Morgunblaðið - 18.11.1990, Page 42

Morgunblaðið - 18.11.1990, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FOLK B FRfc I I UjMiHgiN&lÆDAGUK 18i NÓVE.M13KIÍ ?99Q- ^ Morgunblaðið/Þorkell Gestir á íslandskynningu fyrir erlenda nemendur við Haskóla íslands. ISLANDSKYNNING Um 200 erlendir stúd- * entar við nám í H.I. Islandskynning fyrir erlenda nemendur við Háskóla íslands var nýlega haldin á vegum Há- skólans, menntamálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis. Kynning- in var vel sótt og komu nemend- ur víða að, m.a. frá Kína, Ma- rokkó, Póllandi og Júgóslavíu. Háskóli íslands hefur á undan- fömum árum lagt aukna áherslu á alþjóðasamskipti í starfi sínu. Er- *— Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Bjarni Sævar fyrir miðju ásaml byggingarmönnum sínum. HOFN Byggingaráfanga fagnað NYALDARFRÆÐI Flest erum við hrein vélmenni Bjarni Sævar Geirsson bygging- armeistari og menn hans drógu fána að hún í tilefni þess að sperrur eru komnar á blokkina er þeir eru að reisa við Sandbakkaveg lendir námsmenn við skólann eru mikilvægur þáttur í eflingu sam- skiptanna, en þeir hafa aldrei verið fleiri en í ár, eða tæplega tvö hundr- uð, þar af heimingur nýnema. Á kynningunni voru stúdentarnir fræddir um jarðsögu íslands og náttúrulegar auðlindir, íslenska fé- lagsgerð, efnahagslíf og stjórnmál auk þess sem sag'a og menning ís- lendinga var kynnt. á Höfn. Það er þó ekki fyrr en næsta haust að væntanlegir eigend- ur komast inn en þá skilar Bjarni húsinu fullkláruðu af sér. - JGG. MIKIÐ er rætt um svokallaða nýöld þessi misserin og ýmis teikn þykja vera á lofti um að heim- ur batnandi fari fyrir tilstilli nýrra áherslna í mannsandanum. Nýaldar- fræðin eru margvísleg og ekki verð- ur hér farið út í skilgreiningar. Hins vegar getið þess að um þessar mund- ir er stödd hér á landi dr. Paula Horan, 37 ára gömul bandarísk kona, doktor í sálfræði, sem hefur lagt fyrir sig og tileinkað sér fyrir- bæri sem heitir „reiki“. Um það hefur hún haldið fyrirlestra og nám- skeið og í febrúar er hennar aftur von hingað til lands til frekari menntunar íslendinga í nýaldar- fræðum. Morgunblaðið ræddi aðeins við Paulu fyrir skömmu, bað hana fyrst að útlista hvað „reiki“ eiginlega væri. Hún svaraði á þessa leið: „Til að svara þessu verður fyrst að líta aðeins á upprunann. Þannig var, að í kringum 1840 var doktor að nafni Mikao Usui skólastjóri við lítinn kristinn háskóla í Kyoto í Jap- an. Dag einn komu nokkrir nemenda Usuis að máli við hann og spurðu hvort hann tryði á biblíuna í bókstaf- legum skilningi. Hann svaraði ját- andi. En ungmennin bentu honum þá á frásagnir um lækningamátt Krists og þau orð hans að mernirn- ir myndu gera slíkt hið sama og meira að segja stórkostlegri hluti. Hvers vegna væru þá ekki slíkir kraftaverkamenn að störfum um heim allan? Báðu ungmennin Usui um að kenna sér þessi fræði sem biblían segði svo vandlega frá. Svo sem dæmigert var fyrir Japana, var heiður Usuis að veði. Hann varð að finna svör við spurningum nemenda sinna og sagði starfi sínu lausu við skólann nokkru síðar til þess að leita sannleikans. Þar sem flestir kennara hans voru frá Bandaríkjunum hóf hann eftirgrennslanir sínar þar, nán- ar tiltekið í Chicago. Ekkert fann hann í doðröntum þar, né heldur í fræðiritum búddatrúarmanna í Jap- an eða í gömlum trúarfræðum Kínveija. Það var ekki fyrr en hann var kominn til Tíbet að hann rakst á nokkuð sem vakti athygli hans í helgiritum í klaustri einu. Það var nokkurs konar lýsing á virkjun þess sem á japönsku kallast reiki og gæti á íslensku útlagst alheims lífskraftur. En hvað er reiki? „Reiki er mjög einfalt og allir geta lært það. Meira að segja börn. Það er einfaldlega lykill mannshugans að því að bæta hluti. Sjálfslækningar, bæði andlegs og líkamlegs eðlis, stilling sorgar og kvíða. Það eykur jafnvægi mannsan- dans og hjálpar fólki til að skilja betur lífið sjálft. Allt of margir vaða villu þar um og eru á flótta frá lífinu, en það er allt að breytast og mun taka stakkaskiptum næstu 20 til 30 árin. Teiknin eru á lofti og breyting- arnar eru að komast á mikinn skrið.