Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 55
atgeir/urðu ryði að bráð/hafa vopn okkar verið/vísur og tvírætt háð./Veldum við sömu vopnin/vær- um við fjölmenn þjóð?/ Ætli okkur þá nægðu/ órðaglettur og ljóð?“ Árni beitir oft hárfínu háði og kankvísri kímni til þess að afhjúpa fáfengileikann í margvíslegu brölti manna við að láta svo að sér kveða að þeir verði „ Ómissandi“ og bregð- ur þá upp skondnum myndum jafn- framt þvísem hann ræður heilt eins og þetta heilræði gefur til kynna:. „Lifðu meðan enn er tími til,/en týn ei sjálfum þér í dagsins önnum./í kirkjugörðum er svo yfirfullt/af ómissandi fyrri tíðar mönnum.“ Árni rímar og stuðlar að jafnaði í ljóðum sínum og þó þau séu mis- jafnlega kliðmjúk tekst honum það bærilega og stundum prýðisvel. Þegar hann sleppir rími er þó sem hugmyndir og líkingar skerpist og hrynjandin verði liprari og snarpari en ella. Það er t.d. góð hreyfing og hæfilegur hraði í ljóðinu „Dánar- dægur“. „Þetta er þá dagur- inn/dapri og þögli,/sem fór að nálg- ast/við fæðingu þína,/fyrst ofur- hægt/úr órafjarlægð/og þú gafst honum engan gaum,-/en loks er hann kominn,/með leifturhraða þrumunnar/og þú — farinn/í kvöld mun hann hverfa/inn í kyrrð sólar- lagsins./Á morgun rífa milljón- ir/hann hugsunarlaust/af dagatal- mu. Þegar Árni slær saman þýðingu Iífs og merkingarleysi þess líkt og hér nær hann hvað bestum árangri í glímu sinni við hverfulleikann og líka við „afl íslenskrar tungu“ því þá neistar sem af bjarma nýrrar víddar og lífsveruleika, sem gefur að líta handan vð tímans tif og er þó í honum miðjum enda vitnar „Samviskan“ um þá vídd. „Hvaðan er sá hvati,/sem hvetur innri róm/yfir okkur sjálfum/upp að kveða dóm?“ „Er það efnisheim- ur,/atómanna mergð/eða ræður annað/okkar dýpstu gerð?“ Árni kemst það langt í lífsleit sinni og ljóðum að spyija áleitinna spurninga og nálgast svörin réttu. Hann segir þó um sjálfan sig: „En ég er ei skáld,/aðeins skuggi, sem fyrir ber./Mig skortir málið,/en skynja bálið,/sem brennur og ólgar í brjósti mér. “ 0g hægt er að túlka ljóðið „Skóhljóð" á líkan veg þó það sé margrætt. Sá húmsins gestur sem þar er lýst og kom nærri en knúði þó ekki dyra er þá sá andgust- ur _sem ljær ljóðum vængi. Árni fetar lítt nýjar slóðir í ljóða- gerð sinni. Hann heldur sig ofast á öruggum leiðum sem grannt hafa verið kannaðar og er greinilega heimamaður á vettvangi arfleifðar íslenskra ljóða. Hann leggur ekki langt ínn á hættusvæðin þar sem fátt er um leiðarmerki. Honum væri óhætt að sýna meiri dirfsku, hætta sér lengra út móti andgustin- um sterka og taka hann alveg í fang sér til að glæða logann í bijósti, hætta sér út í harðari glímu við lífsháskann sjálfan sem er svo skammt undan í bestu ljóðum hans. Það er í tvísýnunni einni sem hægt er að vænta undra og stórmerkja, því þar verður tilfinningin dýpst og skynjunin næmust, — á þeim mær- um þar sem ljós og myrkur togast á, þjáning og sæla, efi og trú —. Það var í því myrkri þar sem þessi orð hljómuðu: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ sem skemmst var inn í sigur- og sannleiksljósið bjarta. Og það gerist þegar myrkrið verður dimmast og dekkst í skammdeginu hér á norð- urhveli jarðar að jólin lýsa upp hug- arfylgsni manna helgri birtu sinni. Sannleiksorðið tæra ‘heyrist þá og hljómar í hverfulum jarðar heimi gegnum sorgir hans og sorta og vekur þá vitund og trúarvissu með hveijum þeim sem af einlægni leitar svara, að það hvernig lifað.er og ljóðað skiptir miklu máli. Ljóðabók Árna Grétars Finnsson- ar „Skiptir það máli“ er prýdd teikn- ingum eftir Eirík Smith sem auka áhrifamátt ljóðanna og ég vænti þess að þeir sem hafi hana í höndum og lesi nú á aðventu og jólum eða í annan tíma hafi af því bæði gagn og gleði. MCffiGþWBLAÐffl ÞHlÐjJljDAGUIi 18: DESEMBER 19^0; Ævintýri Geisladiskar Guðjón Guðmundsson BLINDFLUG