Morgunblaðið - 14.12.1990, Side 43
MORGU\'B1.A01Ð FÖSTUDAGUR 14. ©ES'EMBER 1990
^3
Formaður fjárveitinganefndar við aðra umræðu fjárlaga:
Aukning’ ríkisútgjalda
verður æ illviðráðanlegri
„Halli ríkissjóðs árin 1988-1991 30 milljarðar kr.“, segir Pálmi Jónsson.
FRUMVARP til fjárlaga fyrir
árið 1991 var rætt öðru sinni í
sameinuðu þingi í gær. Tillögur
til hækkunar nema 890,5 inilljón-
um. Ymsir stórir málaflokkar s.s.
málefni byggingarsjóðanna og
viðgerðir opinberra bygginga
bíða þriðju umræðu.
„Efnahagslífinu ekki sljórnað
með tilskipunum“
Sighvatur Björgvinsson (A-Vf)
formaður fjárveitinganefndar gerði
að umtalsefni að nú hefðu menn
gert sér grein fyrir því að efna-
hagslífinu yrði ekki stjórnað með
tilskipunum og stjórnvaldsaðgerð-
um en jafnframt væri mönnum ljós-
ara hve miklu fjárlagagerðin skipti
um framvindu efnahagsmála; mikil-
vægasta tækið til að hafa bein áhrif
á framvindu efnahagsmálanna
væru fjárlögin. Ræðumaður benti á
að margt hefði verið fært í fijáls-
ræðisátt og því yrði að fylgja eftir
með breytingum á starfsháttum
Alþingis þegar fjallað væri um efna-
hagsmál og afgreiðslur þeim tengd-
ar. Hann taldi ábyrgðir ríkisins á
lántökum sveitarfélaga, fyrirtækja
og sjálfstæðra ríkisstofnana út í
hött. Sighvatur sagði tekjuöflunar-
kerfi ríkissjóðs hafa verið stórlega
bætt á síðustu ánim; tekjuskatts-
kerfið og virðisaukaskattskerfið
væri á margan hátt betra og ein-
faldara en nágrannaþjóða. Sighvat-
ur varaði við því að „skjóta göt“ í
virðisaukaskattskerfið.
Sighvatur fór nokkrum orðum
um erfiðleika við að halda kostnaði
í ríkisrekstrinum í skeijum. Alþingi
sjálft samþykkti fjöldann allan af
lögum sem köiluðu á viðbótar-
greiðslur. Og sparnaður reyndist
erfiður í framkvæmd; á umliðnum
árum hefðu bundin útgjöld, þ.e.a.s.
óhjákvæmilegar greiðslur, aukist,
s.s. launakostnaður, tilfærslur og
vaxtagreiðslur sem hluti af heildar-
útgjöldum ríkissjóðs. Rekstrarút-
gjöld næmu um 40% af ríkisútgjöld-
um. Hlutur menntakerfis, heilsu-
gæslu og sjúkrahúsa væri þar þrír
fjórðu. Tilfærslurnar væru önnur
40%, meginútgjaldaliðir þar væru
almannatryggingar, niðurgreiðslur
landbúnaðai-vara og útflutnings-
bætur. Á Sighvati var að skilja að
hann teldi niðurskurð á þessum
sviðum njóta takmarkaðs stuðn-
ings. Vaxtagreiðslur næmu 9%
ríkisútgjalda og þess tæpast'kostur
að setja lög á erlendar lánastofnan-
ir til að lækka þann liðinn. Viðhald
á fasteignum ríkisins næmi 2% og
ástand ýmissa opinberra bygginga
gæfi ekki tilefni til að ætla að þar
væri mikið svigrúm til sparnaðar.
Eftir væru opinberar fjárfestingar;
framkvæmdir í höfnum, vegum,
sjúkrahúsum, skólum o.fl. og þar
Stuttar þingfréttir:
Geymdur arfur
í fyrirspurnartíma í gær spurði
Eiður Guðnason um arð Skógrækt-
ar ríkisins af húseigninni Sunnuvegi
6 í Hafnarfirði sem Skógræktin
hafði verið arfleidd að fyrir 18
árum. Skógræktinni var ætlað að
nota arðinn af umræddri eign til
að efla tijágróður í Dalasýslu. Það
kom m.a. fram í svari landbúnaðar-
ráðherra að leigutekjur námu á
árunum 1975-80 515,1 þús. gamlar
krónur. 1981-89 voru leigutekjur
847,8 þúsund nýkrónur. Þessum
tekjum hefur ekki verið varið til
skógræktar í Dalasýslu heldur til
endurbóta og viðgerða á húseign-
inni. Nú er húsið leigt fyrrum skóg-
ræktarstjóra. Húsaleiga er 11,3
þúsund krónur á mánuði.
