Morgunblaðið - 14.12.1990, Page 55

Morgunblaðið - 14.12.1990, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990 55 andi vel á fólkið og umfram allt á Karólínu. Þau Asgeir og Karólína eignuð- ust sex börn og höfðu átt þau öll er þau fluttu að Rauðarárstíg 3 (síðar 19), sem var hið reisulegasta hús þar sem nú er Búnaðarbanki við Hlemm, og þar stóð hið fjöl- menna og gestkvæma heimili þeirra í 18 ár, en þá, árið 1950 fluttu þau í hús, sem þau höfðu byggt í Laug- arásnum, á Dyngjuvegi 10 þar sem Karólína býr enn í skjóli barna sinna. Þegar þau bjuggu á Rauðar- árstígnum, var stutt á milli hinna samhentu systra og barna þeirra og samgangur mikill. Er ljúft að minnast þeirra samskipta á æskuár- unum. Börn Karólínu og Ásgeirs eru: Ásgeir Þór, verkfræðingur, Sveinn, hagfræðingur, Guðmundur, rekur Viðskiptaþjónustu á Neskaupstað, Birgir, lögfræðingur, en hann lézt 1984, Bragi, listmálari, og Hrefna, húsmóðir. Afkomendur Karólínu og Ásgeirs eru nú 30. Ásgeir lézt 1978 nær 81 árs að aldri. Elsku Kalla mín. Nú ávarpa ég þig eins og við börnin gerðum. Þú hefur kunnað að taka jafnt erfiðum stundum sem góðum, og þú ert gæfumanneskja. Börnin hafa verið þér til sóma og fríður flokkur niðja fyllir þrjá tugi. Þú varst fögur og glæsileg svo af bar, og ég get gert orð skáldsins að mínurn: Enn ertu fögur sem forðum. Öll erum við stolt af þér. Nú streyma til þín árn- aðaróskir og hlýjar hugsanir víðs vegar að úr veröldinni. Konan mín og við systkinabörn þín þökkum alla þína alúð -á liðnum árum og megi ævikvöldið reynast þér milt og ljúft. Rögnvaldur Þorláksson FJADÐADTI6RAJN Bæjarhrauni 20, Hafnarfirði Full búð af fallegum jólafatnaði Verið velkomin i i I i ' á Miðstöð. Landsíminn var þá í Pósthússtræti, þar sem síðar var lögreglustöðin, og þar var í vissum skilningi slagæð þjóðfélagsins. Hún var ein af stelpunum á Stöðinni“, en þær gegndu bókstaflega lykil- hlutverki í bæjarlífinu, því að allir, sem vildu ná símsambandi við aðra, urðu að biðja símadömurnar á Stöð- inni um að gefa sér það. Og menn voru misjafnlega þolinmóðir þá eins og nú, en símadömurnar urðu alltaf að vera kurteisar og vingjarnlegar, hvernig sem símnotandinn lét. Þetta var fyrir tíma sjálfvirkninnar, og þá gátu menn skeytt skapi sínu á stelpunum á Stöðinni, þegar illa gekk að ná sambandi. Það batnar ekki allt með tækniframförum. En símastúlkunum hefur öllum borið saman um það, að andrúmsloftið hafí verið létt og gott á þessum vinnustað og samheld'nin mikil. Það var viðburður, ef einhver hætti þar, nema ef hún gifti sig. En þá þótti það ekki viðeigandi, að giftar konur ynnu úti. Og Karólína hætti þar heldur ekki fyrr en hún gifti sig, 1924. Sumarliði, bróðir hennar, sem ílent- ist í Vesturheimi, réð óafvitandi nokkru um það, _að leiðir systur hans og Ásgeirs Ásgeirssonar frá Fróðá lágu saman. Snemma áþriðja áratugnum fór tengdamóðir hans, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Hún- vetningur að ætt, í heimsókn til íslands og hafði mikinn áhuga á að kynnast ættfólki tengdasonar síns, sem hún hafði mikið dálæti á. En Ingibjörg var móðursystir Ásgeirs, sem þá var fulltrúi á Vega- málaskrifstofunni og hún naut að- stoðar hans við að komast í sam- band við móður og systkini Sumar- liða. Og honum leizt líka alveg ljóm- Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, áð minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Róðgátan eftir Susan Cooper Þrír krakkar eru í sumarleyfi í Comwall á Englandi, á heimaslóðum þjóðsögunnar um Artúr konung og riddara hringborðsins. Þau finna ævafomt landakort, sem leiðir þau á slóð þess sama Artúrs konungs. Hann reynist vera raunverulegri persóna en haldið var. Spennandi ævintýrabók. Við segjum í garnni að hún sé fyrir ungt fólk frá tíu ára til tfræðs. Hundalif eftir Guðrúnu Petersen Markmið bókarinnar er að vera handbók hundaeigenda og hundavina og miðla þeim skemmtun og fróðleik um þessi heillandi dýr. Við höfum ástæðu til að ætla að þessi bók verði biblía" hundaeigenda á íslandi um langa framtíð, svo víðfem er hún. Réttarhald reiðinnar eftir J.A. Jancc Gæða spennusaga. J. A. Jance hefur oft verið líkt við Hammett eða aðra karla, sem semja safaríka töffarareifara. Þar er hún þeim svo sannarlega enginn eftirbátur, en bætir við næmni og innsæi. Nú í fyrsta sinn á íslensku Hin hlið íslands eftir Ara Trausta Guðmundsson og Hrein Magnússon Listræn og fögur bók. Höfuðáhersla er lögð á Ijósmyndir af afskektum stöðum og þeim fylgir stuttur, ljóðrænn texti á íslensku, ensku og þýsku. Hreinn Magnússon er verslunarstjóri í Ljósmyndavöruverslun Hans Petersen, Austurveri, Reykjavík. Ari Trausti Guðmundsson er jarðfræðingur. Hálendi íslands og fjallamennska er höfuðáhugamál þeirra beggja. LÍF OG SAGA GÓÐAR BÆKUR Honmbal Valdimarsson og samtíð hans eftir Þór Indriðason Vönduð bók um einn þekktasta og jafnframt einn umdeildasta stjómmálamann aldarinnar. Úr texta á bókarkápu: Ásmundur Stefánsson: „Saga Hannibals er samofin sögu verkalýðshreyfingar..." Benedikt Gröndal: „Svipmikill leiðtogi, sem alltaf gustaði um." Matthías Bjamason: „Hann var hressilegur, vígfimur og oft ósvífinn í málflutningi." Svavar Gestsson: „Hannibal á spor í þjóðarsögunni, sem þarf að muna og þekkja." A rero um nrmgvegiitn eftir Ara Trausla Guðmundsson Sneisafull bók af litmyndum, teikningum og fróðleik, þar sem sagt er á lifandi hátt frá athyglisverðum stöðum, sem ber fyrir augu ferðalangs á ferð um hringveginn; í huganum heima eða í bílnum. Farið er suður um land, um sunnanverða Austfiröi, Norðurland, Vesturland og endað í Elliðaárdal. Góð bók fyrir þá, er unna íslenskri náttúra, sögu og ferðalögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.