Morgunblaðið - 14.12.1990, Side 75

Morgunblaðið - 14.12.1990, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ •! IÞRÓTTSR -í’öá^^Sl^ÉESEMBE® 1 1980 75: KNATTSPYRNA / HM Þijú lið frá Afríku á kostnað Evrópu ALÞJÓÐA knattspyrnusam- bandið, FIFA, ákvað í gær að fjölga liðum frá Afríku í úrslita- keppni HM 1994. Tvær Afríku- þjóðir hafa átt fast sæti í úrslitakeppninni, en glæsileg frammistaða Kamerún á Ítalíu í sumar varð til þess að um- rædd ákvörðun var tekin. Kamerún varð fyrst Af ríku- þjóða til að komast í átta liða úrslitHM. Þá var ákveðið að gefa þriðja liði frá Mið- og Norður- Ameríku tækifæri á að leika í úrsli- takeppninni, en það kemur til með að leika um sætið við sigurvegara Eyjaálfuriðils. Þriðja liðið fr' aSuður-Ameríku hafði þennan rétt FRJALSAR Fjögur met Bima María Gunnarsdóttir, ÍR, setti tvö met í stepnaflokki 12 ára og yngri á innanfélagsmóti ÍR, sem fram fór í Baldurshaga í fyrra- kvöld. Hún hljóp 50 metra grindahlaup á 6,6 sekúndum og bætti metið um tvö sekúndubrot. Þá stökk hún 9,57 m í þrístökki, sem er met í flokknum. Vigdís Torfadóttir, HSK, stökk 9,65 m í þrístökki, sem er met í flokki telpna 13-14 ára, og Hildur Ingvars- dóttir, ÍR, bætti met sitt í þrístökki í flokki 15 - 16 ára meyja, stökk 10,76 m, en fyrra metið var 10,47 m. <* Anton Sigurðsson, ÍR, setti per- sónulegt met í langstökki í fiokki 15 - 16 ára sveina, stökk 6,40 m. Jórunn Atladóttir fékk tímann 9,1 sek. í 50 m grindahlaupi telpna, og Jónas Jón- asson, ÍR, nálgast unglingametið í þrístökki 13 - 14 ára pilta (11,48 m), stökk 11,39 m. URSLIT Körfuknattleikur: ísland - Malta 114:64 Cardiff í Wales, Smáþjóðaleikarnir í körfu- knattleik, fimmtudaginn 18. desember 1990. Gangur leiksins: 12:0, 20:2, 26:4, 34:12, 45:17, 51:22, 61:26, 80:42, 90:60, 102:60, 114:64. ísland: Magnús Matthíasson 19, Albert Óskarsson 18, Pálmar Sigurðsson 15, Sig- urður Ingimundarson 15, Pétur Guðmunds- son 12, Jón Arnar Ingvarsson 10, Jóhannes Sveinsson 9, Jón Kr. Gíslason 6, Teitur Örlygsson 4, ívar Ásgrímsson 4, Friðrik Ragnarsson 2. NBA-deiIdin í körfuknattleik: Boston Celtics - Bucks......129:111 San Antonio - Charlotte..... 92: 81 LA Clippers - Cleveland.....100: 90 Atlanta Hawks - Miami Heat..118: 93 Houston - Philadelphia......108:100 Seattle - Indiana........... 99: 90 Dallas - LA Lakers..........112: 97 Knattspyrna UEFA-KEPPNIN: Lissabon, Portúgal: Sporting - Arnhem (Hollandi)....2:1 Douglas Menezes 2 (26., 67.) — .Van Arun (78.) 40.000 BSporting vann samanlagt 4:1. VINÁTTULANDSLEIKUR: Los Angeles, Bandaríkin: Brasilia - Mexíkó...............0:0 25.000. síðast — Kólumbía lék gegn Israel um sætið og sigraði. Ósk Asíu um þijú lið var hafnað vegna slakrar frammistöðu Suður- Kóreu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna á HM í sumar. „Heimsmeistarakeppnin er keppni hinna bestu og þátttaka verður að byggjast á árangri en ekki eftir landslegu eða fjölda íbúa,“ sagði Sepp Blatter, framkvæmdastjóri FIFA. Við þessa breytingu verða 12 þátttökuþjóðir frá Evrópu á HM í Bandaríkjunum 1994, en voru 13 áður. tvær þjóðir koma frá Suður- Ameríku, tvær eða