Morgunblaðið - 14.12.1990, Side 10

Morgunblaðið - 14.12.1990, Side 10
Hagyrðingur og kennari Bókmenntir Erlendur Jónsson Auðunn Bragi Sveinsson: STUTT OG STUÐLAÐ. 50 bls. Letur. Kópavogi, 1989. Auðunn Bragi Sveinsson: KENN- ARI Á FARALDSFÆTI. Minn- ingar frá kennarastarfi. 356 bls. Skuggsjá, 1990. Auðunn Bragi Sveinsson er landskunnur vegna bóka sinna og útvarpsþátta. Hagyrðingur er hann líka góður. Stutt og stuðlað geymir vísur og kvæðakorn. Faðir hans, Sveinn frá Elivogum, var líka snjall hagyrðingur. Uppeldið geldur son- urinn með þessari lýsingu á föður sínum: Oft í vanda orðhvatur, eyddi grandi kífsins. í raunastandi réttstígur, rataði sanda lífsins. Nokkuð er þetta nú saman barið. Léttara er yfír stöku sem ber yfír- skriftina Veðurlýsing: Virðist hagstætt veðurfar, (víst mun hlé á striti), ágætt skyggni í Æðey var; átta stiga hiti. Eins og hagyrðinga er háttur yrkir Auðunn Bragi um allt milli himins og jarðar, dagleg störf svo dæmi sé tekið, smáatvik, fólk á förnum vegi og síðast en ekki síst eigin skoðanir á mönnum og mál- efnum. Margri vísunni er sýnilega kastað fram, sem kallað er, og mið- ast þá við stund og stað. Áhrif þess háttar kveðskapar vilja dofna þegar frá líður og fjær dregur vettvangi; skírskota þá vart til annarra en nákunnugra. Mikið er og um kveðskap í kenn- arasögunni. Annars er hún mest byggð upp að af dagbókum sem höfundur hefur lengi haldið. Og smárit er þetta ekki, hálft fjórða hundrað síður. Og margt er þarna um manninn. Nafnaskráin í lokin er með því lengsta sem gerist í bókum af þessu tagi. Frá mörgu hefur kennarinn að segja; ekki er það að tvíla. Tvennt hefur honum þó láðst: í fyrsta lagi að vinna úr efni sínu og í öðru lagi að takmarka það, skera niður og skeyta saman. Þarna ægir saman öllum mögulegum og ómögulegum smáatriðum. Margt er það svo lítils- vert að manni kemur í hug að höf- undurinn hafí skrifað þetta einvörð- ungu fyrir sjálfan sig. Ætla má að höfundur nefni þarna með nafni svo til alla sem hann hefur fyrirhitt á lífsleiðinni. Svo fjölmennur er hóp- urinn. Frá sumum er þá varla mik- ið að segja sem geta má nærri. Nú hefur höfundur sýnt og sann- að að hann getur skrifað. Og vissu- lega segir hann þarna frá hinu og öðru sem fróðlegt getur talist. Ein- Merk þjóð- háttabók Bókmenntir Sigurjón Björnsson Guðmundur Þórsteinsson frá Lundi: Horfnir starfshættjr og leiftur frá liðnum öldum. Önnur útg:! aukin og myndskreytt. Örn og Örlygur, Reykjavík, 1990, 263 bls. Hér er um að ræða 2. útgáfu af ritverki sem kom upphaflega út árið 1975. í þessari útgáfu hefur verið bætt inn mjklum fjölda mynda. Viðauki í texta er frá höf- undi: járnsmíðar og'i árdaga út- varps á íslandi. Auk þessa eru í þessari gerð vandaðar skrár yfír mannanöfn, staðanöfn, atriðisorð og myndir. Þetta er þannig hið veg- legasta og vandaðasta rit að allri útgerð. Guðmundur Þorsteinsson var austfírðingur að ætt og uppeldi. Hann kenndi sig við Lund í Lundar- reykjadal, en þar bjó hann í áratug. Að öðru leyti mun hann hafa dva- list í Múlasýslum og Norður-Þing- eyjarsýslu. í formálsorðum fyrstu útgáfu segir dr. Kristján Eldjám að hann sé „daglaunamaður, þús- undþjalasmiður, fræðaþulur, rit- gjarn orðhagi á laust og bundið mál“. Þar kemur einnig fram að Guðmundur var á efri ámm sínum talsvert handgenginn Þjóðminja- safninu og í texta höfundar má sjá að hann hefur smíðað eftirlíkingar af fomum hlutum fyrir safnið. Guðmundur var fæddur 1901 og andaðist á síðasta ári (1989). Bók þessi skiptist í allmarga þætti. Sum- ir þeirra em með nokkru endur- minningasniði, en eiga sér þó allir að aðalinntaki að lýsa lífí fólks, eru bein þjóðháttalýsing, svo sem um fráfærur, smalamennsku, skógar- ferð, nýtingu ullar, sauðatað til eldsneytis, mótekju, hrístekju, vatnsburð, torfristu, húsagerð,. brauðgerð, sléttun túna o.fl. o.fl. Einkenni