Morgunblaðið - 14.12.1990, Síða 64
Ö68Í H3HM3830 .11 -HUDÁQUTBO'i QlQÁlHMUOflOR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990
Guðrún Olafs-
dóttir - Minning
Fædd 25. maí 1895
Dáin 5. desember 1990
Þeim fækkar nú óðum sem fædd-
ust fyrir síðustu aldamót, og fyrr
en varir man enginn okkar á meðal
eftir sér fyrir þá tæknibyltingu, sem
breytti íslenzku þjóðféiagi úr kyrr-
stæðu miðaldasamfélagi í tækni-
vætt undir, sem þreytir án afláts
kapphlaupið um lífsgæðin — eða
dansinn kringum gullkálfinn.
Sjálfsagt eru þetta ekki mjög
tímabærar hugleiðingar, en þær eru
meðal þess sem mér flýgur í hug,
þegar ég munda pennann til þess
að festa á blað hinztu kveðjur til
aldraðrar frændkonu, sem ég hef
þekkt eins lengi og ég man eftir
mér.
Guðrún Ólafsdóttir fæddist á
Brekkum í Hvolhreppi. Tveggja ára
gömul fluttist hún með foreldrum
sínum, Ingibjörgu Guðmundsdóttur
frá Brekkum og Ólafi Sigurðssyni
frá Torfastöðum í Fljótshlíð, að
Kirkjulandi í Austur-Landeyjum.
Þar ólst hún upp í hópi sex systk-
ina, sem upp komust.
Ung að árum hélt Guðrún til
Vestmannaeyja í atvinnuleit að
dæmi margra sunnlenzkra ung-
menna í þá daga. Þar kynntist hún
mannsefni sínu, Lárusi Einarssyni
úr Reykjavík. Þau giftust 1919,
settust að í Reykjavík og þar átti
Guðrún síðan heima til æviloka.
Lárus var lengst verkstjóri hjá
Eimskipafélagi íslands. Hann féll
frá á besta aldri 15. apríl 1939, en
fæddur var hann 6. nóv. 1893. Þau
hjónin höfðu þá nokkrum árum
áður reist sér hús við Hringbraut,
nú nr. 102. Reyndi nú mjög á þol-
gæði og þrek Guðrúnar að halda
þessari eign, þegar bóndans og fyr-
irvinriunnar missti svo skjótlega
við. En hún reyndist vandanum
vaxin, auk þess sem batnaði í árh
um atvinnu og tekjuöflunarleiðir
eftir harðræði kreppuáranna al-
ræmdu.
Einkabarn þeirra Guðrúnar og
Lárusars er Óskar Arnar, bifreiða-
stjóri. Hann er kvæntur Þórhöllu
Guðnadóttur úr Landeyjum. Börn
þeirra eru Lárus Ymis, kvikmynda-
leikstjóri og Helga Guðrún, mynd-
listarnemi. Barnabarnabörnin eru
orðin tvö.
Með þessum fáu orðum ætla ég
að lýsa sér í stórum dráttum ytra
borðinu á lífshlaupi þessarar
íslensku alþýðukonu, sem alla ævi
neytti krafta sinna í þágu bús og
barna, í hinu svokallaða brauð-
striti. En bak við annir hinna virku
daga Iifði þó áhugi á að blanda
gerði við aðra og vinna með þeim
að hugðarmálum, sem ekki voru
beinlínis tengd lífsbaráttunni. Árum
saman var Guðrún virk í störfum
Thorvaldsensfélagsins og góð-
templarareglunni.
Fram á áttræðisaldur vann Guð-
rún við hreingerningar í skipum
Eimskipafélagsins og enn lengur
prjónaði' hún vettlinga og aðrar
flíkur, sem hún síðan seldi eða gaf.
í húsinu sínu við Hringbraut bjó
hún þangað til í ágústmánuði sl.
og þar varð hún 95 ára í vor. En
síðustu mánuðina hafði hún aðeins
fært sig um set, og hún dó á Elli-
heimilinu Grund hér í bæ 5. desemb-
er í ár.
t
Ástkær dóttir mín og systir okkar,
HRÖNN JÓNSDÓTTIR,
lést 10. desember í Svíþjóð. Jarðarförin auglýst síðar.
Jón Kristjónsson
og systkini hinnar látnu.
t
INGIMAR SIGURÐSSON
garðyrkjubóndi,
Fagrahvammi,
Hveragerði,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum 5. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Börnin.
t
Systir okkar, fóstursystir og stjúpmóðir,
ELÍN S. SÖLVADÓTTIR,
Mávahiið 10,
Reykjavík,
andaðist á Borgarspítalanum 7. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
ingibjörg Sölvadóttir,
Jón Sölvason,
Sæunn Guðmundsdóttir,
Hörður Hjartarson
og aðrir vandamenn.
t
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför sonar okkar, bróður og mágs,
GUÐLAUGS H. EINARSSONAR,
Húnabraut 30,
Blönduósi.
