Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 86
86 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 -t Verslun okkar í Hafnarstrœti 19 verður lokað tímabundið um óramótin v/breytinga óg endurbóta. Opnum aftur fyrir 15. maí nk. í tilefni þess bjóðum við ýmsar gjafavörur ó sérstöku jólatilboði í versluninni. ULLARVÖRUR; peysur, jakkar, treflar, húfur, vœrðarvoðir o.fl SKINNAVÖRUR KERAMIK - GLERVARA - POSTULIN OG ÖNNUR GJAFAVARA. Gerið góð kaup fyrir jólin. RAMMAGERÐIN Hafnarstrœti 19 Bók sem lætur engan ósnortinn Lifðu er frásögn fjögurra barna móöur, sem veiktist af krabba- meini og hvernig hún öðlaðist styrk til að takast á viö sjúkdóminn. Mari Lornér hefur tvisvar heimsótt ísland og talað á fundum um sorg og sorgarviðbrögð, haldið erindi fyrir hjúkrunarfólk og talað í kirkjum. Pöntunarsími (91) 25155 UR DAGBOK LÖGREGLUNIMAR í REYKJAVÍK: 14. -17. desember 1990 Umferðin þyngist er nær dregur jólum, sérstaklega á aðalleiðum, í nágrenni stórmarkaða og í mið- bænum. Merki þess sáust um helg- iná. Fólk gerði sér þó grein fyrir þessari staðreynd og tók almennt lífinu með ró og sýndi hvert öðru oft og tíðum aðdáunarverða tillitssemi. „Einungis“ þrír ökumenn eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis um helgina. Tveir þeirra lentu í umferðaróhöppum. Tæplega 1.100 ölvaðir ökumenn hafa verið kærðir það sem af er árinu. U.þ.b. 130 þeirra hafa lent í umferðaróhöppum eða slysum. Aðfaranótt laugard'ags var ann- asamt hjá lögreglumönnum sem voru á vakt í miðborginni. Veður var gott og gífurlegur fólksfjöldi safnaðist þar saman. Mikil ölvuna- rólæti voru sleitulaust til kl. 5.00, en skýringin á því er að öllum lík- indum sú að prófum var að ljúka í mörgum skólum borgarinnar. Skrílslæti ýmiss konar voru áber- andi, en þáttur hinna „fullorðnu" var þó ekki minni en unglinganna. Hinir fyrrnefndu voru sýnilega mun verri viðureignar sökum ölv- unar og slæmrar framkomu. At- hafnir unglinganna einkenndust öðru fremur af skemmdarverkum og slagsmálum. Þurfti lögreglan ítrekað að hafa afskipti af handa- lögmálum og liðsinna aðilum, sem orðið höfðu fyrir líkamsmeiðingum vegna beinna árása. Seint um nótt- ina hafði lögreglan auk þess af- skipti af ijórum einstaklingum sem höfðu um 30 grömm af hassi í fórum sínum. Þtjú umferðarslys urðu um helg- ina. Aðfaranótt laugardags var ekið á gangandi vegfaranda á Austurbergi, en bifreiðinni var síð- an ekið á brott af vettvangi. Á laugardag slösuðust ökumenn og farþegi í árekstri tveggja bifreiða á gatnamótum Þorragötu og Suð- urgötu. Um kvöldið var síðan einn fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Stekkjarbakka og Reykjanesbraut- ar. Tilkynnt var um 8 búðarhnupl, flest í Kringlunni, en þar er sér- stakt eftirlit með hugsanlegu hnupli í tilefni desember. 