Morgunblaðið - 14.12.1990, Qupperneq 2
MORGUN:BI.ÁDIÐ FÖáfl’DÁÍÍÍ’R 14. DESEMBER 1990
FRÁMLEIÐSLA kindakjöts í
síðustu sláturtíð nam tæplega
9.200 tonnum, og er það um 5%
minni framleiðsla en árið 1989,
en þá nam hún tæplega 9.700 tonn-
um. Að sögn Gísla Karlssonar,
framkvæmdastjóra Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins, voru áætlað-
ar birgðir kindakjöts um síðustu
mánaðamót um 8.000 tonn, 'sem
er svipað magn og innanlands-
neyslan var á síðasta verðlagsári.
Á sama tíma í fyrra voru birgðirn-
ar um 9.200 tonn, eða um 13%
Lúsíuráhátíð
Morgunblaðið/Sverrir
HIN árlega Lúsíðuhátíð var haldin í Norræna húsinu í gærkvöldi. Það eru Norræna húsið, sænsk-íslenska félagið og sænska félagið sem
stóðu að hátíðinni. Kór Kársnessskóla söng undir stjóm Þórunnar Jónsdóttur og Reynir Jónasson lék á dragspil. Um 300 gestir gæddu sér
síðan á kaffi og Lúsíubrauði.
Fiskifélag íslands býst við 325 þúsund tonna þorskafla í ár:
mein en nu.
Að sögn Gísla er allt kindakjöt af
framieiðslu ársins 1989 nú uppselt
hjá afurðastöðvum, en eitthvað er
enn til af því í verslunum og hjá
vinnslustöðvum. Birgðir eldra kjöts
á sama tíma í fyrra voru um 800
Stefnir í að þorskaflinn verði
ineiri en reiknað hefur verið með
tonn.
í haust hafa verið flutt út um 300
tonn af kindakjöti, aðallega til Fær-
eyja, og sagði Gísli að gert væri ráð
fyrir að um 1.000 tonn yrðu flutt
út til viðbótar til Færeyja, Svíþjóðar
og Finnlands, eða samtais um 1.300
tonn. Er það nokkuð minni útflutn-
ingur en var til þessara landa í fyrra,
en þá nam hann tæplega 1.600 tonn-
um, auk þess sem gefin voru tæplega
600 tonn af eldra kjöti til Rúmeníu.
Útflutningsverðmæti botnfisks um 11% meira en í fyrra
„ÞAÐ STEFNIR allt í að þorsk-
aflinn verði um 325 þúsund tonn
á þessu ári, miðað við óslægðan
físk,“ sagði Ingólfur Amarson
hjá Fiskifélagi Islands í samtali
við Morgunblaðið í gær en þá
gaf Fiskifélagið út bráðabirgða-
tölur yfir afla fyrstu 11 mánuð-
ina í ár. „í ár er heimilt að veiða
260 þúsund tonn af þorski, mið-
að við slægðan fisk með haus,
sem þýðir 325 þúsund tonna
óslægðan afla,“ sagði Ingólfur
Arnarson.
Ef þorskaflinn verður 325 þús-
und tonn á þessu ári verður hann
Ný ríkisskuldabréf á nafnvöxtum:
Fj órði valkosturinn
til að lána ríkissjóði
ÚTGÁFA ríkisskuldabréfa á nafnvöxtum í upphafi næsta árs, sem
rædd var í ríkisstjóm síðastliðinn þriðjudag, yrði fjórði valkostur fjár-
magnseigenda til að lána ríkissjóði fé. Fyrir eru spariskírteini ríkis-
sjóðs, ríkisvíxlar og svonefnd ríkisbréf, sem verið hafa til sölu undan-
farna rúma tvo mánuði. Þau bréf sem rædd voru í ríkisstjórn yrðu í
meginatriðum sambærileg spariskírteinum, að öðru leyti en því að þau
væru óverðtryggð.
