Morgunblaðið - 14.12.1990, Page 24

Morgunblaðið - 14.12.1990, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990 Er „hatækmlæknis- fræðin“ dýr á íslandi? eftirÁsmund Brekkan Meðal þýðingarmestu læknis- fræðiframfara 'síðustu áratuga má tvímælaláust teljá skurðaðgerðir á kransæðum, í þeim tilgangi að tryggja hjartavöðva blóðnæringu í þeim tilvikum er kransæðar lokast eða þrengjast. Slíkar aðgerðir eru nú mjög algengar og árangursrík- ar, enda þótt þeim fylgi sem öðrum skurðaðgerðum ákveðin áhætta. Hér á ■ Landspítalanum hafa fram til þessa frá miðju ári 1986 verið gerðar um 420 slíkar aðgerðir, en vegna aðstöðuleysis hefur ekki ver- ið hægt að sinna þeim þörfum til fulls, þannig að enn er nokkur ijöldi sjúklinga sendur erlendis til krans- æðaaðgerða. Kransæðavíkkanir án skurðaðgerða Vegna tiltölulega langs legu- og endurhæfingartíma sjúklinga, svo og vegna álags umfram afkasta- getu var fyrir rúmum áratug víða farið að reyna fyrir sér að útvíkka kransæðar í tengslum við þræðing- ar og röntgenrannsóknir æðanna. Arangur af slíkum aðgerðum varð fljótlega svo ágætur, að æðavíkkun er nú beitt í sívaxandi mæli í mörg- um þeim tilvikum, sem fyrr voru gerðar skurðaðgerðir. Talsverður fjöldi sjúklinga hefur verið sendur héðan, aðallega til Bretlands, til slíkra aðgerða, og yfirleitt með góðum árangri. Kransæðavíkkanir á Landspítala Tilefni þessara hugleiðinga er, að um þessar mundir hafa verið gerðar á röntgendeild Landspítal- ans rúmlega tvöhundruð slíkar æðavíkkanir frá miðju ári 1987, og langflestar á yfirstandandi og síðasta ári. Lækiiisfræðilegur árangur hefur verið frábær í hönd- um Einars Jónmundssonar yfir- læknis á Röntgendeild og Kristjáns Eyjólfssonar, sérfræðings á hjartadeild Landspítalans, en þeir hafa þróað aðferðina hér og fram- kvæmt flestar aðgerðirnar saman. Fræðilegum árangri verða gerð skil á öðrum vettvangi. Eins og áður var getið hefur tals- verður fjöldi íslenzkra sjúklinga farið erlendis til æðavíkkunarað- gerða, bæði áður en þær hófust hér og eins eftir, sökum-þess að ekki hefur ávallt verið hægt að sinna „eftirspurn“, vegna ónógrar að- stöðu. Kostnaðarsamanburður Það er því forvitnilegt að bera saman kostnað, eins og hann leggui' sig hjá okkur, við þann kostnað, sem slík aðgerð erlendis hefur í för með sér. í þeim tilgangi hefí ég skoðað og metið all nákvæmlega alla inn- lenda kostnaðarliði og borið saman við „erlendan" kostnað. Forsendur þær, sem ég reikna út frá eru eftir- farandi: 1) Meðaltími rannsóknar og aðgerðar eru 120 mínútur. 2) Mannaflaþörf eru tveir læknar með 3-4 sérhæfðum aðstoðarmönnum (hjúkrunar- fræðingar, röntgentæknar, meinatæknar) 3) Rannsóknarstofa og tækja- búnaður: Afnotakostnaður er þannig fenginn, að metið er nýkaupaverð tækja (N), reiknað með 10 ára æviskeiði (ár), 7% vaxtakostnað á fjár- festingu (vx) og viðhalds- kostnaður (+ rekstur) 4%. Loks ársnotkun í mínútum, (ca. 6,5 st. í 250 vinnudaga = ca. 100000) Fjármagnskostnaður á mín- útuverðurþá: Viðhaldskostnað má reikna eftir sömu formúlu. Tækjabúnaður á hjarta- og æðarannsóknarstofu röntg- endeildar myndi í dag kosta 55 milljónir króna. Saman- lagður fjármagns- og rekstr- arkostnaður á mínútu er 58.85 + 57.20, eða krónur 13.932 fyrir 120 mínútur. 4) Brúttólaunakostnaður þess mannafla, sem upp er talinn að ofan, eru um 18.000 krón- ur (til gamans má geta þess, að nettólaun hvors læknis um sig við þessa vandasömu aðgerð samsvara sextíu og fimm bandaríkjadölum!) 