Sighvatur Björgvinsson.
Pálmi Jónsson.
hefði sparnaðarviðleitnin á undan-
förnum árum einna helst birst.
Ræðumaður hvatti til þess að
gjaldahliðin yrði tekin til gaumgæfi-
legrar endurskoðunar. Aukning
ríkisútgjalda yrði æ illviðráðanlegri
og ef ekki væri vilji ti! að draga
úr útgjöldum yrði að auka tekjúr
og þar væri verið að tala um fjár-
hæðir sem jafngiltu hækkun á
tekjuskatti um þriðjung eða hækk-
un á virðisaukaskatti úr 24,5% í
28,5-29%.
Framsögumaður greindi frá
störfum fjárveitinganefndar og
taldi m.a. þörf á því að hún sæti
allt árið. Sighvatur drap á í sinni
ræðu að skráðum stöðugildum hefði
fjölgað um 567 en af þeim væru
500 störf tilkomin vegna breyttrar
verkaskiptingar ríkis og sveitarfé-
laga. Ræðumaður taldi kostnaðar-
auka ríkissjóðs vegna þeirra skipta
nema hundruðum milljóna fram
yfir áætlanir. — Reyndar teldu
sveitarfélögin sig einnig hafa orðið
fyrir kostnaði umfram áætlanir.
Var þetta eina dæmi þess sem Sig-
hvatur vissi um að báðir aðilar töp-
uðu í hnífakaupum.
Ræðumaður fór í gegnum breyt-
ingartillögur þær sem fjárveitinga-
nefnd gerir. Þótt nefndin standi öll
að þeim áskilji minnihlutinn sér
rétt til að gera fyrirvara um eín-
stakar greinar. Það kom fram í
máli Sighvats að breytingartillögur
til hækkunar hefðu verið grannt
skoðaðar og ekki rýmilega skammt-
að. Gerð er tillaga varðandi lands-
bókasafn íslands um eina og hálfa
milljón vegna tímabundinnar stöðu
við að skrá og yfirfara handrit
Halldórs Laxness. Fjárveiting til
lögreglustjórans á Keflavík'urflug-
velli hækkar um eina og hálfa millj-
ón vegna Fríhafnarinnar. Fríhafn-
arstjórinn sagðist treysta sér til að
hafa í hágnað tífaldan þann kostnað
sem væri af því að opna Fríhöfnina
fyrr 'og á þeim tímum er hann ósk-
aði eftir en fríhöfnin hefur einungis
verið opin í 45 mín. fyrir brottför
flugvéla. Þessi viðbótargreiðsla er
tengd því að verslun Fríhafnarinnar
verði opnuð þegar forstjórinn óskar
eftir og er gert ráð fyrir að auknar
tekjur af vörusölu nemi tífaldri
þessari upphæð.
Framsögumaður vék að sjúkra-
húsunum í Reykjavík, fjárveitinga-
nefnd leggur til að sjúkrahúsin þtjú
í Reykjavík verði tekin inn í fjárlög-
in á ný með sín gömlu fjárlaganúm-
er. Fjárlagaliðurinn sjúkrahús í
Reykjavík verður þó áfram og eru
til hans ætlaðar 154 milljónir í
rekstur og 20 milljónir í stofnkostn-
að. Nefndin vill láta á það reyna
hvort unnt verður að ná árangri til
lækkunar kostnaðar með samræm-
ingu á starfsemi sjúkrahúsanna
eins og nýframkomið frumvarp heil-
brigðisráðherra stefnir að.
Sighvatur lét þess getið að end-
anlegar kostnaðartölur sjúkrahús-
anna lægju fyrir um áramótin og
þá muni nefndin taka þær til skoð-
unar og beita sér fyrir því að nauð-
synlegar viðbótargreiðsluheimildir
yrðu veittar í fjáraukalögum fyrir
árið 1990.
Framsögumaður dró ekki dul á
að allmörg mál biðu þriðju umræðu
bæði vegna þess að um álitamál
væri að ræða og ennfremur boðaði
ríkisstjórnin ýmsar breytingar á
tekjuhliðinni sem tengdust einnig
gjaldahliðinni sem enn væru ekki
fram komnar. Þá biðu einnig þriðju
umræðu málefni byggingarsjóð-
anna, málefni Þjóðleikhússins, Þjóð-
arbókhlöðu o.fl.