Spariskírteini ríkissjóðs eru verð-
tryggð bréf með föstum vöxtum,
gefín út í flokkum þar sem hver
flokkur er ákveðin heildarupphæð og
bréfin eru einnig ákveðinnar upp-
hæðar og til ákveðins tíma. Fyrir
þessi bréf er svokallaður eftirmark-
aður, þau geta gengið kaupum og
söium og er gengi þeirra skráð á
Verðbréfaþingi íslands.
Hin nýju bréf sem rætt hefur ver-
ið um eru frábrugðin að því leyti að
þau eru óverðtryggð.
„Því hefur verið veifað bæði af
Seðlabankanum og viðskiptaráð-
herra að taka upp óverðtryggð mark-
aðsverðbréf ríkissjóðs eins og spari-
skírteini, óverðtryggð spariskírteini,
gefin út í flokkum með stöðluðum
upphæðum og föstum vöxtum og
og hægt að mynda eftirmarkað fyrir
þau,“ segir Már Guðmundsson efna-
hagsráðgjafi fjármálaráðherra. „Við
höfum líka verið að skoða þetta hér
og í raun og veru er hægt að gera
þetta aiveg óháð lánskjaravísitölu:
máiinu ef menn vilja. Þar á milli
þurfa ekki endilega að vera tengsl,"
segir Már. Hann^segir enga ákvörðun
hafa verið tekna um þessa útgáfu
óverðtryggðra spariskírteina ennþá.
í byrjun október síðastliðins hófst
vútgáfa svonefndra ríkisbréfa. „Það
eru bréf með breytilegum vöxtum
með viðmiðun við vexti bankanna
mínus eitt til tvö prósent eftir upp-
hæðum og síðan eru upphæðimar
sniðnar eftir þörfum bankanna eða
þess sem er að kaupa," segir Már.
Lágmarksupphæð þessará bréfa er
100 þúsund krónur.
Pétur Kristinsson á Þjónustumið-
stöð ríkisverðbréfa segir ríkisbréfið
miðað við vegið meðaltal útlánsvaxta
á hveijum tíma að frádregnum
tveimur prósentum og er. ársávöxtun
þess nú skráð 11,8%.
„Vegna skráningarreglna á Verð-
bréfaþingi íslands fær ríkisbréfið
ekki skráningu, vegna þess að það
er ekki gefið út í samkynja flokkum,
heldur með breytilegum upphæðum,"
segir Pétur.
Hann segir að þótt bankar séu
helstu kaupendur, séu ríkisbréfin
einnig seld fyrirtækjum og einstakl-
ingum. Hann segir þau hafa verið
gefin út til þess að taka við þar sem
ríkisvíxlum sleppir, en lánstími
■ ríkisvíxla er frá 45 dögum upp í fjóra
mánuði. Lánstími ríkisbréfanna er
frá fjórum mánuðum upp í þrjú ár.
í ríkisstjóm var útgáfa óverð-
tryggðra spariskírteina rædd sem lið-
ur í afnámi lánskjaravísitölu, sam-
kvæmt frétt Morgunblaðsins á mið-
vikudag.
um 29 þúsund tonnum, eða 8,2%,
minni en í fyrra. Vegna lélegra
afiabragða í haust hafa menn hins
vegar talið að þorskaflinn yrði ekki
nema um 300 þúsund tonn í ár.
Verð á aflakvótum hefur fallið
undanfarið vegna þess að margir
hafa talið að þeim tækist ekki að
veiða þann kvóta, sem leyfilegt er
að veiða á þessu ári og til dæmis
hefur verð á þorskkvóta fallið úr
45 krónum fyrir kílóið í 15 krónur.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Fiskifélagsins var botnfiskaflinn
572 þúsund tonn frá janúar til
nóvember í ár, eða 39 þúsund tonn-
um (6,4%) minni en á sama tíma
í fyrra. Botnfiskaflinn var 697
þúsund tonn árið 1989 og hann
verður um 652 þúsund tonn í ár
ef aflasamdrátturinn verður 6,4%.