5) Allur efniskostnaður (skuggaefni, þræðingaleggir, víkkunarbelgir, filmur, lyf og einnotavara) er um 90.000 krónur (í þeirri upphæð er THOMSON O | HÁGÆÐA SJÓNVÖRP MIKIÐ ÚRVAL HAGSTÆÐ VERÐ ^ SAMBANDSINS VIÐ MIKLAGARÐ SÍMAR 68 55 50 - 6812 66 KAUPSTADUR ÍMJÓDD Ásmundur Brekkan „Landspítalinn hefur á þessum tvöhundruð að- gerðum „sparað“ Tryggingastofnun út- gjöld sem nema um fimmtíu o g fimm millj- ónumkróna.“ innifalinn virðisaukaskattur, sem Landspítalanum er gert að greiða af öllum aðföngum). 6) Þá mætti bæta við fasta- Áslaug Ragnars kostnaði fyrir ljós, hita, ræst- ingu, húsvörslu o.fl., sem ég tel hátt metinn á 15 krónur hveija mínútu = 1.800 krón- ur. Þá er upptalinn allur útlagður kostnaður fyrir hveija kransæða- rannsókn en við þetta bætast að jafnaði tveir legudagar á spítalan- um, samtals 40.000 krónur. Niðurstöður Ríflega reiknað er því heildar- kostnaður við hveija kransæðavíkk- un á Landspítala 163.650 krónur. Sambærilegt gjald á Bretlands- eyjum, sem Tryggingastofnun ríkis- ins greiðir fyrir íslenzka sjúklinga, er um 440.000 krónur. Ef við lítum þannig eingöngu til þessára útgjalda, þá er mismunur- inn rúmlega 276 þúsund krónur á hverja aðgerð, eða með öðrum orðum: Landspítalinn hefur á þessum tvöhundruð aðgerðum „sparað“ Tryggingastofnun út- gjöld sem nema um fimmtíu og fimm milljónum króna. Dálaglegur skildingur það, ef hann fengi að ganga þangað, sem honum ber, til viðhalds og end- urnýjunar rannsókna- og læknin- gatækja Landspítalans. Ég leiði hjá mér að reikna út kostnað vegna fylgdarmanna svo og að fjölyrða um stytta sjúkrahús- dvöl, auðveldari endurhæfingu og aukin lífsgæði þeirra, sem aðgerð- anna njóta. Höfundur er prófessor. Louis E. Marshall Minningar um her- þjónustu á Islandi ÍSAFOLD hefur sent frá sér bókina Hernámið - hin hliðin eftir Louis E. Marshall, fyrrum ofursta í Bandaríkjaher, en hann gegndi herþjónustu á ís- landi á árunum 1943-1945. Ás- laug Ragnars bjó bókina til prentunar. í Texas, leik, starfi og herkvaðn- ingunni. Þá víkur sögunni til and- stæðanna; ísland í snjó og kulda. Höfundur segir frá þvi sem honum fannst sérstakt við íslenskt þjóðlíf frá sjónarmiði hermannsins eins og nafn bókarinnar gefur til kynna. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Louis E. Marshall er 87 ára að aldri og hefur starfað sem lög- maður í San Antonio í Texas- fylki. Fyrir nokkrum árum öðlaðist hann doktorsnafnbót í hagfræði. I bókinni Hemámið - hin hliðin segir fyrst frá uppvexti höfundar Louis E. Marshall er einn þeirra hermanna sem eiga íslenskt barn. I bókinni segir hann frá sambandi sínu við konuna sem ól honum barnið og samskiptum við það ára- tugum seinna.“ Bókin er að öllu leyti unnin í ísafoldarprentsmiðju hf. Gjöf til glasafijóvgunar KVENNADEILD Landspítalans barst nýlega peningagjöf að upphæð 1,1 milljón krónur, sem verja skaí til kaupa á tækjum til glasafrjóvgunarmeðferðar. Gjöfin er frá einstaklingi sem ekki vill láta nafn síns getið. „Forstöðumenn Kvennadeildar- innar þakka þessa gjöf, sem kem- ur sér ákaflega vel, nú þegar unn- ið er að undirbúningi þessarar þjónustu,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Kvennadeild Landspítal- ans. 1 ttttgtm] b Meira en þú geturímyndaó þér! I- [ i t L I t C I € ■ i I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.