Morgunblaðið - 14.12.1990, Qupperneq 52
52
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990
GOÐAR JOLAGJAFIR
KVEN-, BARNA- OG
KARLMANNASLOPPAR
GLÆSILEGT
ÚRVAL
Egill Jacobsen
Austurstræti 9
Rottur og kettir
Hljómplötur
Árni Matthíasson
Langi Seli og Skuggarnir hefur
verið ein skemmtilegasta rokksveit
landsins síðan sveitin tróð fyrst upp
síðla árs 1986. Hún er sprottin að
mestu úr rokkabillígarði. Oxzmá
sálugu og líkt og þeirri sveit er
fátt henni heilagt í rokkinu. Frá
Langa Sela og félögum hafa komið
tvær tólftommur, en biðin eftir
breiðskífu var orðin æði löng. Það
gerir þó ekki mikið til nú loks þeg-
ar platan, Rottur og kettir, en kom-
in út, því biðin var vel þess virði.
Eins og þeir fjölmörgu sem séð
hafa sveitina á tónleikum vita leika
sveitarmenn sér gjarnan að því að
hræra saman klassískum popp- og
rokkfrösum í taktfasta dansblöndu.
Það ber og á því á plötunni og
ýmsir munu hafa gaman af að
spreyta sig' við að þekkja frasa sem
bregður fyrir, t.a.m. í upphafi lag-
anna Nautið og vatnið, Minni
heimsins og Ertu frá þér og í öllu
laginu Já, já, já. Þetta má þó ekki
skilja sem svo að tónlistin sé ófrum-
leg; hún er frumleg og hefðbundin
og um leið stórskemmtileg áheyrn-
ar.
Lög sveitarinnar eru mörg án
söngs og vel fallin til dansæfinga,
en bestu lögin eru þau sungnu, því
textar eru fyrirtak, raddsetningar
allar til fyrirmyndar og framlag
Axels „Sela“ framúrskarandi.
Bestu lög plötunnar eru Einn á
ísjaka, sérlega vel heppnað drífandi
lag, Einmana dollaraseðill í Suður-
Ameríku með Sergio Leone-blæ,
Rabbi Rotta með skemmtilegum
töffaratexta, Svik með bráðsmell-
inni raddsetningu, Minni heimsins,
Ertu frá þér, fyrsta íslenska hiphop-
lagið sem ekki er aðhlátursefni en
þó bráðfyndið, og eiginlegt lokalag
plötunnar, Undir súð, skemmtilega
væmið lag. Útsetningar laga á plöt-
unni eru í höndum sveitarmanna
og „tónlistarráðgjafans" Harðar
Bragasonar, sem sýnir að hann er
með afbrigðum útsjónarsamur og
hugmyndaríkur. Vel væri að fleiri
hefðu slíka ráðgjafa.
Á geisladisk eru sex (!) aukalög,
sem öll hafa áður komið út, þar á
meðal hið klassíska Kane, hið stór-
skemmtilega tónleikastuðlag Hálf-
ur heimur og Breiðholtsbúgí, sem
er á meðal bestu laga sveitarinnar.
Rottur og kettir er tvímælalaust
ein skemmtilegasta breiðskífa
íslenskrar hljómsveitar síðustu ár
og ekki er hægt að hlusta á hana
án þess að fara allur á ið. Hún
sýnir að klassískt rokk lifir góðu
lífi — líka á íslandi.
Klassískt gítarpopp
o&VAk.
cptL OG SPÁDÓMAR
DULDIR KRAFTAR
OG ÖRLÖG MANNA
í bókinni Spil og spádómar eru lesendum kynntar ýmsar leiðir til að
skyggnast inn í framtíðina, aðferðir sem menn hafa þekkt í aldaraðir.
Hér er fjallað um spilaspár, stjörnuspeki, lófalestur, draumaráðningar
og margt fleira. Stórfróðleg bók um dulda krafta og áhrif þeirra
á örlög manna. í henni eru mörg hundruð myndir.