Á hinn bóginn er reiknað með
að meðalverð á botnfiski á erlend-
um mörkuðum verði 17% hærra á
þessu ári en á síðastliðnu ári en
þá var útflutningsverðmæti botn-
fisks 43,2 miiljarðar króna. Sam-
kvæmt þessum forsendum yrði
útflutningsverðmæti botnfisks að
minnsta kosti 10,6%, eða 4,6 mill-
jörðum, meira í ár en í fyrra en
botnfískbirgðir í landinu eru nú
mun minni en um síðustu áramót.
Heildaraflinn fyrstu 11 mánuð-
ina í ár var 1,389 milljónir tonna,
sem er 32 þúsund tonnum (2,3%)
meiri afli en á sama tíma í fyrra.
Mestur var ársafli íslenskra skipa
1987, eða um 1,622 milljónir
tonna.
síðastliðnu ári. Veidd voru um
84.400 tonn af karfa, sem er 5.400
tonnum (6,9%) meira en í fyrra og
ufsaaflinn var rúm 84 þúsund tonn,
eða 16.700 tonnum (24,7%) meiri
en á síðastliðnu ári. Hins vegar
var grálúðuaflinn tæp 33 þúsund
tonn fyrstu 11 mánuðina í ár, eða
22 þúsund tonnum (40,2%) minni
en á sama tíma í fyrra.
Smábátakvótinn:
Ráðherra
svararídag
Þorskaflinn var rúm 295 þúsund
tonn fyrstu 11 mánuðina í ár, sam-
kvæmt bráðabirgðatölum Fiskifé-
lagsins, eða 27 þúsund tonnum
(8,4%) minni en á sama tíma í
fyrra. Ysuaflinn var rúm 55 þús-
und tonn, eða um 4 þúsund tonnum
(8,3%) meiri en á sama tíma á
HALLDÓR Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra segir að hann muni
í dag svara bréfí Jóns Helgason-
ar, forseta efri deildar Alþingis,
þar sem komið er til skila óskum
nefndarmanna í sjávarútvegs-
nefnd deildarinnar um að fá í
hendur lista yfir þá eigendur og
útgerðarmenn smábáta, sem
fengið hafa bréf frá sjávarút-
vegsráðuneytinu um áætlaðan
fiskveiðikvóta.
Bréf Jóns Helgasonar var skrifað
í framhaldi af bréflegri beiðni
nefndarmanna um að hann beitti
sér fyrir því að sjávarútvegsráð-
herra léti listann af hendi.
„Við í sjávarútvegsráðuneytinu
höfum reynt af fremsta megni að
sinna upplýsingaskyldu okkar
gagnvart sjávarútvegsnefndinni.
Eg hef efasemdir um að nokkurt
annað ráðuneyti hafi gert það í jafn
ríkum mæli. Við munum halda því
áfram, en ég mun svara þessu bréfi
á morgun, sagði Halldór Ásgríms-
SOn í samtali við Morgunblaðið í
gær. Hann sagðist ekki telja rétt
að greina frá efni svars síns áður
en Jóni Helgasyni bærist það í hend-
Flug:
Védís fljót
til Lundúna
VÉDÍS, ein flugvéla Flugleiða, var
aðeins tvær klukkustundir og átj-
án mínútur að fljúga frá Keflavík
til Lundúna á miðvikudaginn og
er það líklega nýtt met á þessari
gerð véla.
Áætlaður flugtími til Lundúna er
venjulega tvær klukkustundir og
fjörutíu mínútur en á miðvikudaginn
var mikill meðvindur og því var vélin
tuttugu og tveimur mínútum skemur
á leiðinni.
Védís er af gerðinni Boeing 737
og er heldur hægfleygari en þær
vélar sem áður voru notaðar á þess-
ari flugleið.
Kindakjöts-
birgðir 13%
minni en á
síðasta ári
Framleiðsla dregst
saman um 5%