Einnig færum við okkar dýpstu þakkir og virðingu starfsfólki á
deild A-7, Borgarspítalanum, fyrir einstaka hjúkrun og umönnun
í langri sjúkralegu hans.
Einar Guðlaugsson, Ingibjörg Jónsdóttir,
Skarphéðinn H. Einarsson,
Jón Karl Einarsson, Ágústa Helgadóttir,
Kári H. Einarsson, Ingunn Þorláksdóttir,
Magdalena Rakel Einarsdóttir.
Fyrir hugskotssjónum mínum
stendur þessi frænka mín sem bjart-
leit, hraust og tápmikil kona, glöð
og reif á góðri stund, en gat líka
verið æði þungbúin, þegar svo bar
undir. Hún var höfðingi heim að
sækja, mikill vinur vina sinna, og
reisn sinni hélt hún til síðustu
stundar.
Bergsteinn Jónsson
Minningin um ömmu mína nær
aftur til frumbernsku ára minna.
Tilvist hennar var svo sjálfsögð að
þegar ég reyni að riija upp eitthvað
sérstakt, lendi ég í hálfgerðum
vandræðum. Amma mín átti heima
í stóru húsi þar sem mér fannst
gaman að koma þegar ég var barn.
Þetta var hálfgert ævintýrahús þar
sem úði og grúði af hinu ýmsasta
dóti: hannyrðum (amma mín var
mikil hannyrðakona), myndum,
óskiljanlegum eldhúsáhöldum o.fl.
o.fl.
Hún amma mín pijónaði falleg-
ustu vettlinga sem ég hef séð og
sá allri íjölskyldunni fyrir bæði
vettiingum og vetrarsokkum, nýr
forði birtist á hveijum vetri, óform-
lega, sem og í jólagjafir.
Amma mín var örlát köna og
fengum við barnabörnin og barna-
barnabörnin þegar þau komu, sér-
staklega að njóta þess.
Ein fyrsta setningin sem ég lærði
að mynda var: Amma gemmér
nammi og brást það ekki að amma
lumaði á nammi í poka.
í ömmuhúsi var mikið af spenn-
andi skápum með dósum og boxum
af öllum stærðum, gerðum og litum,
með ýmsu innihaldi, spennandi sæl-
gæti, smákökum, dúkum, servett-
um og jafnvel jólaskrauti. Hafði ég
ótrúlegt frelsi til að grandskoða það
sem ég komst yfir, ég held ég hafí
komist yfír mesta lagi helminginn.
Minningin um ömmu mína tengj-
ast sem sagt aðallega æskuárunum
og þá er hún drottningin í ævintýra-
húsinu sem gaf nammi, dúkkur og
vettlinga.
Þannig var hún í augum barnsins
og þannig vil ég muna hana.
Eg þakka ömmu minni fyrir öll
árin sem hún var með okkur hér.
Megi hún hvíla í friði.
Helga Guðrún Oskarsdóttir
Ég minnist ömmu minnar sem
var að deyja 95 ára gömul.
Fyrir löngu man ég eftir henni
sitjandi á teppi úti á bletti með
andlitið upp í sólina.
Ég man eftir að ég fann fugl sem
hafði flogið á girðingu og þegar ég
kom með hann í peysunni minni
heim til ömmu var hann dáinn og
við hjálpuðumst að við að jarða
hann.
Ég man að hún gaf mér fyrsta
tvíhjólið mitt — blátt með breiðum
dekkjum.
t
Móðir mín,
ELLA K. JÓHANNESSON,
Sólheimum 23,
sem andaðist 7. desember, verður jarðsungin frá litlu kapellunni
í Fossvogi mánudaginn 17. desember kl. 13.30.
Sólveig J. Eysteinsdóttir.
t
Minningarathöfn um
DÍÖNU ÁSMUNDSDÓTTUR,
Ytri-Múla,
Barðaströnd,
verður í Bústaðakirkju í Reykjavik í dag, föstudaginn 14. desember
kl. 10.30.
Útförin verður gerð frá Haga þriðjudaginn 18. desember.
Einar Sigurbrandsson og vandamenn.
t
Áskær bróðir okkar og vinur,
KÁRI KRISTJÁNSSON
frá Kárastöðum,
Skagaströnd,
er lést á Héraðshælinu, Blönduósi, 11. desember, verður jarð-
sunginn frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugardaginn 15. des-
ember kl. 14.00.
Systkini og aðstandendur.
+
Sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON (BÓBÓ),
bifreiðastjóri,
Hábergi 3,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. desember
kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu
minnast hans, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir.
