Morgunblaðið - 14.12.1990, Page 30

Morgunblaðið - 14.12.1990, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990 4- 30 Er framtíð Byggða- stofnunar í hættu? * eftir Askel Einarsson , Á sínum tíma byggði Fram- kvæmdastofnun ríkisins á reikning Framkvæmdasjóðs reisulegt hús við Rauðarárstíg. I þessum efnum er minnst stór- hugs Sverris Hermannssonar og Tómasar Árnasonar og framsýni þeirra fyrir þörfum báknsins. Þetta er veglegt framtak. For- dæmi um að reisa yfír ríkisstofn- anir byggingar, sem ber vott um meistaratakta um byggingarstíl og raunsætt mat á auknu lífsrými fyrir báknið. Þetta er bygging, sem setur svip á höfuðborgina, en minnir um leið á byggðavandann í landinu og staðfestir að lausn hans er að leita í stjórnhofum höfuðstaðarins. Morgungjöf til Byggðastofnunar Á fyrra forsætisráðherraskeiði Steingríms Hermannssonar þótti ástæða til að endurskoða lög um Framkvæmdastofnun ríkisins. Framkvæmdasjóður Islands fékk á ný sérstaka tilveru. Þróunarfélag íslands var stofnað, sem skyldi leika stórt hlutverk til framfara í landinu. Byggðadeild og Byggða- sjóður, nefndust nú Byggðastofn- un. Slík var rausn stjórnvalda við Byggðastofnun að hún varð með lagaboði helmingseigandi hússins á Rauðarárstignum. Þetta var rausnarlegt framlag Alþingis til að tryggja vinnuaðstöðu þeirra er skyldu kveða niður byggðavand- ann á Islandi. Fordæmi um stofnanatilfærslu í landinu Bæjarstjóm Akureyrar og reyndar Fjórðungssamband Norð- lendinga voru svo bláeygð stjóm- arapparöt, að þau héldu að í hendi væri, að flytja Byggðastofnun í heilu lagi til Ákureyrar. Þetta var fordæmi um stofnanaflutning úti á land. Hér risu úfar m.a. var bent á hve góð starfsskilyrði stofnunin hefði í Reykjavík, rúmt húsnæði og góð tengsl við stjómkerfíð. Færustu menn í þessari stofnun neituðu búferlaflutningi. Hótað var að Byggðastofnun á Akureyri yrði án atgervis hæfustu manna á Islandi á þessu sviði. Einn yfír- manna Byggðastofnunar, vinsæll maður á Akureyri, gerði sér ferð til að tala um fyrir Akureyringum. Þegar reyndi á stjórn stofnunar- innar komu í Ijós þau sjónarmið að verið væri að mismuna kjör- dæmum, með staðarvali Byggða- stofnunar' á Akureyri. Réttast væri að hafa Byggðastofnun í hveiju kjördæmi. Nýráðinn bæjar- stjóri á Akureyri treysti sér því ekki að fylgja þeim eftir, sem vildu færa honum Byggðastofnun á silf- urfati í upphafí starfstíma hans. Samviskubit stjórnar Byggðastof nunar Eftir að stjóm Byggðastofnunar synjaði um flutning Byggðastofn- unar til Akureyrar, þótti rétt að gera bragarbót. Stjómin ályktaði svo til yfírboðara sinna þ.e. ríkis- stjómar íslands: „Stjóm Byggðastofnunar beinir því til ríkisstjómarinnar að í kynningu útgefanda segir m.a.: „Þetta er saga frumheija í atvinnu- lífí þjóðarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu. Bfldudalskóng- urinn er saga manns sem vann það einstæða afrek að byggja upp frá grunni öflugt sjávarpláss. Hann kom þangað ungur að árum og fjár- vana að einu íbúðarhúsi á staðnum og einni jagt í nausti, en engum íbúa. Þegar hann fór frá staðnum finna hagkvæmar leiðir til að efla og bæta þjónustu ríkisins á landsbyggðinni. Leggur stjórnin til að komið verði á samstarfi opinberra stofnana um starfsaðstöðu á ákveðnum stöðum. Byggðastofnun segir sig reiðubúna til að hafa for- göngu um undirbúning slíks samstarfs.