á frásögn höfundar er nákvæmni, skipuleg og skýr fram- setning og einstaklega vandað mál- far. Margt af því sem hér er skrifað er með því allra besta sem ég hef séð á þessu sviði og vemlegur feng- ur hlýtur að vera að þessu riti fyrir þjóðháttafræðinga og aðra þá sem leggja stund á atvinnusögu. Mikið þykir mér til athyglisgáfu höfundar koma. Guðmundur Þorsteinsson hefur bersýnilega verið einn af þessum stálgreindu „alþýðumönn- um“. Þá má geta þess að Guðmund- ur er ódeigur að bera saman nútíð og fortíð. Finnst honum íslendingar fara illa með fenginn auð og fer stundum hörðum orðum um læpu- skaps ódyggðir nútíma manna og óspilsemi þeirra. Má vissulega hlusta á margt af því sem hann hefur um það að segja. Fyrri útgáfa þessa ritverks þekki ég ekki. Hún mun hafa gengið fljótt til þurrðar. Hún var að sögn án mynda, en í þessa útgáfu kemur mikill fjöldi mynda sem ívar Giss- urarson þjóðfræðingur hefur valið af góðri þekkingu og smekkvísi. Eykur það gildi bókarinnar mjög verulega. í raun er mikill lærdómur fólginn í því að skoða myndirnar einar sér. Þó get ég ekki látið hjá líða að koma með eina aðfinnslu, sem sumum kann þó að þykja lítils verð. Á bls. 185 er mynd af gam- alli konu á göngu með staf í hönd og poka á baki. Texti er svohljóð-. andi: „Guðrún Ásmundsdóttir á tveimur jafnfljótum í Skagafírði. í manntali frá 1930 er hún sögð vera á Sauðárkróki en annars á sífelldum flækingi.“ Svo vill til að ég þekkti þessa konu persónulega. Hún var fötluð, kreppt í baki og einstæðing- ur. Velgreind var hún og vönduð á alla lund. Þegar ég þekkti til var hún búsett á Sauðárkróki. Satt er það að hún dvaldist langtímum saman frammi í firði. En það var enginn flækingur, því að hún heim- sótti vinkonur sínar sem hún þekkti og vann þeim ýmislegt í höndurn. Var hún gjarnan kærkominn gest- ur. Það er því alls ómaklegt að hún sé látin bera flækingsnafn. En þessu hefur verið haldið fram áður og leiðrétt áður. Tel ég rétt að árétta það. En sem sagt: Þetta er hið ágæt- asta rit, sem mér þykir líklegt að fróðleiksfúsir menn taki fagnandi hendi. staka atriðum hefði mátt gera ræki- legri skil. Höfundur hefur víða starfað, bæði í dreifbýli og þé’tt- býli. Reynsla hans sem kennara er því orðin fjölskrúðug. Innviðum skólans á hann að hafa kynnst mörgum öðrum betur. Ennfremur á hann að þekkja mismunandi áhrif búsetu á skólastarf. Hann á að kannast við þann margvíslega vanda sem kennara er á höndum, oft og tíðum. Raunar kemur þetta allt fram í bókinni — svona hér og þar innan um óskyld efni eins og hver annar minnismiðafróðleikur. Höfundi hefur sem sé láðst að greina milli aðalatriða og aukaat- riða og skipa saman því sem saman á. Sama máli gegnir um þær fjöl- mörgu mannlýsingar sem fyrir koma í bókinni. Þær eru því miður of endasleppar, margar hveijar. Kann það meðal annars að stafa af því að höfundur er nokkuð sjálf- hverfur og tengir frásagnir af fólki og atburðum oftar en ekki við ástand mála í eigin hugskoti. Höfundur hefur verið vinsæll kennari. Svo mikið, hygg ég, megi ráða af sögu hans. Nemendur færa ekki kennara sínum blóm og gjafir Auðunn Bragi Sveinsson nema þeim falli við hann. Sjálfhæl- inn getur hann þó varla talist þótt hann greini frá slíku. Og laun- drýldni verður afar lítið vart í þess- um endurminningum. Hins vegar er hann ekkert að bæla með sér ánægjuna þegar veí gerigur, getur þá orðið barnslega upp með sér. Og það, út af fyrir sig, fer honum ekkert illa. Gagnvúrt mönnum og málefnum, svo og þjóðfélaginu í heild, er hann alla jafna jákvæður. Hann hefur lifað og starfað frá degi til dags og fer því lítt út í hin dýpri rök orsaka og afleiðinga; tek- ur lífið og starfíð eins og það er. Hinir tíðu flutningar mega þó gefa til kynna að hanri sé leitandi mað- ur; svona í vissum skilningi að minnsta kosti. Kannski er of djúpt í árinni