Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 53 Breytingar á sköttum fyrirtækja: Tryggingagjald í stað fimm annarra gjalda Skilar ríkissjóði 500 milljónum Pjármálaráðherra hefur lagl fram stjórnarfrumvarp á Alþingi um tryggingagjald, sem kemur i stað fimm mismunandi gjalda sem fyrir- tæki greiða nú. Gjaldið á að skila 500 milljónum króna viðbótartekj- um til rikissjóðs. Ti’yggingargjaldið kemur í stað launaskatts, lífeyristrygginga- gjalds, slysatryggingargj alds, vinnueftirlitsgjalds og iðgjalds í Atvinnuleysistryggingasjóð. Verður gjaldið 4,25% af öllum launum en á næsta ári er gert ráð fyrir að gjaldið verði í tveimur þrepum, 2,5% og 6%. í þessu segir fjármálaráðu- neytið felast óbreytta skattbyrði þeirra sem hingað til hafi greitt þau fimm gjöld, sem tryggingargjaldið kemur í staðinn fyrir, en þeir aðilar sem hafa verið undanþegnir greiðslu á gjaldi til lífeyristrygg- inga, fái nokkra hækkun. I frumvarpinu um trygginga- gjaldið er farið að tillögum nefndar sem endurskoðað hefur lög um skattlagningu fyrirtækja. Hún lagði til að samræming launagjalda verði gerð í þremur áföngum. I fyrsta áfanga verða tvö þrep, 2,5% í und- anþágugreinum sem eru fiskveiðar, iðnaður og landbúnaður; og 5,5% í öðrum geinum. Árið 1992 verði hlutföllin 3,25 í undanþágugreinum og 4,75% í öðrum greinum. Árið 1993 verði tryggingagjaldið í einu "þrepi, 4,25%. I frumvarpinu nú er gert ráð fyrir séstöku 0,5% álagi á hærra þrepið á næsta ári, sem skili 475 milljóna króna tekjum í ríkis- sjóð. í fjárlagafi'umvarpinu var gert ráð fyrir að nýtt tryggingaiðgjald skilaði 800 milljónum króna og sérstakt álag á iðgjaldsstofninn öðrum 800 milljónum króna. Hætt við að leggja á hafnarmálagjald HÆTT hefur verið við að leggja á hafnarmálagjald það, sem boðað var í fjárlagafrumvarpi næsta árs og átti að skila ríkissjóði 560 milljónum króna. Þá mun tryggingagjald það, sem lagt verður á fyrirtæki, skila 1,1 milljarði króna minni tekjum samkvæmt útreikn- ingum fjármálaráðuneytisins, en boðað var í fjárlagafrumvarpinu. Loks hefur Alþingi samþykkt tæplega 900 milljóna hærri útgjöld ríkisins á næsta ári en fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir. Fjármála- ráðherra segir þó enn stefnt að því að halli á fjárlögum verði ná- lægt 1% af landsframleiðslu en það svarar til 3,5-4 milljarða króna. Fyrirhugað er að þriðja umræða um fjárlög á Alþingi fari fram síðar í vikunni. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að ekki kæmu fram fleiri frumvörp um tekjuöflun ríkissjóðs en þau frumvörp um tekjuskatt og trygg- ingargjald sem lögð voru fram í gær. Það þýddi að skattar myndu lækka um 1 milljarð króna á næsta ári, miðað við forsendur yfirstand- andi árs, og verðlag myndi við það lækka um 0,1%. Þá yrðu tekjur ríkissjóðs 1,6 milljörðum minni en fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár gerði ráð fyrir. Þegar Ólafur Ragnar var spurður hvort þetta þýddi að fjárlög yrðu samþykkt með 7-8 milljarða króna halla, í stað 3,7 milljarða halla eins og fjárlög gerðu ráð fýrir, sagði hann það ekki vera. „Það er verið að endurmeta ýmsa þætti í forsendum fjárlagafrum- varpsins eins og venjulega er gert í aðdraganda