Morgunblaðið - 14.12.1990, Síða 14

Morgunblaðið - 14.12.1990, Síða 14
14 MORÖUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGÚR 14. DESEMBER 1990 Landkynning í myndum og máli Bókmenntir Sigurjón Björnsson Island er nafn þitt. Ljósmyndir: Erich Spiegelhalter. Sambúð lands og lýðs: Sig. A. Magnússon. Fjölvaútgáfan, Reykjavík 1990. ísland er nafn þitt nefnist ljós- myndabók um ísland frá Fjölvaút- gáfunni. Höfundar eru ekki af lak- ari endanum: Erich Spiegelhalter, „einn allra færasti ljósmyndari Þýskalands" eins og segir í formála og Sigurður A. Magnússon rithöf- undur. Á bókarkápu ségir að ljós- myndarinn hafí ferðast „Hringinn" og heillast af landinu okkar. Fyrstu 30 blaðsíðurnar af þessari 112 síðna bók (í stóru broti) er texti Sigurðar A. Magnússonar: Sambúð lands og lýðs. Hann skiptir ritgerð sinni í sex kafla og fjallar þar um gróðurfar, örnefni, þjóðtrú og sitt- hvað fleira, t.a.m. eru birtar ástar- játningar skálda og annarra lista- manna til íslands og íslenskrar náttúru. Mjög er vitnað í ljóð og laust mál. Texti Sigurðar eins og vænta mátti áferðarfagur og vel gerður, en varla nýstrárlegur fyrir sæmilega bóklæsa íslendinga. Þess má geta að bók þessi er gefin út á fjórum tungumálum: ensku, þýsku og frönsku, auk íslensku. Fylgir sérstakur inngangstexti hverri út- gáfu. Hafa verið vaidir til verksins „bestu stílmeistarar á hverju tungu- máli, en jafnframt menn af hinum ólíku þjóðernum, sem hefðu haft náin kynni af landi og þjóð“. Meginuppistaða bókarinnar eru ljósmyndir hins þýska ljósmyndara, sem „fór um landið að elta sólar- geisla og skugga". Ekki verður annað sagt en að hann hafi haft erindi sem erfiði. Margar eru mynd- imar gullfallegar og teknar af mik- illi kunnáttu og smekkvísi. Fer ekki á milli mála að Spiegelhalter er listamaður og mjög fær fagmaður. Sjáanlegt er að myndirnar eru mik- ið unnar og að lögð hefur verið áhersla á vandaða litgreiningu og prentun. Samt er þess ekki að dylj- ' ast að ein og ein „dauð“ mynd er þarna innanUm. Fyrir „innfædda" kann að vera áhugavert að sjá hvernig útlending- ur sér og skynjar land okkar. Sagt er að glöggt sé gests augað. Hinum útlenda ljósmyndara verða mótíf eins og gömul ryðbrunnin bílhræ. jafn áhugaverð að festa á filmu og hinir fegurstu fossar og fjöll. Land- kynningarbók er þessi bók kynnt og henni er ætlað víða að fara. Hún er væntanlega liður í markaðssetn- ingu hins fátæka íslands? Hún hlýt- ur því að höfða til þess sem ætla má að útlendingar vilji sjá. Kannski er forvitnilegast fyrir þá að sjá þessa undarlegu veiðimannaþjóð sem þó er hætt að drepa hvali og getur státað af fulltrúum fornaldar og ásatrúar í andlitsgervi Svein- björns Beinteinssonar? Víst er þetta fögur og velgerð bók. Sem listaverk stendur hún fyr- ir sinu. Hins vegar er leyfilegt að velta því fyrir sér hvort listgildi bókar og landkynningargildi hennar fari ávallt saman. Ef bókin á að Heimur tilfinninga Bækur Sigurður A. Magnússon vera almenn landkynning getur maður spurt hvort ekki vanti nokk- uð á þegar slepp't er Vestfjörðum, Akureyri og Mývatnssveit í kynn- ingunni, svo að eitthvað sé nefnt. Frá landkynningarsjónarmiði kunna menn einnig að vera missátt- ir við þær áherslur sem hér eru Iagðar. Sem listaverk er þessi bók vafalaust með þeim bestu, en land- kynningarrit tel ég að við eigum önnur jafngóð. Eðvarð Ingólfsson Guðmundur Ólafsson: Emil, Skundi og Gústi. Vaka-Helgafell 1990. Guðmundur Ólafsson fékk verð- laun fyrir bókina Emil og Skundi í fyrstu handritasamkeppninni sem Verðlaunasjóður íslenskra barna- bóka efndi til árið 1986. Hann hef- ur nú sent frá sér sjálfstætt fram- hald þeirrar bókar og ber heitið Emil, Skundi og Gústi. Gústi, vinur Emils, gegnir miklu hlutverki í nýju sögunni. I ljós kem- ur að hann hefur verið að fást við ritstörf í laumi og er m.a. að skrifa leikrit. Þeir Emil verða síðan aðal- hvatamenn að stofnun leikfélags til að geta komið því á fjalirnar. Ann- ar