þijár frá Mið- og Norður-Ameríku, tvær frá Asíu, ein eða engin frá Eyjaálfu auk ríkjandi heimsmeistara og gest- gjafa. Roger Milla og samheijar í Kamerún hafa fengið enn eina rósina. Breytingar reyndar í Bandaríkjunum? Alan Rothenberg, formaður Knattspymusambands Bandaríkjanna, sendi Alþjóða knattspymusambandinu, FIFA, bréf í fyrradag, þar sem hann hvetur FIFA til að reyna nýjar reglur, sem rætt hefur verið um og kunni að leiða til meiri sóknar- knattspymu og fleiri marka. Rot- henberg bauð FIFA að gera til- raunir í þessa vem í knattspyrnu- mótum í Bandaríkjunum. Færri mörk vom gerð á HM í sumar en áður og í framhaldi ákvað FIFA að kanna leiðir til að bæta um betur. „Á þessu stigi emm við ekki talsmenn ákveðinna breytinga,“ segir í bréfi formanns- ins til FIFA, „en við mælumst til að ýmsar tillögur verði reyndar eins og stærri mörk, bann við varnarvegg í aukaspymum, breytingar á rangstöðureglu, bann við sendingu aftur til mar- kvarðar og svo framvegis til að fá úr því skorið hvort þær verði til þess að mörkum ijölgi.“ I bréfinu segir ennfremur að að mikill áhugi sé í Bandaríkjun- um að reyna ýmsar breytingar, sem geti orðið knattspyrnunni þar til framdráttar,-en HM 1994 fer fram í Bandaríkjunum. Knattspyrna hefur átt vaxandi fylgi að fagna í Bandaríkjunum og eru þátttakendur fleiri en 15 milljónir. Hins vegar hefur verið erfitt að viðhalda áhuganum, þeg- ar ofar dregur og komið út í at- vinnumennsku, og er almennt sagt að fá mörk séu helsta hindr- unin. Starfshópi komið á Stjóm FIFA ákvað í gær að koma starfshópi á laggirnar, sem á að kanna hvernig bæta má knattspyrnuna. Sepp Blatter, framkvæmdastjóri FIFA, neitaði að ræða um hvaða breytingar ætti að skoða sérstaklega og gaf ekkert út á fyrri yfirlýsingar þess efnis að til greina kæmi að stækka mörkin eða fækka leikmönnum í 10, en sagði að unnið yrði að því að gera leikinn meira spennandi og áhugaverðari. „Við verðum að einbeita okkur að sóknarleiknum, því knatt- spyma snýst um að koma boltan- um í netið,“ sagði hann. Starfs- hópurinn kemur saman í febrúar á næsta ári. KORFUBOLTI / LANDSLEIKUR Yfirburðasigur Islenska landsliðið vann yfír- burðasigur, 114:64, gegn Möltu á Evrópuleikum smáþjóða í Wales í gærkvöldi. Þetta er einn stærsti sigur íslands í körfuknattleik. „Liðið mætti einbeitt til leiks og spilaði sem liðsheild megnið af leiknum,“ sagði Torfí Magnússon, þjálfari. „Vömin var spiluð eins og fyrir var lagt. Munurinn á þessum leik og leiknum gegn Kýpur var að nú var enginn taugaóstyrkleiki til staðar. Sóknarkerfín gengu mjög vel upp og við fengum auðveld skot. En hraðupphlaupin voru aðal liðsins ásamt sterkum varnarleik.“ íslenska liðið hóf leikinn af mikl- um krafti og náði yfírburðastöðu strax í byijun. „Þetta var hættulega lítil mótspyi’na, en baráttan í vörn- inni setti mótheijana út af laginu,“ sagði Pálmar Sigurðsson, sem sýndi gamla takta. Pétur Guðmundsson var mjög sterkur á þessum tíma og hirti vel flest varnarfráköst. „Helsta breyt- ingin frá fyrsta leik var varnarleik- urinn og einnig var hittnin betri. Þetta fylgist að — um leið og varn- arleikurinn verður betri