þriðju umræðu, og við getum því á þessu stigi ekki sagt nákvæmlega til um hver endanleg tala verður. Það er verið að ræða ýmislegt, bæði aðhald í útgjöldum og breytingar á tekjuáætluninni, vegna þess að nú er að hefjast viss uppsveifla í hagkerfinu sem gerir það að verkum að óbreytt skatta- kerfi og tekjustofnar kunna að skila meiru á næsta ári en þeir gerðu í ár. Við sjáum merki um þennan bata á ýmsum sviðum, fyrirtæki skila meiri hagnaði, bílasala hefur aukist og það eru á síðustu mánuð- um ýmis jákvæð merki breytinga sem sýnir að okkur er að takast að komast upp úr öldudalnum. Þá hefur það alltaf legið fyrir, að ríkið fengi meiri tekjur inn, þótt skatt- arnir sem slíkir yrðu hækkaðir, ein- faldlega vegna þess að hagsveiflan skilar meiru til fyrirtækjanna og fólksins og um leið í ríkissjóð,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði aðspurður að ekki yrði gert ráð fyrir áhrifum frá bygg- ingu væntanlegs álvers í því sam- bandi. TKRMOtOminf HITAPOKINN hlý og notaleg jólagjöf THERMOcomfort hitapokinn inniheldur skaðlausa saltlausn. Með því að þrýsta létt með fingrunum á málmplötu í pokanum'(sjá mynd-1), byrjar lausnin að kristallast og verður á örfáum sekúndum yfir 50°C og heldur þeim hita í meira en 1 1/2 klukkustund. Eftir að THERMOcomfort hitapokinn er orðinn kaldur, er auðvelt að gera saltlausnina virka að nýju með því að setja hann í sjóðandi vatn í u.þ.b. 20 mín. THERMOcomfort hitapokinn veitir þér yl og ánægju árum saman. 6 mánaða ábyrgð. Þrjár stærðir l Takið málmplötuna á milli þumals og vísifingurs, þrýstið varlega upp og niður þangað til vökvinn fer að kristallast. 507 610 12x18 cm 16x25 cm 818 2 Hitaþokinn er settur í frotte- pokann til þess að hann liggi þaegilega á húðinni og haldist lengur heitur. 20x42 cm Kreditkorla- þjónusta 3 Setjið hitapokann i sjóðandi vatn í u.þ.b.20 min. til að gera hann virkan á ný. Réttarhálsi 2-110 R.vík - Símar: 31956-685554 - Fax: 687116 V^terkurog k/ hagkvæmur auglýsingamiöill! K RURNAR ERASTASE EFTIRTÖLD ALLAR STAND UM FAGMENNSKU. U SELDAR A M HARGREIÐSLUSTOFUM SEM RÖFUR FRAMLEIÐANDA Adam og Eva, Skólavörðustig 41, Reykjavík Agnes, Bleikjukvísl 8, Reykjavík Björt, Bæjarhrauni 20, Hafnarfiröi Borgarspítali, Reykjavík Brósi, Ármúla 38, Reykjavík Bylgjan, Hamraborg 14a, Kópavogi Elegance, Hafnargötu 61, Keflavík Greiöan, Miöbæ, Háaleitisbr., Reykjavík Guörún, Linnetstíg 6, Hafnarfiröi Hár og snyrting, Hverfisgötu 105, Reykjavík Hársýn, Reynimel 34, Reykjavík Hótel Saga, v/Hagatorg, Reykjavík Hrönn, Austurveri v/Háaleitisbr., Reykjavík Höfuólausnir, Hveratold 1-5, Reykjavík íris, Hafnarstræti 16, Reykjavík Lokkar og Línur, Hafnargötu 35, Keflavík Perla, Vitastíg 18a, Reykjavík Pílus, Þverholti, Mosfellsbæ Píróla, Laugavegi 59, Reykjavík Rannveig, Jakasel 28, Reykjavík Safír, Skipholti 50c, Reykjavík Salon A París, Hafnarstræti 20, Reykjavík Sigga Finnbjörns, Kaupgaröi v/ Engjahjalla, Kóp. Sóiveig Leifs, Grímsbæ v/Bústaöarveg, Rvk. Sólveig Leifs. Stigahlíö 45, Reykjavík Stella, Hraunbæ 102a, Reykjavík Tinna, Furugerði 3, Reykjavík Þel Hárhús, Tjarnargötu 7, Keflavík l< ERASTASE EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.