Morgunblaðið - 14.12.1990, Síða 51

Morgunblaðið - 14.12.1990, Síða 51
k MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGURIT4. DESEMBER 199D 5Bc Lofthellir í Mývatnssveit er 10 m á hæð og hæð hæstu ísmyndana hálfur fjórði metri. Björn og félag- ar hans litu þetta djásn fyrstir manna augum í fyrra. ugt. Venjulegt vasaljós. er ágætt, ef þess er gætt að hafa með varaperu og vararafhlöðu, svo ekki komi fyrir að maður standi uppi í myrkrinu. En grundvallarreglan er að hafa góð og örugg ijós og gæta þess að vera vel skóaður til að detta ekki. Þá er engin hætta. En við erum ekki með nákvæma staðsetningu í bókinni á 4-5 hellum, sem eru of dýrmætir, en reynum að kynna þá á ýmsa lund með myndum þar til fólk hefur betur lært að umgangast þá.“ Við tölum um hvílíkt ævintýri það þykir alls staðar að fara í hella. Þar stöndum við ekki framarlega, að því er Björn segir. Aðeins ár síðan fyrsta hellafélagið var stofnað hér á landi. I flestum löndum eru starfandi mörg félög, til dæmis eru þau 70 talsins í Tékkóslóvakíu. í nóvember í fyrra gekkst Björn fyrir stofnun Hella- félagsins og mættu 35 á stofnfund- inn. Laugardaginn 8. desember áfonnuðu félagar að fara í Raufar- hólshelli með svarta poka og tína rusl. Hellar hafa þann kost að hægt er að fara í þá á öllum árstímum. „Þar er alltaf sama veður, hitinn frá fjórum stigum og niður í eins stigs frost, aldrei rok og mjög lítil úr- koma, rétt fellur í dropatali. Vegna þessara skilyrða varðveitist allt svo vel í hellunum. Þeir geta haldist óbreyttir í árþúsundir,“ segir Björn. Og hann bendir á að bændur geti brugðið sér ofan í þá, hlýjað sér og beðið af sér veður, ef þeir viti hvar þeir eru. Einnig getur það komið sér vel fyrir rjúpnaskyttur. í Þingvalla- sveit eru t.d. 20 hellar. Þetta eru upplögð sæluhús, segir hann. Sjálfur hefur hann lagst til svefns í hellum. „Þetta er svo fallegur og fræðandi heimur. Alger þögn nema þegar dropar falla. Og algert myrkur. Mað- ur sér ekkert þótt maður opni aug- un, ekki einu sinni þótt hendinni sé veifað fyrir framan nefið á manni — ekki fyrr en kveikt er ljós.“ Að lokum segir Bjöm að í hella- skoðun sinni fari saman rannsóknir í vísindagrein hans, áhugamálið sem er ljósmyndun og svo fylgir útivist við að skoða fagran heim. E.Pá. SIEMENS Eigendur SIEMENS hrærivéla athugið! Smákökumótin í SIEMENS hrærivélarnar eru komin. Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið. SMrTH&NORLAND NÓATÚNI4-SÍMI28300 3 ODYRASTIR yóCafcorta- myncCatötqir 9ívar fczrðu myndatöíqi og 30 jóíakort af baminu / Börnunum þínum á aðeins , /r. 5.000.- 5íjá okfur - tekið í dag og tdBúið á morgun. Ljósmyndastofan Mjmd sími 5 42 07 Barna- og fjölskylduljósmyndir sími 1 26 44 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4 30 20 Aðeins únrals iqöt J y j j^ KAUPSTAÐUR A1IKUG4RDUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.