Halldór Jónsson,
Rósa Guðmundsdóttir, Guðlaugur Nielsen,
Guðmundur Guðmundsson, Guðrún Óskarsdóttir,
Valdimar Guðmundsson, Þórunn Kristjánsdóttir,
Dóra K. Guðmunsdóttir, Þórhallur Bjarnhéðinsson,
Jón E. Guðmundsson,
Halldór Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ég man hvernig hún laumaðist
til að gefa mér gotterí þó hún ætti
vísar skammir frá pabba fyrir vikið.
Ég man eftir appelsínutertunni
sem hún bakaði alltaf, sú með ljós-
brúna kreminu og rifnum app-
elsínuberki ofan á.
Ég man eftir að ég fékk einu
sinni sjö jólagjafir frá henni sömu
jólin.
Ég man eftir öllum þeim mikla
fjölda fjölskyldumynda sem hún
hafði í stofunni hjá sér þar af ellefu
af mér á ýmsum aldri.
Ég man eftir hvað það var erfítt
að gefa henni afmælisgjafir af því
að hana vanhagaði ekki um neitt.
Og þegar niðurstaðan kom út úr
pakkanum man ég að hægt var að
sjá á henni nákvæmlega hvað henni
fannst um gripinn.
Ég man eftir útpijónuðu vettling-
unum — þeir fínustu í bænum —
sem hún gaf mér á hveiju ári og
skildi svo ekki af hveiju ég var
ekki eins hrifínn að fá þá eftir að
ég var kominn með bítlahár.
Ég man að henni þótti feitt kjöt
betra en magurt.
Ég man að hún átti alltaf Mack-
intosh-konfekt á meðan hún vann
í skipunum.
Ég man að henni þótti það óprýða
konur að hafa hár niður í augabrún-
ir og karla að hafa skegg.
Ég man þegar hún kom í heim-
sókn til okkar til Svíþjóðar eld-
hress, áttatíu og fímm ára gömul ,
og hafði mestar áhyggjur af hvern-
ig við kæmum líkinu til íslands ef
hún hrykki upp af á meðan á dvöl-
inni stæði.
Ég man að einu sinni datt okkur
Höllu dóttur minni það snjallræði í
hug að gefa henni sína fyrstu
máltíð á fínum veitingastað í jóla-
gjöf. Ég man að henni þótti gaman
níræðri hvað þjónarnir stjönuðu í
kringum hana. Og ég man líka
hvað okkur þótti öndin ólseig sem
við fengum að borða.
Ég man fyrir nokkrum dögum
þegar hún hélt í höndina á mér
með báðum sínum, lokaði augunum
og mér fannst hún væri að reyna
að deyja.
Ég minnist ömrriu minnar með
hlýju.
Lárus Ýmir Óskarsson
Kveðja frá Thorvaldsensfé-
laginu
Guðrún Ólafsdóttir gekk til liðs
við Thorvaldsensfélagið í.Reykjavík
árið 1937. Fimmtíu og þriggja ára
starf í sama félagi skilur eftir marg-
ar minningar í hugum félags-
kvenna, sérstaklega þegar minnst
er félaga sem starfaði alla tíð af
trúmennsku og dugnaði.
Guðrún var einstaklega hlý
manneskja og umtalsfróm. Alls
staðar lagði hún gott til mála. Fet-
aði götu lífsins af meðfæddum
næmleika til að bæta og gleðja
umhverfi sitt.
Guðrún vann störf sín fyrir Thor-
valdsensfélagið hávaðalaust en af
festu í trú á sigur góðra málefna.
Á seinni árum eftir að hún hætti
að geta unnið í verslun félagsins
kom hún með pijónavörur sínar til
sölu. Það var hreinasta unun að
horfa á handbragð þessarar full-
orðnu konu, það vitnaði bæði um
listfengi og vandvirkni.
Öll viljujn við ná háum aldri en
hugsum ekki út í að þá verðum við
að horfa á eftir vinum og ættingjum
og oft á tíðum að einangrast. I
góðu félagi einangrast enginn, þar
vinna saman allir aldurshópar.
Yngri félagar læra af þeim eldri
og umgangast þá með virðingu og
þakklæti fyrir vel unnin störf, og
þeir eldri eru áiram þátttakendur í
starfinu þótt svo að kraftar þverri
til stærri verkefna. Þannig var það
með Guðrúnu, hún var alltaf lifandi
af áhuga um framgang Thorvald-
sensfélagsins. Krafðist einskis
sjálfri sér til handa, en var þakklát
vináttu félagskvenna sem hún átti
óskipta til síðasta dags. Thorvald-
senskonur kveðja því í dag góðan
félaga og mikla heiðurskonu. Bless-
uð sé minning hennar.
Ingibjörg Magnúsdóttir,
formaður Thorvaldsens-
félagsins.