Morgunblaðið - 14.12.1990, Page 18

Morgunblaðið - 14.12.1990, Page 18
18i MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990 Husqvarna SAUMAVÉLAR iii' ÆL || fi MlllMíí.JP 1 -Ji.. 1 • 7 GERÐIR • • ALLIR NYTJASAUAAAR • • MYNSTURSAUMAR • • STERKUR MÓTOR • • SÆNSK GÆÐI • • FRÁBÆRT VERÐ • • NÁMSKEIÐ • • VIÐGERÐARÞJÓNUSTA • • SÝNIKENNSLA • • ALLT Á SAMA SIAO • - v; f VÖLUSTEINNhf ' -i:;Faxafen 14, Sími 679505 Ljóðræn dulúð Bókmenntir ErlendurJónsson Friðarboðskapur Jesú Krists eftir lærisveininn Jóhannes. 59 bls. Vísdóms-útgáfan. 1990. Á síðari árum hafa sprottið upp ótal trúarhreyfingar, sumar ná- tengdar kirkjunni. Aðrar byggja á svipuðum grunni, skilst manni, en leggja áherslu á annars konar at- riði. í formáia þessarar bókar, rituð- um af Edmond Székely 1937, segir meðal annars: »Innihald bókar þessarar er að- eins brot eða um áttundi hluti af þeim handritum sem til eru í heild sinni á arameísku í bókasafni Vatik- ansins og á gamalli slavnesku í Konunglega bókasafni Habsborg- ara.« Székely vill meina að orð Krists séu afbökuð eins og þau koma fyrir í Nýja Testamentinu; hér gefi aftur á móti að líta »hin hreinu, uppruna- legu orð Jesú«. Undirritaður er ekki nógu lærður til að leggja mat á sannleiksgildi þessara staðhæfínga, hvað þá að trúarlegu hliðinni verði hér gerð skil, en telur sig þó nægilega lesinn í kristnum fræðum til að greina að texti þessarar bókar sé verulega frábrugðinn texta guðspjallanna. Kenningin er hér alþýðlegri og að ýmsu leyti jarðbundnari. Heilræði og lífsreglur eru sem fyrr felldar inn í trúna. Að sjálfsögðu gildir hið sama um flest ef ekki öll forn trúar- brögð, kristindóminn þar með tal- inn, svo það er ekkert nýtt. Trúin fól í sér lögmál sem manninum bar að fylgja í daglegu lífi sínu frá vöggu til grafar. Hér ér t.d. brýnt fyrir manni að gæta hófs í mat og RENAULT flytur virðisaukann í veltuna! _____Renault Express & Trafie Til afgreiöslu með framdrifi eða fjórhióladrifi Flutningsrými allt að 7,8 rúmmetrar Burðargeta allt að 1420 kg 180° opnun á afturhurðum Lág hleðsluhæð Hagstætt verð Góð greiðslukjör Renault Express verð kr. 699.000.- (án vsk., ryðv. og skr.) Renault Traflc verð frá kr. 1.079.000 (án vsk., ryðv. og skr.) Krókhalsi 1-3 RENAULT Fer á kostum Edmond Székely drykk, nytja náttúruna með gát og lifa sáttur við guð og menn. Áhersla er lögð á föstuhald. Satan er þarna títt nefndur og stranglega við hon- um varað. Og víða er talað um »okk- ar Jarðnesku Móður«. Gefið er fyrir- heit um eilíft líf: »Guð mun gefa ykkur langt líf á jörðinni, til að þið megið hafa ævarandi líf í ríki himn- anna.« Og mikil áhersla er lögð á hreinleika, bæði holds og anda. Kunnuglegu táknmáli bregður víða fyrir. íslenskur texti bókar þessarar, sem er verk þeirra, Ólafs Ragnars- sonar og Óskars Ingimarssonar, er ljóðrænn og býr yfir dulúð eins og títt er um trúarrit. Útlit kversins ber með sér að þeir, sem að því standa, hafa viljað gerá það sem best úr garði. Önundur Björnsson Ásgeir Guðmundsson Bók um erindreka Þjóðverja MEÐ KVEÐJU frá sankti-bern- harðshundinum Halldóri heitir bók eftir Önund Björnsson og Ásgeir Guðmundsson, sem Skjaldborg gefur út. I kynningu útgáfunnar um bók- ina segir: „íslendingar fóru sannarlega ekki varhluta af hremmingum seinni heimsstyijaldarinnar, fremur en aðrir. Meðal þeirra, sem hvað harðast urðu úti, voru íslenskir sjó- menn og íslendingar búsettir á meginlandi Evrópu. Þjóðveijar sátu um hvern þann Islending, sem þeir náðu til, og flæktu í njósnanet sín með klókindum eða hótunum. í bókinni er fjallað ítarlega og á lifandi hátt um íslendingana sem komu hingað til lands með þýskum kafbátum og var ætlað að reka erindi Þjóðveija. Ekki höfðu þeir erindi sem erfiði, því ýmist voru þeir gripnir eftir nokkurra daga hrakninga eða þeir gáfu sig án taf- ar fram við yfirvöld. Dvölin heima varð skammvinn, því leið þeirra lá beint í bresk fangelsi." Bókin er 320 blaðsíður að stærð, prentuð hjá G.Ben. prentstofu hf. MELISSA örbylgjuofn kr. 16.995 NOVA djúpsteikingarpottar frákr. 8.200 KITCHEN AID hrærivélar kr. 22.686 MARK vasadiskó frákr. 2.200 $ SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VK> MIKLAGARÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.