Óskar Ingimarsson þýddi.
SETBERG
Hljómplötur
Árni Matthíasson
Síðan skein sól olli mörgum von-
brigðum með síðustu breiðskífu
sinni, því þó þar hafi verið að finna
ýmis snjöll lög, vantaði nokkuð upp
á að platan væri sannfærandi í
heild og hún uppfyllti ekki þær
vonir sem við sveitina voru bundn-
ar. Nýjasta breiðskífa sveitarinnar,
Halló, ég elska þig, er þó afbragðs
plata og staðfestir stöðu sveitarinn-
ar í fremstu röð íslenskra' popp-
sveita.
Á Halló, ég elska þig (stolið frá
Doors?) snýr sveitin aftur í harðari
tónlist og rokkaðri, eftir að hafa
reynt fyrir sér með lágstemmt
„kassarokk". Fyrsta lag plötunnar,
Þau falla enn, er grípandi rokklag,
þó ekki sé það eitt af þeirra bestu.
Aftur á móti er annað lag plötunn-
KONFEKTMOLAR
fylltír med þuns-
romm-, kirsuberja-,
og koníakslíkjör.
U SKÍWM)I,
(ÍOIT 1
ar, Nóttin, hún er yndisleg, dæmi-
gert fyrir sveitina, einfalt og um
leið snúið grípandi klassískt gítar-
popp. Svo er og um fleiri lög á plöt-
unni, eins .og t.a.m. Þér er alveg
sama, sem vinnur vel á við hveija
hlustun, Stelpa, skemmtilegt klisju-
lag, Halló ég elska þig, sem vísar
í ýmsar áttir, Fyrir þig, sem er
skemmtilega á skjön við það sem
áður er komið, og „flipp'Tagið Þeir
sjálfir, þar sem Helgi „Jagger" fer
á kostum.
Textasmíðar hafa tekið allmikl-
um framförum hjá sveitinni og
væmnin virðist á undanhaldi. Það
er þó ljóður á að ekkert textablað
fylgir.
Síðan skein sól hefur löngu náð
að skapa sér sérstakan stíl, sem
felur í sér það besta úr ýmsum átt-
um ekki síður en frá sveitarmönnum
sjálfum, og þó Helgi hafi ekki mikla
rödd, er hann er skólabókardæmi
um smekklegan söng. Reyndar hef-
ur hann að mínu mati ekki áður
sungið betur en á þessari plötu.
Aðrir standa sig eins og jafnan og
víst er að Halló, ég elska þig er ein
besta skífa sveitarinnar fram að
þessu.
Pennavinir
Fjórtán ára júgóslavnesk stúlka
með áhuga á íþróttum, tónlist og
frímerkjum, vill skrifast á við pilta:
Natasa Petresin,
Javorjev Drevored 6,
61000 Ljublana,
Jugoslavia.
Tvítug tékknesk stúlka, tungu-
málanemi, með áhuga á íþróttum,
ferðalögum, tónlist, póstkortum
o.fl.:
Kamila Divisovo,
Erbenova 2,
79701 Sumperik,
Czechoslovakia.
Dönsk kona, 27 ára, með áhuga
á tónlist, bókalestri, safnar póst-
kortum, vill skrifast á við 25-35 ára:
Helle Christensen,
Ostergade 14, ltv.,
8300 Odder,
Denmark.
Japönsk stúlka, 22 ára, með
áhuga á póstkortum, og peysudellu:
Tamami Kubota,
7-13-2 Aoshima 4 chome,
Miyazakishi,
Miyazaki 889-22,
Japan.
Bandarískur 22 ára karlmaður
með áhuga á íþróttum og ferðalög-
um:
Thomas P. Valerino,
41 High Street,
Newton,
N.J. 01860,
U.S.A.
Fimmtán ára þýsk stúlka með
mikinn íslandsáhuga:
Steffi Becker,
Am Petermerer la,
2830 Bassum,
Germany.