nefnist hljómdiskur sem hljómsveitin Súld hefur sent frá sér með tíu lögum eftir félaga í sveitinni. Skemmst er frá því að segja að heildarsvipurinn á Blind- flugi er allur annar og betri en á Bukoliki, sem Súld sendi frá sér fyrir tveimur árum. Blindflug er mjög áheyrileg bræðingsplata, nokkur lög í þyngri kantinum, önnur léttari og ljúf og grípandi Hljómdiskurinn hefst á hraðri og bráðskemmtilegri sömbu, Betra seint en aldrei, eftir bassaleikarann Pál E. Pálsson. Páll gekk til liðs við sveit- ina á þessu ári og fyllir vel það skarð sem Stefán Ingólfsson skildi eftir um lykil sig, því auk þess að vera lipur bassa- leikari kann hann að semja grípandi tónlist undir formerkjum suðrænnar jasssveiflu. Það bregður ýmsum stíltegundum fyrir á Blindflugi, sömbu, jassrokki, hreinum jassi, indverskri tónlist, en þrátt fyrir það er diskurinn furðu samstæðúr og ræður því sjálfsagt mest að undirtónninn er jafnan bræð- ingur með sterkum jassáhrifum. Nafngiftir á lögum diskins eru skemmtilegar og sérkennilegar t.a.m. Einu sinni var lykill, Flótti stigamannsins yfir spýtnaakurinn, Fleiri te, o.s.fiv. Melódíurnar eru líka flestar sérkennilegar, krefjast hlust- unar, sem er oftast einkenni tónlistar sem endist lengur.en í viku. Lárus Grímsson hefur komið víða við á tónlistarferli sínum og kemur það fram í tónsmíðum hans á Blind- flugi. Næturljóð er eitt þeirra laga sem setja sterkan svip á diskinn, dulúðugt, ljóðrænt og í hægasta tempóinu. Önnur sterk lög á disknum er Fleiri te Tryggva Hbner og Kjarn- orkulaus heimur (No Nukes) eftir Steingrím, seiðandi asískur rytmi II sem minnir helst á trúartónlist úr þeirri heimsálfu. Geta verður þáttar Martins Van der Valk, hins hollenskættaða slag- verksleikara Súldarinnar. Slagverk hans, alls kyns pákur og klukkna- spil leika stórt hlutverk við að ljá tónlistinni nauðsynlega fyllingu pg þeim heimstónlistarlegu áhrifum sem ' gætir svo víða á Blindflugi. Blindflug er kærkomin viðbót í innlenda diskaflóru sem er æði fá- breytileg eins og gróðurfar landsins. Þarna eru á ferðinni metnaðarfullir tónlistarmenn og hugsjónarmenn sem víla ekki fyrir sér að senda á íslenskan markað vandaðan bræðing, enda hafa kannski þær stórkostlegu viðtökur sem sveitin hefur hlotið í Kanada hvatt þá til verka. Flutning- urinn á Blindflugi er eins og hann gerist bestur. Diskbæklinginn prýðir listileg ljósmynd Ragnars Axelssonan* af flugi fugla á óræðum himni og auk þess er þar að finna allar helstu upplýsingar sem að gagni koma. LOÐFELDIRNIR Á SKÓLAVÖRÐUSTÍGNUM ERU ALLS EKKI DÝRARI v EN LOÐFELDIRNIR Á STRIKINU Það er útbreiddur misskilningur að loðfeldir og skinnavara frá þekktum alþjóðlegum hönnuðum sé dýrari á Skólavörðustígnum en hjá feldskerum erlendis. Þeir vita betur, sem hafa kynnt sér hönnun og gæði loðfelda í nágrannalöndum okkar. « Alþjóðleg gæði efst á Skólavörðustígnum. Urvalið hefur sjaldan verið fjölbreyttara en einmitt þessa dagana. Hjá Eggerti feldskera færðu m.a. loðfeldi frá Revillion, París, Gilles-Allard, Montreal, Montiocci, Milano, og sérsaumaða loðfeldi hannaða af Eggerti feldskera, að ógleymdum loðfóðruðu tískukápunum frá Revillion. Við erum einnig með nýjungar í Beaverskinnum og Nutria fenjabjór. Verð sem skipta máli. Hér eru nokkur dæmi, sem tala sínu máli: Loðfóðraðar kápur frá kr. 56.000 ítalskir tískufeldir frá kr. 97.200 Revillion slár úr kasmír og reffrá kr. 89.600 Sérsaumaðir loðfeldir hannaðir afEggerti feldskera frákr. 186.000 Sérhannaðir loðfeldir frá Revillion frá kr. 272.000 Kanadískir minkafeldir frá kr. 252.100 Síðir loðfeldir frá ýmsum hönnuðum frá kr. 132.000 Allar loðskinnavörur hjá Eggerti feldskera eru seldar með þjónustuábyrgð. Greiðslukjör. EGGERT Efst á Skólavörðustígnum, sími 11121. cr ■ • ,■ - ■ Höfundur er sóknarprestur í Hafn&rfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.