Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 10
ió MOlíGÍiNBLAÐId ÞRlÐJUOAGOR'M DESEMBER 1090 Átt þú bát? Ungur maður vil eignast bát undir 10 tonnum í skiptum fyrir matvörubúð og litla fiskbúð í Reykjavík. Báturinn má vera kvótalaus. Einnig höfum við annað dæmi þar sem skipti eru á myndbandaleigu og litlum bát. SUÐURVE R I SÍMAR 82040 OG 84755. REYNIR ÞORGRÍMSSON. 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lóggilturfasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Nýtt einbýlishús - eignaskipti möguleg Steinhús í Garðabæ nýtt og glæsil. m/4ra-5 herb. íb. á tveimur hæð- um, ekki fullg. Góður, frág. bílsk. Ræktuð lóð. Hitapottur. Sólskáli. Húsnlán kr. 4,5 millj. Skipti æskil. á góðri 3ja herb. íb. 3ja herb. góðar kjallaraíbúðir við: Rauðaiæk 84,5 fm. Sérinng. Sérhiti. Nýtt gler. Lítið niðurgrafin. Karfavog 78,6 fm. Rúmg. herb. Tvíb. Lítið niðurgr. Verð kr. 4,8 millj. Miklubraut 89,9 fm. Sérinng. Sérhiti. Nýl. gler o.fl. Stór og góð. Fyrir smið eða laghentan 5 herb. séríb. v/Miðtún á hæð og rishæð. Sérinng. Sérhiti. Laus strax. Vinsæll staður. Tilboð óskast í eignina. Nýendurbyggð 2ja-3ja herb. ib. á efri hæð v/Skeggjagötu í þríbhúsi. Laus fljótl. Húsn- lán kr. 2,4 millj. Lítið arðsamt fyrirtæki m/áratuga reynslu að baki til sölu af sérstökum ástæðum. Hentar fyrir 2-3 laghenta. Húsnæði, tæki og lager fylgir. Nánari uppl. aðeins á skrifst. Vinsaml. hringið og pantið viðtalstíma. Grafarvogur - Breiðholt Leitum að góðri 3ja-4ra herb. íb. Traustur, fjársterkur kaupandi. • • • Einbhús 150-200 fm óskast íborginni. Óvenju góðar greiðslur. AIMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 =T=I FASTEK3INIAIVIFOLUINI SVERRIR KRISTJÁNSSON HÚS VERSLUNARINNAR 6. HÆÐ BALDVIN HAFSTEINSSON HDL. FASTEIGN ER FRAMTÍÐ (f VESTURHÓLAR - EINBÝLI Mjög gott 185 fm einb (pallahús) sem sk. í forstofu, snyrt., hol, eldh., húsbónda- herb. og stofu. Niðri eru 2 svefnherb. og þvottaherb. (bakinngangur). Útfrá holi er sérgangur með 3 svefnherb. og baði. Miklar og vandaðar innr. 30 fm bílsk. Hiti í plani. Mikið útsýni. Ákv. sala. Laus fljótl. Einbýlishús EINIBERG - HF. Ca 145 fm einb. á eini hæð ásamt 35 fm bílsk. Húsið er ekki fullgert. Verð 11,8 millj. GOÐATUN. 154 fm gott hús á einni hæð. Bílsk. í húsinu eru 3 svefnherb., rúmg. stofur o.fl. Blómaskáli með heitum potti. Falleg og mikið ræktuð hornlóð. Útsýni. Ákv. sala. ÞINGASEL. Ca 271 fm á tveimur hæðum. Á efri hæð eru 4 svefnherb. o.fl. Á neöri hæö er mögul. á 2ja herb. séríb. Mik- ið tómstrými. Útsýni. Skipti koma til greina á minna einbhúsi eða raðhúsi gjarnan á svipuðum slóðum. Raðhús BREKKUBYGGÐ. 86 fm fallegt raðhús ásamt bílsk. Sérsmíðaðar innr., parket. Ákv. sala. Sérhæð MELAS - GB. Ca 140 fm góð og björt neðri sérh. Sólverönd. Fallegur garður. 4ra-5 herb. VESTURBÆR. Falleg íb. á 3. hæö. Þvottaherb. á hæðinni. Sauna. Mikið útsýni. Ákv. sala. Áhv. veðdeild ca 2,0 millj. Laus fljótt. KONGSBAKKI. Góð og björt íb. á 3. hæð. Þvottaherb. innaf eldh. Suðursv. Parket. Laus. FELLSMULI. 