Morgunblaðið - 14.12.1990, Side 61

Morgunblaðið - 14.12.1990, Side 61
fínna svo mikið sem staf um þessar aðfarir eða aðdraganda þeirra. Þar ríkir slík grafarþögn um dánarbúið á Bjargi að engu er líkára en að eftir að málið var komið í hendur Hallgríms hreppstjóra og með- höndlað af honum sem raun bar vitni, hafi það öðrum þræði breytzt í einskonar einkamál hans; ódýrt og skjótfengið búsílag í Guðrúnar- koti. Hreppstjórinn í Guðrúnarkoti mun á ýmsa lund hafa verið á und- an sinni samtíð eins og það er oft kallað, átti frumkvæði að mörgu því er til framfara og menningar horfði í byggðarlaginu, stóð meðal annars fyrir stofnun lestrarfélags 1864, lét reisa sjálfum sér fyrsta timburhúsið á Akranesi 1871 og var hvatamaður að byggingu fyrsta barnaskólans 1880. Hallgrímur var hófs- og reglumaður í hvívetna, harðdrægur, „hagsýnn og eigin- gjarn“, enda varð honum allvel til ijár, sagður örlátur og hjáipsamur þar sem honum þótti við eiga, en virðist hinsvegar hafa verið gjarnt að beita harðúð og kenna um leti og ómennsku ef fólk komst illa af; „var hann og ekki talinn vinur hinna snauðu“, skrifar Kristleifur á Kroppi. Mörgum sögum hefur farið af kaldrana Hallgríms við lítilmagna. Ein þeirra fullyrðir að hann hafi eitt sinn í hagræðingarskyni brugð- ið eggjárni á lík hreppsómaga nokk- urs sem reyndist of leggjalangur í kistuna. Sigurður Briem, síðar póst- meistari, varð vitni af því við upp- boðið haustið 1890 að drukkinn maður minnti Hallgrím á þann at- burð, og hafi hreppstjóra brugðið ónotalega við. Engar sönnur verða á söguna færðar, en hún hefur fylgt Hallgrími bæði lífs og liðnum, svo geðsleg sem hún er. Þannig er ekki að undra þótt skipt hafi mjög í tvö horn um eftir- mæli Hallgríms í Guðrúnarkoti af hálfu þeirra sem kynntust honum MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990 61 af eigin raun eða afspurn; margir vitna til hans sem nokkurskonar guðföður allrar framsóknar á Akra- nesi, en aðrir eru langminnugri þeirrar harðneskju sem ýmsir þeir er minnimáttar töldust máttu líða af hans völdum. Um það má vitna í orð Benedikts Tómassonar, er hann greinir frá skiptum móður sinnar og Hallgríms: Það voru fleiri en hún sem urðu varir við hans harðstjórn, og fleiri en hún sem felldu tár við hans orð og athafnir, og fleiri en hún sem gengu frá honum með börnin sín sér við hlið með ekka af ógnarorðum hans. Slíkur valdsmaður var hann við munað- arlausa á fyrri árum hreppstjórn- ar sinnar. Hér munu sem oftar báðir aðilar hafa hvor sína ögnina til síns máls. An efa var Hallgrímur í Guðrúnar- koti hugsjónamaður um menningar- lega framvindu, en jafnframt barn fyrri tíma í mannúðarefnum, og-var þar ekki hvítt að velkja. í fyrir- lestri, sem hann flutti í ágóðaskyni fyrir barnaskólann 1889 og getið er fyrr, má vel greina þann hug sem hann lagði á vöxt og viðgang sveit- arfélagsins. Á einum stað lítur hann um öxl og segir: í Skaganum voru nokkrar ættir, sem voru þjáðar og þreyttar af bágindum fyrri hluta aldarinnar, sem höfðu tapað allri mannrænu, ýmist alizt upp á sveitinni eða dregizt fram í vesöld og volæði. ... Þessar ættir, sem ávallt ein- kenna sig með sjálfsbirgingsskap og samhaldsleysi eða ódyggð eða ofneyzlu eða óþrifnaði eða öllu þessu, voru og eru hin lökustu sker á framfaraleið Skagamanna og á þeim hafa oftast nær strandað góð fyrirtæki og menningarviðleitni hinna betri manna. Lýsing Hallgríms er vafalítið raunsönn í mörgum greinum, en tóntegundin sker úr um lundarþelið í garð örbirginganna, þar sem hann hefur löngum séð „ættirnar“ á Skaganum glotta og geifla sig í hveijum svipgeig og sultardropa. Ekki mun Hallgrímur þó endilega hafa hirt um stöðu manna og stétt í drottnunargirni sinni og ráðríki, enda var nægum embættisríg að mæta fyrir harða svíra hvar sem einhveijum forréttindum var til að dreifa. Á sínum tíma greindi hann mjög á við Jón skáld Thoroddsen, sýslumann á Leirá, vegna fjárkláða- málsins, sem olli svæsnum flokka- dráttum í landinu um langt árabil. Vildi Hallgrímur láta iækna og fylgdi í því stefnu Jóns forseta, en Thoroddsen var niðurskurðarmað- ur. Einhveiju sinni var sýslumaður á ferð á Akranesi ásamt konu sinni, Kristínu Þorvaldsdóttur, og báðust þau gistingar í Guðrúnarkoti. Ekki vílaði Hallgrímur fyrir sér að út- hýsa sýslumanni, sem var allt í senn, andstæðingur hans í kláða- málinu, ölkær vel og að áliti' hrepp- stjórans líklega plóði almennt. Hins- vegar kvað hann frú Kristínu guð- velkomið að vera. Þau hjón gerðu sér þetta að góðu; tók Jón sér gist- ingu anarsstaðar og sauð þar eitt- hvað saman í orðastað Hallgríms, að minnsta kosti þetta: Fljóðum snjöllum hlýjar hér helga nunnuslotið, en slóðum öllum viljum vér veija Gunnukotið. I áðurnefndum fyrirlestri tíund- aði Hallgrímur mjög framfarir þær er orðið höfðu á Akranesi í hrepp- stjóratíð hans og fullyrti meðal ann- ars eftirfarandi um áratuginn 1859-69: „Svo varð það á þessum áratug að hver einasti átti ábúðar- jörð sína sjálfur.“ Þessi fullyrðing er með ólíkindum, séu höfð í huga öll þurrabúðarhreysin á Skaganum út öldina; og hvernig Hallgrímur hefur treyst sér til að lýsa þessu yfír í heyranda hljóði eftir það sem fram hafði farið á Bjargi, og þá á þveröfugum forsendum, sem ekki virðast hafa verið vefengdar, verður ekki brotið til mergjar hér. En ein- hveijir hljóta að hafa hugsað sitt. Metsölublad á hverjum degi! < lO Q t/> O X BJORN PÁLSSON, QVLFi QRÖNDAL --- OQ-- TRYQQVI EMÍLSSON árita bækur sínar í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Björn Pálsson og Gylfi Gröndal árita ÉG HEF LIFAÐ MÉR TIL GAMANS - Bjöm á Löngumýri segir frá. Tryggvi Emilsson áritar bókina BLÁ AUGU 0G BIKSVÖRT HEMPA. í dag, föstudaginn 14. desember, frá kl.16-18: ^m— Bókabúð LmALS &MENNINGAR J LAUGAVEG118 - SÍMI 24240

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.