Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 88
Alltaf þyrstir okkur í jólin Sgilt ... að sjálfsögðu! I/*^QLU CIÖO H€RRflRfKI SNORRABRAUT 56 C13505 + C14303 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Fijáls innflutningiir á bensíni frá áramótum Verðlagsráð fjallar um afnám sameiginlegrar verðjöfnunar olíufélaganna Ríkið fær 23 milljónir frá óperunni ENN er ekki ljóst hvernig fjár- hagsvandi íslensku óperunnar verður leystur, en um 10 millj- ónir vantar til að endar nái sam- an í rekstrinum. Stefnt er að frumsýningu á óperunni Rigo- letto í Gamla Bíói á annan dag jóla. Guðmundur Eiríksson, formað- ur stjórnar óperunnar, segir í sam- tali við blaðið, að Jágmarksþörf opinberra styrkja til íslensku óper- unnar væri 35 millj. kr. og væri þá gert ráð fyrir að framlag frá einkaaðilum og tekjur af rekstri næmu 45 milljónum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins má reikna með að um 23 milljónir króna renni til hins opinbera af starfsemi óperunnar í formi skatta, þannig að nettóstyrkur miðað við 35 milljóna króna króna framlag, er um 12 milljónir. Sjá ennfremur í miðopnu. JÓN Sigurðsson viðskiptaráð- herra ákvað í gær að gefa inn- flutning á bílabensíni frjálsan frá 1. janúar næstkomandi. Verð- lagsráð fjallar um það á morgun, hvort afnema eigi sameiginlega verðjöfnun olíufélaganna. Verði það gert, getur það leitt til verð- samkeppni milli oliufélaganna. „Við hér hjá Skeljungi erum ósköp ánægðir með að vera bún- ir að fá frelsið," sagði Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs hf. í gær. „Ég lít á þetta sem fyrsta áfangann á langri leið til þess að þetta verði nú allt frjálst." Jón Sigurðsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann gerði ráð fyrir að verðlagsráð fjalli um bensínverðákvarðanir í fram- haldi af þessum tíðindum, væntan- lega á morgun. „Þá geri ég ráð fyrir því að menn ræði þar þá hug- mynd að bensínverðlagningin verði fijáls, þó þannig að hvert olíufélag ákveði sama verð fyrir allt land.“ Hörður Helgason framkvæmda- stjóri hjá Olís hf. sagði þetta aðeins hluta af dæminu. „Hinn hlutinn er verðlagningin sem er í sama horfi og hún hefur alltaf verið. Hins veg- ar er þetta skref í rétta átt.“ Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíu- Nýtt trygg- ingagjald skilar 500 milljónum ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra hefur lagt fram frumvarp um nýtt trygginga- gjald sem koma á í stað fimm mismunandi gjalda sem lögð hafa verið á fyrirtæki. Á þetta gjald að skila 500 milljónum króna við- bótartekjum í ríkissjóð 1991. Jafnframt hefur verið fallið frá því að leggja á hafnarmálagjald sem boðað hafði verið í fjárlagafrum- varpinu og sérstakt álag á iðgjalds- stofn tryggingargjaldsins. Sjá fréttir bls 45 og 53 Bjargað úr sjónum SKÖMMU fyrir miðnætti í gær- kvöld ók fólksbifreið fram af bryggju í Njarðvík, Tveir voru í bilnum og að sögn lögreglunnar í Keflavík sluppu þeir ómeiddir. félagsins hf. sagði ákvörðun við- skiptaráðherra vera eðlilegt og sjálfsagt framhald af því sem gerst hefur. Hann kvaðst ekki búast við áframhaldandi samstarfi olíufélag- anna um bensínkaup. „Ég á von á að þau verði hvert fyrir sig með það.