tekið að segja að þetta sé beinlínis slæm bók. Hitt má fullyrða að höfundur hefði getað gert betur. Brynhildur í Djúpinu Myndlist_______________ Eiríkur Þorláksson í myndlistinni, sem og á öðrum sviðum mannlegra athafna, birt- ast einstaklingar sjaldnast full- þroska í frumraun sinni, heldur þurfa að þreifa sig áfram, þjálfast og eflast, þar til viðkomandi fínn- ur það sem hann leitar að. Þetta verður til þess að oftar en ekki fá fyrstu sýningartilraunir ungra myndlistarmanna litla umfjöllun, og menn bíða þess að sjá, hvort þær leiði til frekari þroska, at- hafnasemi og sýningarhalds, eða hvort þær verði upphaf og endir viðkomandi listferils. Óþol og kvartanir myndlistarmanna breyta litlu um þessi viðbrögð, og engu um verðleika þeirrar mynd- listar sem um er að ræða. Því er þetta nefnt hér að að- standendur sýninga á þessum sér- kennilega sýningarstað, Djúpinu við Hafnarstræti, hafa borið sig illa undan áhugaleysi ljölmiðla um það sem þar fer fram. Hér er ef til vill frekar um að ræða ókunn- ugleika og varúð en áhugaleysi, og óþarfi að lesa meira í þá af- stöðu en efni standa til; slíkt verð- ur ennfremur aðeins yfirunnið með góðum myndlistarsýningum, góðri kynningu og góðum tíma. Sýningar í Djúpinu hafa hingað til verið misjafnlega verðar þess að fá opinbera umljöllun, eins og búast má við. Sýning Brynhildar Kristinsdóttur, sem hefur staðið frá 24. nóvember og nú er, að ljúka, er vel þess verð að á hana sé bent. Þetta er fyrsta einkasýn- ing hennar, og á veggjunum eru olíumálverk og lágmyndir úr pappa, steypu og pappír. Brynhildur kynnir verk sín með eftirfarandi orðum, sem Test eru á vegg í salnum: „Þar eru box full með (sic.) undarlegum dýrum. Þau hafa mannsaugu og þykkar varir og hver sá er snertir þau eða hverfur til þeirra verður glað- ur í sálinni og mörg andartök dettur honum ekkert ljótt. í hug.“ Hér kemur fram hógvær (og ef til vill raunsæ) ósk um áhrif myndlistarinnar: að hún gleðji sálina og bægi frá illum hugsun- um, þó ekki væri nema nokkur andartök. Verkin á veggjunum eru flest hver samsett úr mörgum smærri myndum, og þættirnir mynda heild saman. Mest ber þar á var- amiklum og augnstórum fískum, hornréttum hundum, svo og stól- Brynhildur Kristinsdóttir: Syngjandi auga í glugga — hluti. um og borðum, auk fleiri þáttum húsbúnaðar. Nöfnin bera jafn- framt með sér mögulega orða- leiki: „Dýr eggjandi augu“, „Dýr maður með ílát“ og „Dýr stóll“ má skilja á tvenna vegu. En hérna verða verkin fyrst og fremst um- ræðuefni, eins og titlar tveggja fyrstu verkanna bera með sér, en þau heita bæði „Samtal" (og eru sett saman úr 23 litlum mynd- um!). Gamalt hugtak í myndlist- inni („Conversation piece“) er þannig endurvakið í nýrri mynd, og hentar vel á þessum sýningar- stað, sem er fyrst og fremst lítill bar og biðstofa fyrir matsölustað- inn á efri hæðinni. Það hefði verið almenn kurteisi við gesti að hafa einhveija sýning- arskrá á staðnum, þó ekki væri annað þar en þær upplýsingar sem má lesa á veggjunum; eitthvað um listakonuna sjálfa, nám henn- ar og feril, hefði einnig verið vel þegið. Það er og óþarfi að gera gesti að leitendum listaverkanna, og eðlilegast að þau blasi við aug- um. Brynhildur á vonandi eftir að þroska viðfangsefni sín áfram og sýna afraksturinn síðár við hent- ugri aðstæður. Því það verður að segjast, að Djúpið er ekki auðveld- ur sýningarstaður fyrir alla list- unnendur. Til að komast þangað þarf að ganga í gegnum vinsælan veitingastað og síðan niður þröng- án tréstiga, áður en komið er inn í Djúpið, þar sem við blasir bar og píanó við einn vegginn; síðan getur verið þvingað að skoða það sem er á veggjunum, ef þéttskipað er við borðin í salnum, auk þess sem glamur veitingareksturs get- ur verið truflandi. Sýningu Brynhildar lýkur 14. desember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.