„Skattar hækka«Mr“
Pálmi Jónsson (S-Nv) fór nokkr-
um almennum orðum um feril ríkis-
stjórnarinnar í efnahagsmálum
undanfarin ár og vat- sú lýsing held-
ur ólofleg. Svo hefði verið komið
að ábyrgir aðilar vinnumarkaðarins
hefðu í febrúarmánuði ekki unað
þessu lengur; mótað nýjan efna-
hagsgrundvöll; fært ríkisstjórn
þjóðarsátt á silfurdiski. Ætla hefði
mátt að ríkisstjórnin notaði þetta
tækifæri til að laga til í þjóðfélag-
inu og ríkisrekstrinum en það hefði
gjörsamlega brugðist. Pálmi las
langt syndaregistur, m.a. að frá og
með 1988 til 1991, miðað við fjár-
lagafrumvarpið og verðlag þess
árs, hafa skattar til ríkissjóðs verið
hækkaðir um 15,5 milljarða. Sam-
safnaður halli ríkissjóðs árin 1988-
1991 verði yfir 30 milljarðar króna.
Erlendar skuldir þjóðarbúsins aldrei
verið hærri eða 51,6% af landsfram-
leiðslu en voru 40,3% 1987.
Pálmi sagði fjárlagafrumvarpið
bera með sér að ríkisstjóminni hefði
mistekist í fjármálum ríkisins, m.a.
gerði frumvarpið ráð fyrir nýjum
sköttum um 2.200 milljónir. Rekstr-
arútgjöld aukist um 2% af raungildi
milli ára. Frumvarpið boðaði gífur-
legan vanda í fjármálum ríkisins í
framtíðinni vegna'hallarekstrar og
skuldbindinga sem falla í gjalddaga
og vegna vanda ýmissa samfélags-
legra sjóða. Ræðumaður gagnrýndi
einnig ýmsa nýja skatta, t.a.m.
hafnarskattinn sem væri lands-
byggðinni til mikillar bölvunar.
Utþensla ríkiskerfins, „bákns-
ins“, var harðlega gagnrýnd, t.d.
var kostnaður við ráðuneytin gagn-
rýndur. Útgjöld fjármálaráðuneytis
hafa hækkað um 112% á tveimur
árum þegar útgjöld ríkissjóðs í heild
hafa hækkað um 54% og þætti flest-
um nóg um. Pálmi gagnrýndi einn-
ig kostnað og óhóf við utanfarir en
lét þess þó getið að svo virtist sem
fjármálaráðherrann hefði ekki mis-
notað aðstöðu sína í þessum efnum
— og ætti lof skilið. Var þetta hið
eina jákvæða sem Pálmi sagði um
fjármálaráðherrann í gær.
í ræðulok fór Pálmi Jónsson enn
nokkrum orðum um þann vanda
Málmfrður Sigurðardóttir. i
■sem ríkisstjórnin kysi að loka aug-
unum fyrir og fresta til framtíðar.
Ríkisstjórnin skildi eftir sig byrðar
sem þjóðin þyrfti að axla og næmu
47-48 milljörðum. Það væru 960
þús. króna á hveija fimm manna
fjölskyldu sem ríkisstjórn ráðleysis
og sóunar skildi eftir.
Blikur á lofti
Málmfríður Sigurðardóttir
(SK-Ne) gagnrýndi m.a. fjárlaga-
hallann sem stefndi í að verða 2,2%
af landsframleiðslu. Ræðumanni
þótti margt óvíst við væntanleg
fjárlög, t.d. væri allt í lausu lofti
varðandi fyrirhugað hafnargjald og
tryggingaiðgjald. Framkvæmd
þeirrar skattheimtu væri enn ekki
skipulögð né útfærð og fleiri stór-
mál biðu þriðju umræðu s.s. vandi
byggingarsjóðanna, viðgerðir opin-
berra bygginga, t.a.m. Þjóðleik-
hússins og Bessastaða.
Málmfríður sá ýmsar blikur á
lofti. Peningamagn í umferð væri
vaxandi og samkeppni ríkissjóðs um
fjármagn á lánamarkaði ylli því að
ekki tækist að lækka vexti svo
neinu næmi.
Ræðumaður gagnrýndi vinnslu
fjárlagafrumvarpsins; þegar það
var lagt fram var gengið framhjá
málum sem augljóslega varð að
taka á í vinnslu fjárveitinganefndar
og leiða til hækkunar. Fjármálaráð-
herrann myndi svo firra sig ábyrgð
og varpa henni á Alþingi og fjárveit-
inganefnd.
Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv)
lagði til að Hið íslenska þjóðvinafé-
lag yrði undirliður á fjárlögum og
vildi að því yrðu veittar 500.000
krónur þannig að ljúka mætti þriðja
og síðasta bindi bókar sem inniheld-
ur bréf til Jóns Sigurðssonar.
Hún lýsti einnig þeirri skoðun
sinni að of mikið álag væri á fjár-
veitinganefnd, sem væri ætlað að
afgreiða mál á allt of stuttum tíma.