“ Vilhjálmur sagði afnám sameig- inlegrar verðjöfnunar geta leitt til verðsamkeppni milli félaganna. „Ef eitt félagið lækkar verðið þá er það nákvæmlega sama og hefur gerst hér í kringum okkur, þá fara hin olíufélögin í sama farið, eða kannski niður fyrir, og það leitar svo jafn- vægis. En, að það sé mismunandi verð hjá félögunum á markaðnum, það getur aldrei orðið nema bara augnablik," sagði hann. Sjá ennfremur á miðopnu. Sérstakur saksóknari áfrýjar málum fjögurra Hafskipsmanna: Málinu lokið fyrir 13 af 17 sakborningimi PÁLL Arnór Pálsson, sérstakur ríkissaksóknari í málum sem kennd ' eru við Hafskip og Útvegsbankann, hefur áfrýjað dómi Sakadóms Reykjavíkur gagnvart Björgólfi Guðmundssyni, fyrrum forstjóra Hafskips, Ragnari Kjartanssyni, fyrrum stjórnarformanni Haf- skips, Páli Braga Kristjónssyni, fyrrum framkvæmdastjóra fjár- mála- og rekstrarsviðs Hafskips, og Helga Magnússyni,- fyrrum löggiltum endurskoðanda Hafskips. Jafnframt hefur hann ákveðið að sýknudómi yfir hinum sakborningunum 13 verði ekki áfrýjað og er málinu því lokið hvað þá varðar. Ragnar Kjartansson er sá eini þeirra fjögurra sem áfrýjað er gegn, sem sakadómur hafði sýkn- að, hinir þrír höfðu verið sakfelld- ir vegna fáeinna af þeim tugum ákæruatriða sem beint var gegn hveijum þeirra. Björgólfur hafði verið talinn sekur um tvö ákæru- atriði og dæmdur til fimm mánaða fangelsis skilorðsbundið, ,Páll Bragi var talinn sekur um þrjú ákæruatriði og dæmdur í tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið og Helgi var talinn hafa gerst brot- legur við eitt atriði ákærunnar og dæmdur til greiðslu 100 þúsund króna sektar sem hann taldist þegar hafa staðið skil á með af- plánun 20 daga gæsluvarðhalds meðan málið var til rannsóknar. Áfrýjað verður fyrstu 6 köflum ákærunnar, en þeir lúta að reikn- ingsskilum og áætlanagerð Haf- skips og meintum fjárdrætti og skjalafalsi hinna þriggja forsvars- manna þess. Auk þeirra kafla er snerta Utvegsbanka er fallið frá kafla sem laut að meintum skila- svikum í viðskiptum Hafskips við Reykvíska endurtryggingu og einu atriði þar sem tveimur starfs- mönnum Hafskips var gefin að sök rangfærsla skjala. í samtali við Morgunblaðið kvaðst Páll Arnór Pálsson mundu gera grein fyrir því við málfiutning í Hæstarétti á hveiju þessi ákvörð- un byggðist. Ákvarðanir ríkissak- sóknara um'framhald máls byggð- ust að jafnaði ýmist á því að ákæruvaldið væri ekki sátt við forsendur dóms eða að ekki væri búist við að Hæstiréttur kæmist að annarri niðurstöðu en þeirri sem fyrir lægi. Sérstakur saksókn- ari kvaðst búast við að Hæstirétt- ur fengi málið til meðferðar í fyrsta lagi næsta haust. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gera veijendur hinna ákærðu ráð fyrir að leggja fram frávísunarkröfu fyrir Hæstarétti sem byggist á því að sérstakur ríkissaksóknari hafi dregið lengur en lög leyfa að taka ákvörðun um áfrýjun. Ríkið leggiir til- lögur fyrir lækna SAMNINGANEFND ríkisins lagði í gær fram tillögur til lausnar kjaradeilu ungra lækna. Guðríður Þorsteinsdóttir, seni sæti á í samninganefnd ríkisins, sagði í gær, að læknar hefðu viljað skoða þessar tillögur nánar, en stefnt væri að nýjum fundi á miðviku- dag. Hún vildi ekki greina frá efnisatriðum tillagnanna, en sagði að stefna yrði að því að leysa deiluna fyrir jól. Það er mat fjögurra yfirlækna fræðinga þeirra deilda spítalans, á Borgarspítalanum að hættu- Sem mest sinna slysa- og bráða- ástand geti skapast á spítalanum þjónustu. Davíð A. Gunnarsson, ef ekki verði hlutast til um lausn forstjóri Ríkisspítalanna, sagði að þessa máls hið fyrsta. I yfirlýsingu stjórnarnefnd Ríkisspítala hefði læknanna segir að takmörkun samþykkt á fundiáskorun til aðstoðarlækna á yfii’vinnu hafi samningsaðila um að gengið yrði haft í för með sér verulega aukið til samninga hið allra fyrsta. vinnuálag fyrir yfirlækna og sér-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.