15 ára drengur reyndi t.d. að hnupla skammti af frönskum kartöflum í Hagkaupum fyrir 85 kr. og 14 ára stúlka reyndi að hnupla varasalva á sama stað. Eldur kom upp í togaranum Viðey RE 6 í Reykjavíkurhöfn á sunnudag. Eldurinn hafði kviknað í herbergi fyrir ljósavél. Reykkaf- ari frá slökkviliðinu brenndist á kinnum við slökkvistarfið. Maður var handtekinn aðfara- nótt sunnudags eftir að hann hafði brotið glugga í verslun við Hverfis- götu og stolið þaðan sjónvarpstæki. Á laugardagsmorgun sást til manns á hlaupum í Hraunbæ vaf- inn inn í bláa gólfmottu. Sá hafði villst af leið um nóttina, afklætt sig ofarlega í einum stigagangn- um, sofnað þar, vaknað, ráfað nið- ur, séð að hann var á ókunnum slóðum, gripið tilfallandi dregil er hann varð var við mannaferðir og sennilega leitað í áttina heim. Hann getur leitað fatnaðar síns hjá lögreglunni. Yfirlýsing vegna skrifa um skuldir Stykkishólms MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: Vegna yfirlýsingar frá bæjarráði Stykkishólmsbæjar, sem birt er ,í Morgunblaðinu 14. desember, varð- andi „meinlega villu, sem birtist í Árbók sveitarfélaga" í ár, óskar skrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga að fram komi að tölur þær sem birtar eru í bókinni um skuldir Stykkishólmsbæjar bárust skrifstofu sambandsins frá bæjar- skrifstofunni í Stykkishólmi á stöð- luðu eyðublaði með sama hætti og hliðstæðar upplýsingar frá öðrum sveitarfélögum og úr þeim unnið á sama hátt. Nú hefur komið í ljós að þær upplýsingar sem bárust frá Stykkis- hólmi um heildarskuldir bæjarins voru rangar. Með skuldum bæjar- sjóðs voru einnig taldar skuldir hafnarsjóðs og skuldir vegna bygg- ingar íbúða fyrir aldraða. Ekkert annað sveitafélag hefur gert athugasemdir við þær marg- háttuðu upplýsingar um fjárhag sveitarfélaga sem í Árbókinni birt- ast, enda eru þær beint frá þeim komnar. í reikningsfærslum sveitarfélaga gætir þó nokkurs misræmis. Það misræmi fer þó stöðugt minnkandi og með útgáfu nýs bókhaldslykils standa vonir til að það verði úr sögunni. Árbók sveitarfélaganna er glögg og greinargóð heimild um rekstur og fjárhagsstöðu sveitarfélaganna á hveijum tíma, Forstöðumaður Hagdeiklar Lúðvík Hjalti Jonsson. Söðulsholtsprestakall: Fjölmenn að- ventusamkoma Borp í Miklahollshreppi. AÐVENTUSAMKOMA fyrir Söðulsholtsprestakall var haldin í Laugargerðisskóla sunnudaginn 9. desember. A annað hundrað manns víðsvegar úr prestakallinu mættu til þessa ágæta mannfagnað- Sóknarpresturinn, séra Hreinn Hákonarson, setti samkomuna og kynnti dagskráratriði. Ræðumaður kvöldsins var séra Árni Pálsson, prestur á Borg á Mýrum. Þau hjón, séra Árni og frú Rósa Björk Þor- bjarnardóttir, eru kærkomnir vinir okkar hér síðan þau dvöldu hér um nokkurra ára bil. Séra Árni vígðist hingað í Söðulsholtsprestakall á sín- um tíma. Þá söng sönghópurinn Án skil- yrða. Fyrirliði hans er Þorvaldur Halldórsson. Var góður rómur gerð- ur að söng þeirra. Þá fluttu nem- endur úr Laugargerðisskóla ýmsa þætti, bæði látbragðsleiki og upp- lestur. Var það allt vel af hendi leyst. Þakkaði sóknaipresturinn fólkinu fyrir góða þátttöku á að- ventukvöldinu. Kvenfélagskonur úr Miklaholts- hreppi gáfu veitingar á eftir sem voru framreiddar af mikilli rausn og myndarskap. Páll Ásgeir Jakobsson. Nafn höfund- ar féll niður Nafn féll niður í frásögn Morgun- blaðsins sl. laugardag um bókina “Bíldudalskóngurinn" - athafna- saga Péturs J. Thorsteinssonar. Höfundur bókarinnar er Ásgeir Jakobsson. I 4 4 G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.