5 herb. góð og björt íb. sem skiptist í hol. borðst., stofu, 3 svefn- herb., eldh. og bað. (Mögul. á 4 svefn- herb.). Útsýni. Ákv. sala. OFANLEITI. Góð 5 herb. íb. á 4. hæð. Þvottaherb. á hæðinni. Bílskúr. Áhv. veðdeild ca 2,2 millj. KRUMMAHOLAR. gós íb. á 4. hæð. Nýtt eldhús. Stórar svalir. Bílskúrsplata. Útsýni. HRAUNBÆR. Mjög rúmg. íb. á 3. hæð. Gotr skipulag. Verð 6,9 millj. Laus fljótt. 3ja herb. MIÐBRAUT - SERH. cagofm björt og góð íb. á 1. hæö viö Miöbraut, Seltjn. Sérlóð. Parket. Góð íb. Áhv. 3 millj. langtl. 2ja herb. HRAUNBÆR. óvenju stór og góð 2ja herb. íb. á 1. hæð. I smíðum ROFABÆR - 3JA HERB. Til sölu 3ja herb. íb. é jarðhæð (1. hæö) í nýju fjölbhúsi. Rótt við skóla og verslun. Til afhendingar strax tilbúin undir tró- verk með fullfrág. sameign. Góð greiðslukjör. Smáar orsakir - stórar afleiðingar Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Endurfundir. Smásögur Höfundur: Erlendur Jónsson Útgefandi: ísafold Stundum geta ómerkilegustu atvik sem henda okkur, haft alvarleg áhrif á líf okkar — svo alvarleg að við gerbreytum um stefnu. Það getur haft þau áhrif að augu okkar opnast og við verðum vitrari en áður. En þau geta líka haft þau áhrif að við lokumst — eða öllu heldur festumst í atvikinu og allt okkar líf mótast af því. Það er einkum þessi lokun sem mér finnst Erlendur Jónsson fjalla mikið um í bók sinni, „Endurfundir”, sem inniheldur þrettán smásögur. Sögumar fjalla flestar um nútíma- fólk, sem á einhvem hátt, hittir sjálft sig fyrir; riíjar upp atvik þau sem höfðu afgerandi áhrif á það fyrir langa löngu og þarf nú að horfast í augu við að hafa staðnað á þeim punkti — tilfinningalega eða samfé- lagslega — en það er of seint að snúa við. Ástæðan fyrir því að atvik- in höfðu þessi áhrif, er iðulega sú að sögupersónan aðhafðist ekkert, þegar þau áttu sér stað, vegna ótta. Hún ber því með sér vissa sektar- kennd sem hún reynir að kæfa. Af þessum sögum er smásagan „Endurfundir" einna áhrifaríkust. Hún segir frá manni sem hafði verið í vegavinnu fyrir um fjömtíu áram. Hann var þá ungur og óreyndur, hafði á barnsaldri verið komið í „fóst- ur“, eða réttara sagt vinnumennsku, eftir að hann missti foreldra sína. Á unglingsáranum er hann búinn að fá nóg af fósturforeldrum sínum og þrælkuninni og hans eina flóttaleið er vegavinnan. Þar kynnist hann ungum manni, Hrólfi, sem er líkam- lega mjög vel á sig kominn og verð- ur honum einskonar fyrirmynd. En þar er líka Anna, nítján ára, „sann- kölluð fegurðardrottning". Ungi maðurinn verður yfir sig ástfanginn af henni, en þar sem hann telur sig ekki vera nógu mikill fyrir karlmann að sjá, heldur hann ást sinni leyndri. En það fer þó svo að Anna kemur í tjald, sem hann deilir með kennara, sem í vinnuflokknun er, og boðar unga manninn á sinn fund um nótt- ina. Þau verða elskendur um tíma, eða þar til Anna er búin að leika sér að honum um stund og vill ekkert við hann tala lengur. Sumarið líður og ungi maðurinn fer til Reykjavíkur. Árin líða og hann kemur sér ágætlega áfram í lífinu — en hann er alltaf einn, því minningin um næturnar með Önnu ríkja yfir tilfinningalífi hans. En einn góðan veðurdag hittir hann Hrólf á götu og þeir fara inn á kaffihús saman. Hrólfur hefur ekki orðið gæfumaður í lífinu, en þessa stuttu stund segir hann ekki bara frá sjálfum sér — heldur líka Önnu. Hún giftist vestur á firði og eignaðist sín börn. En sag- an' er ekki