tekur sókn- in við sér,“ sagði Teitur Örlygsson. Maður þessa leiks var að öðrum ólöstuðum Albert Óskarsson. Magnús Matthíasson átti einnig góðan leik, var sterkur í vöm og sókn. ísland leikur gegn Wales í dag og Jón Kr. Gíslason, fyrirliði, er öruggur um sigur og þar með fyrsta sætið í riðlinum. „Við byrjuðum mjög vel og þegar við höfðum náð góðu forskoti varð leikur liðsins afslappaðri. Við náðum upp góðu tempói og þeir gáfust upp í hálf- leik. Þetta lið vann Wales og sam- kvæmt því eigum við að ná efsta sæti riðilsins.“ Ikvöld HANDKNATTLEIKUR: Einn leikur verður í 1. deild karla í handknattleik í kvöld. Fram og KA leika í Laugardals- höll og hefst viðureignin klukkan 20. Leik ÍBV og ÍR var enn frestað í gær- kvöldi vegna þess að ekki var flogið til Eyja og fer sennilega ekki fram fyrr en á næsta ári. Þrír leikir verða í 2. deild karla. Þór og ÍBK leika á Akureyri kl. 20:30, UMFN og ÍS í Njarðvík kl. 20 og UMPA og Ármann í Mosfellsbæ kl. 20. FOLK ■ KRISTJÁN Arason getur ekki leikið með landsliðinu á fjögurra þjóða móti í Laugardalshöllinni fyrir áramót, en aftur á móti leikur hann einn leik gegn Svíum, 27. desember, eða daginn áður en mótið hefst. H KRISTJÁN þarf að leika með Teka í móti í Þýskalandi á sama tíma. I SIGURÐUR Sveinsson úr KR er kominn í landsliðshópinn. Hann mun fara með landsliðinu til Þýska- lands í stað Valdiinars Grímsson- ar, sem getur ekki ekki leikið. ■ LEIKIRNIR í Þýskalandi fara fram í Liibeck 21. desember og í Schwerin 22. desember. H ÓVÍST er hvort að Júlíus Jón- asson geti tekið þátt í landsleikjun- um sem framundan eru, en hann er að leika í Frakklandi. ■ SVÍAR koma með alla sína sterkustu leikmenn til íslands nema hvað Mats Olsson, markvörð- ur kemur ekki - hann er að leika með Teka á sama tíma. ■ EINAR Örn Stefánsson tekur við framkvæmdastjórastarfi HSÍ um helgina. Einar Örn mun sjá um daglegan rekstur sambandsins, erlend samskipti og þjónustu við starfsnefndir og aðildafélög sam- bandsins. Á verksviði hans eru m.a. fjáröflunarverkefni og umsjón með fjármálum í samvinnu við gjaldkera stjórnar HSI, samstarfssamingar við stuðningsfyrirtæki sambands- ins, skipulagningu landsleikja og þátttaka í undirbúningi og skipu- lagningu heimsmeistarakeppninnar á Islandi 1995. Einar Örn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri HSÍ. ■ KVENNALANDSLIÐ fra Portúgal og Spáni koma hingað til lands í næsu viku og taka þátt í móti með unglingalandsliði ís- lands og a-landsliði. Mótið fer fram í Reykjavík og Keflavík. H GÚSTAF Björnsson þjálfar kvennalandsliðið. 35 stúlkur æfa nú undir hans stjórn. Undirbúning- ur fyrir C-keppni á Italíu 1991 er hafinn og eru stúlkurnar í landslið- inu tilbúnar til að æfa átta til tíu sinnum í viku næsta sumar. ■ KORNELÍUS Sigmundsson, forsetaritari, datt í lukkupottinn. Hann vann tvær millj. kr. í happ- drætti HSÍ. „Við erum mjög án- ægðir með að vinningurinn gekk út,“ sagði Jón H. Magnússon, formaður HSÍ. Morgunblaðii/Þoricell Kornelíus Sigmundsson með vinningsmiðann. Jóni H. Magnússon, form- anni HSI, óskar honum til hamingju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.