Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1.8. DESEMBER 1990 Var einhver í vorlandinu? Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Steinunn Sigurðardóttir: Síðasta orðið - Safn til eftir- mæla eftir hluta ívarsen-ætt- bálks og tengdafólk á 20. öld Útgefið, safnað, flokkað og rit- stýrt af fræðimanninum Lýtingi Jónssyni frá Veisu í Onguldal. Útg. Iðuun 1990. Margir eru á því að minningar- orðaskrifaárátta okkar sé einsdæmi í heiminum og væri þá varla það eina sem gerir okkur frábrugðin öðrum. Sú þörf að skrifa eftir látinn vin þar sem dregnar eru fram fögru hliðarnar eingöngu en umfram allt rifjaðar upp minningar af samskipt- um hins látna og skrifarans — að því er virðist þeim síðarnefnda líklega til meiri hugarhægðar. Ef ókostir hafa verið afskaplega áber- andi í persónuleika þess sem farinn er til -blíðuheims skal það gert sjarmavafið svo að gallarnir verða á stundum ekki síður undursamleg- ir en hið bjarta og unaðslega sem kostir kallast. Þá finnst ýmsum óviðfelldið þegar börn skrifa um foreldri ,og ömmubarnagreinarnar geta stundum verið miklu meira en grátklökkar. Nú hefur Steinunn Sigurðardótt- ir brugðið sér í gervi Lýtings Jóns- sonar, kostulegs grúskara og sér- vitrings og leggur af honum nef- tóbakslyktina og gamalþef í for- málskaflanum. Eftir kynni sín af Friðþjófi ívarsen, deildarstjóra í landbúnaðarráðuneytinu, verður Lýtingur gripinn ástríðu að birta allar hans dýrlega kveðnu greinar — einkum eftirmælin sem eiga varla sinn líka að dómi Lýtings. Með því að vinna þetta verk hefur Lýtingur náð tilgangi með fábreytilegu lífi sínu því það er aðkallandi fyrir komandi kynslóðir að hafa á bók hin frábæru eftirmæli Friðþjófs. Von bráðar kemst hann að þeirri niðurstöðu að þetta dugi ekki til, hann ákveður að safna einnig sam- an eftirmælum um þá sem helst tengdust Friðþjófi og gera það meðal annars með því að birta eftir- mæli sem þessi frændgarður hefur verið að dunda sér við að skrifa eftir hina og þessa. Ekki getur Lýtingur lengi á sér setið; hann verður einnig að koma á framfæri eftirmælum sem hann hefur skrifað um þetta fólk og verð- ur það þegar upp er staðið æði fyrir- ferðarmikið. Þar veður hann elginn og fer úr einu í annað og allt eru þetta því greinar sem segja meira um Lýting & Co en þann sem kvaddur skyldi með lofi og þökk. Það verður Lýtingi stórmikið áfall þegar finnast svo eftirmæli Friðþjófs um Friðþjóf sjálfan enda er þar dregin upp syndug mynd af þessum vammlausa sómamanni — og af Friðþjófi sjálfum. En Lýtingur og fræðimannsheiður hans eru í veði, allt skal þetta á þrykk út ganga þó ekki sé það honum sárs- aukalaust að verða að horfast í augu við hryllinginn. Hvorki meira né minna hafði Friðþjófur barnað Geirþrúði(seinna gift Ólsen) og gekkst ekki við syninum Friðfinni sem andaðist ungur, náttúrlega langt fyrir aldur fram. Alla tíð kvaldist Friðþjófur ívarsen vegna þessa og sennilega snöggtum meira en Geirþrúður sem virðist bara lukkulega gift Leifi B. Ólsen. Áður en Lýtingur hefur lokið verkinu “hnígur hann niður_ og er þar með dauður en Ómar B. Ómars- son cand. mag. kemur þá fram á sjónarsviðið, hefur kyndilinn á loft og lýkur verkinu og það með bravör, Steinunn Sigurðardóttir meira að segja tekst honum að út- vega sem endapúnkt bréf úr blíðheimum frá Geirþrúði þar sem hún segir af sér og sínum högum. Hugmyndin að bókinni er hnýsi- leg en krefst mikils til að áhuga sé haldið. Eftirmælagreinar um og eftir ýmsa úr ívarsensættbálknum eru allar í nákvæmlega sömu tón- tegundinni og sé það ádeila þynnist hún óneitanlega þegar á líður. Kannski er málið þannig vaxið þeg- ar öll kurl koma til grafar að verk- ið er alls ekki unnið af Lýtingi, eftir- mæli Fiðþjófs um Friðþjóf alls ekki af Friðþjófi; kannski hefur hrappur- inn Ómar B. Ómarsson