“ Gallinn er sá að stofnunin ætl- aði þetta verkefni ríkisstjórninni, en ekki sjálfri sér, sem eðlilegast var. Vitað er um að stjórn Byggða- stofnunar hefur tryggt sér lóð á Akureyri og leitað eftir lóð á Egils- stöðum. Byggðastofnun hefur að vísu tryggt sér aðstöðu á ísafirði og Akureyri. Hér er ekki um stjómsýslumiðstöðvar að ræða eins og rætt var um í greinargerð stofnunarinnar, með ályktun sinni til ríkisstjómarinnar. , Háir húsnæðisleysi starfsemi Byggðastofnunar? Það vekur furðu að Byggða- stofnun telji nauðsynlegt að byggja hæð ofan á hús sitt við Rauðarárstíg. Engin hreyfing er á uppbyggingu stjómsýslumið- vom húsin orðin 50, íbúarnir 300 og skútumar 20. Saga Péturs J. Thorsteinssonar er hetjusaga manns, sem þoldi mikil áföll og marga þunga raun á athafnaferlin- um og þó enn meiri í einkalífínu.“ Bíldudalskóngurinn er 446 bls. að stærð auk myndaarka. Bókin var sett og prentuð í Prisma, Hafnar- fírði, en bundin í Félagsbókbandinu- Bókfelli. Kápu hannaði og vann Prisma, Hafnarfirði. Athafnasaga Péturs J. Thorsteinssonar BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út bókina Bíldu- dalskóngurinn - Athafnasaga Péturs Thorsteinssonar sem ásamt Thor Jensen var mestur athafnamaður í sjávarútvegi á sínum tima. Ásgeir Jakobsson skráði. Áskell Einarsson „Það vekur furðu að Byggðastofnun telji nauðsynlegt að byggja hæð ofan á hús sitt við Rauðarárstíg. Engin hreyf ing er á uppbygg- ingu stjórnsýslumið- stöðva úti um land.“ stöðva úti um land. Hvað um áform um sjálfstæða starfsemi Byggðastofnunar í landshlutum? Má skilja þetta á þann veg að stjórn Byggðastofnunar sé hætt við að byggja stjórnsýslustöðvar í landshlutum? Ásgeir Jakobsson Kúvending stjórnar Byggðastof nunar Má vera að sú skýring sé rétt, að stjórn Byggðastofnunar er að verða vónlaus um uppbyggingu stjómsýslumiðstöðva í landshlut- unum. Hafi ekki lengur neinn vilja til að ráðast í uppbyggingu þeirra. Aumt er ef satt er. Er Byggðastofnun að fara á hausinn? í þann mund þegar ég var að ljúka þessu greinarskrifi kom í ljós í fréttum, að formaður stjórnar Byggðastofnunar taldi vá fyrir dyrum hjá stofnuninni. Stofnunin væri að éta sig út á gaddinn, þann- ig að horfði til algjörs getuleysis um að sinna hlutverki sínu. Þá er likt komið með Byggðastofnun og Framkvæmdasjóði. Það er því hyggilegt að tryggja sér bygging- arrétt til stækkunar á húsi þessara stofnana, ef nú á tímum frjáls- hyggju væri valinn sá kostur að selja stjómarhofíð á Rauðarárst- ígnum til að mæta skuldsetningu. Framkvæmdasjóði má hola niður í Seðlabankanum. Byggðastofnun getur verið í leiguhúsnæði, hingað og þangað um landið. Þetta er ekki vitlausara en hvað annað, en andvirði Rauðarárstígs 25 mætti nota til byggðaaðgerða í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjórðung-ssambands Norðlendinga. Pétur J. Thorsteinsson Kristinn Pétursson alþingismaður: Skuldbindingar ríkisins 40 milljörðum meiri en fram kemur í ríkisreikningi KRISTINN Pétursson alþingismaður telur að skuldbindmgar nk- isins séu að minnsta kosti 40 miHjörðum kr. meiri en ríkisreikning- ur sýnir. „Þessar vanfærðu skuldbindingar samsvara rúmlega hálfri milljón á hveija einustu fjölskyldu í landinu," segir Kristinn í samtali við Morgunblaðið. Meðal annars vegna ábendinga Krist- ins er verið að endurskoða færslu ríkisbókhalds og hefur það orðið til þess að ríkisreikningur 1989, sem átti að leggja fyrir Alþingi við upphaf þings í haust, verður ekki lagður fram fyrr en eftir áramót. Kristinn segir að stærsti hluti þeirra 40 milljarða sem hann áætlar að skakki í ríkisbókhaldinu sé vegna ófærðra skuldbindinga lífeyrissjóðs opinberra starfs- manna. Segir hann