Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 4
MORGUWBMÐIÐI ÞRIÐJUDAGURfl8:l DESBMBBRj 1980;/. Æ Erlend verðbréfaviðskipti: Erlend verðbréfavið- skipti fóru rólega af stað STARFSMENN verðbréfasjóðanna voru flestir sammála um að við- skipti með erlend verðbréf hefðu farið rólega af stað í gærdag og lítil sem engin sala hefði átt sér stað. Hjá Kaupþingi höfðu þó síðari hluta dagsins verið seld erlend bréf fyrir á þriðju milljón islenskra króna. Frá 15. desember var leyft að fjárfesta .í erlendum verðbréfum fyrir íslenska peninga og hefur að sögn starfsmanna verðbréfasjóðanna verið mikið um það undanfarið að fólk hringi og spyijist fyrir um þessi viðskipti. Hjá Kaupþingi fór salan á er- lendum verðbréfum í gær nokkuð fram úr því sem menn höfðu gert sér vonir um að sögn Maríu Sigurð- ardóttur. Þar seldust bréf fyrir á þriðju milljón króna auk þess sem ijöldi fólks. hringdi og aflaði sér upplýsinga. María sagði að það væri auðheyrt á mörgum sem hringdu að þeir hefðu beðið nokkuð lengi eftir því að geta ávaxtaðjé sitt erlendis. Agnar Jón Ágústsson hjá Fjár- festingarfélaginu tók undir að mik- ið hefði verið hringt og spurst fyr- ir um kaup á erlendum verðbréfum. Hann sagði að lítil sem engin sala hefði átt sér stað í gær. Fólk væri enn að skoða þennan möguleika, athuga hvað væri í boði, kostnað við kaup á erlendum verðbréfum og hugsanlega ávöxtun. Svanbjöm Thoroddsen hjá Verð- bréfamarkaði íslandsbanka sagði að viðskipti hefðu farið rólega af stað eins og við mætti búast. Fólk hefði öðrum hnöppum að hneppa á þessum árstíma en að fjárfesta í erlendum verðbréfum. Þeir sem væru í þeim hugleiðingum litu frekar til hlutabréfanna, m.a. vegna þess skattaafsláttar, sem þau veittu. Hjá Landsbréfum var hafin sala á Heimsbréfum fyrir um þremur vikum og búið er að selja innlend bréf fyrir nokkrar milljónir króna, að sögn Sigurbjörns Gunnarsson- ar. Sagði Sigurbjörn að ekki væri ennþá farið að fjárfesta í erlendum sjóðum. Mikið hefði verið spurst fyrir um erlend verðbréf undan- farnar vikur, en ekkert meira í gær en aðra daga. VEÐUR VEÐURHORFUR IDAG, 18. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Við strönd Grænlands vestur af Vestfjörðum er 983 mb lægð sem mun hreyfast austur og fara að grynnast, en langt suðvestur í hafi er 1.035 mb hæð sem hreyfist austur. Yfir Nýfundnalandi er 995 mb lægð á ieíð norðaustur. SPÁ: Á morgun snýst vindur til norðan- og norðvestanáttar með éljum norðanlands og vestan en léttir til suðaustanlands. Vaxandi frost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Norðaustanátt, nokkuð hvöss austan- til. Él norðan- oig austanlands og vestur með suðurströndinni en úrkomulaust vestanlands. Frost 5—10 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG: Austanstrekkingur við suðurströndina en hægviðri norðantil. Él á Suður- og Austurlandi en léttskýjað norðanlands. Hiti um frostmark syðst á landinu en annars frost, mest í innsveitum norðanlands. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / -J 0" Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti yeður Akureyri 2 snjóéi Reykjavik léttskýjað Bergen *1 súld Helsinki 0 skýjað Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq +12 skýjað Nuuk +13 snjóél Osló +1 poka Stokkhólmur 1 þokumóða Þórshöfn 9 skýjað Algarve 11 rigning Amsterdam 0 þokumóða Barcelona 8 mistur Berlín +1 súld Chlcago vantar Feneyjar 6 hálfskýjað Frankfurt 2 léttskýjað Glasgow 4 alskýjaðr Hamborg 2 skýjað Las Palmas vantar London 2 mistur LosAngeles 8 heiðskfrt Lúxemborg +1 snjókoma Madrfd 7 skýjað Malaga 13 alskýjað Mallorca 12 skýjað Montreat +8 léttskýjað NewYork 4 skýjað Orlando vantar Parfs 2 léttskýjað Róm 10 léttskýjað Vfn +1 snjókoma Washlngton vantar Winnipeg +23 heiðskírt Læknar reykja minna en aðrir LÆKNAR á Ríkisspítölum reykja minnst allra sem á spitölunum starfa og þeir eru manna fróðastir um skaðsemi reykinga. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var meðal alls starfsfólks Ríkisspitala og birt er í Læknablaðinu. Um fjórðung- ur starfsmanna spitalanna reykir. Ef starfsfólki Ríkisspítalana er gefín einkunn á skalanum 1-10 kemur í ljós að þekking er almennt góð á skaðsemi reykinga. Enginn munur er á þekkingu karla og kvenna en yngra fólk virðist sér meðvitaðra um skaðsemi reykinga en þeir sem eldri eru. Yngsti hópur- inn fær meðaleinkunnina 8,8 en sá elsti 7,8. Læknar fá hæstu meðaleinkun starfshópa, 8,9 en aðrar heilbrigðis- stéttir fylgja fast á eftir. Þeir hópar sem ekki teljast til heilbrigðisstétta virðast hafa heldur minni þekkingu á skaðsemi reykinga. Þeir sem ekki tilgreina starfsheiti sitt hafa Iægsta meðaleinkunn, 7,1. Athygli vekur að um 15% að- spurðra virðast ekki vita um hættu reykinga foreldra fyrir fóstur og börn. Reykingar eru óháðar kynferði, en tengjast aldri, starfshópum og þekkingu á skaðsemi reykinga. Reykingamenn eru hlutfallslega fæstir úr hópi lækna, aðeins um 7%. Séu þeir hafðir til hliðsjónar kemur í ljós að hlutfallið milli reykingarmanna og þeirra sem ekki reykja er talsvert hærra og hæst hjá ræstinga- vakt- og aðstoðar- mönnum, þar sem það er 6,5 sinnum hærra. Flestir þeir sem reykja vilja hætta því, eða um 82%. Þeir sem yngri eru vilja það frekar en hinir eldri. Stærstur hluti reykinga- manna segjast vilja aðstoð við að hætta og telja að Ríkisspítalar eigi að bjóða starfsmönnum á námskeið til þess að hjálpa til við að losna úr viðjum raykinga. Næstum 98 prósent allra þeirra sem svöruðu vilja takmarka reykingar á sjúkrahúsum. Tæpur helmingur vill algert reykingabann, en rúmlega helmingur finnst að leyfa eigi reykingar á afmörkuðum svæðum. Kyn og starf skiptir ekki máli varðandi afstöðu manna til þessa máls. Sjópróf hefjast í dag SJÓPRÓF vegna strands Erling KE 45 fara fram hjá Bæjarfóg- etaembættinu í Keflavík í dag. Erling strandaði á þriðjudags- kvöld við Borgarboða, skammt vest- an Hornarfjarðaróss. Þrettán skip- veijar af Erling komust heilir og höldnu um borð í Þorstein GK 16. SPÆNSKA klementínag virðist vera búin að skipa sér fastan sess á jólaborðum landsmanna. Slær hún nú orðið öllum öðrum ávöxtum við hvað varðar sölu á þessum árstíma. Hagkaup eru orðinn einn um- svifamesti innflutningsaðili lands- ins á ávöxtum og grænmeti og flytur fyrirtækið nú inn sjálft megnið af þessum vörum sem seldar eru í verslunum þess. Nem- ur heildarsalan á ávöxtum og grænmeti hjá Hagkaupum um 600-700 milljónum króna á þessu ári að sögn Jóns Ásbergssonar hjá Haugkaupum. Kolbeinn Ágústsson, innkaupa- maður ávaxta og grænmetis hjá fyrirtækinu, sagði aðspurður að jólaávöxturinn í ár væri tvímæla- laust klementínan og væri geysi- leg sala í henni. Hefðu vinsældir hennar aukist ár frá ári. Hann sagðist gera ráð fyrir að seld yrðu á annað hundrað tonn af kle- mentínum fyrir jól. Þetta væri mikil aukning frá því í fyrra og væri það fyrst og fremst vegna aukinna gæða og lægra verðs. Þær kostuðu nú 129 krónur kílóið á móti 179 krónum fyrir síðustu jól. Annar ávöxtur sem ávallt væri vinsæll fyrir jólin væru stóru rauðu amerísku eplin. Þá sagði Kolbeinn áberandi að fólk væri farið að kaupa sífellt meira af t.d. fersku rauðkáli til að sjóða niður sjálft. „Fólk er að uppgötva meir og meir hve gott er að nota ferska grænmetið," sagði Kolbeinn. Reykingakönnun á Ríkisspítölum: Klementínan vin- sælasti ávöxturinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.