Alexander Stefánsson (F-Vl)
og Friðjón Þórðarson (S-Vl) tóku
í sama streng og Guðrún varðandi
fjárveitinganefnd. Alexander ræddi
einnig um virðisaukaskatt og sagði
í því sambandi að aðeins þriðjungur
þeirra fyrirtækja sem ættu að vera
með sjóðsvélar væru með þær í
fullkomnu lagi. Hann sagðist geta
fullyrt að ef þetta yrði lagað gæti
það skipt milljörðum í lægri skött-
um fyrir landsmenn.
Alexander sagði meðferð land-
búnaðarráðherra á málefrium Bún-
aðárfélags íslands við fjárlagagerð-
ina trúnaðarbrot við bændur. Hann
sagði eðlilegt að ráðherra tryggði
framgang þessara mála í fjárlaga-
gerðinni.
Danfríður Skarphéðinsdóttir
(Kl-Vl) vildi helst stokka allt frum-
varpið upp, en sagði að Kvennalist-
inn hefði af hógværð gert örfáar
tillögur til lagfæringar. Hún sagði
að konur hefðu ekki farið höndum
um ríkiskassann og því væru þær
ekki ábyrgar fyrir ástandi hans.
Ásgeir Hannes Eiríksson
(B-Rv) sagði að Pálmi Jónsson
væri nú kominn af fjalli með fjár-
málaræðuna sína, sem væri reyndar
ekki hans ræða heldur Jóns Þor-
lákssonar. Hann hefði flutt þessa
ræðu meðan hann var á þingi og
því væri hún nú flutt í 46. sinn.
Hann benti á að í umræðunni
um fjárlög kæmu fram ótal tillögur
um aukin útgjöld ríkissjóðs, en það
væri of algengt að þingmenn legðu
ekki fram neinar tillögur um hvern-
ig afla ætti tekna á móti. Hann
vildi að menn yrðu skikkaðir til
slíks.
Næstur á mælendaskrá var
Halldór Blöndal (S-Ne) og kvart-
aði undan því að ekki væri hægt
að ná í ráðherra því þeir væru ekki
í húsinu. Hann taldi best að skrifa
þeim, þannig væri tryggt að erindi
það sem hann ætti við þá kæmist
til skila. Hann sagði þessi vinnu-
brögð ekki ganga.
Hann taldi einnig furðu sæta að
fjármálaráðherra skyldi ekki hafa
tekið til máls í annarri umræðu um
fjárlögin. Forseti sameinaðs þirtgs
benti honum þá á að fjármálaráð-
herra væri næstur á mælendaskrá.
Forseti frestaði fundi kl. 19.30
um tíu mínútur en þegar fundur
var settur á ný hafði enginn kvatt
sér hljóðs þannig að fundi var slitið.
Utandagskrárumræða:
Endurvinnsla og
kjamorkuúrgangur
Endurvinnslustöðin í Doun-
reay og fréttir um að forráða-
menn þar ætli að auka starfsem-
ina urðu tilefni til umræðna utan
dagskrár í sameinuðu þingi í
gær. Hjörleifur Guttormsson
(Ab-Al) bað um þessar umræður.
Hjörleifur Guttormsson
minnti á ályktanir og mótmæli
Alþingis gegn starfseminni í Do-
unreay og innti umhverfisráðherra
eftir því til hvaða ráðstafana yrði
gripið í ljósi síðustu frétta um að
forráðamenn endui-vinnslustöðvar-
innar og sænskir aðilar væru ekki
langt frá samkomulagi um að stöð-
in tæki geislavirkan úrgang frá
Svíþjóð til endurvinnslu. Forráða-
menn í Dounreay teldu það mikil-
vægt að afla nýrra verkefna. Gegn
þessu yrði að bregðast nú þegar
og krefjast þess af sænskum
stjórnvöldum að þau stöðvuðu slík
áform.
Júlíus Sólnes umhverfisráð-
herra sagði starfsemina í Dounre-
ay valda sér áhyggjum, ekki síst
þau áform Breta að byggja neðan-
jarðargeymslu fyrir geislavirkan
úrgang við ströndina. Júlíus
greindi frá því að hann hefði
margítrekað hreyft þessu máli á
fundum kollega erlendis og við-
brögð sumra þeirra hefðu valdið
sér vonbrigðum.
Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra rakti nokkuð sögu þessa
máls og aðgerðir utanríkisráðu-
neytisins fram til þessa. Það kom
fram að íslenska sendiráðinu í
Stokkhólmi hefur verið falið að
spyija sænsk stjórnvöld nánar um '
hvaða áform eru uppi.
Kristín Einarsdóttir (SK-Rv)
og Hjörleifur Guttormsson ítrek-
uðu^ að frettir af starfseminni í
Dounreay væru uggvænlegar í
hæsta máta. Hjörleifi fannst ekki
nægur baráttuhugur í ráðherrun-
um, það þyrfti að taka snarplega
á þessu máli.