þarmeð sögð: Hrólfur llmandi pylsuvagn Af sérstökum ástæðum er til sölu einn besti pylsuvagn landsins. Frábær staðsetning. Mikil og stöðug viðskipti. Hefur rafmagn og vatn. Hlaðinn af hjálpartækjum. Bestu pylsukaup ársins. ™TTiTy7TTT7IT^TTVTT71 SUÐURVE R I SfMAB 82040 OG 84755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Viltu hagnast? Til sölu ein þekktasta og vinsælasta tískuverlsun borgarinnar. Vörur bæði fyrir dömur og herra. Rekið sem hlutafélag. Algjörlega skuldlaust. Er á frábærum og vel þekktum stað. Ómetan- leg viðskiptasambönd, góður vörulager og besti annatíminn framundan. Það greiðir sig næstum til baka með desember- sölunni. mnriTTrm^iTwi SUÐURVE R I SÍMAR 82040 OG 84755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Hús tilflutnings [LAÚFÁSl FASTEIGNASALA SlÐUMÚLA 17 82744 Þetta hús er nýtt sem skrifstofa í dag og er með þjófa- og brunavörn, nýleg- um innréttingum og tvöföldu gleri. Gæti nýst sem sumarbústaður. Auður Guðmundsdóttir, sölustjóri. Sigríður Guðmundsdóttir, sölumaður. Magnús Axelsson fasteignasali. Erlendur Jónsson hafði nefnilega líka verið ástmaður hennar um skeið, þetta sumar í vega- vinnunni. Gamli maðurinn vaknar upp af æskudraumi sínum, en um seinan. í bókinni eru líka skemmtilegar sögur — eins og sagan „Teitur verð- ur frægur“, um gamlan einbúa sem fer að rífa kjaft yfir því að forseti bæjarstjórnarinnar á Laxósi, næsta bæjarfélagi við Krók, jörðina hans Teits, lýsir því yfir í sjónvarpi að Krókur sé ákjósanleg jörð undir stór- iðju og lætur jafnvel í veðri vaka að um þetta hafi verið tekin ákvörðun. Teitur karlinn nær því að verða nýj- asta undrið í öllum fjölmiðlum, um tíma. Hann er sérkennilegur og skemmtilegur karl sem hefur sínar skoðanir, og sinn rétt. Og í gegnum þennan sérstæða persónuleika nær Erlendur að gefa skarpa og skemmti- lega mynd af þeim andstæðum sem manneskjan og pólitíkin eru í dag. Þetta tekst honum líka einkar vel í sögunni „Formaður hlær“, þótt vissulega sé hún ótrúverðugri að því leyti að að „stúlkan", ritari form- annsins, sem leikur stórt hlutverk í sögu hans, er klisjukennd og óræð. Formaðurinn er hinsvegar vel skrifuð persóna og í sögunni kemur mjög vel fram ömurleiki þess að vera í áberandi stöðu í litlu þjóðfélagi. Ekki það að formaðurinn sjái það sjálfur á þann hátt. Allar sögurnar eru raunsæislegar og frásögnin er fiæðandi og lipur. Margar þeirra eru skemmtilegar, ein- faidar og blátt áfram — en þó er spenna í þeim. Og þótt persónurnar hafi bundið einhverja slaufu á líf sitt, eru þær yfirleitt aðgengilegar og blátt áfram; vegna þess hvernig Er- lendur rekur sögu þeirra, á lesandinn auðvelt með að skilja þær. Sögurnar eru gefnar út í einfaldri, hrárri papp- akilju; einhvem veginn finnst mér að þær hefðu átt betra skilið. Vönduð bar nabók í þessari bók rifjar höfundur upp atburöi frá viðburðaríku og skemmtilegu sumri krakkanna í dalnum, dal sem er á mörkum sveitar og þorps við vestfirskan fjörð. Alltaf er eitthvað að gerast, hvort sem er við leiki eða störf og í tilverunni skiptast á skin og skúrir. Bók fyrir alla aldurshópa. Bókina prýða fjöldi teikninga eftir Sigrúnu Sætran. m BÓKAÚTGÁFAN HILDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.