“ - Getur þú útskýrt þetta aðeins betur? „Reiki snýst um að gera okkur meðvitaðri um þessa alheimsorku sem við öil búum yfir. Þannig lærum við að opna fyrir hana og beisla hana til eflis og næmari skilnings á umhverfinu. Það er alltaf að koma mér meira og meira á óvart hvað reiki fær áorkað og athyglisvert á hve mörgum sviðum hægt er að virkja þessa orku. Flestir kynnast reiki er þeir eiga við einhvers konar heilsuleysi að stríða og vilja reyna óhefðbundnar leiðir til að fá bót meina sinna. Fjölmargir hafa af því mjög góða reynslu og á því sviði sannar reiki sig best eins og dæmin sanna. „Þín er von í febrúar á nýjan leik og þá stendur til að Tjalla um fyrir- bærið kjarnefli. Getur þú útskýrt hvað þar er á ferðinni?" „Með kjarneflinu vinnum við með- vitað að því að breyta þeim þáttum persónuleika okkar sem skapa okkur þjáningu. Við rífum okkur út úr fast- mótuðum mynstrum sem ráða nán- ast öllu okkar lífi og viðbrögðum og förum að taka virkan þátt í að skapa Dr. Pauia Horan okkur þá framtíð sem við kjósum sjálf. Lífsstíll okkar, einkum á Vesturlöndum, hefur fallið í ákveð- inn rótgróinn farveg síðustu ára- tugi. Það hefur verið lífsgæðakapp- hlaup og ör tækniþróun. Flestir hafa farið í far sem þeir fara ekki úr. Ótrúlega margt á dæmigerðum degi verður hugsunarlaust, hreinn vani, og smám saman þarf ekki mikla vitund til að lifa heilu lífi. Það er hart að segja það, en flestir eru hrein vélmenni. Þessu hefur einnig fylgt mikil firring, sem meðal ann- ars hefur leitt til lífsflótta fjöl- margra, ekki síst í gegnum vímu- efni. En okkur er ekki alls varnað. Segja má að veruleiki okkar mótist af lífsskynjun okkar og viðhorfum. Með kjarneflinu getum við breytt hvaða viðhorfí sem er, og þar með veruleikanum sem við upplifum. Hvers vegna þá öll þessi þjáning? Það getur borið með sér mikla neyð og mikinn sársauka er menn standa frammi fyrir sjálfum sér og tilfinn- ingum sínum en geri menn það losna þeir úr ánauðinni. Því getur fylgt mikill sársauki og eitt það sem mað- urinn er seigastur við, er að halda fast við venjur og rótgróin kerfi. Fæðingin verður því erfið, en upp- skeran að sama skapi ríkuleg. Mað- urinn er fæddur í þennan heim með frjálsan anda og lífsins nýtur hann ekki til fulls ef sá andi er á einhvern hátt heftur. Þetta er óumflýjanleg þróun mannkynnsins í átt til frelsis og betra mannlífs. INTERNATIONAL MASA fyrirtækið býður mikið úrval íbúða, raðhúsa og einbýlishúsa, eða milli 35-40 mismunandi gerðir og stærðir, allt frá litlum „studíó“-íbúðum upp í glæsi- leg einbýlishús og á verði sem erfitt er að slá út. 10 ára ábyrgð er á öllum byggingum fyrirtækisins. Verð á húsum og íbúðum MASA er mjög mismunandi, eða allt frá ísl. kr. 1.500.000,- og upp í rúmar 8.000.000,- fyrir glæsilegt einbýlishús á stórri lóð og allt þar á milli. Allar lóðir eru eignarlóðir og eru innifaldar í uppgefnu verði. Farnar eru skoðunarferðir til Spánar, dvalið á eigin hóteli MASA og verið í 4-5 daga. Fullt fæði er innifalið. í ferðinni eru skoðuð þau 5 svæði, sem fyrirtækið nú er að byggja á og eru húsin og íbúðirnar sýndar tilbúnar með öllum húsgögnum og fullbúnu eldhúsi. 2-3 daga tekur að skoða þetta allt og einnig eru í söludeild fyrirtækisins góðar ljósmynd- ir til að skoða nánar, t.d. á kvöldin í rólegheitum eftir að heim á MASA hótelið er komið. Það skal tekið þjónustu. Sundlaugar, tennisvellir, minigolf og keilu- vellir eru einnig til staðar. Margt annað mætti upp telja, svo sem að allar götur eru malbikaðar, allar gangstéttar frágengnar, götulýsing og „græn svæði" eru 40% af hverju hverfi. Allt þetta er framkvæmt af MASA fyrirtækinu og húseigendur flytja í fullgert hverfið. Allar nánari upplýsingar ásamt 24ra síðna Iit- myndalista frá MASA fyrirtækinu eru hjá umboðsaðil- um. Sendum um allt land. Gjörið svo vel og leitið upplýsinga, Næsta skoðunarferð auglýst fljótlega. spænska stórfyrírtækið á Suður-Spáni, nánar tiltekið við bæinn Torrevieja, hefur haldið innreið sína á ísiandi með íslenskum umboðsaðilum, ásamt íslensku starfsfólki í þjónustumiðstöð fyrirtækisins á Spáni, sem erjafnan opin. fram, að MASA byggir í öllum hverfum þjónustu- kjarna, svo sem heilsugæslu, kjörbúðir, verslanir af ýmsu tagi, veitingastaði, o.fl., o.fl. 1-2 bankar eru einnig í hverfunum svo ekki þarf að fara langt í þá fyrirtækið hefur einnig hafið byggingaframkvæmdir á hinum undurfagra staö, CALA D’OR á suðausturhluta Mallorca og verða sýningarhúsin tilbúin nú í desember. Þar er sérstaklega glæsileg aðstaða fyrir golf- og siglingaáhugafólk. Nánar verður auglýst síðar skoðunarferð til Mallorca. UMBOÐIÐ Á ÍSLAIUDI, Pósthólf 365, 202 Kópavogi, sími 44365.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.