að þetta séu raunverulegar skuldir, sem komi til greiðslu í framtíðinni, og bend- ir á að orðið hafí að reikna slíkar skuldbindingar þegar Útvegs- bankinn var seldur. Hann segir að fyrir utan þetta þyrfti að fá löggilta endurskoð- endur til að meta tapaðar skuld- bindingar sjóða eins og til dæmis Atvinnutiyggingarsjóðs og Fram- kvæmdasjóðs. Telur Kristinn að þá kæmu í ljós verulegar fjárhæð- ir til viðbótar sem hingað til hefði ekki verið gert ráð fyrir við mat á skuldbindingum ríkissjóðs í rík- isreikningi. Kristinn skrifaði forsetum Al- þingis bréf fyrr á þessu ári og bað um að Ríkisendurskoðun svaraði ákveðnum spurningum um þessi mál. Kristinn segir að Ríkisendurskoðun hafí staðfest athugasemdir sínar. í framhaldi af því hefði færsla ríkisbókhalds og uppgjör ríkisreiknings komið til endurskoðunar í kerfínu. Sagð- ist hann vonast til að sú athugun leiddi til lagfæringa á þessum hlutum. „Bókhald á að vera upplýsinga- tæki til markvissrar stjómunar,“ segir Kristinn. „Ef það er ekki rétt fært verða allir þjóðhagsút- reikningar sém á því eru byggðir Kristinn Pétursson rangir. Það er ástæðan fyrir því að ég hef beitt mér í þessu máli. Skipi verður aldrei siglt til hafnar ef áhöfnin vill ekki viðurkenna hvar skipið er statt,“ segir hann. Kristinn segir að stjórnvöld geti aldrei náð tökum á stjórn efnahagsmála nema þau virði grundvallaratriði eins og fjár- málaákvæði stjórnarskrár og lög um ríkisbókhald. „Fjármálaráð- herra er óheimilt samkvæmt stjórnarskrá að greiða fé úr ríkis- sjóði nema með fyrirframgefinni heimild í fjárlögum frá Alþingi. Allir vita hvernig farið hefur ver- ið eftir þessu ákvæði stjómar- skrárinnar. Einnig er óheimilt að taka lán nema með heimild í lánsfjárlög- um. I fjárlögum er ákvæði þar sem fjármálaráðherra er heimilað að efna til tímabundins yfirdráttar á viðskiptareikningi í Seðlabanka. Ég tel að Alþingi megi ekki með þessum hætti framselja til ráð- herra vald sem það hefur. Ég tel að ógæfuheimild sé réttnefni á yfirdráttarheimildinni. Hún leiðir til seðlaprentunar og er aðal verð- bólgufóðrið í þjóðfélagi okkar. Skýrt dæmi um misnotkun fjár- málaráðherra á yfírdráttarheim- ildinni er að hann var 7,2 millj- arða kr. yfir á viðskiptareikningi ríkissjóðs í Seðlabankanum í lok nóvembermánaðar síðastliðinn. Tel ég að það sé ein af helstu skýringunum á því að peninga- magn í umferð hefur aukist um 20% umfram almennar verðlags- hækkanir í landinu á árinu og að þessi peningaprentun ógni þjóðar- sáttinni. Það er því orðið ákaflega brýnt að takmarka verulega yfír- dráttarheimildina," segir Kristinn. Á síðasta þingi lagði fjárveit- ingarnefnd Alþingis fram frum- varp, sem hún stóð öll að, um fjár- greiðslur úr ríkissjóði. Kristinn segist telja þetta mikilvægasta frumvarp um fjárhagsmálefni rík- issjóðs sem lengi hefði verið lagt fram. „Meginefni frumvarpsins er að fjármálaákvæði stjórnar- skrár verði virt að öllu leyti. Þetta á að vera sjálfsagt mál, enda eru íjármálaákvæði stjórnarskrárinn- ar jafngild mannréttindaákvæð- unum. Það má líkja ástandinu nú við það að dómsmálaráðherra teldi sig geta, vegna hefðar, látið stinga fólki í tugthúsið án þess að leiða það fyrst fyrir dómara. Páll Pétursson, þingflokksformað- ur Framsóknarflokksins og form- aður fjárhags- og viðskiptanefnd- ar neðri deildar, settist á þetta frumvarp á síðasta þingi og síðan var því vísað til ríkisstjórnarinnar. Nú situr fjármálaráðherra á því,“ segir Kristinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.