cand. mag sem síðastur kom að verkinu skrif- að þetta allt saman. Það hlýtur eig- inlega að vera. Þegar á líður bókina tekst höf- undi ekki að halda utan um efnivið sinn. Kímnin sem er sums staðar óborganleg í upphafi verður krampakennd, einlægni og skáldleg tilþrif hverfa fyrir mælgi. Hvort höfundur hefur áhuga á sínu fólki fer að verða vafamál en þó er fátt látið ósagt, hvað sem orðum á kápu líður. En „Síðasta orðið“ á síðustu blaðsíðunni og jafnvel kaflar úr bréfi Geirþrúðar að "handan bæta nokkuð upp þetta verk sem getur verið að sé samboðið Lýtingi eða Ómari cand. mag. En mér fannst það ekki samboðið Steinunni. Andinn frá Tj arnargötunni Bókmenntir Erlendur Jónsson Pétur Eggerz: Myndir úr lífi Péturs Eggerz fyrrverandi sendiherra. Gaman og alvara. 216 bls. Skuggsjá, 1990. Pétur Eggerz ólst upp við Tjarn- argötuna. Þar bjuggu þá embættis- menn og fyrirfólk. Drengurinn naut því góðs • atlætis á þeirrar tíðar mælikvarða. En bærinn var lítill. Börnin gátu farið allra sinna ferða og skoðað mannlífið að því leyti sem þau höfðu áræði og löngun til. Og drengurinn uppgötvaði snemma fjölbreytnina í bæjarlífínu. Kjör fólksins voru misjöfn. Sumir voru ríkir, aðrir fátækir. Framkoma og látæði var líka mismunandi. Dreng- urinn var innhverfur og hlédrægur en forvitinn og sagði fátt en hlust- aði grannt. Og þannig kynntist hann umhverfínu í öllu sínu litrófí. Vinnukonurnar í götunni töluðu frjálslega um einkamálin og höfðu yfirhöfuð alla sína hentisemi í viður- vist bamsins. Og barn var hann að vísu. Eigi að síður sá hann og heyrði. Og lærði — lærði heilmikið um hluti sem ekki var flíkað á heim- ilum fína fólksins. Kannski var það ekki allt við barna hæfí. Hvað sem því leið átti reynslan úr götunni eftir að koma sér vel þegar drengur- inn óx úr grasi. Því fyrr en varði var hann orðinn virðulegur diplo- mat! En manneðlið er þó alltaf samt við sig hverju sem það klæðist. Gamansemi Péturs er sérstæð. Og svona nokkurn veginn græsku- laus, skulum við segja. Skemmti- lega lýsir hann t.d. kynnum sínum af Vilhjálmi Þór. Eitt sinn taldi hann að Vilhjálmur hefði vísvitandi gert sér grikk og var lengi að bræða með sér hvort hann ætti að fyrir- gefa manninum. Seint og um síðir komst hann að niðurstöðu. Og nið- urstaðan varð sú að hann ætti að Pétur Eggerz fyrirgefa Vilhjálmi. Eftir því sá hann ekki. Því skömmu síðar — Pétur var þá kominn til útlanda — færði Vilhjálmur honum reyktan lax! Og þess háttar var naumast hægt að skilja nema á einn veg! Maðurinn var að biðja fyrirgefning- ar fyrir sína parta! Pétur er höfundur nokkurra bóka, endurminninga og skáld- sagna. í þeim hefur hann lýst starfi sínu og lífí. Og enn er hann að lýsa starfí sínu og lífí. En skáldskapur- inn fylgir honum. Skáldsögur Pét- urs eru með endurminningasniði. Og endurminningar hans eru með skáldsögusniði. I raun er bók þessi tilbrigði við sama stefið. Sjálfsagt hefur Pétur notið sín í starfí, verið á réttri hillu sem kallað er. Eigi að síður sýnist hann hafa haft meiri áhuga á lífínu sjálfu. Hann talar frjálst og óformlega um menn og málefni, einnig þá sem hann skipti við í embættistíð sinni. í þeim skilningi er hann búinn að kasta diplomatafrakkanum og genginn í flokk óbreyttra. Það er andinn frá Tjarnargötunni sem lifír í þessari bók. JÓLAGJÖFHEIMILANNA! BORBABANI í eldhúsið • svefnherbergið • skrifstofuna • sjónvarpsherbergið • vinnustofuna VEGGFESTING • Fyrir 14“ sjónvörp og minni • Fyrir tölvu Kr. 4.980,- VEGGFESTING • Fyrir örbylgjuofna Kr. 3.940,- VEGGFESTING • Fyrir 20“ sjónvörp og stærri Kr. 9.960,- VEGGFESTING • Fyrir hljómflutnings- tæki Kr. 5.840,- Fæst í Radíóbiíðinni - Gunnari Ásgeirssyni - Frístund, Kringlunni Heildsöluumboð: MAS hf, Bolholti 6, sími 91-680035.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.