Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 59
59 Það er sagt að maður komi í manns stað. En stundum er örðugt að sjá, að það geti orðið. Það er örðugt núna. Við skiljum ekki alltaf hlutina rétt, þegar svo hræðilegir atburðir gerast, eins og nú hafa gerst. Við einfaldlega lömumst og öll orð verða máttlítil. Það er harm- urinn, sem sýnir okkur betur en nokkuð annað, að ekkert í heimi verður að verðgildi jafnað við þá manneskju, sem við höfum lært að unna. Ásthildur fæddist 1. desember 1943 og varð því nýlega 47 ára. Við áttum samleið í 18 ár. Betri vinur en hún er vandfundinn. Að reyna að lýsa persónuleika hennar er feykna erfitt. Hún var stór í flestu. Skaprík, ljúf og skilningsrík. Greind til munns og handa. Góð móðir og amma. Tryggðinni var ekki tillit í hana. Hún erfði aldrei neitt við neinn. Ásthildur var hrein- lynd kona og sagði hug sinn, varði þá sem áttu erfitt einhverra hluta vegna. Hún yeitti skjól þeim sem ekkert áttu. Ásthildur fór ekki var- hluta af mótlæti í lífinu. Venjuleg- ast sigraði hún flest mótdrægt og lærði á sinn sérstaka hátt, hvernig á að meta gildi þessa eða hins. Ásthildur var mjög fríð kona og hafði þessa einstöku reisn sem ekki er öllum gefin. Hún var með ein- dæmum góð móðir og húsmóðir. Hún unni börnum sínum af alhug og g^af þeim líf sitt. Asthildur var trúuð kona og kenndi börnum sínum að elska Guð, og keppti eftir því, sem var hans vilji. Unaðsstundir lífs hennar voru margar og naut hún þeirra í ríkum mæli, en alltaf sjálfri sér samkvæm. Auðvitað komu sorgir, sem sóttu hana heim, móður- og föðurmissir, vonbrigði í ástum. En hún var nægilega stór til þess að sigra þetta allt og gaf Guði leyfi til þess að ráða lífi sínu. Ég ætla ekki að tíunda æviferil henn- ar, því ég þekki ekki nægilega ætt- ir hennar til þess að nefna. Núna vil ég aðeins minnast henn- ar, þegar fundum okkar bar saman fyrir fáum vikum, þegar ég sótti ísland heim. Það var að venju yndis- legt að koma í Álakvíslina, sjá börn- in og barnabarnið nýja. Hún gætti litlu stúlkunnar hennar Ágústu dóttur sinnar. Þegar við kvöddumst og ég þurfti að fara heim voru orð hennar að hún kæmi senn að heim- sækja okkur hér í Englandi. Ekki hvarflaði að mér, að við myndum ekki sjást aftur. Börnum hennar, Friðþjófi, Magn- úsi Loga og Svölu Birnu vil ég senda samúð mína alla. Þau hafa misst svo óskaplega mikið og ég bið góð- an Guð að gefa þeim styrk, ekki bara móðurmissinn, heldur einnig systurmissinn. Um harmsefni ykkar, elsku börn, ætla ég ekki að ræða. Og þó er svo margt einmitt um þetta að segja, hve frábær kona og móðir hún var. Við missi hennar eruð þið særð svo djúpu sári og svo viðkvæm, að það væri ekki nærgætið að snerta það mjög. En ég veit að þið hafið fundið það, þessa síðustu sorglegu daga, að harmur ykkar er skilinn. Þið MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 hafið fundið öldur ástúðarinnar og samúðarinnar leita um sálir ykkar og veit að þær hafa yljað ykkur og styrkt. Sjálf þakka ég vinkonu minni, frú Ásthildi Thorsteinsson, fyrir það sem hún var mér'og bið ég henni Guðs blessunar. / Guðlaug Skagfjörð Hún Ágústa varð nýlega 18 ára. Hún varð móðir fyrir fáeinum mán- uðum síðan. Ég þekkti hana frá þeim degi, sem hún fæddist og fylgdist með henni til þess dags sem hún lét lífið í bifreiðaslysi þann 5. desember sl. ásamt móður sinni. Ágústa var björt á allan hátt, einlæg og afar góð stúlka. Hún var sunnudagaskólabarnið mitt, sem tók yngri systkini sín með sér á sunnudagsmorgnun til þess að hlusta á guðsorð og syngja honum lof. Oft hringdi hún til mín á laugar- dagskvöldum og bað mig að vekja sig með símanum morguninn eftir. Meining hennar var að klæða krakkana, Magnús Loga og Svölu Birnu, og halda í sunnudagaskól- ann. Ef mögulegt án þess að vekja mömmu. Þannig var Ágústa. Hún unni móður sinni og systkinum. Ég hygg hún hafi átt sínar elskustund- ir sér í lagi eftir fæðingu dóttur hennar. Mér er afar þungt um mál þegar ég nú minnist þeirra mæðgna. Ég get einungis þakkað þann tíma sem Ágústa gaf mér og bið henni bless- unar Guðs. Guðlaug Skagfjörð Arnór Ragnarsson Bridsdeild Skagfirðinga Hátt í 30 pör mættu til leiks hjá Skagfirðingum sl. þriðjudag á konfekt- kvöld hjá deildinni. Efstu skorir hlutu: N/S: Sigtryggur Sigurðss. - Sverrir Kristinss. 372 Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 367 Aðalbjörn Benediktss. - Jón V. Jónmundss.362 Ármann J. Láruss. — Ólafur Láruss. 