfi safnaðar-
systur. Hún sagði að því miður væru
of fáar konur í félaginu, því nóg
væri að starfa, en alvarlegast væri
að söfnuðurinn á enga kirkju.
Frá því ísafjarðarkirkja brann
hafa flestar kirkjulegar afhafnir far-
ið fram í samkomusal menntaskól-
ans, sem þýðir að fjarlægja þarf alla
kirkjumuni strax á eftir, auk þess
sem nemendur sem eru að koma úr
tímum þurfa að ganga í gegnum
salinn. Það mundi því efla safnaðar-
starfið mikið ef tækist að koma upp
nýrri kirkju, en vegna mikils ágrein-
ings um staðsetningu kirkjunnar
hefur enn ekki tekist að hefja
smíðina.
- Úlfar
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Stjórn kvenfélags Isafjarðarkirkju ásamt sóknarpresti, sóknarnefnd-
armanni og kirkjuverði. Geirþrúður Charlesdóttir formaður kvenfé-
lags Isafjarðarkirkju er á milli sóknarprestsins séra Karls Matthias-
sonar og Inga Jóhannessonar kirkjuvarðar. I aftari röð eru stjórnar-
konurnar Kristín Einarsdóttir, Auður Hagalín, Herdís Þorsteinsdótt-
'ir og Sigríður Sigurðardóttir ásamt Gunnlaugi Jónassyni varafor-
manni sóknarnefndar.
Verklok við vatnsveitu. Verktakar og starfsmenn Hvammstangahrepps við kaffitjald verktakanna
(en vegna hagstæðs veðurs hafði (jaldið verið fellt).
Ný vatnsveita á Hvammstang'a
Hvammstangi.
Á UNDANFÖRNUM mánuðum
hefur verið unnið að lagningu
nýrrar vatnsveitu fyrir
Hvammstanga úr Vatnsnes-
fjalii. Lögnin var tengd veitu-
kerfinu sl. föstudag.
Haukur Ámason tæknifræð-
ingur sveitarfélagsins sagði
Morgunblaðinu að ráðist hefði
verið í framkvæmdina vegna auk-
innar vatnsnotkunar á staðnum á
síðustu árum. Nýja lögnin sem er
um 11,5 km að lengd, mun flytja
um 18-20 sekúndulítra, sem er
um tvöföldun á því vatni sem
vatnsveitan fékk áður. Verkið var
unnið af heimamönnum, Ólafi
Stefánssyni, Pétri Daníelssyni og
Pétri Jóhannessyni og tók um 4
mánuði. Rörin í veitunni eru 160
mm og 110 mm og er 310 metra
hæðarmunur á vatnsbólum í
Mjóadal og birgðatanki við
Hvammstanga.
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Tveir af verktökum vatnsveitu, Ólafur Stefánsson og Pétur Jó-
hannesson.
Kostnaður við framkvæmdina muni ekki hrjá íbúa né fyrirtæki
er 17-18 milljónir króna.. Þykir á Hvammstanga í bráð.
hafa vel til tekist og vatnsskortur - Karl
Guðlaugur Arason
Ljóðabók
eftir Guð-
laug Arason
ÚT ER komin hjá Máli og menn-
ingu Ijóðabókin Blint í sjóinn eft-
ir Guðlaug Arason og er það
hans fyrsta ljóðabók.
Ikynningu útgefanda segir m.a:
„í ljóðum bókarinnar er víða að
finna hversdagsmyndir af sjó-
mannalífinu, sjávarilmurinn, tjöru-
lyktin, vélarhljóðið, veltingurinn.
Meðal annarra yrkisefna eru sökn-
uðurinn, erfiði og mannraunir og
ástin. Ljóðin einkennast af nær-
færnum og mildum tóni, þótt kímni
sé sjaldan langt undan.
Guðlaugur Arason (f. 1950) hef-
ur stundað jöfnum höndum sjó-
mennsku og ritstörf og er kunnur
fyrir skáldsögur sínar.
Bókin er 73 bls., prentuð í Prent-
smiðjunni Odda. Jón Reykdal hann-
aði kápu. Bókin er bæði gefin út
innbundin og í kilju.
Doktor í
stjameðl-
isfræði
GUNNLAUGUR Björnsson lauk
sl. vor doktorsprófi í stjarneðlis-
fræði frá háskólanum í Illinois
í Bandaríkjunum. Fór doktors-
vörnin fram þann 6. apríl.
Doktorsritgerðin nefnist A
Study of Electron-Positron
Pair Equilibria in Models of
Compact X- and Gamma-Ray
Sources. Hún fjallar um hlutverk
rafeinda og and-rafeinda í líkönum
af svonefndum virkum vetrar-
brautum, en það eru mjög aflmik-
il og fjarlæg fyrirbæri sem talið
er að hýsi risavaxin svarthol.
Fyrsti hluti ritgerðarinnar fjallar
um hugsanlegan þátt rafeindanna
í ljósaflsbreytingum slíkra vetrar-
brauta en meginhluti verksins
Ijallar um nýja leið til athugunar
á svonefndum efnisskífum sem
talið er að myndist umhverfis
svartholin í miðju vetrarbraut-
anna. Varpað er nýju ljósi á eigin-
leika slikra kerfa og sýnt fram á
að líkönin er notuð hafa verið til
lýsingar á þeim eru að miklu leyti
ófullnægjandi, sér í lagi hvað varð-
ar háorkuútgeislun þessara fjar-
lægu fyrirbæra.
GunnlaugUr er fæddur þann 7.
maí 1958 á Akranesi. Hann er
sonur hjónanna Gígju Gunnlaugs-
dóttur og Björns H. Björnssonar.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1978 og BS-prófi í eðlisfræði frá
Dr. Gunnlaugur Björnsson
Háskóla íslands 1982. Hann
stundaði framhaldsnám við Uni-
versity of Illinois, Urbana, 1984-
1986, og lauk þaðan MS-prófi
1986. Frá 1986-1989 var Gunn-
laugur handhafi rannsóknarstyrks
við Nordita (Nordisk Institut for
Teoretisk Atomfysik) í Kaup-
mannahöfn þar sem hann starfaði
undir handleiðslu prófessors Ro-
land Svensson. Niðurstöður þeirra
rannsókna voru lagðar fram til
doktorsprófs við háskólann í Ulinor
is. Frá 1989 hefur Gunnlaugur
haldið áfram rannsóknum á virk-
um vetrarbrautum í samvinnu við
Roland Svensson og hefur hlotið
til þess styrki úr vísindasjóði, frá
Nordita og Nordiska Forskar-
stipendier.
Gunnlaugur er nú búsettur í
Lundi í Svíþjóð. Hann er kvæntur
Ástríði Jóhannesdóttur svæfinga-
lækni og eiga þau tvær dætur.