veigamikill þáttur sögunnar snertir einnig Gústa. Leyndardóm- urinn um föður hans er afhjúpaður og Emil fær að líta hann augum í fyrsta sinn. Það er margt ákaflega vel gert í þessari bók. Höfundi tekst að blanda hæfilega saman alvöru og gamni - og sagan er spennandi. Hún er rituð á léttu og lipru máli og spinnur sig vel áfram. Persónu- sköpunin er mjög góð. Auk aðalper- sónanna eru nokkrar skemmtilegar aukapersónur sem láta að sér kveða. Guðmundur hefur afar næman skilning á hugarheimi barna. Per- sónur hans lifa ekki í afmörkuðum og einangruðum heimi eins og oft er í barnasögum heldur eru þær samofnar umhverfi sínu. Aðstæður Gústa eru gott dæmi um það. Móð- ir hans er einstæð og vinnur langan vinnudag. Hann ber því aðalábyrgð á uppeldi Gunnu systur sinnar, kemur henni í og úr leikskóla og hefur ofan af íyrir henni þar til móðir þeirra kemur heim á kvöldin. Hann kvartar ekki, lítur á þetta sem sjálfsagða skyldu því að annars gæti mamma þeirra ekki séð heimil- inu farborða. Sjóndeildarhringur hans er líka víðari en hjá mörgum börnum. Hann hefur vaxið af ábyrgð sinni. Frásögnin af Gústa og föður hans er mjög áhrifarík. Hann er forfallinn drykkjumaður, reikar um Tár, bros og takkaskór Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Þorgrímur Þráinsson Lestur handrita og prófarka: Guðlaug Konráðsdóttir Kápuhönnun: Helgi Sigurðsson Prentun: G. Ben. prentstofa hf. Útgefandi: Fróði hf. Það leggja fáir þessa bók frá sér, fyrr en hún er lesin öll. Kemur þar margt til. Fyrst er það efnið: Kiddi og Tryggvi eru leiddir inná sviðið, heilbrigðir, elskulegir snáð- ar, á hvolpaaldri en með karlagrobb á vörum. Lífið er fótbolti og frami á þeirri braut. Nú, næst kynnumst við Skapta Gastor, sem sannar, að margur er knár, þótt hann sé smár. Skapti er sonur uppfinningamanns, heimili hans sveipað dulúð, hugviti pabbans virðast fáar skorður sett- ar. Móðir hans hafði orðið að leggja ballettskóna á hilluna, eftir slys, en sér drauma sína rætast í syninum, því hann stundar dansinn af kappi. Undarlegur, skemmtinn snáði, sem söguna alla er að koma vinum sínum meir og meir á óvart, svo undra fjölhæfur sem hann er. Þá er það Ágnes, nýja telpan í bekkn- um, með djúp og seiðandi augu, sem hreinlega halda Kidda föngnum. Agnes æfir sund af kappi. Já, allt eru þetta krakkar sem eru efni í nýta þegna, leikir þeirra barnslega saklausir, þroskandi, vináttan sönn og heillandi. Þau eru enn aðeins draumur um menn, því erfitt að draga fram skýra mynd af þeim, og vel að höfundur fellur ekki í þá gryfju að reyna slíkt. Ný slys hend- ir. Ut úr myrkrinu kemur ökufant- ur, keyrir Kidda og Agnesi niður. Á slysstað, og síðar, kemur í ljós, að fanturinn er ekki aðeins í skjóli skuggans, heldur er sál hans í greipum hans líka. Kiddi meiðist, nær sér. Agnes deyr. Hér hefst glíma ungs drengs við sektarkennd, reiði, efa, örvilnun. Viðbrögðum ungs kennara, Maríu, er fagurlega lýst. Heillandi mynd. Já, efnið svíkur engan, hér er heilbrigð æska á för, sem ekki þarf skrílslæti til þess að vekja á sér athygli. Höfundur segir frá af mikilli leikni, stfli hans er gáskafullur, þróttmikill og ákaflega lipur. Kannske um of gáskafullur á stund- um fyrir gamlingja: „Ógeðslega þægilegt"; „Þetta er alveg sjúk- legt“; „Kýlum á það“; „Alveg á tæru“. En svona tala unglingar, sem vilja sýnast menn, og sjálfsagt nöldur að amast við. En svo snjall höfundur sem Þorgrímur er, þarf ekki slík orða- skrípi, það sannar hann í seinni hluta bókarinnar. Ég óska honum til hamingju með vel unnið verk, leiðandi, þroskandi bók. Þorgrímur Þráinsson Guðlaug hefir unnið verk sitt af mikilii nákvæmni. Mynd Helga falleg, full af hlýju. Hafi allir er að unnu þökk fyrir. STEIKARSTEINN kr. 3.480 SVISSNESK FONDUSETT OKisag Switzerland BV Switzerland Frábær gæði. Varist eftirlíkingar. Verð aðeins kr. 9.990 &SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 afBBpP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.