352 A/V: Baldvin Valdimarss. - HjálmtýrBaldurss. 386 Rúnar Lárusson — Magnús Sverrisson 359 Ari Konráðsson - Gyifi Þ. Gíslason 350 Jón Steinar Ingólfsson — Ragnar Jónsson 341 Næsta þriðjudag lýkur svo sþila- mennsku þetta árið, með eins kvölds jólasveinatvímenningskeppni. Að sjálf- sögðu taka efstu pörin heim með sér jólakonfekt, af stærri tegundinni. Vegna sérstöðu þessa kvölds býður deildin öllu spilaáhugafólki til leiks, ám endurgjalds. Spilað er í Drangey við Síðumúla 35 og hefst spilamennskan kl. 19.30. Þú svalar lestrarþörf dagsins t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar, ÓSKARS JÚLÍUSSONAR, Suðurgötu 17, Sandgerði. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Sigurðardóttir, Jóhánn Grétar Óskarsson, Magnea Ósk Óskarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför sonar míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GESTS GEIRSSOIMAR, Smyrilshólum 4. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakotsspítala og kiwanisklúþbs- ins Elliða. Guð gefi ykkur gleðileg jól. Ingibjörg Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Lokað vegna jarðarfarar EINARS J. SKÚLASONAR frá kl. 13.00-16.00 í dag þriðjudag. Einar J. Skúlason hf., Grensásvegi 10. RAÐAUGIÝSINGAR ÝMISLEGT BORG LISTMUNIR-SYNINGAR-UPPBOÐ Málverk Höfum hengt upp olíumyndir eftir Kristján Davíðsson, nýjar vatnslitamyndir eftir Karó- línu Lárusdóttur og nýleg verk eftir Louisu MattUíasdóttur. Einnig^olíumyndir eftir Erro. Þá eru til sölu úrval mynda gömlu meistar- anna, t.d. Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefáns- son, Gunnlaug Blöndal, Kristínu Jónsdóttur, Ásgrím Jónsson, Þorvald Skúlason og Gunn- laug Scheving. Vekjum athygli á að á Þorláksmessu verður opið hjá okkur frá kl. 14.00-22.00. Pósthússtræti 9 Austurstræti sími 24211. NA UÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð annað og síðara fer fram á fasteignum þrotabús Melrakka hf., Gránu- móum, Sauðárkróki, fóðureldhúsi og skinnaverkun og fóðurstöð ásamt frystigeymslu með vélum og tækjum á skrifstofu uppboðshald- ara, Víðigrund 5, fimmtudaginn 20. desember 1990 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gisli Baldur Garðarson hrl., Búnaðarbanki íslands, Brunabótafélag íslands, Steingrímur Þormóðsson hdl. og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki. BOEG Wélagslíf □ EDDA 599018127 - Jf. I.O.O.F. Ob. 1P= 17218128Ú2S Jv. AD-KFUK Fundur i kvöld kl. 20.30 á Háaleit- isbraut 58. Jólaminningar. Fund- ur I umsjá Lilju Sigurðardóttur, Gísla Friðgeirssonar og fjöl- skyldu. Allar konur velkomnar. Ath. breyttan fundarstað. □ HAMAR 599012187 - Jólaf. I.O.O.F. Rb. 4 = 14012188 - 8 AJv. Fyrirlestur Æsir stendur fyrir fyrirlestri í kvöld kl. 20.30 í Brautarholti 8. Dagskrá: Leifur Leópoldsson, sem er skyggn vökumiðill, talar um reynslu sína af yfirnáttúru- legri skynjun. Leifur „sér“ áru fólks og getur skyggnst inn í fyrri lif og „séð“ hvernig tiltekin reynsla úr fyrri lífum eflir eða takmarkar okkur [ þessu lífi. Hann þendir einnig á leið til þess að hreinsa Karma úr fyrri lífum. Hann mun „miðla" þessum upp- lýsingum um ofangreind atriði til þeirra sem vilja. Einnig verður kynning á lófalestri, rithandar- greiningu og túlkun stjörnu- korta. Boðið verður upp á veit- ingar. Aðgangseyrir 900 kr. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Atvinnumálafulltrúi Starfshópur á vegum landbúnaðarráðuneyt- isins, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og Stéttarsambands bænda óskar að ráða starfsmann, karl eða konu, sem hefur það verkefni að vinna að eflingu heimilisiðnaðar og skyldra verkefna í sveitum með sérstakri áherslu á atvinnu fyrir konur. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Ráðning- artími er 1-2 ár. Til greina kemur ráðning í hálft starf. Starfinu fylgja mikil ferðalög. Umsóknir skulu stílaðar á: Stéttarsamband bænda, pósthólf 7040, 127 Reykjavík. fyrir 31. desember nk. Blaðberar - Siglufjörður Blaðbera vantar frá áramótum í Hverfisgötu og Háveg. Upplýsingar í síma 96-71489. JlltfgiiaifybiMfr Eðalfiskur hf. - Borgarnesi Framleiðslustjóri - matvælafræðingur Vegna vaxandi útflutningsverkefna og vöru- þróunar óskar Eðalfiskur hf. eftir að ráða framieiðslustjóra/matvælafræðing til fram- tíðarstarfa. Umsóknir sendist til markaðsdeildar Eðalfisks hf., Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 108 Reykjavík, eigi síðar en á hádegi 24. desember nk. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.